Morgunblaðið - 05.01.1986, Síða 22

Morgunblaðið - 05.01.1986, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JANÚAR1986 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JANÚAR1986 2« Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakið. jr Ar friðarins Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað friðnum árið 1986. Samtökin sjálf voru stofnuð fyrir 40 árum í því skyni að stuðla að heimsfriði. Sagan sýnir, að á þeim árum, sem síðan eru liðin, hafa tugir milljóna manna fallið í hern- aðarátökum. Nú á tímum eru menn þó ekki endilega með hugann við við vopnuð átök, þegar þeir ræða um frið. At- hyglin beinist að því, hvað gerast kunni, ef til átaka kemur með kjarnorkuvopnum, sem hefur aðeins einu sinni verið beitt, einmitt um þær mundir, sem Sameinuðu þjóð- irnar voru að fæðast. íslend- ingar vildu ekki gerast stofn- aðilar að þessum friðarsam- tökum, af því að aðildinni fylgdi sú krafa, að þeir segðu Japönum stríð á hendur. Þann- ig er það síður en svo nýnæmi, að afstaðan til friðar sé afstæð. Biskupinn yfir íslandi, herra Pétur Sigurgeirsson, ræddi um ár friðarins í nýárspredikun sinni og sagði að kirkjan tæki heilshugar undir þessa tileink- un Sameinuðu þjóðanna. Bisk- upinn sagði meðal annars: „Mannkynið hefur verið leitt svo langt frá Guðs vegum, að ef áfram er haldið sem horfir er aðeins eitt framundan. Ef til kjarnorkustryjaldar kemur, hvort sem það verður af ásettu ráði eða slysni, eru mannkyni búin endalok og öllu, sem lífs- anda dregur á jörðunni. Vonin er ein, að svo fari ekki. Sú von og það líf er Jesús Kristur." Undir það skal tekið með biskupi, að lifðu allir menn samkvæmt kærleiksboðskap Krists væri ástæðulaust að óttast, að kjarnorkuátök hæf- ust. Til að þessi boðskapur fái að njóta sín þurfa menn að hafa frelsi til að rækta sína trú. Hætturnar, sem menn hafa helst í huga, þegar þeir ræða um frið, eiga ekki síst rætur að rekja til þess, að í heiminum eru tvö stjórnkerfi. Helstu leiðtogar þessara kerfa, þeir Ronald Reagan, Banda- ríkjaforseti, og Mikhail Gor- bachev, flokksleiðtogi Sovét- ríkjanna, fluttu einnig nýárs- ávörp. Reagan talaði til sov- ésku þjóðarinnar og sagði meðal annars um stjórnkerfi Bandaríkjanna: „Kerfið er reist á trúnni á friðhelgi hvers mannslífs og rétti einstakl- ingsins - málfrelsi, fundafrelsi, ■ferðafrelsi og trúfrelsi. Það er okkur heilagur sannleikur að hver og einn sé einstakt sköp- unarverk Guðs og hver ein- staklingur sé gæddur sínum sérstöku eiginleikum." Gor- baehev getur ekki talað á þenn- an veg um það stjórnkerfi, sem hann er fulltrúi fyrir. Hann lagði þeim mun meiri áherslu á þá hættu, sem stafaði af nýjum vopnum. Þegar við veltum fyrir okkur orsökum styrjalda, er nauð- synlegt að hafa hugfast, að það eru ekki vopnin, sem hefja styrjaldir, heldur mennirnir, sem ráða yfir þeim. Við verð- um einnig að gera það upp við okkur, hvort við teljum Iík- legra, að þeir hefji kjarnorku- styrjöld, sem sækja umboð sitt til almennings í lýðræðislegum kosningum, eða hinir, sem hafa alræði í krafti eigin ákvarðana og byggja áhrif sín alfarið á hernaðarmættinum. Undirrót óttans er sú tor- tryggni, sem ríkir milli þjóða, á meðan menn af ólíku þjóð- erni fá ekki tækifæri til að kynnast og skiptast á skoðun- um. Einmitt þess vegna breytt- ist andrúmsloftið í alþjóða- málum á árinu 1985. Leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna hittust að máli og ákváðu að ræða saman aftur. En þessi kynni milli manna austan og vestan járntjalds þurfa að ná til fleiri en forystumanna. í tíu ár hefur verið unnið að því á grundvelli Helsinki-samþykkt- arinnar að opna glufur á múrnum. Því miður hefur það ekki borið mikinn árangur. Fátt bendir til þess að nýir valdhafar í Sovétríkjunum hafi vilja, þor eða þrek til að draga úr eigin alræðisvaldi. Berlínarmúrinn stendur enn, eftir að hafa í aldarfjórðung verið tákn smánar og virðing- arleysis fyrir frelsi einstaki- ingsins. Friðarvon er bundin við árið 1986. Við skulum vona, að unnt reynist að binda enda á þann ófrið, sem þjakað hefur afg- önsku þjóðina í sex ár. Um fá friðarmál voru aðildarríki Sameinuðu þjóðanna meira sammála á allsherjarþinginu nú skömmu fyrir jólin en að Sovétmenn ættu að kalla her sinn á brott frá Afganistan. Síðan hafa birst um það óljós- ar fréttir, að Kremlverjar kunni að hafa það í bígarð. Því miður er líklega ástæðulaust að binda miklar vonir við, að þessar fréttir eigi við rök að styðjast. En kæmi til þess á árinu 1986, að Sovétmenn leyfðu Afgönum að lifa í fi-iði í landi sínu, stæði árið sannar- lega undir tileinkun Samein- uðu þjóðanna. REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 4. janúar Nafnlausir heimildarmenn Mikil umfjöllun um Hafskips- málið hefur á ný vakið upp um- hugsun og spurningar um vinnubrögð blaðamanna, sem nota að töluverðu leyti heimildarmenn, sem ekki vilja láta nafns síns getið. Þetta er vinnuaðferð, sem að sjálfsögðu hefur alltaf þekkzt, svo lengi, sem blöð hafa verið gefin út bæði hérlendis og erlendis en hefur verið útbreiddari hér síðustu ár en í nokkra áratugi þar áður. Hins vegar er auðvitað ljóst, að hún hefur verið mjög algeng, ef ekki ríkjandi í þeim þjóðmálablöðum, sem út voru gefin hér seinni hluta síð- ustu aldar og í byrjun þessarar. Notkun nafnlausra heimildarmanna við frétta- og greinaskrif gerir miklar kröfur til blaðamanna um heiðarleika og réttsýni í vinnubrögðum. Óvandaðir blaðamenn, sem því miður eru of marg- ir, geta t.d. slegið fram staðhæfingum eða skoðunum, sem í raun eru þeirra eigin undir því yfirskyni, að um áreiðan- legar heimildir sé að tefla. I annan stað er varhugavert í mörgum tilvikum að byggja einungis á einum heimildar- manni og stendur blaðamaður oft frammi fyrir þeirri freistingu. Loks verður blaðamaðurinn að búa yfir nægi- lega traustri dómgreind til þess að átta sig á, hvenær nafnlaus heimildarmaður er beinlínis að nota hann til þess að koma höggi á annan eða aðra í skjóli nafnleyndar. Síðustu árin hafa komið fram á sjónarsviðið stjórnmálamenn, sem eru sérfræðingar í að nota blaða- menn með þessum hætti og of oft hefur þeim tekizt það. Um þetta er fjallað sérstaklega nú vegna fréttaskýringar, sem einn af blaðamönnum Morgunblaðsins skrifaði í desembermánuði um Hafskipsmálið. í kjölfar hennar birtist hér í blaðinu athugasemd frá Ragnari Kjartanssyni, stjórnarformanni Hafskips hf., þar sem hann taldi ýmislegt rangt í grein blaða- manns Morgunblaðsins. Astæða er til að hafa orð á því, að þótt fréttaskýringar í Morgunblaðinu birtist undir nafni blaðamanna eru þær að sjálfsögðu unnar í nánu samráði við ritstjóra Morgunblaðsins. Fréttaskýringin um Hafskipsmálið, sem hér er til umræðu, er að því leyti sérstök, að hún fjallar um viðkvæm vandamál fyrirtækis, sem orðið er gjaldþrota. Segja má, að slík umfjöllun um atvinnufyrirtæki sé til- tölulega ný af nálinni, a.m.k. hafa frétta- skýringar fremur fjallað um stjórnmál en atvinnufyrirtæki. Greinaskrif af þessu tagi eru að því leyti til viðkvæmari en greinar um stjórnmál, að miklir fjárhagslegir hags- munir geta verið í húfi. Umfjöllun um eitt stærsta gjaldþrotamál á íslandi verður líka að taka mið af þeim persónu- legu sárindum, sem þar hljóta að vera á ferðinni án þess þó að það megi koma í veg fyrir heiðarlega meðferð blaða- manns á staðreyndum málsins. Morgun- blaðið taldi fréttaskýringu um Hafskips- málið svo viðkvæmt efni að eftir að blaðamaður hafði lokið við greinina var hún lögð undir dóm lögfræðinga og leit- að álits þeirra á efni hennar í heild sinni og nokkrum þáttum greinarinnar sér- staklega. Þetta er ekki einsdæmi en þó óvenjulegt og líklega vísbending um það, sem verður í framtíðinni. Samfélag okkar er orðið svo flókið og hagsmunirn- ir, sem takast á innan þess svo margsl- ungnir, að sennilega verða ábyrgir fjöl- miðlar að hafa lögfræðilega ráðgjöf við hendina oftar en hingað til hefur tíðkazt. Yfirlestur lögfræðinga Morgunblaðsins leiddi til þess, að nokkrar breytingar voru gerðar á grein blaðamanns Morg- unblaðsins um Hafskipsmálið, kaflar felldir út og aðrir teknir inn í þeirra stað. Var þetta gert m.a. til að tryggt væri, að ekki teldist vegið að æru nokk- urs manns í umfjöllun um svo viðkvæmt mál sem þetta. Um leið segja þessi vinnubrögð nokkra sögu um þá áherzlu, sem Morgunblaðið og blaðamenn þess leggja á vandaða vinnu við ritun greina. Mismunandi sjónarhom Þrátt fyrir þessa starfshætti segir svo í athugasemd stjórnarformanns Haf- skips hf., sem birtist hér í blaðinu hinn 21. desember sl.: “í fréttaskýringu í Morgunblaðinu 19. des. sl. um Hafskips- málið er látið að því liggja, að ekki hafi verið samstaða í stjórn félagsins um sl. áramót um hlutafjárútboð félagsins og þær leiðir, sem farnar voru og að undir- ritaður hafi orðið undir í átökum um þessi efni. Engin átök áttu sér stað í stjórn félagsins og full samstaða var um aðgerðir eins og stjórnarfundargerðir geta staðfest. Þá er kenning um flokka- drætti og nafnabirtingar í því sambandi einnig röng og þar getið manna, sem lögðu sig mjög drengilega fram að leysa úr vandamálum félagsins og eiga slíkt sízt skilið. Orðalag um að undirritaður hafi öðrum fremur gert sér grein fyrir rekstrarerfiðleikum ársins 1984 fær ekki staðizt." Hér verða ekki teknar upp deilur við Ragnar Kjartansson um einstök atriði. Aðeins skal tekið fram, að Morgunblaðið stendur við það, sem fram kom í um- ræddri fréttaskýringu og telur þau sjón- armið, sem þar er lýst, á fullum rökum reist. En þessi skoðanamunur milli Morgunblaðsins og stjórnarformanns Hafskips hf. um hvað sé rétt og rangt í þessu tilfelli undirstrikar vanda blaða- manna og blaða í meðferð mála af þessu tagi. Þær upplýsingar, sem fram koma í grein blaöamanns Morgunblaðsins, eru að verulegu leyti byggðar á nafnlausum heimildum. í langflestum tilvikum er þar um að ræða fleiri en eina heimild. Hinir nafnlausu heimildarmenn eiga það sameiginlegt að þeir hafa allir með einum eða öðrum hætti komið nálægt vandamálum Hafskips. Þeir þekkja þau og aðstæður innan dyra í fyrirtækinu frá mismunandi sjónarhornum. Og þar er kannski komið að kjarna málsins. Tveir einstaklingar geta lýst sama fundi eða sama samtali með mjög mismunandi hætti. Blaðamaður, sem vinnur að grein um mál á borð við Hafskipsmálið, getur auðveldlega staðið frammi fyrir því, að tveir einstaklingar, sem hann á tal við, lýsa sama atburði með ólíkum hætti vegna þess, að þeir sjá hann frá mismun- andi sjónarhorni. Þegar svo er, er blaða- manni mikill vandi á höndum og auðvit- að getur honum skjöplazt. Það er svo gömul saga og ný, að mót- mæli, sem fram koma við greinaskrifum af þessu tagi, geta átt sér ýmsar orsak- ir. Stundum kemur það fyrir að grein eða frétt, sem byggð er á nafnlausum heimildum, er mótmælt vegna þess, að undirmaður í fyrirtæki eða stofnun eða á öðrum vettvangi hefur talað af sér og er tekinn til bæna af yfirmanni sínum. Þá er vörn hins nafnlausa heimildar- manns gjarnan sú, að segja sem svo að hann hafi ekki sagt þetta eða blaðamað- ur hafi haft rangt eftir. Raunar á þetta ekki síður við um það, þegar fréttir eru byggðar á ummælum nafngreindra manna. í öðrum tilvikum eru menn að verja sig af öðrum ástæðum og vegna annarra hagsmuna, þegar því er haldið fram, að blaðamaður hafi farið rangt með. Með þessu er alls ekki sagt, að það geti aldrei komið fyrir, að blaðamaður fari rangt með, en furðu oft verða blaða- menn að þessu leyti fórnardýr annarra hagsmuna og sjónarmiða. Þeir, sem halda því fram, að blaða- menn fari rangt með, verða hins vegar að gera sér grein fyrir því, að ef þeir hafa ekki þeim mun sterkari rök fyrir sínu máli eru þeir að vega að starfs- heiðri viðkomandi blaðamanns, sem ekki mun eiga sjö dagana sæla á sinni rit- stjórn eða fréttastofu ef hann er staðinn að óvönduðum vinnubrögðum. Þess vegna er ástæða til þess fyrir þá, sem eiga samskipti við blöð og blaðamenn, að huga vel að því, sem þeir eru að gera áður en þeir verja sjálfa sig með því aö varpa rýrð á aðra. Þegar um ummæli er að ræða, sem höfð eru eftir nafn- greindum aðila, er eina vörn blaðamanns nú orðið að taka öll samtöl niður á segulband og geyma segulbandsspólur. Fyrir nokkrum misserum hafði einn af stjórnmálaforingjum þjóðarinnar sam- band við ritstjóra Morgunblaðsins og hafði orð á því, að það væri meiri snep- illinn þetta Morgunblað, sem væri sann- arlega ekki betra en önnur blöð. Tilefnið var að blaðið birti þann dag baksíðu- frétt, sem byggð var á ummælum eins þingmanns hans flokks, en þingmaður- inn hafði þá um morguninn varið sig fyrir ásökunum um afglöp með því að segja, að blaðamaðurinn hefði haft rangt eftir. Þessum stjórnmálaforingja var boðið að hlusta á segulbandsspólu af samtali þingmannsins og blaða- mannsins og þurfti raunar ekki meira en tilboðið eitt til þess að sannfæra viðkomandi um að hann ætti fremur vantalað við þingmanninn en Morgun- blaðið. Segulbandsspólan kemur hins vegar ekki að gagni, þegar heimildar- maður, sem beðið hefur um nafnleynd, mótmælir daginn eftir frétt, sem birt er skv. upplýsingum hans. Fyrir nokkr- um árum gerðist það, að Morgunblaðið birti frétt byggða á upplýsingum þing- manns, sem sama daginn mótmælti henni sem staðlausri. Morgunblaðið hefði getað afhjúpað þennan þingmann sem ósannindamann en gerði það ekki vegna þess, að þingmanninum hafði verið heitið nafnleynd og við það var staðið. Þótt tilefni þesara skrifa sé athuga- semd Ragnars Kjartanssonar við frétta- skýringu Morgunblaðsins um Hafskips- málið á allt það, sem hér hefur verið sagt, að sjálfsögðu ekki við um hann. Hér er tækifærið hins vegar notað til þess að gera lesendum Morgunblaðsins grein fyrir vinnubrögðum blaðsins í viðkvæmu máli um leið og bent er á þau margvíslegu vandamál, sem blöð og blaðamenn standa frammi fyrir í dag- legu starfi. Þvættingur í erlendum blöðum Annars er misjafn sauður í mörgu fé og það á bæði við um blöð og blaðamenn, jafnvel heimsnöfn í þessari grein. Fyrir nokkrum mánuðum birtist í vikuritinu Time, sem nýtur frægðar um heims- byggð alla, grein um kvennafrídaginn á íslandi. Þessi grein var slíkur þvætting- ur frá upphafi til enda að ef annað efni í Time er unnið með sama hætti er það ekki upp á marga fiska. Nú væri ósann- gjarnt að kveða upp slíkan dóm yfir þessu riti eða öðrum áþekkum. Auðvitað er aðstaða erlendra blaða og tímarita til þess að fjalla um islenzk mál misjöfn en staðreynd er að jafnvel þótt um heimsþekkt nöfn sé að ræða getur um- fjöllun um ísland og íslenzk mál verið slíkt rugl að engu tali tekur. Því miður eru fjölmörg dæmi um hið sama í heimsþekktum blöðum í hinum vestræna heimi. Fréttaflutningur hinna beztu blaða í Lundúnum af landhelgis- málinu á sínum tíma var oft fyrir neðan allar hellur og stóð ekki steinn yfir steini. En svo eru líka önnur erlend blöð, sem alltaf fjalla um íslenzk mál af mikilli þekkingu. Þar má nefna blöð á borð við vikuritið Economist, sem oft fjallar um ísland af þekkingu. Enn- fremur er ástæða til að benda á dag- blaðið Financial Times, sem árum sam- an hefur haft fulltrúa á íslandi, þar sem er Jón Hákon Magnússon, fyrrum frétta- maður sjónvarps, en að auki birtust í blaðinu á annan áratug greinar eftir blaðamanninn William Dulforce, sem tvímælalaust skrifaði af meiri þekkingu um íslenzk efnahagsmál og stjórnmál .»<4 MorKunblaöiö/Ól.K.M. en nokkur annar erlendur blaðamaður áþeim tíma. Ábyrgð þeirra íslendinga, sem starfa við það að senda fréttir héðan til út- landa, er hins vegar mikil. Og því miður verður ekki séð að þeir sýni þá ábyrgð í verki í öllum tilfellum. Að vísu verða menn að muna að fréttaskeyti, sem send eru héðan á erlendar fréttastofur, ganga þar í gegnum ákveðna endurritun, sem oft getur leitt til þess að þau breytast mjög. En það er t.d. alveg ljóst, að í blöðum á Norðurlöndum hafa birzt ævintýralegar fréttir um Hafskipsmál- ið, sem valdið hafa miklum skaða og enginn sómi er að. Þær verða sumar hverjar að teljast til gulrar blaða- mennsku og óska um ærumeiðingar og gegnir raunar furðu, að slíkt skuli sent utan á ábyrgð íslenzkra aðila. En það er ekkert nýtt. Ótal dæmi eru þess, að íslenzkir aðilar rægi landa sína erlendis, ekki aðeins á sviði stjórnmála, heldur einnig á öðrum vettvangi, t.a.m. meðal þeirra, sem hafa listmál og bókmenntir að atvinnu. Það er undarlegt fólk, sem heldur ekki heimakriti innan okkar lögsögu og þarf endilega að hamast í öðrum löndum gegn þeim, sem koma þarf höggi á. En í Hafskipsmálum var spjótunum beint gegn Albert Guð- mundssyni að þessu leyti. Lánasjóöur námsmanna Lánasjóður íslenzkra námsmanna hefur töluvert verið til umræðu að undanförnu vegna harðrar gagnrýni, sem Sverrir Hermannsson, mennta- málaráðherra, hefur sett fram á störf sjóðsins. Svo virðist, sem gagnrýni ráð- herrans sé fyrst og fremst tilkomin vegna þess, að áætlanir sjóðsins um fjár- þörf hafa staðizt mjög illa og sú stað- reynd hafi kveikt hjá honum hugmyndir um að ekki væri allt, sem skyldi í störf- um sjóðsins. Kannski má segja, að hér sé um þríþætt mál að tefla. í fyrsta lagi sjálf stefnumörkunin í lánamálum námsmanna, sem að sjálfsögðu er í höndum Alþingis og ríkisstjórnar. í öðru lagi viðskipti lánasjóðsins við stjórn- völd, sem valdið hafa mestri reiði menntamálaráðherra, en í þriðja lagi er svo sú hlið, sem snýr að viðskipta- mönnum sjóðsins, námsmönnum og aðstandendum þeirra. Það hefur verið mjög útbreidd skoðun meðal þeirra, sem átt hafa þau sam- skipti við lánasjóð námsmanna, að hann sé afar erfið stofnun við að eiga. Raunar má færa nokkur rök að því, að daglegar afgreiðslur sjóðsins tilheyri fremur vinnubrögðum 19. aldar en þeirrar tutt- ugustu. Það er afar erfitt að komast í símasamband við hina einstöku umsjón- armenn þeirra landa, sem íslenzkir námsmenn sækja til. Yfirleitt er þeim sem hringja bent á ákveðinn símatíma viðkomandi starfsmanna, sem út af fyrir sig geta verið skynsamleg vinnubrögð. Vandinn er hins vegar sá, að á vissum timum þurfa svo margir að ná tali af starfsmönnum sjóðsins, að þegar reynt er að hringja á þessum símatímum er nánast vonlaust að komast í samband. Ekki tekur betra við ef reynt er að koma í eigin persónu í afgreiðslu sjóðsins. Húsnæði er þröngt og lítið en fjöldinn mikill, sem þangað þarf að leita. Líklega þarf að leita aftur til haftaáranna, til þess að kynnast biðröðum af því tagi, sem stundum myndast hjá lánasjóði námsmanna. Sjálf afgreiðsla mála, þeg- ar viðskiptamennirnir hafa loks náð sambandi, er misjöfn eins og gengur. Stundum er hún mjög góð, í öðrum til- vikum afleit. Hér skal fullyrt, að stór hópur þeirra, sem þurft hafa að eiga samskipti við lánasjóð námsmanna, er þeirrar skoðunar, að þar þurfi að bæta vinnubrögð mjög og að Sverrir Her- mannsson, menntamálaráðherra, sé að vinna þarft og tímabært verk með því að hrista upp í þessari stöðnuðu stofnun. Hins vegar fer auðvitað ekkert á milli mála, að starfsfólk sjóðsins hefur tekið að sér vandasamt verk. Annars vegar eru svo miklir fjármunir á ferðinni að allur almenningur gerir miklar kröfur um að mikið aðhald sé sýnt. Hins vegar er um að tefla ungt fólk, sem oft á tíðum er óráðið um framtíðina, veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga, flytur sig milli námsgreina og lendir þá í hvers kyns vandamálum gagnvart sjóðnum. En hversu falleg orð, sem forstöðumað- ur, starfsmenn og einstakir námsmenn kunna að hafa um þennan sjóð fer ekkert á milli mála að í þeim rekstri er pottur brotinn og óhjákvæmilegt að þar verði breyting á. Þá er vafalaust ýmislegt, sem betur má fara í stefnumörkun sjóðsins, t.a.m. eiga liðleskjur að hafa hitann í haldinu og eiga ekki að fá tækifæri til að koma óorði á þá, sem standa sig, fráleitt er að refsa mönnum fyrir að vinna og er það raunar siðlaust eins og á sér stað, þegar rithöfundar geta ekki fengið þau forréttindi að njóta starfslauna, ef þeir stunda fasta atvinnu sína og leggja á sig margfalda vinnu til að sjá sér og sínum farborða — en slíkt kerfi er einnig siðlaust forréttindabardús (þeir mega stunda aukavinnu!!). Spyrja má, hvort ekki sé ástæða til að veita námsmönnum aðstoð, bæði í formi lána og styrkja. En eitt er víst: góða námsmenn á að efla, það er bezta fjárfesting, sem til er. ,Ábyrgð þeirra íslendinga, sem starfa við það að senda fréttir héðan til útlanda erhinsvegar mikil. Og því miður verður ekki séð að þeir sýni þá ábyrgð í verki í öllum til- fellum.“ * r

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.