Morgunblaðið - 05.01.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.01.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JANÚAR1986 39 leitist viö að samræma sem unnt er lögfyöf um réttaráhrif tækni- frjóvgunar. í Svíþjóð hafa þegar verið sett lög sem kveða m.a. svo á að eiginmaður eða sambýlis- maður, sem samþykkt hefur tæknifrjóvgun konu sinnar, getur ekki véfengt faðerni það sem hann hefur tekið ábyrgð á. í Danmörku hafa menn ekki talið nauðsynlegt að setja lög heldur telur danska dómsmálaráðuneytið reglugerð nægjanlega, en í Finnlandi telja menn löggjöf nauðsynlega. í norsku nefndinni, sem fjallaði um málið, er enn ágreiningur um, hvort setja skuli lög eða ekki. Þá hefur verið unnið að drögum að samræmdri löggjöf á vegum Evr- ópuráðsins." Afleiðingar tækninnar Loks segir í tilvitnaðri greinar- gerö: „Þess var áður getið að einungis giftar konur komi til greina þegar um tæknifrjóvgun er að ræða hér á landi. Það orkar tvímælis vegna þess að konum er ekki skylt að feðra börn sín samkvæmt íslenzk- um lögum. Eðlilegt væri að nefnd- in tæki þann þátt til athugun- ar... A okkar dögum fleygir þekk- ingu mannkynsins ört fram, ekki sízt á sviði líffræði og læknavís- inda. Margt af þessari þekkingu getur orðið til þess að auka hamingju manna sé henni beitt af skynsamlegu viti. En það er bráðnauðsynlegt að löggjafar- valdið fylgist náið með því sem er að gerast, reyni að gera sér grein fyrir því, hvernig ný tækni grípur inn í líf einstaklinga og setji reglur um það, hvernig hún megi bezt verða þeim til farsæld- ar. Það verður aðeins sé maðurinn fær um að sjá afleiðingar tækn- innar fyrir og stýra henni.“ Hér verður ekki tekin efnisleg afstaða til þessa sérstæða og athyglisverða máls. Það á þó vissulega erindi til íhugunar hjá öllu góðviljuðu fólki. Það sýnir og að fleira rekur á fjörur löggjaf- ans en flestir hyggja. Þess vegna þótti rétt að gera lesendum blaðs- ins lítillega grein fyrir því. Það er heldur ekki á hverjum degi sem þingmenn úr öllum þingflokkum skrifa upp á eitt og sama þing- málið. Það verður fróðlegt að sjá hvernig löggjafinn bregst við þessu máli. Gledilegt nýtt ár jazz spom stjörnuárið 1986 Þú ferð í leikfimi á árinu. Freistaðu gæfunnar. Hringdu í síma 13880. Þú finnur sjálfan þig í jazz-dansi. Þú ferð í sauna og, slakar á. Þú ætlaðir í leikfimi í fyrra en ferð í ár. Það er engin afsökun að vera strákur. Drífðu þig í jazz-ballett. Innritun er hafin í síma 13880 kl. 14—17. Munid afhendingu skírteina kl. 13—17 mánudaginn 6. janúar fram- haldsnemendur, þriðjudaginn 7. janú ar byrjendur. Takið stundaskrána með ykkur. Eigendur og starfsfólk Jazz-sporsins óskar ykkur gleðilegs árs Þú kemst í sæluvímu í nuddpotti. Líf þitt verður jazz-ballett. Þú ferð í jazz-baliett á árinu. Þú ert á besta aldri og ferð í jazz-dans. Nú ert þú orðin 2 ára. Drífðu þig í jazz- ballett. Þú ferö í jazz-ballett á árinu. Höfum flutt starfsemi okkar að Suðurlandsbraut 4 H4GTRYGGEVG HF 082500 Frúarleikfimi veröur í Langholtsskóla mánud. og fimmtud. kl. 18 báöa dagana. Upplýsingar í síma 78Ö82 á kvöldin. Kennsla hefst 6. janúar. Aðalheiður Helgadóttir Músikleikfimin hefst mánudaginn 20. janúar Styrkjandi og liökandi æfingar fyrir konur á öllum aldri. Byrjenda- og framhaldstímar. Kennsla fer fram í Melaskóla. Kennari Gíga Hermannsdóttir. Uppl. og innritun í síma 13022 um helgar og virka daga eftir kl. 5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.