Morgunblaðið - 05.01.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.01.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JANÚAR1986 37 Blásarar á námskeiöi, en þeir halda tónleika í MH á morgun. Morgunbiaðið/Júiíus Tónleikar sin- fóníuhljómsveitar æskunnar Sinfóníuhljómsveit Æskunnar var stofnuð fyrir u.þ.b. ári. 1 laldin hafa veriö tvö hljósveitarnámskeiö og er hið þriöja áætlaö í febrúar nk. undir stjórn Paul Zukofskys. Alltaf hafa talsvert fleiri blásar- ar sótt um á hljómsveitarnám- skeiðin en komist hafa að, og þess vegna var ákveðið að halda sér- stakt námskeið fyrir blásara ein- göngu, og stendur það yfir nú undir leiðsögn Bernards Wilkinson, flautuleikara, Odds Björnssonar, básúnuleikara, og Josephs Ogni- bene, hornleikara. Yfir 30 blást- urshljóðfæranemendur taka þátt í námskeiðinu, sem hófst laugar- daginn 28. desember sl. og lýkur með tónleikum á morgun. Æft hefur verið í Tónlistarskólanum í Reykjavík og í Hagaskólanuhi. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 í Menntaskólanum við Hamrahlíð og á efnisskránni er tónlist fyrir málmblásturshljóðfæri eftir Sus- ato, Gabrieli og Grieg, tónlist fyrir tréfblásturshljóðfæri eftir Mozart og Sæverud, og fyrir blásarasveit tónlist eftir Milhaud og Stravin- sky. Stjórnendur eru Bernard Wilkinson og Oddur Björnsson. (Fréttatilkynning.) ¦¦%. *J: '~*>s -*» í *" - i 1 •w;;'-»í • zmz-*JSSsrr»«"»'-~B~—:------ '•?V*"°~*Ct... 'l ~^: - ^lPlp sp 5PHI 1§" Wk ^tW^ " " ':. ***& \v&j'*? -»x** >¦,*..* »¦ ifT. % Kambaröst við nýja hafnargarðinn. Stöðvarfjörður: Nýr hafnargarður tekinn í notkun Stuív»rfir*i, 29. desember. 21. DESEMBER sl. lagðist skip í fyrsta sinn að nýja hafnargarðinum á Stöðvarfirði. Það var togskipið Kambaröst SU-200 sem var að koma frá Bretlandi, en þar hafði skipið selt afla fyrir gott verð. Unnið var við nýja hafnargarð- inn á þessu ári, m.a. rekið niður stálþil, steyptur kantur og komið fyrir raf lýsingu og f ríholtum undir stjórn Aðalsteins Aðalsteinssonar frá Hafnarmálaskrifstofunni. Ennþá er eftir að steypa hluta af kantinum svo og alla þekju hans. Ennfremur er eftir að dýpka botn- inn innan við kantinn svo að stærri skip geti athafnað sig með fullu öryggi þar. Steinar Áramótaspilakvöld Varðar verður í kvöld LANDSMÁLAFÉLAGID Vðrður heldur áramótaspilakvöld sunnu- daginn 5. jamíar í Súlnasal Ilótels Sogu. Húsið opnað kl. 20.-00. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins flytur ávarp og Ómar Ragnarsson skemmtir. Glæsilegir vinningar eru í boði, m.a. utanlandsferðir, bækur o.fl. BALLETTSKOLI EDDU SCHEYIN6 Skúlatúni4 Kennsla hefst mánudaginn 6. janúar. Allir aldurs- hópar frá 5 ára. Innritun nýrra nemenda í síma 25620 kl. 16—18 daglega: Framhaldsnemendur mæta á sömu tímum og áður. Afhending og end- urnýjun skírteina sunnudaginn 5. janúar kl. 14—16. UTSALA Stórkostleg verðlækkun í báðum búðunum. Kjólar — kápur — dragtir — jakkar — pils — peysur — sloppar — náttkjólar og margt fleira. Nú ertækifærið. Laugavegi 26 — sími 13300 — Glæsibæ — sími 31300. lyrnpiT ARAMOTA- SPILAKVÖLD VARÐAR Landsmálafélagiö VörÖur heldur áramótaspilakvöld sunnudaginn 5. janúar í Súlnasal Hótel Sögu. Húsiö opnaö kl. 20.00. Glæsilegirvinningar, þ. á m. f lugfero til Kaupmannahaf nar, bækur og matarkarfa. Kortiö kostar aöeins 250 kr. Þorsteinn Pálsson f lytur ávarp. Ómar Ragnarsson skemmtir. Spilakort afhent viö innganginn ¦ — mætiö tímanlega. Landsmálaf éíagiö Vörður. \ -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.