Morgunblaðið - 05.01.1986, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 05.01.1986, Qupperneq 42
> 42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JANÚAR1986 IÞROTTIR UNGUNGA UmsjónA/ilmar Pétursson »> K. Drengjalandsliðiö Drengjalandsliö pilta í körfuknattleik. Þeir eru í efri röö frá vinstri: Björn Leósson þjálfari, Gunnar Sverrisson, Kristinn Traustason, Herbert Arnarson, Þórir Þorsteinsson, Brynjar Harðarson, Ottó D. Tynes, Ari Gunnarsson. í neöri röö frá vinstri: Aöalsteinn Ingólfsson, Friörik Ragnarsson, Höröur Gunnarsson, Steinar Adolfsson, Skúli Skúlason og Þórir Ingólfsson. Á myndina vantar Árna Guö- mundsson og Jón Pál Haraldsson. • Reykjavíkurmeíslarar Vals í 4. flokki karla 1985. Neóri röö frá vinstri: Hákon Kristinsson, Hall- grímur Friögeirsson, Þorkell Hjálm- arsson, Sigurjón Þráinsson, Lárus Sigurósson, Kristinn Unnarsson, Magnús Haraldsson, Alfreö Chiarol- anzio. Efst frá vinstri: Magnús Blöndal, þjálfari, Trausti Ágústsson, Óskar Finnbjörnsson, Birgir Guö- björnsson, Þorkell Másson, Ármann Sigurvinsson, Örn Árnason, Björg- vin Rúnarsson, Egill Sigurösson, þjálfari. Unnu ÍR, 19—9 í úrslitaleik. Haldið til móts við snjóinn ÞESSI glaðbeitti hópur skíöafólks úr Víking og Fram hélt til Geilo í Noregi 29. desember til æfinga og keppni á skíðum. Hópurinn mun dvelja hjá frænd- um vorum norsurum í hálfan mán- uð og væntanlega veröur orðið skíöafæri hér heima þegar þau koma til baka þannig aö þau geti haldiö ótrauð áfram að renna sér í allan vetur. Ekki mun af veita fyrir ungt skíðafólk að komast í æfingu þvi í vetur munu verða háðar margar keppnir á þessum vettvangi. Auk ýmissa innanfélagsmóta munu veröa fjögur mót i bikarkeppni Is- lands á skíöum i hverjum aldurs- flokki. Góður árangur í Norðurlandaferð Undirbúningurinn hófst í raun í ágúst síöastliðnum þegar flestir þessara pilta fóru saman í æfinga- búöir. í haust fór hópurinn síöan í keppnis- og æfingaferö til Sviþjóö- ar og Danmerkur. Tveir leikir voru spilaðir viö Kaupmannahafnarúr- val og vannst fyrri leikurinn nokkuö létt meö 20 stiga mun. Seinni leikurinn var allsöguleg- ur. Danirnir voru meö 20 stiga forystu í leikhléi og útlitið allt annaö en bjart. I seinni hálfleik spiluöu okkar menn pressuvörn og náðu aö minnka muninn smám saman. Þegar 1 mínútavar til leiks- loka var forysta Dananna komin niöur í 7 stig og undir öllum eölileg- um kringustæöum áttu þeir aö eiga sigurinn vísan. En íslensku strák- arnir voru á ööru máli, þeir ná boltanum, bruna upp og skora þriggja stiga körfu og pressa á Danina á þeirra vallarhelmingi. Danirnir komast fram fyrir miðju og eiga þá misheppnaöa sendingu og islendingar ná bolttanum oc skora aftur 3 stiga körfu og munur- inn var því orðinn 1 stig en aöeins 20 sek. eftir og Danir voru meö boltann. I staö þess aö reyna aö halda boltanum skjóta þeir þegar 10 sek. eru til leiksloka en hitta ekki. Islendingar ná frákastinu, bruna fram og ná aö skora. íslend- ingar hafa þar meö náö forystunni og 2 sek. til leiksloka. Danirnir taka leikhlé og ráöa ráöum sínum og síöan að því loknu reyna þeir skot af löngu færi en hitta ekki og ís- lenskur sigur' er í höfn. islensku strákunum tókst því aö skora 8 stig á einni mínútu og sigra meö 1 stigsmun. Auk þessara leikja tóku strák- arnir þátt í alþjóölegu móti í Sví- þjóö í þessari ferö þar sem þeir spiluöu 7 leiki, sigruöu í 6 og höfn- uðu í 3. sæti á mótinu. Erfiður riðill Björn Leósson þjálfari pilta- landsliösins taldi aö Evrópumeist- aramótið 1987 yrði geysilega erfitt því íslendingar væru í mjög sterk- um riöli þar sem auk islendinga spila liö frá Ítalíu, Grikklandi, Israel og Kýpur. í þessum liöum eru 3-4 menn yfir tvo metra og því verður það helst hæðin sem veröur okkar strákum erfiö á mótinu. Margt framundan Mikill undirbúningur er fyrir- hugaður áður en að Evrópumeist- aramótinu kemur og taldi Björn mikilvægt aö hópurinn hittist reglulega til aö ná aö byggja upp sterka liösheild og góöan liðsanda. Fyrirhugaö er aö fara á alþjóölegt mót í Stokkhólmi næsta sumar og jafnvei til Bandaríkjanna um næstu áramót með liöiö, auk þess sem áframhald veröur á að liöið hittist helgi og helgi og æfi saman. Steinar Adolfsson: Leikur í tveimur lands- liöum STEINAR Adolfsson 15 ára Ólafs- víkingur er einn þeirra sem valdir hafa verið til að æfa með pilta- landsliðinu í körfuknattleik. Steinar er fjölhæfur íþróttamaöur og hann var síðastliöið sumar t piltalandsliöinu í knattspyrnu. Steinar var tekinn tali á æfingu piltalandsliösins í körfu og hann fyrst inntur eftir gengi Ólafsvíkur- piltanna i körfu á íslandsmótinu, en Steinar spilar meö 4. flokki. „Það hefur gengiö mjög vel, viö byrjuðum í fyrstu umferö í C-riöli og unnum hann. I annarri umferö kepptum viö því í B-riðli og þar tókst okkur einnig aö sigra þannig aö í 3. umferð munum viö spila í A-riöli. Annars er aöstaöan heima á Ólafsvík ekki nógu góö því húsiö er í þaö minnsta en ég vona aö þaö hái okkur ekki í þeim leikjum sem eftir eru í íslandsmótinu aö viö æfum í minna húsi en hin iiöin í A-riölinum.“ Þar sem þaö viröist vera reyndin aö þegar menn koma upp í meist- araflokka er erfitt aö stunda tvær íþróttagreinar svo vel sé og því var Steinar spuröur hvort hann væri farinn aö hugsa um hvora íþróttina körfubolta eöa fótbolta, hann myndi velja ef aö þaö væri of mikið aö vera á fullu í báöum. „Ég er aö vísu farinn að hugsa um aö sennilega þurfi ég aö gera upp á milli fót- og körfuboltans en get ekki ennþá sagt um hvor grein- in veröur ofaná. Hingaö til hefur gengið ágætlega aö sameina þetta tvennt og einnig hefur gengiö þokkalega aö sameina íþróttirnar og skólann þó aö mikill tími fari í æfingar, keppnir og feröalög sem tengjast íþróttum," svaraöi Stein- ar. Steinar sagðist vera mjög ánægöur meö undirbúning pilta- landsliösins fyrir Evrópumótiö, þaö væri mjög gaman aö taka þátt í honum og þjálfarinn Björn Leósson væri frábær. Drengjalandsliðið í körfu: Unnu upp sjö stiga forystu á einni mínútu og unnu þar meö Danl í mars-aprfl 1987 verður næst I senda liö á þaö mót. Undirbúning- I haldiö Evrópumót drengjalands- ur er þegar hafinn fyrir þetta mót liða í körfuknattleik og mun ísland I og helgina 13.-15. desember hitt- | ist hópurinn sem valinn hefur verið til aö taka þátt í undirbún- ingnum og æfðu þeir saman tvisv- ar á dag. Umsjónarmaður ungl- ingasíðunnar heimsótti piltana og þjálfara þeirra Björn Leósson á æfingu þessa helgi og forvitnaöist um undirbúninginn fyrir Evr- ópumótið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.