Morgunblaðið - 05.01.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.01.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JANÚAR1986 27 Kórfélagar ásamt eiginkonum í Bled í Júgóslavíu. Karlakór Reykjavíkur 60 ára: Dr. Franz Mixa, sem sótti þrenna tónleika karlakórsins á söngferð hans í haust Haiin er hér á milli beirra Páls Pampichlers og Siguröar Björnsson- Þrettánda söngferðin til útlanda sl. haust KARLAKÓR Reykjavíkur varð 60 ára sl. fostudag, 3. janúar. Kórinn var stofnaður þann dag árið 1926 og var aðalhvatamaður að stofnun hans Sigurður Þórðar- son tónskáld, sem var og fyrsti söngstjóri kórsins. Sigurður vann óslitið að því verkefni og öðrum sem kórinn varðaði allt fram til ársins 1962, að undanskildu einu ári, sem hann tók sér hvíld sök- um veikinda. Starfsemi kórsins hefur verið blómleg allt fram til dagsins í dag og mikill fjöldi kór- félaga lagt hönd á plóginn við farsæl söng- og félagsstörf. Kórinn fór í þrettándu söngför sína til útlanda sl. haust og söng víða í Evrópu við góðar undirtektir og hlaut góða dóma. Afmælisins verður minnst með ýmsum hætti síðar á árinu. Núverandi formaður kórsins er Böðvar Valtýsson. Sigurður Þórðarson tónskáld setti markið hátt og nokkrum árum eftir stofnun kórsins fór hann í söngfór til Vestur- og Norðurlands. Árin 1931 og 1933 flutti kórinn, ásamt kvennakór og hljómsveit, samtals um 80 manns, m.a. Alþingishátíðar-kantötu söngstjórans. Var sú uppfærsla mikill tónlistarviðburður í þá daga. Fyrsta utanför kórsins var söngför til Norðurlanda árið 1935, en hún var farin á vegum Norrænu félaganna. Síðastliðið haust fór kórinn til Evrópulanda og var það þrettánda utanferð hans. Ein- söngvarar í ferðinni voru Sigurður Björnsson óperusöngvari, sem sungið hefur í sex utanferðum kórsins; Hjálmar Kjartansson og Óskar Pétursson. Píanóleik annað- ist Guðrún A. Kristinsdóttir. Söngstjóri var Páll Pampichler Pálsson. Fyrstu hljómleikarnir voru í Lúxemborg á vegum íslendinga. Þaðan hélt kórinn til Múnchen og hélt tónleika í bænum Rottach/ Egern, sunnan heimsborgarinnar. Þá var farið til Vínarborgar og tónleikar haldnir í Karlskirkju, en hún var troðfull af áheyrendum. Frá Vínarborg var haldið til bæj- arins Pernitz, en þar er miðstóð kórahljómleika. Tónleikasalurinn var þar einnig troðfullur og mót- tökur mjög góðar. Fæðingarborg stjórnandans Páls Pampichlers, Graz, var næst heimsótt. Þar var sungið í hinum fagra Minoretten- sal, sem kenndur er við Sixtus V. páfa. Eftir að hafa haldið tónleika í framangreindum þremur löndum var haldið til Ljubliana í Júgóslav^ íu og sungið í Fílharmoníuhöllinni. Kórfélagar bera mikið lof á mót- tökur, sem þeir segja hafa verið veglegar og yljað um hjartarætur. Ritdómar sem kórinn fékk á þessari söngferð sinni voru góðir að sögn kórfélaga. í Wiener- Neustadter Nachrichten 5. október sl. segir m.a. um frammistóðu hans á tónleikunum í Pernitz: „Austur- rískir áhugamenn um tónlist verða að vita, að á íslandi hefur þróast tónlistarlíf, sem í dag stendur ekki að baki þess, er þjóðir meginlands okkar bjóða upp á. Hluti þessa menningarlífs er Karlakór Reykjavíkur. Enginn karlakór í Austurríki, — allavega var það álit áheyrendanna í Pernitz, — jafnast á við hann. Tónmyndunin, þessi ótrúlega breidd í styrkleika, allt frá veikasta píanissimo til hins kröftuga en þó hljómfagra fortiss- imo; músíkölskum áherslum; inn- lifun og frábærum framburði á texta (íslenzka, þýzka, enska o.fl.), var séreinkenni þessa kórs." Karlakór Reykjavíkur fyrir framan Karlskirkju í Vínarborg, en myndin var tekin í söngför kórsins sl. haust. Arshátíð ? Munið að panta tímanlega! Bjóðum glæsileg húsakynni og góðan mat, hvort tveggja forsenda velheppnaðrar veislu. Hægt er að íá sali fyrir 70-200 manns, heitan mat, kalt borð eða sérréttaseðil. Utanbæjarfólk! Sjáum um veislur fyrir hópa utan af landi. Sérstakt verð ef pantað er saman gisting, salur og veitingar. Vegna mikillar eftirspurnar minnum við ykkur á að panta sem fyrst í síma 22322 - 22321. . HÓTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDA 0B HÓTEL H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.