Morgunblaðið - 05.01.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.01.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JANÚAR1986 Dæmigert aimúgahús í Ghana. í haust snéru heim til íslands tveir íslenskir kennarar, sem verið höfðu við kennslustörf í Ghana í eitt ár. Haust- ið 1982 kom fram beiðni um aðstoð Evr- ópulanda frá AFS í Ghana. Skýrði fulltrúi þaðan frá að mikil óstjórn hefði verið í landinu, fólksflótti, matvælaskortur og mikill skortur á kennur- um sem ásamt öðrum hefðu flúið land svo tugþúsundum skipti. Óskað var eftir því að Evrópulöndin sendu kennara til starfa í Ghana. AFS á íslandi - alþjóðleg fræðsla og samskipti - auglýsti í febrúar - mars 1984 eftir kennurum til að fara til Ghana. Mennta- málaráðuneytið og Þró- unarsamvinnustofnun íslands styrktu þetta verkefni en AFS sá um alla framkvæmd. Það er yfirlýst stefna stjórn- valda að styðja samtök sem beita sér fyrir þró- unaraðstoð. tjarna Afríku hefur hrapað Milli fimmtán og tuttugu manns sóttu um að starfa sem kennarar í Ghana í eitt ár. Auglýst var eftir einhleypu fólki eða barnlausum hjónum til að kenna raungreinar. Valdir voru tveir kennarar úr hópnum, þeir Gottskálk Friðgeirs- son líffræðikennari við Mennta- skólann í Reykjavík og Daníel Hansen kennari í Reykholtsskóla í Biskupstungum. Fyrst voru þeir félagar undir- búnir á ýmsan hátt undir starfið hér á Iandi, t.d. með því að ræða við Jón H. Jónsson trúboða og Rut Bergsteinsdóttur sem verið hafa í Ghana, svo og hjúkrunarfræðinga sem þar hafa dvalið, einnig voru þeir félagar fræddir rækilega um ástand mála í þriðja heiminum, sérlega í Ghana. Árin 1982 til 1983 var uppskeru- brestur í Ghana vegna þurrka og í kjölfar þess fylgdi hungursneyð. Sífelldar byltingar hafa verið í Ghana síðustu árin og stjórn- málaástand þar mjög ótryggt. Flýði fólk landið unnvörpum af þeim sökum. Jerry John Rawlings flugliðsforingi gerði byltingu í Ghana árið 1978 og kom á kosinni stjórn í landinu, líkaði síðan frammistaða hennar illa og gerði Rætt við Gottskálk Friðgeirsson og Daniel Hansen kénn- ara um veru þeirra í Ghana F.v. Daníel Hansen og Gottskálk Friðgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.