Morgunblaðið - 05.01.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.01.1986, Blaðsíða 4
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 5. JANÚAR1986 Ráðning héraðsdýralæknis á Hellu: Stjórn félagsins mun mótmæla ráðningunni — segir Halldór Runólfsson formaður Dýralæknafélags íslands Nýja Ladan er búin ýmsum nýjungum sem rekja má til Porsche og Fiat. Ný gerð af Lödu NÝ GERÐ af Lada bifreiðum er væntanleg á markaðinn í Evrópu og Kanada í vor. Lada 2108 heitir sá nýi, þriggja dyra, sportlegur í útliti og búinn ýmsum nýjungum ættuðum frá Porsche og Fiat Hann er með framhjóladrifi og framstæðri 1300 rúmsentímetra vél, Gísli Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Bifreiða og Land- búnaðarvéla hf., sem hafa umboð fyrir Lada-bifreiðar hérlendis, sagðist búast við að Lada 2108 kæmi til íslands í sumar, en ekkert væri enn hægt að segja til um það á hvaða verði hann yrði. „Bíllinn var kynntur um- boðsmönnum á sýningu í Belgíu í desember og ég veit af eigin raun að þetta er mjög skemmti- legur bíll. Hann er léttur í stýri, hefur góða fjöðrun og er mjög sparneytinn," sagði Gísli. HALLDÓR Runólfsson formaður Dýralæknafélags íslands segir að stjórn félagsins muni mótmæla veit- ingu landbúnaðarráöherra á emb- ætti héraðsdýralæknis í Helluum- dæmi. Félagið hefur komið sér upp punktakerfi sem það vill að ráð- herra fari eftir við veitingu héraðs- dýralæknisembætta. Landbúnaðarráðherra veitti Grétari Hrafni Harðarsyni dýra- lækni sem búsettur er á Hellu embætti héraðsdýralæknis í Helluumdæmi frá 1. janúar sl., eins og fram hefur komið í blaðinu. Umsækjendur voru alls 16. Morg- unblaðinu er kunnugt um mjög eindregnar óskir heimamanna um að hann fengi starfið, og að bænd- Ljóst að íslendingar verða að ábyrgjast öryggi sitt — segir Ingibjörg Haraldsdóttir formaður Samtaka herstöðvaandslæðinga „ÉG VIL ekki túlka orð Svavars þannig að Alþýðubandalagið hafi skipt um stefnu varðandi veru Is- lands í NATO og öryggi lands- ins," sagði Ingibjörg Haraldsdótt- ir formaður Samtaka herstöðva- andstæðinga vegna ummæli Svav- ars Gestssonar formanns Alþýðu- bandalagsins í viðtali í tímaritinu Þjóölífí. Þar segir Svavar að ís- land eigi að vera áfram í Atlants- hafsbandalaginu og tryggja eigi því sérstöðu hér á landi, varnarlið- ið hverfi úr landi, en gerður verði samningur við Sameinuðu þjóðirn- ar og Norðurlönd. „Eg geri ráð fyrir að hann eigi við að einhver sameiginleg trygg- ing verði fyrir öryggi landsins með samningi við Sameinuðu þjóðirnar og Norðurlöndin. Það er náttúrlega ákveðin leið í ör- yggismálum og alveg ljóst að ís- lendingar verða einhvernveginn að ábyrgjast öryggi sitt. Ég vil hinsvegar ekki túlka ummæli hans á þann veg að hann vilji að ísland verð áfram í NATO, heldur sem áfanga í baráttunni gegn hersetunni. Nema eins og vitað er að Alþýðubandalagið hefur verið tilbúið að fara í stjórn, án þess að það sé gert að skilyrði í stjórnarsáttmálanum að Island segi sig úr NATO. Það hefur sýnt sig áður. Þannig að hér er engin stefnubreyting á ferðinni. Ég tel hins vegar að það verði ekki Alþýðubandalagið eða nein- ir aðrir stjórnmálaflokkar, sem vinna þessari skoðun okkar í Samtökum herstöðvaandstæð- inga á hersetunni fylgi, heldur verða það að vera sjálfstæð óháð samtök sem leggja málinu lið ef einhver árangur á að nást," sagði Ingibjörg. .«a*- lól*mf ^S^F&ssæzs: *f* *ta& £Ú2 ^^S?!^.**^?^1S' 8«á fiSŒ6* ?aubl, Se*2 ge/.a að i«4 Sróðu." ur komu í stórum flokkum til ráð- herra til að lýsa yfir stuðningi við Grétar Hrafn. Dýralæknafélagið er ekki um- sagnaraðili um veitingu héraðs- dýralæknisembætta, en félagið sendi inn umsögn samkvæmt punktakerfi sem meirihluti félags- manna samþykkti fyrir nokkrum árum. Þar er mönnum í aðalatrið- um raðað eftir starfsaldri, en starfsaldur þeirra sem starfað hafa í 5 „mögrustu" umdæmunum er látinn vega þyngra en starfs- reynsla í öðrum umdæmum. Einn umsækjandi óskaði nafnleyndar og var því 15 umsækjendum raðað samkvæmt punktakerfinu. Efstur varð dýralæknir sem búsettur er á ísafirði, en Grétar Hrafn varð fjórði. Halldór Runólfsson sagði að þetta punktakerfi væri aðferð stéttarfélagsins til að- reyna að hafa áhrif á veitingu dýralæknis- embætta, þó félagið væri ekki formlegur umsagnaraðili. Frá því að kerfið var samþykkt hefðu ráð- herrar í aðaiatriðum virt það, þar til nú. Hann sagði að það væri varhugavert að víkja frá því vegna þess að þá gæti reynst erfitt að ráða í útkjálkahéruðin. Sumir hefðu ráðið sig í þau í von um að fá að njóta þess síðar. Eins og áður segir verður málið tekið fyrir í stjórn Dýralæknafélagsins á næst- unni, en til gamans má geta þess að Grétar Hrafn á einmitt sæti í stjórn félagsins. Kæru Hildu hf. á Dorette Egilsson vísað frá í Chicago Kanadísk og bresk fyrirtæki vilja kaupa fyrirtæki Dorette KÆRU Hiidu hf. á hendur Dorette Egilsson vegna auglýsinga hennar um sölu á iillarvörum með afslætti var vísað frá dómstóli í Chicago í Illinois í Bandaríkjunum fyrir ára- mótin. Árni Egilsson bassaleikari, eiginmaður Dorette, sagði að ástæð- an væri einfaldlega sú að Dorette hefði aldrei brotið nein lög í Illinois eða annars staðar og verslunarleyfi alltaf verið fyrir hendi. Kristinn Jörundsson framkvæmdastjóri hjá Hildu hf. sagði að kærunni hefði verið vísað frá vegna þess að Hilda væri ekki löglegur viðskiptaaðili í Illinois og því engin afstaða tekin til kæruatriðanna sjálfra. Niðurstaða er ekki fengin í kæru annarra fyrirtækja á hendur Dor- ette og ekki heldur í máli sem fyrirtæki þeirra hjóna, The Ice- lander inc, höfðaði gegn Hildu hf., Álafoss hf., Pólarprjón hf., Paul Johnson ræðismanni Islands í Chicago og Jens Pétri Hjaltested og Úlfi Sigurmundssyni hjá Út- flutningsmiðstöð iðnaðarins. Eru þessir aðilar kærðir fyrir brot á lögum um hringamyndun, brot á sáttmála um heiðarleg viðskipti, fyrir að hafa valdið tilfinnanlegum þjáningum af ásettu ráði og koma í veg fyrir líklegan fjárhagslegan ávinning og fyrir ærumeiðingar. Sambandi íslenskra samvinnufé- 'laga var einnig stefnt í upphafi en fallið frá kærunni vegna samninga sem tókust á milli fyrirtækjanna. Árni sagði að kæran væri hjá dóm- ara í Los Angeles og bjóst hann við að hún yrði tekin fyrir á árinu. Árni sagði að umrædd fyrirtæki og einstaklingar hefðu reynt að eyðileggja mannorð sitt og konu sinnar á íslandi og gera þeim ókleift að kaupa þar vörur með sama hætti og áður. Þetta hefði þeim tekist, þó þeim hefði ekki tekist að koma fyrirtæki þeirra á hausinn eins og fyrir þeim hefði augljóslega vakið. Hann sagði að þau íhuguðu nú að selja fyrirtæki sitt, The Icelander, og hefðu fram- leiðendur ullarvara úr íslenskum hráefnum frá Kanada og Bretlandi leitað eftir kaupum á því til að styrkja stöðu sína á Bandaríkja- markaði. The Icelander er með 10 verslanir og er aö sögn Árna stærsta verslanakeðja sem sér- hæfir sig í íslenskum fatnaði í Bandaríkjunum og ef til vill heim- inum. Hann sagði að ef þessi fyrir- tæki keyptu fyrirtæki þeirra hjóna yrðu flestir íslenskir ullarútflytj- endur sjálfkrafa dæmdír úr leik. Þau vildu því helst af öllu selja fyrirtækið til íslenskra aðila en ekkert tilboð hefði komið frá ís- landi. Kristinn Jörundsson hjá Hildu hf. vísaði því algerlega á bug að tilgangurinn með kæru þeirra hefði verið að eyðileggja fyrir Dorette. Fyrir þeim hefði aðeins vakað að fá hana til að hætta að auglýsa með þeim hætti sem hún gerði, því auglýsingar hennar hefðu verið farnar að hafa truf- landi áhrif á markaðinn. Kristinn sagði aðspurður að Hildu hf. hefði ekki verið boðið að kaupa fyrirtæki Dorette og Árna Egilssonar. Þrjú skip með loðnu Norðmenn á leið á miðin TVEIR bátar tilkynntu um afia til Loðnunefndar aöfaranótt laugar- dagsins, og vitað var að sá þriðji var koininn með afla. Er það fyrsta loönan, sem veiöist á pessu ári. Veiðisvæðið er norður af Langanesi, á sönni slóðum og bátarnir voru að veiðumfyrir jól. Guðmundur Kristinn ÓP til- kynnti um 600 tonna afla, sem færi til Siglufjarðar og Magnús NK var með 540 tonn, sem annað hvort færu til Krossaness eða Siglufjarðar. Súlan EA var á miðunum og komin með afla, en haf ði ekki lokið veiðum í gærmorg- un. í gær voru mörg íslenzk skip á leið á miðin. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins munu norsk loðnuskip vera á leiðinni á miðin norður af landinu. íSBfUI^^1**

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.