Morgunblaðið - 05.01.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.01.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JANÚAR1986 7 Símtöl við Djúp heyrast í útvarpinu „ÞETTA er því miður rétt. Tækni- deild Pósts og síma er kunnugt um þetta, en unniö er aö því aö finna búnað sem leysir málið,“ sagði Jó- hann Iljálmarsson blaöafulltrúi Pósts og síma, er hann var spurður að því hverju það sætti að símtöl sjálfvirka símans viö Djúp heyrðust í útvarpinu. Hann sagði að ekki væri um það að ræða að samtöl heyrðust í út- varpi nema menrj legðu sig sér- staklega eftir þvi að hlera þau. „Þetta gildir aðeins um einstaka útvarpstæki og einungis er hægt að hlusta á lítinn hluta þeirrar símarásar sem er í notkun á hverju svæði.“ Hættir Stálfélagið við starfsemi sína? Forsætisráð- herra segir ríkið ekki geta hjálpað Aðalfundi félagsins frestað fram í janúar en stjórnarformaður- inn hefur sagt af sér MIKIL óvissa ríkir nú um framhald starfsemi Stálfélagsins hf. þar sem ríkisstjórnin hefur tekið þá ákvörö- un að ríkissjóður leggi ekki fram hlutafé það sem lofað hafði verið, fyrr en félaginu hefur tekist aö safna tilskyldu hlutafé, og afla sér bankafyrirgreiöslu, sem engar líkur eru á að takist. Aöalfundi félagsins sem halda átti þann 27. desember var frestað fram í janúarmánuð, vegna ónógrar þátttöku. Á þeim fundi sagði Leifur ísaksson af sér stjórnarformennsku, og mun Leifur Ilannesson gegna stjórnarfor- mennsku fram að aðalfundi. „Við afgreiddum erindí Stálfé- lagsins í ríkisstjórninni á þann veg að okkur væri ekki fært að gera neitt frekar fyrir félagið að svo stöddu," sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið. Stein- grímur sagði að Stálfélagið gæti fengiö ríkisábyrgð fyrir láni frá Norræna fjárfestingabankanum og Framkvæmdasjóður hefði lofað ákveðnu hlutafjárframlagi. Það sem kæmi í veg fyrir að félagið gæti fengið þessa fyrirgreiðslu nú þegar væri það skilyrði að félagið væri búið að safna tilteknu hlutafé áður en framlag ríkisins kæmi til, en það hefði ekki enn tekist. Jafn- framt hefði félaginu ekki tekist af afla sér bankaviðskipta. Forsætisráðherra var spurður álits á ummælum forsvarsmanna félagsins, þess efnis að þátttaka ríkisins í fyrirtækinu væri svo skilyrt, að ekki væri hægt að uppfylla skilyrðin nema til kæmi þátttaka ríkisins: „Það má segja að þátttakan sé ansi skilyrt, en svona er þetta nú í þelm lögum sem Alþingi samþykkti fyrir ríkis- ábyrgðinni." Forsætisráðherra var spurður hvort nokkuð annað blasti við Stál- félaginu en hætta rekstri, raunar áður en hann nokkurn tíma var hafinn: „Það getur vel verið. Vissu- lega hefur þetta mál tekið allt of langan tíma, og dregist úr hömlu, til dæmis það að veita félaginu ríkisábyrgöina. Það hefur valdið Stálfélaginu miklum skaða, á því er enginn vafi. Hvort það hefur riðið þeim að fullu skal ég ekki segjaum." Við bjóðum flug frá Keflavík til New York og áfram til Dallas, Los Angeles, New Orleans, og aftur til Keflavíkur fyrir aðeins.. Og þetta er aðeins dæmi. Ein leið af fjölmörgum. Þú gætir t.d. bætt fjórum bandarískum borgum við þennan lista, og aukakostnaðurinn yrði aðeins kr. 1.450 fyrir hvern áfangastað! Þetta einstaka verð er dæmi um frábæran árangur stöðugrar leitar okkar að hagstæðustu ferðamöguleikunum fyrir fólk á leið til útlanda í einka- eða viðskiptaerindum. Hjá Samvinnuferðum-Landsýn ersérþjálfað starfsfólk reiðubúið að leiðbeina hverjum einasta viðskiptavini í gegnum vand- rataðan fargjaldafrumskóginn. Þá þjónustu, sem e.t.v. getur sparað þér þúsundir, færðu án nokkurs aukagjalds. Góð sambönd okkar við útlenskar ferðaskrifstofur og flugfélög gera okkur einnig kleift að bjóða margskonar sérferðir sern annars stæðu ekki til boða. Að auki bókum við svo fyrir þig hótelgistingu erlendis, bílaleigubíla, jafnvel aðgöngumiða í leikhús og fleira - allt á augabragði. Láttu okkur um að finna hagkvæmustu leiðina fyrir þig! Miðaðerviðbókun 14dögumfyrirbrottför, aðferðin standi í 7-60 daga og að hún hefjist fyrir 21. mars 1986. 1 Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.