Morgunblaðið - 05.01.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.01.1986, Blaðsíða 44
w* <!•'-* E EUROCARD ftgiiiiiIiIaMfr El iglýsinga- er22480 HLEKKURÍHBMSKEÐJU SUNNUDAGUR 5. JANUAR1986 VERÐILAUSASOLU 40 KR. Hagvirki með stórvirk vinnu- tæki í Helguvík VÆNLEGAR horfir fyrir bygging- arfyrirtækinu Hagvirki nú en í vetur þegar útlit var fyrir stórfelld- an samdrátt. Hagvirki á í samn- ingaviðræðum viö byggingarnefnd flugstöðvar um frágang og innrétt- ingar flugstöðvarinnar á Keflavík- urflugvelli. Verkcfni hafa fengist í Heiguvík fyrir stórvirk vinnutæki og er Hagvirki nú ITÆ% aðili að Núpi, samsteypu nokkurra verk- takaíHelguvík. „Við lítum björtum augum til framtíöarinnar. Næg verkefni eru fyrir hendi og eignafjárstaða góð, en lausafjárstaða erfið. Þó ekki erfiðari en gengur hjá fyrir- tækjum almennt," sagði Aðal- steinn Hallgrímsson, fram- kvæmdastjóri Hagvirkis, i sam- tali við Morgunblaðið. Um 150 manns vinna hjá fyrirtækinu og sagði Aðalsteinn að nokkur breyting hefði orðið á samsetn- ingu fyrirtækisins frá því verk- efni voru á hálendinu. „Jarð- vinnsludeild fyrirtækisins hefur dregist saman, en byggingardeild heldur vaxið. Á annað hundrað manns munu starfa við flugstöð- ina," sagði Aðalsteinn og bætti við að ekki verði bætt við mann- skap vegna verkefnisins í Helgu- vík sem hefst í apríl. Mikil ölvun í Reykjavík MIKIL ölvun var í Reykjavík í fyrrinótt og var nóttin annasöm hjá lögreglu. Átta ökumenn voru teknir flest- ir síðla nætur grunaðir um ölvun við akstur. Þá var ekið á ljósa- staur, en engin meiðsl urðu á fólki. Fjöldi ölvaðra var fluttur í fanga- geymslur lögreglunnar til að sofa úr sér áfengisvímu. í Helguvík verður Hagvirki með 8 stóra grjótbíla, tvær 70 tonna gröfur, 50 tonna hjóla- skóflu, öflugan borvagn og eru þessi stórvirku tæki ekki lengur á söluskrá. Fyrirtækið hefur að undanförnu selt tugi bifreiða, sem notaðar voru á hálendinu. Eftir að verkefnum fyrirtækis- ins við virkjanir á hálendinu lauk, hefur Hagvirki í auknum mæli snúið sér að hefðbundnum byggingariðnaði. Fyrir nokkru lauk fyrirtækið við byggingu 40 íbúða fjölbýlishúss í Hafnarfirði og liggur nú fyrir samningur við framkvæmdanefnd verkamanna- bústaða um kaup á þeim. FförSKS f®f Morgunblaði9/Bjarni. f gærmorgun tók að snjóa í höfuðborginni og varð alhvít jörð á skömmum tíma. Fram að því höfðu Reykvík- ingar og nágrannar búið við rauð jól. Þrettándinn er á morgun og vonandi kveðja jólin hvít, þótt því megi raunar ekki treysta fremur en endranær. Framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga: Hlutur jöfnunarsjóðsins skertur um 125-200 m.kr — ekki frekari skerðing en gert var ráð fyrir, segir fjármálaráðherra FRAMKVÆMDASTJÓRI Sambands íslenskra sveitarfélaga, Magnús Guð- jónsson, segir aö tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga skerðist á þessu ári um 125 til 200 milljónir samkvæmt fjárlögum. Þorsteinn Pálsson, fjármálaráð- herra, sagði er hann var spurður um þetta að ekki væri ætlunin að skerða hlut sjóðsins frá því sem verið hefur. Tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfé- laga eru annars vegar hlutur hans í söluskatti og hins vegar í útflutn- ingsgjöldum. Frá árinu 1984 hefur verið „þak" á hlutdeild sjóðsins í söluskatti, sem er 8% af 20 sölu- skattsstigum. Magnús Guðjónsson sagði að samkvæmt fjárlögum og lánsfjárlögum ættu tekjur sjóðsins ekki að verða hærri á þessu ári en 805 milljónir króna. Hversu mikil skerðingin er fer hins vegar að sögn hans eftir því hve mikil verð- bólgan verður á árinu. Á síðasta ári voru tekjur sjóðsins 100 millj- ónum lægri en ella. Sveitarfélög fá úthlutað úr sjóðnum í réttu hlutfalli við fjölda íbúa. Þá er einnig svokallað aukaframlag til að jaf na tekjur sveitarfélaga. Þorsteinn Pálsson, fjármálaráð- herra, sagði þegar hann var spurð- ur um gagnrýni sveitarstjórnar- manna, sem fram hefur komið og um upplýsingar Magnúsar um skertan hlut Jöfnunarsjóðs sveit- arfélaga: „Það er miðað við að sjóð- urinn fái sama hlutfall og gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu þegar það var lagt fram. Þannig að það hefur engin frekari skerð- ing komið á Jöfnunarsjóðinn. Þessi skerðing var einnig á seinasta ári." Hann benti einnig á að sú fjárhæð, sem sjóðurinn fær af söluskatti, hefði verið færð upp miðað við áætlað meðalverðlag á þessu ári. Fyrirframgreiðsla skatta hækkar í 65 % — Skattbyrðin eykst í ár FYRIRFRAMGREIÐSLA skatta á fyrri helmingi þessa árs verður 65% af heildarsköttum síðasta árs og verður innheimt í fimm hlutum eins og áður. Skattvísitalan í ár hækkar um 36%, og munu skattstigar, persónufrádráttur og barnabætur við álagningu í ár ha-kka sem því nemur. Áætlað er að skattbyrði beinna skatta einstaklinga hækki lítil- lega í ár. Fyrirframgreiðsluprósentan er til að jafna greiðslu skatta innan ársins. Á síðasta ári var hún 57%, en þá lækkaði tekju- skatturinn um 600 milljónir frá árinu á undan og skattbyrði beinna skatta einstaklinga á greiðsluári lækkaði úr 4,9% í 4,4%. Skattvísitalan hækkar um 36% miðað við álagningu í fyrra, sem er sama hlutfall og áætlað er að meðaltalstekjur hækki á milli ára. Hlutfall tekjuskatts af skattstofnum verður því það sama bæði árin, en tekjubreyt- ingar á milli ára umfram áætlun gera það að verkum að áætlað er að skattbyrði beinna skatta einstaklinga muni hækka úr 4,4% í 4,6%, að sögn Sigurðar Þórðarsonar skrifstofustjóra í fjármálaráðuneytinu. Tekjuskattsstiginn verður í ár, vegna tekna á síðasta ári: 20% af fyrstu 272 þúsund kr. tekju- skattsstofni, 31% af næstu 272 þúsundum og 44% af því sem umfram er 544 þúsund kr. Frá þessu dregst persónuafsláttur, sem verður 47.600 kr. (83.300 kr. hjá einstæðu foreldri) og barna- bætur sem veröa 10.200 kr. með fyrsta barni og 15.300 með öðrum börnum, og að auki 10.200 kr. vegna barna yngri en 7 ára. Sér- stakur tekjutengdur barnabóta- viðauki verður 20.400 kr. Barna- bætur einstæðra foreldra er hærri eins og áður. Heimild eru til flutnings 136 þúsund króna á milli hjóna þegar annað hjón- anna vinnur aðallega fyrir tekj- um heimilisins. Sjúkratrygg- ingagjald verður 2% af útsvars- stofni yfir 402.560 kr. og.eignar- skattur einstaklinga 0,95% af hreinni eign yfir 1.248 þúsund krónur. Gróði af rekstri Coldwater 1985 — sala á þorskflökum jókst um 19 % REKSTUR Coldwater, dótturfyrirtækis Sölumiðstöövar hrað- frystihúsanna í Bandaríkjunum, skilaði hagnaði á síðasta ári, en 1984 var tap á honum. Magnús Gústafsson, forstjóri Cold- water, sagði í gærkvöidi að heildarsala fyrirtækisins hefði verið 216 milljónir dollara, en 1984 var hún 208 milljónir og erþað3,7%hækkun. Ein aðalástæða betri afkomu er að Coldwater hefur framleitt og selt minna af vörum úr ódýru hráefni, sem er lýsingur frá Suður-Ameríku og marningur. Þá voru einnig gerðar ýmsar breytingar til hagræðingar. Magn unninnar vöru minnkaði hjá Coldwater um 9%, en að verðmæti um 1% samkvæmt upplýsingum Magnúsar. Minnk- unin skýrist fyrst og fremst af minnkun á vinnslu vöru úr ódýru hráefni, sem áður er getið. Sala á flökum jókst um 13% og verð- mæti þeirra um 18%. Mesta aukningin var í þorski, en 18.300 tonn voru seld af honum, borið saman við 15.400 tonn árið á undan og er það 19% aukning. Sala af þorski hefði getað aukist enn meira í ýmsum sérpakkning- um, að sögn Magnúsar, en skortur á flökum kom í veg fyrir það. Sala á ýsu og karfa dróst saman, einnig vegna hráefnisskorts, sér- staklega eftir mitt síðasta ár. Ufsasala og sala á grálúðu jókst einnig og sagði Magnús að líklega hefði verið hægt að auka sölu þessara tegunda meira ef nægi- legt hráefni hefði verið fyrir hendi. Magnús sagði: „Okkur tókst að koma því hráefni sem fyrir hendi var í viðunandi verð miðað við samkeppnisstöðu okkar hér á markaðinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.