Morgunblaðið - 05.01.1986, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.01.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JANÚAR1986 41 <~ Minning: Steinunn Þ. Guðmunds- dóttir rithöfundur Fædd 9. desember 1900 Dáin 28.desember 1985 Steinunn Þorbjörg Guðmunds- dóttir fæddist í Hjallatúni í Tálknafirði. Foreldrar hennar voru Guðmundur Björnsson bú- fræðingur og kennari og kona hans, Helga Jónsdóttir frá Suður- eyri; Margrét amma Helgu var systir Jóns Sigurðssonar forseta. Steinunn, eða Bogga eins og hún var oftast nefnd, var yngst sex systkina. Sjálf hefur Steinunn lýst bernskuslóðum sínum á eftir- minnilegan hátt: „Hefur þú séð fjörðinn minn, hann heitir Tálknafjörður? Hann er á Vestfjörðum, vinalegur og frekar stuttur. Yzt er hann með háum og tilkomumiklum fjöllum. I brúnum þeirra má sjá hrikaleg andlit gamalla trölla, sem stara beisk á svipinn á hvítt brimlöðrið, sem ár og síð veltur um sæbarið fjörugrjótið. Út við hafið stendur Tálkni, útvörður íslenzkrar nátt- úru, jafn í sjón og raun, gamall og grályndur á svipinn. Það er innst í firðinum, sem ég átti heima. Þar voru fjöllin orðin meinleysis- leg, búin að stinga kollinum inn í fallega, heiða hnúka og hlíðar- geira. Bærinn minn heitir Hjallatún. Þar er Iygn vogur og kyrrlátur dalur fram með sjónum. Þar er mikið undirlendi, volgir lækir og síki... Þú mátt ekki halda að hér séu bara tún og hjallar. Hér eru holt, móar og klettar. Hlíðin fyrir ofan bæinn er vaxin víði og birki og berjalyngi. Hér er lækur, bjartur og hreinn. Hann kemur ofan af heiði, hoppandi niður hlíðina, syngjandi alla daga og naetur. Breiðhillurnar eru fyrir ofan bæinn, upp af túninu, lágir grasi grónir hjallar, sem bærinn ber nafn sitt af. Náttúran hefur gengið glöð til verks að búa þær til, yfir þeim er mýkt og fegurð. Þaðan er vítt til veggja og gott útsýni. Yzt úti við hafið stendur húsið hans afa í hillingum drauma og ævin- týra í rauðri glóð kvöldsólarinnar Mig langar til að segja þér svo margt. Prá sumardögum björtum af fögnuði lífsins. Um bárurnar sem koma með sólhvítan kollinn og velta sér í fangið hver á ann- arri. Um sólina sem sígur í hafið. Og forsælan í gilinu eins og gömul kona með herðaklút, sem leggur litla skugga, sokkaplögg barnanna sinna, á steinana undir nóttina. Um angandi tún af nýslegnu grasi Og hér í þessari fjöru voru skelj- ar og meyjupöppur. Yndislegar fjaðrir. Hér sveimuðu fannhvítir ísjakar í svörtu logninu og voru lokkandi farkostir. Stundum lá hér ís yfir allt og farið yfir með sleða. Hér var leikið, sungið og dansað. Hér gengu elskendur um og áttu allt, himin og jörð, og þótti ekki mikið. Og selurinn gerði vakir í ísinn til að skyggnast um í þessum stóra, undarlega mannheimi. Og hér áttu heilir ættbálkar af fuglum heima. Hérna var athafna- líf, landamerkjaþrætur. Hér var sungið og rifizt í öllum tónhæðum. Hér hélt mávurinn sín fundahöld, en lóminn tók í lærið undan rign- ingunni. Hér rigsaði krían um hleinarnar af sinni alkunnu frekju meðan svartbakurinn dró rauð- magann upp á rifið. En blikinn montaði sig af tækifærum meðal ásthrifinna fuglameyja. En hátt uppi í klettum situr krummi á mosató og horfir á lystisemdir lífsins með blik í köldum augum. Og kliðurinn ómaði þúsundfald- ar raddir að manni fannst. Þá var gaman að vakna við morgundögg og sól á fjallabrúnum." Steinunn naut ekki mikillar menntunar í æsku fremur en títt var um unglinga á hennar aldri. Hún fluttist með foreldrum sínum að Bíldudal og kostaði sig sjálf í skóla vetrarlangt á Hvítárbakka hjá séra Eiríki Albertssyni. Á þrítugsaldri fluttist Steinunn til Reykjavíkur. Var þar vinnu- kona og vann í fiski og við önnur störf sem til féllu. í Reykjavík kynntist hún sam- býlismanni sínum, Guðjóni Þor- steinssyni verkstjóra hjá Reykja- víkurborg. Synir þeirra eru Helgi og Valsteinn, sem báðir urðu skip- stjórar á millilandaskipum. Steinunn hafði yndi af náttúru- skoðun, þekkti ótölulegan fjölda blóma og safnaði litfögrum stein- um. Því kynntist sá sem þetta ritar sem samferðamaður hennar á mörgum ferðum víða um land. Hrein náttúra og margbreyti- legt landslag veitti Steinunni inn- blástur til að miðla öðrum af reynslu sinni og hugsýnum í ljóð- um og ljóðrænu máli óbundnu. Skrifum sínum flíkaði hún þó ekki mikið fyrr en hún var komin um sjötugt. 1970 og 1971 birtust verð- launasögur hennar „Bláa skelin" í Eimreiðinni og „Myndir minning- anna" í Heima er bezt; í síðar- nefndu sögunni er sú lýsing á heimahögum hennar, sem brot voru tekin upp úr hér að framan. Prentaðar bækur Steinunnar Þ. Guðmundsdóttur eru skáldsögurn- ar „Dögg i spori" 1972 og „í svölum skugga" 1976 og smásagnasafniö „Niður fljótsins" 1979. Auk þess birti Steinunn ljóð, sögur og frá- sagnir í blöðum og timaritum, þar á meðal ritgerðina „Skóli reynsl- unnar svíkur engan ..." í Sjó- mannablaðinu Víkingi 1977. Sú ritgerð sem lýsir lífi sjómanna og er reist að hluta á sögu og sögnum, hafði hlotið viðurkenningu í verð- launasamkeppni Sjómannadags- ráðs, og þótti óvenjulegt að kona skyldi vinna til viðurkenningar fyrir ritgerð um slíkt efni. Undanfarin sex ár hafði Stein- unn ekki gengið heil til skógar, en hélt þó ótrauð áf ram ritstórf um. 9. desember sl. söfnuðust nánir ættingjar og vinir Steinunnar saman á heimili hennar á 85 ára afmæiinu. Alir viðstaddir höfðu mikla ánægju af þeim samfundum en þó gerðu allir sér ljóst, einnig afmælisbarnið að óboðinn gestur hafði kvatt dyra og þetta yrði síðasti afmælisdagurinn. Skreytingar GARÐSHORN?? SUOUBHtlO » Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legstemum. Vetttim f úsl ega upplýsi ngar og ráðgjöf um gerð 03 val legsteina,__________ fiS.HELGASONHF I48SÍMI78877 Kveðjuorð: Gísli Sigurjóns- son (Bakkagerði *.- Fáum dögum fyrir jól fór Stein- unn á sjúkrahús til skyndiskoðun- ar, og þá kom skýrt í Ijós að hverju fór. Gesturinn með krabbameins- sverðið var tilbúinn að vinna sitt verk. Þrátt fyrir banvænan sjúk- dóm gat Steinunn ekki hugsað sér að halda jól á sjúkrahúsi. Til-þess var lífs- og frelsisþrá hennar of mikil og löngun til að vera heima á jólahátíðinni: „Heima. Ég held annars sð þetta sé fallegasta orðið sem við eigum, hvort heldur það minnir okkur á hús eða gamlan torfbæ. Það býr í mildu skini jól- anna og í gleði okkar, í handtaki vinar, sem ber að dyrum." („Mynd- ir minninganna".) Synir hennar og læknar virtu þessa ósk Stein- unnar og hún fékk að dveljast á heimili sínu frá aðfangadegi til annars dags jóla. 28. desember andaðist hún á sjúkrahúsi. Þá var lífsstríði hennar lokið, en minning hennar lifir meðal ástvina hennar og í þeim verkum sem hún lét eftir sig; þar á meðal eru í handriti skáldsaga, tjóðasafn og mynd- skreyttævintýri. Jólin voru vinkonu minni hug- stæð, eins og fram hefur komið, og nú er hún til moldar borin á þrettánda dag jóla. Þessum minn- ingarorðum langar mig til að ljúka með orðum hennar sjálfrar um jól í ævintýrinu „Jól" í bókinni „Niður fljótsins": „Jól dýrðar og blessun- ar, bros á fölum vöngum. Þakklæti yfir fullum diski. Jól með litasafni í fötum, ilm af nýrri sápu. Púður- sykri í boxi og hörðum kringlum. Jól með rúsínur og sveskjur sem litlir englar höfðu tínt í landi draumanna. Þvílík jól. Jól með mildum geisl- um frá flöktandi kertatjósum, sem hétu pabbi og mamma og systkin- in. Jól sem koma upp gamlan stiga í bláum kjól með stóra, hvíta vængi á bakinu. Með jólagjöf frá Jesú- barninu. Guðs f rið." Jón Ólafsson Gísli í Bakkagerði er látinn, 81 árs að aldri. Hann var fæddur 14. september 1904 í Bakkagerði í Reyðarfirði, yngsti sonur þeirra hjóna Önnu Stefánsdóttur og Sig- urjóns Gíslasonar. Hann giftist Huldu Jónsdóttur, sem ættuð var frá Krossi á Beru- fjarðarströnd og eignuðust þau fimm börn: Önnu Elínu húsmóður, sem er látin og var gift séra Sváfni Sveinbjarnarsyni, Guðbjörgu hús- móður, gift Ásgeiri Ásgrímssyni flugvirkja, Sigurjón húsasmið, giftur Sigrúnu Brynjólfsdóttur vefnaðarkennara, Birnu húsmóð- ur, gift Einari Stefánssyni bif- reiðastjóra og Eddu húsmóður, gift Jóhanni Þorsteinssyni húsa- smið. Barnabörn Gísla voru orðin tuttugu og eitt og barnabarna- börnín tíu. Gísli bjó alla sína tíð í Bakka- gerði og stundaði þar búskap ásamt sjósókn. Hann var mikill áhugamaður um félagsmál og lét þau til sín taka. Var hann meðal annars oddviti á Reyðarfirði og í stjórn verkalýðsfélagsins á staðn- um. Ég var vanur að kalla hann Gísla, afa konunnar minnar, „tengdaafa". Ég hitti hann fyrir 8—9 árum, en átti þess síðar kost að kynnast honum nánar og tókust með okkur mjöggóð kynni. Gísli var maður lágvaxinn, en þéttvaxinn, með krepptar hendur hins aldna verkamanns. Fyrir hugskotssjónum minum stendur hann þessi hægi öldungur á hlað- inu í Bakkagerði, klæddur í vesti með hatt á hófði. f fullkomnu samræmi við bæinn sinn, þar sem andi gamla tímans svífur yfir vötnum. Með spaugsama sögu eða vísu á hraðbergi. Glettnisbros, sem breiðist yfir.allt andlitið og hlátur sem hristir allan líkamann. Ákveð- inn, hreinskilinn og lætur ekki bifa ákvörðunum sínum. Sjálfstæður í skoðunum, sjálfstæður í hugsun- um, sjálfstæður í athöfnum. Gísli var ákaflega heimakær. Hann bjó síðustu árin einn í gamla Bakkagerðishúsinu, en með dygg- um stuðningi dætra sinna og fjöl- skyldna þeirra á Reyðarfirði. Honum hraus hugur við að þurfa að vistast á stofnun. Á óðali feðra sinna kaus Gísli að orna sér ævi- _^^ kvöldið á enda, og honum varð að ^T þeirri ósk sinni. Andlát hans bar brátt að þann 29. desember sl. Nú lýkur degi. Sól er sest. Nú svefnfrið þráir jörðin mest. Nú blóm og f uglar blunda rótt, og blærinn hvíslar: Góða nótt. Guðs friður sigri foldarrann. Guðs f riður blessi sérhvern mann. Kom, engill svefnsins, undurhljótt og óllum bjóð þú góða nótt. Hvíl hjarta rótt. Hvíl höndin þreytt. Þér himins styrk f ær svef ninn veitt. Hann gefur lúnum þrek og þrótt. Ó, þreytti maður, sof nú rótt. (Vald.V.Snævarr.) Blessuð sé minning Gísla í Bakkagerði. Jón Steinar Jónsson t Faöir okkar og tengdafaöir, STEINGRÍMUR SVEINSSON, Sveinsstöoum viö Nesveg, andaöist aö Hrafnistu föstudaginn 3. janúar. Börn og tengdasynir. TÖLVUNAMSKEIÐ FYRIR FULLORÐNA Fjölbreytt, gagnlegt og skemmtilegt byrjenda- námskeið fyrir f ólk á öllum aldri. Leiöbeinandi: Dagskrá: * Þróun tölvutækninnar * Grundvallaratriði við notkun tölva * Notendahugbúnaður * Ritvinnsía með tölvum * Töflureiknir * Gagnasafnskerfi * Tölvur og tölvuval Fjárfestið í tölvu- þekkingu. Það borg- ar sig. ^¦^¦"¦^^-^ Gleðilegtnýttár. Yngvi Pétursson menntaskólakennari Tími: 14., 16., 21. og 22. janúar kl. 20—23. B»»»¦¦»»¦¦ if 3 1 I TÖLVUFRÆÐSLAN Ármúla 36, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.