Morgunblaðið - 05.01.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.01.1986, Blaðsíða 19
k- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JANÚAR1986 19 var maður með fílaveiki í eistum. Þau voru orðin stærri en fótbolti. Fílaveiki orsakast af ormi sem sest að í eitlakerfinu og lokar því og þess vegna safnast vökvi í ýmsa líkamsparta og veldur svona of- vexti. Það er mikil lífsreynsla að ferð- ast í almenningsvögnum í Ghana. Maður situr á plönkum og það er svo stutt á milli þeirra að maður hefur rassinn á næsta manni fyrir framan á hnjánum og situr sjálfur á hnjám þess næsta fyrir aftan. Hænur, geitur, tómatar, rófur og alls kyns varningur er inn á milli farþeganna og rollur eru geymdar á þaki bílsins. Maður verður að gá vel að sér að lenda ekki undir bununni þegar rollurnar þurfa að létta á sér. í þorpinu sem ég var í dó höfð- ingi meðan ég var þarna. Þegar höfðingi deyr er það gamall siður að nokkrir ungir menn eru drepnir . og eiga þeir að gegna hlutverki þjóna höfðingjans hinum megin. Höfuð þeirra eru sett í kistu hans. Þetta er bannað en gert eigi að síður. Það er reynt að láta ekki fréttast þegar höfðingi deyr svo ungir menn uggi ekki að sér, ann- ars myndi þorpið tæmast. f Aburi var reynt að láta andlát höfðingj- ans ekki kvisast út en það fréttist samt. Þorðu samkennarar mínir, ungir karlmenn, ekki að fara út eftir að dimmt var orðið og ráð- lögðu mér að fara heldur ekki út. Ég frétti seinna að þeir vilja ekki hvíta þjóna svo ég hefði verið óhultur. Mér var sagt að það hefðu verið hausar í kistunni hjá höfð- ingjanum, líklega úr öðrum þorp- um. Ghanabúar eru leiknir í að smyrja lík, enda myndu þau ella rotna fljótt í hitanum. Kistan er höfð opin við jarðarförina þar til að gröfinni er komið. Ég lenti í að taka þátt í öllu í kringum jarð- arför. Kunningi minn varð fyrir því að aka á ungan mann sem átti tvær kærustur í Ghana. Önnur var gömul og hafði borgað læknisnám hans, hin var ung. Þriðju kær- ustuna átti ungi maðurinn í Þýska- landi þar sem hann hafði verið við nám. Kvöld eitt varaði gamla kærastan manninn við að heim- sækja þá ungu, kvað það geta boðað illt, en hann fór samt. Þá var ekið á hann og hann dó. Þeirri ungu var kennt um dauða hans, átti að hafa tælt hann með aðstoð anda. Hún dó svo skömmu síðar, talað var um að það hefði verið eitrað fyrir henni. Kunningi minn var í lífshættu þar til útförin var um garð gengin því skv. gömlum siðvenjum hafði fjöldskylda þess látna rétt á að hefna hans. Var settur auka lög- regluvörður um heimili hans af þessum sökum. Jarðarförin var vægast sagt sérkennileg. Líkið lá í læknabúningi á börum og sátu ættingjarnir í kring en aðrir komu og gengu kringum líkið til að votta hinum látna virðingu sína. Allt í einu fór ung kona að hristast og skjálfa, féll í gólfið og og engdist þar. Fólkið hópaðist í kringum hana og hrópaði. Mér var sagt að andi látna mannsins væri að fara í ungu konuna. Hún var síðan leidd á brott áður en athöfninni lauk." í lok samtals þeirra Gottskálks og Daníels við blaðamann Morgun- blaðsins létu þeir þess getið að þeim fyndist skólastarfið í Ghana hafa gengið vel og kváðust telja mikilvægt að {sland gæti tekið þátt í slíku starfi. Veran í Ghana var að beggja mati dýrmæt reynsla sem hefur verið þeim mikilsvert að fá að upplifa. Þess má að lokum geta að aðrir tveir kennarar fóru frá íslandi á vegum AFS í ágúst sl. sumar til sams konar starfa og þeir Gottskálk Friðgeirsson og Daníel Hansen gegndu í Ghana um eins árs skeið. í janúar nk. verður í Náms- gagnastofnun kynning á þróunar- starfsemi íslendinga í Ghana. Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir. Eldaskálinn flyt- ur í nýtt húsnæði FYRIR skömmu flutti Eldaskál- inn starfsemi sína af Grensásvegi 12 í eigið húsnæði í Brautarholti 3 og hefur komiö sér þar fyrir í nýjuni sýningarsal. Eldaskálinn selur aðallega In- vita-innréttingar frá Danmörku en einnig sumarhús og bílskúrs- hurðir. Á myndinni má sjá Erling Friðriksson eigánda Eldaskálans ásamt hönnuðunum Valdísi Ragn- arsdóttur og Elínu Ólafsdóttur sem veita viðskiptavinum Elda- skálans sérfræðilega aðstoð. Fréttatilkynning. Gettu hver kynnti yfir 700 tölvunyj ungar á síðasta ári? tn ! Rétt. IBM. Hefur þú áhuga á að vita hvernig sumar þessara nýjunga gætu auðveldað þér starfið? Viltu reyna búnaðinn? Hringdu í síma 27700. Okkur er ánægja að liðsinna þér. Aukin þekking er leiðin til ár- angursríkara starfs — IBM leiðin. F

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.