Morgunblaðið - 05.01.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.01.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JANÚAR1986 25 speki Umsjón: Gunnlaugur Guömundsson Steingeit (22. des,—20. jan.) og Vatnsberi (21. jan,—19. feb.). íhaldssamur Steingeitin er jaröbundið og íhaldssamt merki. Steingeit- ur vilja hafa líf sitt í föstum skorðum, eru skipulagðar og vanafastar. Þær eru sam- viskusamar og hafa sterka ábyrgðarkennd. Steingeitur eru íhaldssamar og halda fast í siðvenjur og gildismat þeirra er frekar gamaldags. Steingeitur eru vandar að virðingu sinni og forðast að gera nokkuð sem gæti hneykslað fjölskylduna, vinnufélagana eða nágrann- ana. Þær eru því yfirleitt óaðfinnanlega klæddar, ef ekki í fremstu röð í tískunni, þá alla vega ekkert úr alfara- leið. Steingeitin er jarðbund- ið merki og fæst því svo til einungis við gagnleg og arð- bær viðfangsefni. Sérvirtingur Svo til allt sem sagt hefur verið hér að framan á ekki við um Vatnsberann. Að vísu er Vatnsberinn alls ekki óskipulagður og hann getur átt það til að vera vanafast- ur. Skipulag hans er hins vegar hans eigið, þ.e. hann fer ekki eftir siðvepjum og lætur aðra ekki hafa áhrif á sig. Ekki er hægt að segja að hann skorti samvisku- semi. Yfirleitt rækir hann vinnu sína vel og stendur fyrir sínu. Hvað þennan þátt og ábyrgðarkenndina varðar fer Vatnsberinn, ólíkt Stein- geitinni, sínar eigin leiðir. Hann er ekki að troða eigin samvisku yfir á aðra og hann er lítið fyrir að taka á sig ábyrgð vegna annarra. Vatnsberinn er hugsuður sem vill vera út af fyrir sig. Hann lætur aðra í friði og vill vera látinn í friði. Hvað varðar gildismat og siðvenj- ur fer fyrst að skerast alvar- lega í odda með þessum merkjum. Vatnsberinn fer ekki troðnar slóðir á þessum sviðum. Hann hefur sitt eigið gildismat og hvað varðar siði, eru þeir ekki allra siðir. Vatnsberinn getur því hneykslað Steingeitur all rækilega t.d. hvað varðar klæðaburð. Hætt er t.d. við því að Steingeitarkarlmaður sem þráir að eiga siðprúða frú og slysast til að giftast Vatnsbera fái létt aðsvif, þegar hún mætir í gallabux- um og strigaskóm í fína veislu. Hætt er við að Stein- geitin fái ótal sinnum fyrir brjóstið er Vatnsberinn hneykslar fjölskylduna, vinnufélagana og nágrann- ana með sérstakri hegðun sinni. Að öðru leyti en því framan- talda eru þessi merki ólík. Vatnsberinn er hugmynda- merki. Hann hefur gaman að því að velta hinum ólík- ustu málum fyrir sér og er þá í rauninni sama hversu furðuleg eða fjarlæg þau geta virst. Þetta á Steingeitin erfitt með að skilja. Hún telur slíkar vangaveltur yfir- leitt óhagnýtar og tilgangs- lausar. Vatnsberanum getur aftur á móti fundist Stein- geitin þröngsýn og allt of jarðbundin. Glatað samband? Það ætti að liggja beint við að álíta þetta samband glat- að en svo þarf þó ekki að vera. Þessi merki geta bætt hvort annað upp og svo megum við aldrei gleyma því að allir eru samsettir úr mörgum merkjum. Steingeit- in í næsta húsi er kannski með tungl í Vatnsbera. X-9 yiEFTIK KíVRSU/NH/ A0 w\ DÆrfA, tfiVn/x Ua/zv/'UU DÝRAGLENS pl<3 AÐ JAKA VIÐ 5TJÓKNINNI /'SAÖÁTÍAAA..- BAF2A HÆGA FER.E> BEINT ^FRAM ! LJOSKA pESS VEC5NA UlK- AE MÉR SVO t/H u v/e DAG TOMMI OG JENNI SEZSTAK LEGA í SAMLOW, TO/v\Ml! FERDINAND Veslur Nordur Austur Suöur Vestur Norður Austur Suður — — — 2 grönd Pass 3 lauf Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar Allir pass SMAFOLK I UIOULP HAVE SAlP S0METHIN6, BUT I UJAS AFRAIP l'P RE6RET IT... LIFE IS FULL OF RE6RETS, CHARLIE BROU)N ií r NOT IF YOURE A P06... P06S P0N‘T HAYE RE6RET5 ~ÍT 5URE WEPOJVEALUJAYS RE6RETTED THAT I COULPN'T 6ROU) A BEARP. ® Ég hefði sagt eitthvað, en ég var hræddur um að sjá eftir því... Lífið er fullt af eftirsjá, Kalli Bjarni Ekki ef maður er hund- ur... Hundar hafa ekki eftirsjá. Auðvitað höfum við það. Ég hefi alltaf séð eftir því að geta ekki látið mér vaxa skegg. BRIDS Umsjón: Guöm. Páll Arnarson Austur var svo viss um að hnekkja fjórum spöðum suðurs að hann gat ekki setið á sér að taka þriðja slag varnarinn- ar. Og tapaði tveimur slögum á bráðlætinu. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ G983 ♦ D4 ♦ D84 ♦ 987.3 Vestur ♦ 4 V 9862 ♦ G95 ♦ G6542 Austur ♦ D1052 ♦ KG103 ♦ ÁK102 ♦ 10 Suður ♦ ÁK76 ♦ Á75 ♦ 763 ♦ ÁKD Tvö grönd sýndu 20—21 punkt og þrjú lauf spurðu um hálit. Norður sýndi svo tölu- verða hörku með því að lyfta þremur spöðum í fjóra. Enda ætti það spil að fara tvo til þrjá niður undir eðlileg- um kringumstæðum. Vestur fór vel af stað fyrir vörnina þegar hann spilaði út hjarta- niunni. Sagnhafi bjóst ekki við að drottningin héldi, en setti hana upp til vonar og vara og leyfði austri að eiga slaginn á kónginn. Og það þurfti ekki meira til. Austur missti þolinmæðina og tók ás kóng í tígli áður en hann skipti yfir í lauf. Mjög grun- samleg vörn, svo ekki sé meira sagt. Raunar gat þetta ekki þýtt annað en austur teldi sig öruggan um að fá trompslag. Þar með kom ekki til greina hjá sagnhafa að toppa spað- ann. Hann fór inn á blindan á tíguldrottningu og spilaði út spaðagosa, drottningu og ás. Hjartaás tekinn og hjarta trompað með níunni og spaða- áttan látin rúlla. D10 fjórða sviðin af austri og þá fór nú heldur að muna um tígulslag- inn sem hann kastaði frá sér í upphafi. SKAK Umsjón Margeir Pétursson í keppni sovézkra unglinga- liða sl. sumar kom þessi staða upp i skák þeirra Kogans, sem hafði hvítt og átti leik, og Roz- cnfelds. 26. Hxc8+! — Dxc8, 27. Bb5+ og svartur gafst upp, því eftir 27. — Kd8, 28. Dd6+ er hann mát í næsta leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.