Morgunblaðið - 05.01.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.01.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 5. JANUAR1986 -1- Daníel að borða Kenkey sem morgunmat með nemendur og starfsfólk skól- ans í kringum sig. íf Kennarar og skólastjóri í St Peter's. tjarna Afríku hefur hrapaö í haust, þá voru þær orðnar hnefa- stórar og mjög safaríkar aö hans sögn. Ghanabúar lifa mikið á græn- metisfæði, mér líkaði vel t.d. hrís- grjón og annað sem ég þekkti héð- an en yfirleitt þótti mér maturinn einhæfur og ekki spennandi. Kjöt borða Ghanabúar sjaldan, helst að þeir slátri sér einni og einni hænu eða næli sér í skógarrottu. Ég fékk einu sinni gefins slöngu- kjöt, það var ágætt. Fisk veiddum við stundum í ánni við þorpið. Þó fólk í Ghana hafi rafmagn notar það mikið gamlar aðferðir við eldamennsku og eldar á hlóðum við kol svo það myndast mikil svæla. Hitinn er að jafnaði 30 til 40 stig. Ég man hvað mér þótti sérkennileg stybban og reykurinn í loftinu þegar ég kom fyrst til Accra, höfuðborgarinnar. ríkið yfir rekstur allflestra einka- skóla í landinu og rekstur þessa skóla þar méð. Nemendur höfðu lokið inntökuprófi og voru á aldr- inum 12 til 22 ára. Þeim var ekki skipað í bekki eftir aldri heldur frammistöðu. Skólastjórinn var skv. gamalli hefð kaþólskur trú- boði eða prestur. Vegna kennara- skortsins voru flestir af kennurun- um ungir menn í þegnskylduvinnu, en í Ghana verða allir að hlíta slíkri skyldu. Laun kennara í Ghana eru léleg. Við vorum tveir AFS-kennarar, ég og annar til frá Belgíu. Eg kenndi aðallega líffræði og aðra náttúrufræði. Það voru um fjöru- tíu nemendur í bekk. Strákarnir voru áhugasamir enda í sifelldri keppni hver við annan, fengu stöðu í bekknum eftir frammistöðu. Heilbrigðisástand var fremur lé- legt í skólanum eins og annars staðar í Ghana, nemendur voru oft með hitabeltissjúkdóma og það olli því, að þeir voru ýmist töluvert frá námi eða sátu í kennslustund- um hálfsinnulausir vegna lasleika. Kennt var á ensku og námsefnið ekki ósvipað því sem gerist hér við framhaldsskóla enda námskrá ítarleg. St. Peters-skólinn er heimavist- arskóli og nemendur flestir frá vel efnuðum he milum. Þeir höfðu því úr meiru að spila en kennarar, t.d. í matarkaup. Konur úr þorpinu sátu gjarnan við heimreiðina að skólanum með potta sína á hlóðum og bjuggu til t.d. Kenkey, Fufu og fleira góðgæti sem strákarnir voru að kaupa sér bita af, en kennararn- ir gátu ekki leyft sér slíkan munað. Kennararnir ræktuðu sér gjarnan grænmeti og alls kyns ávexti sjálf- ir til að drýgja tekjurnar. Ég hafði með mér Kálfafelísrófufræ þegar ég fór út og sáði því fyrir utan kennarabústaðinn þar sem ég bjó í Ghana. Ég sáði rófufræinu eftir að þurrkatímabilinu lauk, í apríl nánar til tekið. Rófurnar komu upp meðan ég var enn í Ghana og virt- ust þrífast vel. Um daginn fékk ég bréf frá kunningja mínum þar ytra- og sagði hann mér að rófurnar hefðu verið eina grænmetið sem lifði af sumarið, meðan enginn hugsaði um garðinn. Hann át þær Ég bjó í kennarabústað eins og fyrr sagði og kynntist því lítið fólk- inu í þorpinu, en þeir vinir sem ég eignaðist urðu ágætir kunningjar mínir. Höfðingjanum í þorpinu kynntist ég í sambandi við skól- ann. Hann bauð okkur AFS-kenn- urunum tveimur á öldungafund þar sem rædd voru málefni þorps- ins og íbúanna og einnig á jarðar- farir sem eru helstu mannfundir Ghanabúa. Þá safnast þeir saman til að dansa og drekka og standa þær frá einum degi upp í sjö, allt eftir mannvirðingum. Ghanabúar eru mjög gæflynt og hjálpsamt fólk. Einu sinni þurfti ég að spyrja til vegar í Accra og vék mér að manni sem var þar á gangi með konu sinni og barni. Hann sagði konunni sinni að bíða með barnið og gekk með mér tíu mínútna leið til að vera viss um að ég villtist ekki. Það er ekki mikið um glæpi í Ghana. Fjöldskyldan sem ég dvaldi hjá fyrst eftir að ég kom til Ghana sagði mér að ég skyldi ekki hræð- ast þó ég heyröi læti á nóttunni. Húsbóndinn hafði alltaf hlaðna byssu við höndina og ef hann heyrði skurk á næturnar þá fór hann út á svalir og skaut út í loft- ið. Tímaskyn hafa Ghanabúar lé- legt á okkar mælikvarða. Þeir eru yfirleitt of seinir á stefnumót og erfitt að reiða sig á þá. Rútur fóru t.d. sjaldnast á réttum tíma og var þá frekar hugsað um að þær væru troðfullar en að halda tímaáætlun- Gottskálk fyrir utan húsið sitt þar sem Kálfafellsrófur uxu sem best. Trúrækni Ghanabúa er mikil. Stærstu trúarhóparnir eru kristn- ir menn og múhameðstrúarmenn. Kristnir menn halda jól en á ein- faldari máta en við. Þeir gefa t.d. ekki jólagjafir en þeir reyna að halda sig vel í mat og drykk eftir því sem þar gerist. Þó trúræknin sé mikil og kirkjusókn fólks góð fannst mér siðfræði þeirra undar- leg, þeir eiga t.d. margar konur þó kaþólskir séu. Mér virtist trú þeirra yfirleitt næsta yfirborðs- kennd. Hinum margvíslegu ættflokkum sem lifa í Ghana kemur alveg þokkalega saman, en það er hins- vegar talað um að vegna fjölda ættflokkanna sé erfitt að stjórna landinu." Daníel Hansen segir frá „Ég fór að kenna við Aburi- kvennaskólann, rétt utan við þorp- ið Aburi. í skólanum voru rúmlega sex hundruð stelpur á aldrinum ellefu til tuttugu og fjögurra ára. Ég kenndi líffræði eingöngu. Það var ekki agavandræðunum fyrir að fara. Stelpurnar beygðu sig og buktuðu og kölluðu mig ævinlega „Mister Hansen", ólíkt því sem gerist hér í skólum. Þó agavanda- mál væru ekki fyrir hendi var alltaf verið að hegna nemendunum fyrir eitthvað. Ef þær gleymdu t.d. að vinna heima, þá var hegningin sú að sitja á hnjánum á kolli, halda höndunum á hnakkanum og horfa á sólina í 40 til 50 stiga hita þar til þær duttu útaf. Þær voru líka látnar skrúbba og skúra og reita illgresi í hegningarskyni. Nemehd- ur í Ghana sjá um aö halda skóla- lóðunum við. Líf stelpnanna þarna var mjög erfitt. Eftir kennslu þurftu þær að sækja vatn í brunn sem var í 1,5 kílómetra fjarlægð. Þær urðu að fara tvær ferðir á dag með 12 til 15 lítra af vatni á höfðinu. Aðra fötuna fyrir eldhús eða kennara en hina fyrir þær sjálfar. Þarna var ekkert rennandi vatn, vatns- leiðslan var ónýt. Ég bjó eins og aðrir kennarar, fékk eina fötu af vatni á dag til að drekka, þvo og þrífa mig. Ég varð að sjóða allt vatn og sía áður en ég gat drukkið það. Allan tím- ann sem ég var þarna reyndi ég að Iifa eins og innfæddur kennari. Borðaði í mötuneytinu og tók þátt í lífi þeirra og starfi. Mér fannst maturinn góður en ég varð að bæta næringargildi hans. Auka- mat keypti ég í þorpinu t.d. tóm- ata, grænmeti og brauð. Mér varð aldrei misdægurt jafnvel þó ég legði mér til munns rottukjöt, það gerði ég einu sinni. Rottan var framreidd í súpu. Ég fékk lærið og við það hékk loppan með klóm og hárum. Þó mér hafi ekki orðið misdægurt af mat þá fékk ég malaríu, það er vond veiki. Ég var þá á ferðalagi á Fílabeinsströnd- inni, fór þar inn á lækningastöð og fékk einhverja sprautu, hresst- ist við en var lasinn í þrjár vikur. Heilbrigðisástand í Aburiþorpinu var mjög slæmt. Holdsveikt fólk sat á götum úti og betlaði. Mér er minnisstæð kona sem sat alltaf við flugvöllinn, hálft andlit hennar var holdsveikin búin að éta burt og alla fingur og tær. í þorpinu Grænmeti í kassa fyrir utan kennarabústaðinn sem Gottskálk bjó í. Kálfafellsrófurnar fyrir miðju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.