Morgunblaðið - 05.01.1986, Síða 28

Morgunblaðið - 05.01.1986, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JANtJAR 1986 Áramótaskaupið slapp nokk- urn veginn í gegnum þrönga nál- araugað — gagnrýni heillar þjóð- ar með mismikla hæfileika til að taka við gríni. Jafnvel nöldr- ararnir geta allflestir sæst á að í því hafi a.m.k. verið ágætir sprettir. f blaði var haft eftir tveimur aðstandendum, þeim Karli Ágústi Úlfssyni og Erni Árnasyni um leið og þeir hrylltu sig í herðum, að þetta sé engin venjuleg spenna sem fylgi því að búa til grínþátt sem öll þjóðin horfir á. Er það víst ekkert sérís- lenskt fyrirbrigði. Frægar sögur til um andlega áreynslu þeirra sem hafa það að atvinnu að vera fyndnir. Varla hefur það farið fram hjá lesendum þessara pistla að uppáhaldsgrínisti Gáruhöfundar er sá orðheppni danski fílósóf, teiknari, uppfinningamaður og skáld Piet Hein, sem í fjóra ára- tugi hefur sent á prent á dönsku og ensku þessar óborganlegu grúkkur. Sakir hæfileikaskorts pistilskrifara hefur Auðunn Bragi Sveinsson títt komið Gáru- höfundi til hjálpar með þýðingar á vísum hans. En margir aðrir skemmtilegir fslendingar með kímnigáfu hafa spreytt sig á að snúa þeim, svo sem Helgi Hálf- danarson, Magnús Ásgeirsson, Kristján Eldjárn o.fl. Því kemur þetta í hugann að Piet Hein varð áttræður núna rétt fyrir jólin og Danir samfögnuðu og þökkuðu afmælisbarninu með 200 manna veislu í ráðhúsinu í Kaupmanna- höfn og Ingiríður ekkjudrottning tók á móti honum í höllinni og hengdi á hann orðuna „Medaillen Ingenio & Arti“. Hann á það raunar skilið fyrir allar góðu stundirnar sem hann hefur veitt Dönum og fleirum síðan grúkk- urnar hans byrjuðu að birtast undir höfundarnafninu Kuml á þrengingartímum þeirra á stríðsárunum. Húmorinn svo fínn og danskur að þýska ritskoð- unin skildi ekkert. Undirritaður langtímaaðdá- andi Piets Hein varð þó fyrir alvarlegu áfalli við snöggsoðin kynni af þessu átrúnaðargoði sínu í Kanada um árið. Piet Hein reyndist nefnilega þrautleiðin- legur, smámunasamur og hégóm- legur. Ráðið var að flýta sér að steingleyma manninum og halda áfram að njóta hans bráð- skemmtilega, skarpa og fágaða húmors — á prenti. Og nú kemur í ljós í afmælisgreinum um hann áttræðan að hann er hinn alvar- legasti félagi og lætur aldrei neina fyndni frá sér fara nema að vel athuguðu máli og vel undir búna. Auðvitað! Hvernig ætti þetta annars að vera svona gott? Til dæmis segir rithöfundurinn Knud Meister: „Stærðfræðingur er hann vissulega (Piet Hein fann m.a. upp súpereggið danska) — ekki aðeins að hæfi- leikum heldur að geðslagi. Spuni er ekki hans sterka hlið. Á bak við hverja einustu setningu frá hans hendi liggur mikil vinna, engu varpað fram. í sextugsaf- mæli Jens Quistgaards var algert bann lagt við ræðuhöldum í fá- mennum vinafagnaði. Afleiðing- in varð auðvitað sú að við stóðum allir upp við borðið. Líka Piet Hein. En hann einn hafði búið sig undir ræðu.“ Og hann bætir við að þótt kímnigáfa hans sé alveg frábær, þá hafi hann aldrei séð Piet Hein hlæja svo að tárin renni niður kinnarnar. Efast um að nokkur hafi orðið vitni að slíku. Hein beiti fremur vísinda- legri aðferð en listrænni við gamaniö og ótti hans við útjask- aða lágkúru haldi stíft í taum- ana. Hann segir að maður eigi að láta viðfangsefnið vita að maður láti sko hreint ekki undan síga og þá láti það sig. En svo lofsvert sem það er að leggja sig ætíð fram til að fúska ekki, þá er ekki síður fullnægjandi þegar kemur fyrir að skáldið láti hjart- að taka völdin. Það á Piet Hein raunar til þrátt fyrir allt. Þegar hann hafði reiknað út súperbauginn sinn sem formúlu fyrir Sergelstorgið í Stokkhólmi (þá áttu fleiri bílar að komast þar fyrir en innan nokkurs annars forms) þá vildi einhver hrifinn borgarfulltrúi nefna torgið í höfuðið á honum. En í Ijós kom að bannað er í sænskum lögum að skíra götur í höfuð á lifandi fólki. Þegar Piet Hein heyrði það varð honum að orði: „Fyrr eða seinna skal ég líka uppfylla nauðsynlegt skil- yrði.“ Þegar hann sjötugur var spurður hvernig honum liði á þeim tímamótum, svaraði hann að „tíminn væri ekki til annars gagnlegur en til að sjóða eftir honum egg“. Piet Hein var kom- inn á áttunda áratuginn þegar hann veiktist alvarlega af því sem hann sjálfur lýsti sem „yfir- þrýstingi í bilinu milli heilahólf- anna“, og var talið stafa af lang- varandi ofþreytu. Sjúkdómurinn lýsti sér í því að hann fann ekki réttu orðin til að segja það sem hann vildi. En það lagaðist smám saman. Það kostulega var að þegar hann fór í heilamyndatöku og myndin var framkölluð, þá blasti við glottandi andlit grín- istans. Sjáið bara sjálf! Myndin birtist hér á hálfsíðunni. Sagt að þegar hann sá hana hafi hann farið að hressast. Svona getur tekið á taugar og heila að vera skemmtilegur. Álagið ekki lítið. Raunar ekkert nýtt. Einu sinni þekktu flestir íslendingar Martmann blaða- mann, sem gekk undir gervinafn- inu Pontus og skrifaði frétta- pistla og kímnigreinar í kvöld- blaðið í Osló og var sagður fyndn- asti maður á þessum hnetti. Hann var sögupersóna í feiki vinsælli bók eftir Sigrid Boo „Við sem vinnum eldhússtörfin“, sem þýdd var á íslensku 1933 og gekk lengi. Söguhetjan Helga veðjaði við auðuga vini að hún gæti unnið sem vinnukona í eitt ár og lifað á kaupinu sínu. Svo lenti hún m.a. á heimili þessa fræga grín- ista og hlakkaði til allra hnitti- yrðanna, glaðværðarinnar og hlátursins. En hitti fyrir lúpuleg börn og feimna og ódjarfa móður, sem varaði hana við því að hús- bóndinn væri alltaf eilítið skap- styggur á morgnana, vesalingur- inn: „það eru þessir viðburðir dagsins sem hvíla á honum eins og farg. Það er ekki ætíð auðvelt að láta sér hugkvæmast eitthvað nýtt. Hann hefur skrifað þessa pistla samfleytt í fimm ár. Það eru 5X365 dagar að frádregnum helgidögum." Og morgunverður- inn reyndist hættulegasta stund dagsins: „Pontus er blátt áfram hræðilegur. Ætti ég að reyna að lýsa honum þá er ég í vafa um hvorum hann líkist fremur, bál- reiðum bolahundi eða ógnandi þrumuskýi. Hvort tveggja er þó jafn ófullnægjandi. Ef unnt væri að drepa mann með augnaráðinu einu saman þá væri ég löngu liðið lík,“ skrifar Helga heim, en komst svo að því að ósköpin líða hjá og heimilislífið bjargast þegar honum hefur hugkvæmst nýstárlegt efni að skrifa um. Viðburður dagsins, bráðhlægi- lega kímnigreinin, fundin. Og Helga hellir sér yfir hann: „Skrifið í eitt skipti um fyndn- asta manninn sem á dapurleg- asta heimilið í víðri veröld. Skrif- ið um hvað kímnigrein heimsins fyndnasta manns hafi kostað heimili hans, þrælkaða og hrjáða eiginkonu og undirokuð börn.“ Þetta þótti bráðskemmtileg saga á íslandi í áratugi. Sem betur fer er víst ekki lagt á gamansama nema einu sinni á ári að vinna langan grínþátt í sjónvarp handa þessari kröfu- hörðu þjóð. Annað væri ljóta heimilaplágan. Ætli raunar að nokkur maður á íslandi fái greidda tímavinnu til að streða skapstirður við að vinna grín? Þar er kannski komin afbragðs afsökun fyrir því hve fyndnin er sjaldgæf vara í okkar íslenska fjölmiðlaheimi. Því skulum við gefa Piet Hein orðið með viðeig- andi áramótaheilræði í vísunni Nýjársþankar, í íslenskri þýð- ingu Helga Hálfdanarsonar: Þú, sem allt hugðir auðvelt, afræktu heimsku slíka! Ogþú, sem vonleysiðþjakar, þyrftir að vitkast líka. * Það eitt gerir einmitt lífið svo elskulegt og svo skrýtið, að frágangssök er það ekki, en erfitt meira en lítið. Friöjón Guðlaugsson vélstjóri - Minning Friðjón Guðlaugsson lést 28. desember sl. eftir langa vanheilsu. Hann fæddist í Hafnarfirði 7. ágúst 1912, sonur hjónanna Guð- laugs Helgasonar sjómanns, sem ættaður var frá Litlabæ, Vatns- leysuströnd, og Guðrúnar Ólafs- dóttur frá Selparti, Gaulverjabæj- arhreppi. Friðjón giftist 17. nóv- ember 1934 Huldu Hansdóttur sem einnig var Hafnfirðingur. Þau eignuðust 8 börn, 1 dó í frum- bernsku en hin eru öll á lífi, hið mesta myndar- og dugnaðarfólk. Kunningsskapur okkar byrjaði fyrst að ráði er við vorum ráðnir lærlingar hjá Vélsmiðju Hafnar- fjarðar sumarið 1928. Síðan fylgd- umst við að í gegnum Iðnskóla Hafnarfjarðar og síðar í Vélskóla. íslands. Þaðan sem við tókum fullnaðarpróf vorið 1933. Kunn- ingsskapur okkar þróaðist síðan í vináttu sem aidrei bar skugga á. Sama gildi með konur okkar. Þó af ýmsum ástæðum hafi oft verið vík á milli vina hefur samband okkar aldrei rofnað og verið nán- ara síðustu árin, þó aðstæður hafi gert það erfiðara en fyrr. Að loknu prófi réðst hann á flutningaskipið Eddu, sem svo strandaði við Austfirði skömmu síðar. en sem betur fórvarð mann- björg. Síðan varð hann vélstjóri á bv. „Óla Garða" frá Hafnarfirði. En fluttist síðan til Patreksfjarðar og var þar bæði verksmiðjustjóri við síldar- og beinamjölsverk- smiðju og yfirvélstjóri á togurum Vatneyrarbræðra. En það sagði Garðar Jóhannesson fram- kvæmdastjóri mér áð það væri maður sem hann sæi verulega eftir af sínum útvegi. Að stríðinu loknu fluttist Friðjón aftur til Hafnar- fjarðar og varð nú yfirvélstjóri á einum af fyrstu nýsköpunartogur- unum og undi þar vel hag sínum. Það var togarinn „Bjarni riddari". Þegar hætt var að gera það skip út fór hann að vinna í landi. Fyrst sem vélstjóri í frystihúsinu á Mölunum og síðar verksmiðju- stjóri í verksmiðju Lýsis og mjöls í Hafnarfirði og var þar til þess er hann fékk áfall það er gerði hann óstarfhæfan þar til yfir lauk. Erfitt er að gera sér grein fyrir hvílíkt áfall það er manni á miðj- um aldri, fullum af lífsfjöri og starfsgleði, að missa bæði mál og hreyfiorku eins og hendi væri veif- að. En það henti hann á skemmti- ferð seinnipart sumars árið 1970. Lengi vonuðum við, vinir hans og ættingjar, að eitthvað væri hægt að hjálpa honum tii heilsu en sú von dofnaði með árunum. Hann skildi allt sem sagt var við hann og þó erfiðlega gengi honum að tjá sig mátti sjá að hann hafði gaman af að maður segði honum fráýmsu frá vinum og kunningjum og brá þá stundum fyrir gamla skopglampanum í augum hans. Eitt var það sem vakti furðu mína hvers lags stálminni hann hafði. Geta má nærri hvílík þrekraun það er manni að lifa 15 ár við slíkar aðstæður, manni sem var hverjum manni athafnasamari. En guð gefur jafnan líkn með þraut og sú likn var hans elskulega kona og góðu börn. Sú umhyggja sem hún hefur sýnt honum gegnum árin er hreintfrábær. Við hjónin minnumst allra samverustundanna með þeim hjónumr bæði á heimilum okkar og á fe.rðalögum, sem við fórum saman. Slfks ér gott að minnast. Hulda mín, ég og fjölskylda mín sendum þér og börnum ykkar innilegustu samúðarkveðjur. Baldur Snæland Friðjón verður til grafar borinn á morgun, mánudaginn 6. janúar. Mágur minn, Friðjón Guðlaugs- son, lést í Landspítalanum laugar- daginn 28. desember sl. Ég ætla ekki að rekja æviferil hans, það munu aörir gera. Friðjóni kynntist ég fyrst vestur á Patreksfirði, en þar var hann vélstjóri á togaranum Gylfa. Ég kom oft á heimili þeirra hjóna, Friðjóns og konu hans, Huldu, er ég hafði kynnst bróður Friðjóns, sem síðar varð eigin- maður minn. Þaðan á ég margar góðar minningar. Árið 1947, þegar þau hjón voru flutt suður, var Friðjón sendur til Hull í Englandi til þess að fylgjast með smíði togarans Bjarna ridd- ara, sem hann varð 1. vélstjóri á. Eftir hans ósk flugum við svilkon- urnar til Prestwick í Skotlandi, þar sem Friðjón beið okkar og fór með okkur til Hull. Þar var hann mér mjög hjálplegur á allan hátt, því að nokkrum dögum síðar barst skeyti um snöggt andlát móður minnar. Friðjón var skarpgáfaður mað- ur, og hafði ég oft gaman af að ræða við hann um menn og málefni áður en hann veiktist sumarið 1970. Eftir það var hann lamaður hægra megin og gat- aðeins sagt „já og nei“. Minni hans.var óbrigð- ult, hann mundi ýmislegt, sem við hin mundum ekki þótt heilbrigð værum. Ef við fórum með rangt mál sagði hann „nei“ og síðan var giskað á þar til hann sagði „já“ og reyndist það ávallt rétt. Hann fékk svo annað alvarlegt áfall laugardagsmorguninn 28. desem- ber og var allur um eftirmiðdag- inn. Elsku Hulda, ég bið guð að styrkja þig og þína afkomendur og mági mínum bið ég guðsbless- unar og óska honum góðrar heim- komu til æðri heimkynna. Lára Kristín Jónsdóttir Blómastofa Friófinm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öli kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.