Morgunblaðið - 05.01.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.01.1986, Blaðsíða 38
s 38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JANÚAR1986 Tillögur um rétt- arstöðu aðila „Alþingi ályktar að skora á dómsmálaráðherra að skipa nú þegar fimm manna nefnd til að kanna réttaráhrif tæknifrjóvgun- ar og gera tillögur um hvernig réttarstaða aðila verði ákveðin. Nefndin verði skipuð sem hér segir: Dómsmálaráðherra skipi formann nefndarinnar án tilnefn- ingar; tveir nefndarmenn skulu skipaðir samkvæmt tilnefningu Lögmannafélags íslands, einn samkvæmt tilnefningu Lækna- deildar Háskóla íslands og sé hann sérfræðingur í kvensjúk- dómum og fæðingarhjálp; og einn nefndarmaður samkvæmt til- nefningu Barnaverndarráðs fs- lands. Nefndin ljúki störfum áður en næsta löggjafarþing kemur sam- an. Ríkissjóður greiði kostnað af störfum hennar." Þannig hljóðar tillögugreinin. Flutningsmenn auk Guðrúnar eru: Birgir ísl. Gunnarsson (S.Rvk.), Davíð Aðalsteinsson (F.-Vl.), Jón Baldvin Hannibals- son (A.-Rvk.), Guðrún Agnars- dóttir (Kl.-Rvk.) og Stefán Bene- diktsson (Bj.-Rvk.). „Ef til vefengingar kæmi" í greinargerð með tillögunni segir: „Það mun hafa verið árið 1979 að ákveðið var að hefja þessar aðgerðir hér á landi og veitti þá- verandi heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra leyfi til þess og féllst á að þær yrðu greiddar af sjúkrasamlagi á sama hátt og aðrar læknisaðgerðir. Fram tií þess tíma höfðu konur farið til þessara aðgerða erlendis. Sú vinnuregla hefur verið við- höfð til þessa að aðgerðin er ein- ungis gerð á konum í hjónabandi og með, skrif legu samþykki eigin- manns. Ástæðan fyrir því er sú að samkvæmt íslenzkum lögum er eiginmaður konu faðir barns hennar nema það sé véfengt og annað sannað. Sú spurning hlýtur hins vegar að vakna hver réttar- staða aðila sé ef til véfengingar ÞINGBRÉF eftir STEFÁN PRIDBJARNARSON Tæknifrjóvgun: kæmi, t.d. við skilnað hjóna eða í erfðamáli. Á það hefur ekki reynt og engin lög eða reglugerðir eru til í landinu sem kveða skýrt á um hana. Er ekki sízt ástæða til að huga að réttarstöðu aðila þegar sæðisgjafi er ókunnur eða að eigin mati óskuldbundinn. I tillögu þessari er ekki gert ráð fyrir að fjallað verði um aðra þætti málsins en þá er lúta að réttaráhrifum. Vísast má deila um alla aðra þætti þess, svo sem hinn siðfræðilega, trúarlega eða félagslega. En um það verður ekki deilt að þau liðlega 50 börn, sem nú lifa í landinu, og foreldrar þeirra eiga rétt á að réttarstaða þeirra verði ákveðin. Mikilvægt er að stjórnvöld sjái svo til áður rstaða aðíla „Yfir fimmtíu börn eru nú í iandinu sem getin hafa verið meö tæknifrjóvgun, langflest meö sæði óþekktra manna. Tæknifrjóvgun er framkvæmd á kvennadeild Landspítala og hefur Jón Hilmar Alfreðsson, sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp, umsjón þessara aðgerða með höndum." Þann veg hljóðar upphaf greinargerðar tillögu til þingsályktunar um „réttaráhrif tæknifrjóvgunar" sem sex þingmenn úr jafn mörgum þingflokkum hafa lagt fram á Alþingi. Fyrsti flutningsmaður er Guðrún Helgadóttir (Abl.Rvk.). Að kunna fótum sínum forráð Það hefur löngum þótt nauðsynlegt vegarnesti á lífsgöngunni að kunna fótum sínum forráð. Þeir, sem eru nýkomnir í mannheim, vita fátt um þá veraldarvegi sem f ætur þeirra eiga eftir að f eta. En hluti vegferðarinnar er varðaður með lögum, þvi „með lögum skal land byggja". Þingbréf í dag fjallar um löggjöf, tækni og nýjar hliðar þess mannlífs sem er og verður eilíft kraftaverk. en til ágreiningsmála kynni að koma. Þau áhrif, sem slíkur ágreiningur hefði á börn eða unglinga, ef þau yrðu bitbein í svo viðkvæmu máli sem er upphaf lífs þeirra sjálfra, gætu haft í för með sér óbætanlegan skaða. Og hið sama á við um alla aðra aðila sem máliðerskylt." Agreiningur á Norðurlöndum Síðar í greinargerðinni segir m.a.: „Tæknifrjávgun og afleiðingar hennar hafa verið mikið ræddar um allan heim á síðari árum. Fyrir Norðurlandaráði liggur nú tillaga um að norræn þjóðþing Bretland: Blaðamönn- um sagt upp vegna þvingana Lundúnum, 3. janúar. AP. TVEIR breskir blaðamenn fajá breska útvarpinu BBC hafa verið settir frá án launa fyrir að hafa notað hótanir til að fá viðtal. Við- talift átti þátt í því að maður var lát- inn laus úr fangelsi. I útvarpsþætti, sem fjallar um dómsmál, er talað við konu, sem hafði ákært mann fyrir innbrot í íbúð sína, rán og hótanir. Maður- inn var handtekinn og dæmdur til fimm ára fangelsis, en í framhaldi af viðtalinu var málið tekið upp á nýjan leik og var maðurinn látinn laus úr fangelsi eftir tveggja ára fangavist. Við yfirheyrslurnar kom fram hjá konunni að blaða- mennirnir hefðu sett fram lítt dulbúnar hótanir um að gera lýð- um ljósa kynvillu hennar, ef hún sættist ekki á að koma fram í þættinum. Sí\£U\ gæfuspor á itfja árimi Kmnum<ÆaImenmda^ Innritun og allar nánarí uppjýsingaraaglega mM kl. 13~19 kennsla hekt mánudaginn G.janúar DANSSKOU SHJUREm HÁMM\RSONAR SfimR:40020 467T&

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.