Morgunblaðið - 05.01.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.01.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 5. JANÚAR1986 Fuglatalning í kulda og trekki Morgunblaðið fylgist med hinum alþjóðlega fuglatalningardegi Þær eru margar hefðirnar sem eiga fastar og öruggar rætur í vitund fjölmargra íslendinga og e.t.v. eru hefðir þessar jafn margar og einstaklingarnir, jafnvel fleiri. Ein þessara hefða er þaö sem kallað hefur verið hérlendis „sameiningartákn fuglaskoðara", en þaö er hinn alþjóðlegi fuglatalningardagur, sem er fyrsta sunnudag eftir jól ár hvert. Eru þá fuglar taldir um heim allan, einnig á íslandi. Fuglatalning kann að hljóma skringilega, enda ekki nema von að spurt sé hvernig í óskó'punum hægt sé að telja máva og æðarfugla sem eru fljúgandi í stórum hópum fram og til baka út um allan sjó. Sömuleiöis er eðlilegt að spurt sé hvort eitthvað sé að marka talningu sem fer fram í svartasta skammdegi í skítakulda og engu skyggni. Þetta eru réttmætar spurningar, en fuglatalning gefur hins vegar fyrst og „Þetta verður góð talning" Greinarhöfundur var kynntur fyrir feröafélögum í lítilli Mitsubitsi-bifreið Björns klukkan 9 um morguninn. Þar sátum viö saman fimm talsins, allir í fullum gönguskrúða með tilheyrandi peysu- og ullanærfatafargi, allir gluggar lokaðir og miðstöðin blés óhindruð alla leið suður til Grindavíkur. Frammí hjá Birni sat Jón Giss, nýbúinn að rita sjálfsævisögu sína fram til 1940 og fá góða dóma fyrir, en aftur í Jón Ólafsson líffræðingur, bókhaldari og „fætur" Björns í þessari talningu. Loks sérlegur bílstjóri hins harðsnúna flokks greinarhöfundur náði ekki nafninu. Bjartsýnin með daginn var yfirgengileg. „Þetta verður góð talning," lýsti Björn yfir og þannig gaf hann upp boltann, næstu mínúturnar voru umfangsmiklar umræður um horfurnar, veðrið, snjóinn, hvenær myndi birta, hvenær myndi skyggja og síðast en ekki síst, hvaða tegundir myndu sjást, og það sem mikilvægara var: Hversu margar tegundir. „Metið okkar er 27 tegundir," sagði Björn og bætti við að aðeins tvær talningarstöðvar hefðu tilkynnt fleiri tegundir í það skiptið. Þá gerði gæfumuninn, að þeir félagar sáu branduglu, vepju, smyril og rjúpu. Björn og hans lið hafa talið á þessu svæði ár hvert allar götur síðan 1961 og Jón Giss lætur þess getið að hann hafi einu sinni talið með 40 stiga hita. „Þú varst ansi grár þá, ég hélt helst að þú hefðir verið að drekka brennivín," sagði Bjórn. Á leiðinni til Grindavíkur útskýrir Jón líffræðingur hver tilgangur talninganna sé, hann sé í fyrsta lagi að kanna hvaða fuglategundir gisti landið á þessum árstíma og í öðru lagi hversu algengar tegundirnar eru hér á umræddum tíma. Það sé jafnvel hægt að fylgjast með ástandi einstakra fuglastofna með þessu móti, þ.e.a.s. hvort tegundum fjölgar, fækkar eða hvort þær standa í stað. Mönnum ber saman um á leiðinni, að skilyrðin séu nú góö, því nokkur snjóföl sé á jörðu og því birti fyrr, auk þess sem fuglar dreifi sér ekki eins er snjór er á jórðu. Er til Grindavíkur kom, dofnaði hins vegar bjartsýnin dálítið, því ískaldur strengur stóð þar beint af hafi, það hafði fennt dálítið um nóttina og ófriðlegan bakka bar við sjóndeildarhringinn. Þetta varð sannarlega kaldur dagur, en teljarar sluppu þó við úrkomu. Byrjaö í höfninni Það var byrjað í höfninni, Jón taldi einstaklinga, en aðrir voru guðslifandi fegnir að vera lausir við það og einbeittu sér að því að bæta einstökum tegundum við listann. Tegundir voru fáar framan af og lítil bjartsýni ríkjandi er hafnartalningu var lokið. Það rofaði þó aðeins til austast í höfninni, er toppönd, fremsl niðurstöður er hún hefur farið fram í mörg ár. Þá skapast heildarmynd af stærð fuglastof na á umræddum árstíma og þá skiptir minna máli hvort skilyrði voru léleg til talninga eitt og eitt ár, heildarmyndin skiptir þá öllu ináli, enda nást yfirleitt einhverjar niðurstöður í hverri talningu, jafnvel í illviðri. Fuglar hafa verið taldir á fslandi í alls 33 ár með þeirri síðustu, talningarsvæði eru vítt og breitt um landið, aðallega við sjávarsíðuna af augljósum ástæðum og þéttust eru þau á Suðvesturlandi. Síðast var talið sunnudaginn 29. desember og þá ákvað Morgunblaðið að slást í för með nokkrum talningarmönnum, Birni Guðbrandssyni lækni og hans flokki, og talningarsvæðið var Grindavfk austur, þ.e.a.s. strandlengjan frá Grindavíkurhöfn og austur undir kletta og gryfjur sem eru nokkrum kflómetrum austar. Það er kuldalegt í hálfrökkrinu í Grindavíkurhófn klukkan tíu að morgni. menn sína allan daginn. MorgunblaðiA/gg Svona virti niaður fyrir sér samferða- teista, stelkur og skúfönd bættust á listann. Sú síðastnefnda sást þarna í fyrsta sinn í talningu á þessu svæði, hnarreistur steggur. Hegrinn var ekki á sínum stað, en þarna kom fálki fljúgandi, settist á rafmagnsstaur og gaf okkur gætur. Þá rifjaði Björn upp fágæta sjón sem bar fyrir augu hans í talningunni 1984, ögn austar meö ströndinni. Hann var þá að horfa á langvíu á hraðflugi við öldutoppana, er fálki renndi sér skyndilega inn í myndina, barði svartfuglinn niður í einu höggi og dröslaði hræinu síðan á land nokkur hundruð metrum í burtu og hóf kappát. Fálkinn lét sig sum sé ekki vanta eins og hegrinn, tjörnin hans fyrir austan höfnina var líka stokkfreðin. Sumir höfðu séð verksummerki eftir hegra á Vífilstaðavatni að vetri til þar sem þeir höfðu verið á smásilungsveiðum við kaldavermslin. Fleiri höfðu einnig verið þar á veiðum, menn röktu minkaslóð, langt að komna, að einni vökinni, sáu af slóðinni að sá litli hafði rennt sér í vatnið, komið aftur upp hinumegin vakarinnar og þá augsýnilega með eitthvað í eftirdragi. Róktu menn spörin í vesturátt yfir ísinn og síðan ' rakleiðis upp alla Vífilstaðahlíð og niður hana hinumegin. Þar, í skógarrjóðri í miðri hííð, hurfu sporin inn í holu og þegar betur var að gáð, voru þar margar Iíklegar holur. I einni var traðk og út úr henni drógu mennrúmlega2pundableikju. Jón var nú kominn með bókhaldið og af odda einum yfir austan höfnina fór listinn að lengjast: sendlingar, urtónd og síðast en ekki síst, æðarkóngur, sem sjaldan hefur sést í 33 ára sögu talninga hér á landi þó eigi sé hann beinlínis fáséður flækingur. Himbrimi hafði einnig bæst við, rauðhöfðaönd og straumönd. Tjaldur lét á sér standa. Nú var Jon skilinn eftir enn á ný, hann skyldi þramma alla ströndina austur fyrir vitann að gamalli. dráttarbraut sem er rétt fyrir vestan húsahverfi eitt lítið sem er fyrir austan Grindavíkurþorp. Björn og Jón óku rakleitt að brautinni og ber þess nú að geta þótt fyrr hefði verið, að einn maður hafði bæst í herinn, Árni Tómas, yfirlæknir á Grund. Árni og greinarhöfundur voru nú sendir inn í „gryfjur", eða undir hamra sem þarna eru enn austar en húsahverfið. Var Björn fyrst og fremst að vonast til þess að við gætum bætt einhverjum tegundum við, helst tjaldi, sem vildi ekki þýðast hann enn sem komið var og var leitin að honum farin að bera keim af leitinni að eldinum. Ekki gátum við glatt Björn með tjaldsfundi, enn hann fúlsaði þó ekki við því sem fyrir augu okkar bar. Honum var það mikill léttir að við skyldum hafa séð fyrsta hrafninn, en honum þótti meira til hafarnarins koma. Já, hafarnarins, við ætluðum ekki að trúa okkar eigin augum. Hann kom fljúgandi hægt og silalega úr vestri, lágt yfir hrauntoppana, ekki lengra frá okkur en svo sem hundrað og fimmtíu metra. Hann flaug fyrst til austurs, en fyrir aftan okkur sveigaði hann yfir veginn og hvarf bak við hraunslakka utan í hlíðinni. Alls fylgdumst við með honum í svo sem eina mínútu og þegar maður sér þennan konung fuglanna rennur jafnan upp fyrir manni að örn þarf maður ekki að hafa séð áður til að geta greint hann þegar það gerist í fyrsta skipti. Hvílík stærð, hvílíkir líkamsburðir, vængjahafið um eða yfir 2 metrar. Þetta var luralegur ungfugl og þó við vissum að á veturna megi búast við ungum örnum á flakki nánast hvar sem er, þá er eigi að síður sjaldgæf sjón að sjá þá. Við ókum í loftinu á fund Björns og sögðum tíðindin. Jón var ókominn til hans, en við ókum allir til baka og reyndum að koma auga á crninn á ný, en án árangurs. Björn Guðbrandsson er mikill áhugamaður um erni og fáir hafa unnið jafn ötullega að friðun Morgunblaðio/gg Jón Ólafsson (frcmstur) hefur komið auga á æðarkóng með stjörnukíki síniim og Jón Gissurarson (í miðið) og Björn Guðbrandsson (aftastur) setja sig í stellingar. I lokin Áður en við yfirgefum fuglatalningar væri ekki úr vegi að líta órlítið á eitthvað af þeim niðurstöðum sem fyrir liggja. í 2. tölublaði Tímaritsins Blika, í desember 1983, ritaði Ævar Pedersen fuglafræðingur grein um fuglatalningarnar og allt sem þær snúast um. Á einum stað í pistli Ævars er tegundaskrá yfir þær tegundir sem sáust í talningum frá upphafi, eða árið 1952 og til og með talningunni 1983. Voru greindar alls 100 tegundir fugla auk þess sem f áeinar tegundir voru aldrei greindar með vissu til tegundar. Hámarkstíðni í talningu var því 31 skipti og alls sáust 29 tegundir fugla í hverri einustu talningu á þessu timabili, lómur, dílaskarfur, stokkönd, rauðhöfðaönd, æðarfugl, hávella, gulönd, toppönd, fálki, rjúpa, tjaldur, fjöruspói, stelkur, tildra, sendlingur, stormmávur, silfurmávur, svartbakur, hvítmávur, bjartmávur, hettumávur, rita, teista, músarindill, skógarþröstur, snjótittlingur, auðnutittlingur, starri og hrafn. Sex tegundir til viðbótar hafa sést 30 sinnum á talningardegi, himbrimi, toppskarfur, álft, straumönd, smyrill og svartþröstur. Þá má geta nokkurra tegunda sem hafa sést 24 til 29 sinnum í talningu, fýll, súla, urtönd, skúfönd, duggönd, húsónd, hrossagaukur, haftyrðill, langvía og gráþróstur, sem hefur sést 29 sinnum á því tímabili sem um er rætt. Þær tegundir sem nú hafa verið nefndar eru þær sem hér dvelja að staðaldri á veturna, en ýmsar þeirra eru ákaflega staðbundnar og stöðug tíðni þarf heldur ekki að þýða að mikið sjáist af hverri tegund, af sumum sjást aðeins fáir fuglar. 100 tegundir er býsna mikið þó Ævar geti þess sérstaklega að þær séu í raun aðeins 99, þar eð ein var hnúðsvanur, sem var á sínum tíma innflutt tegund. Margar af þessum 99—100 tegundum eru hins vegar sárasjaldgæfar og frá 1952—1983 sáust heilar tólf tegundir aðeins einu sinni, blesgæs, brandönd, sandlóa, jaðrakan, skúmur, hláturmávur, sönglævirki, straumerla, runntíta, flotmeisa, dómpápi og grákráka. Tólf til viðbótar sáust aðeins tvisvar: hnúðsvanur, margæs, skeiðönd, hrafnsönd, grálóa, skógarsnípa, bergtittlingur, söngþröstur, hettusöngvari, fjallafinka, gráspör og bláhrafn. Af þessu sést, að um fjórðungur þeirra tegunda sem sáust í talningum á umræddum árum teljast sárasjaldgæfar. 29 tegundir eru þó árvissar eða fast að því og eigi er fátítt að sjá nokkrar tegundir til viðbótar og því ber ekki á öðru en að fuglalíf hér á landi sé merkilega fjölskrúðugt þótt landið liggi norðarlega og veður gerist hér válynd og erfið fuglum. - n tegundarinnar. Hann sagði okkur að óll sín ár á svæðinu Grindavík—austur, hefði hann aldrei fyrr haft spurnir af erni og manni fannst jafnvel ósanngjarnt að i koma svo þarna, næstum því álpast, og sjá sjálfan kónginn. Löngu síðar gat Björn þess að Kristinn Skarphéðinsson hefði séð örn taka æðarkollu á Stokkseyri daginn áður og varð hjá okkur nokkur rekistefna um hvort þetta væri sami fuglinn eður ei. Björn var alls ekki viss um það, öðrum fannst það trúlegt, en enginn hafði þó í raun hina minnstu hugmynd um það. Féll talið niður, enda hóf Björn að segja okkur ótrúlega sögu úr Hestfirði, en það fylgdi ekki hversu gömul sagan var. Helst að ætla þó að hún sé ekki gömul. Þar höfðu menn séð örn hnita yfir einhverju sem þeir greindu eigi hvað var í sjónum fyrr en örninn stakk sér og og hremmdi bitann. Var þar kominn minkur sem hafði verið á sundi og gátu menn ekki greint annað en að dýrið veitti enga mótspyrnu. Örninn settist svo á hamrasyllu skammt frá og reif minkinnísig. Við vorum aftur komnir að dráttarbrautinni og þar bættist músarindill á listann, einnig flórgoði, annar himbrimi og nokkrar straumendur til viðbótar ásamt hefðbundnu æðarfugla- og mávastóði. Jón var enn ókominn, en Árni Tómas var að fara í bæinn, enda birtu tekið að bregða og bæði hann og blm. að blána. Við héldum því saman í bæinn. Daginn eftir hitti greinarhöfundur Björn Guðbrandsson fyrir tilviljun á götu og hann sagði: „Þetta var frábær talning, 26 tegundir, aðeins einni færra en þegar við sáum mest. Stórkostlegt að sjá örninn og skemmtileg tilviljun að ég skyldi hafa beðið ykkur Árna að kíkja í gryfjurnar. Ég fékk eitthvert hugboð." Vissulega var stórkostlegt að sjá konung fuglanna og tilviljunin var skemmtileg, ekki er um það að villast. Það setti punktinn yfir i-ið á eftirminnilegum degi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.