Alþýðublaðið - 23.01.1932, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.01.1932, Blaðsíða 3
WélfeáfiirlasiB „MœMa‘4. Bátarlnn SxeSir ebki komið fram. „Þór“ fór í gærdag kl. að ganga þrjú að lcita að vélbátnum og kom aftur kl. að ganga 10 í morgun. Fann hann ekki bátinn. Þórsmenn sáu olíutunnu (stál- tunnu) á reki hér á milli eyjanna. „Súðin“ var að koma að vestan. Var henni og falið að svipast urn eftir bátnum, en hún varð hans ekki vör. — Það er vottfast, að formaður bátsins „Huldu“ sagði áður en báturinn fór af stað, að þeir hefðu nóga olíu og gætu.jafnv©] miðlað öðrum. Viðtal við Mavald Jónsson í Cvéttu Alþýðublaðið hefir átt tal við Harald Jónsson, bónda í Gróttu. I fyrra dag kl. að ganga 4 sá Haraldur vélbátinn „Huldiu“ á að gizka 2 sjómílur suðvestur af Gróttu. Þá stóð að með suðvest- anhryðju. Hvesti mikið áður en hryðjan kom, og bjóst Haraldur við, að báturinn myndi þá snúa aftur, en svo var ekki, héldur hélt hann beint áfram þegar Har- aldur gat síðast séð til hans. Var vélin þá í góðu lagi og gekk bát- iirrinn hiklaust. Hryðjan stóð yfir um 20 mínútur og gerði gufurok í hana. Þegar henni létti gætti Haraldur að hvort hann sæi til bátsins, en þá sást ekkert til hans, hvorki ljós né annað, enda var þá bæði farið að skyggja og hryðjur svo þéttar eftrr það, að ekki birti vel upp aftur. Bjugg- umst við líka við, sagði Haraild- ur, að báturinn hefði farið svo langt áleiðis í hryðjunni, að hann væri úr augsýn, því að honum gekk vel. Við erum alt af vanir, sagði hann, að tilkynna Hafnar- skrifstofunni er við sjáum eitt- hvað athugavert við báta, en það var ekkert að hjá þessum bát, frekar öðrum bátum, er hér fara fram hjá Gróttu. Eru og Kefl- víkingar vanir að fara fram hjá Gróttu í vondu veðri. Uppreistartllrann ð Spánl bælð niðnr. Uppxeistartilraun hefir verið gerð á Spáni í þeim tilgangi að gera Kataloníu óháða spænska rifeinu. Tilraunin mistókst og var bæld niður. (FB.-fregn.) Veorid. Kl. 8 í morgun var 5 stiga hiiti í Reykjavík. Útlit: Hvöss suðaustan- og sunnan-átt og hlákuveður um alt land. íslénzha krónan er í dag í 58,17 gullaurum. PFrT" s Mörgum kann nú að detta í hug, að ástandið hér sé svona vegna þess, að þarfirnar séu ekki eins brýnar hér sem annars stað- ar. En skýrslur virðast benda tii Unm daplnsi og veginn HeiðorsfFHtlna Morpnblaðsins Þegar menn þeir, er tóku Axel Björnsson höndum, fluttu hann til Reykjavíkur, höfðu þeir jafn- framt í hótunum við hann um að misþyrma honum svto, að hann biði þess aldrei bætur, ef hann kæmi aftur suðureftir. Morgunblaðið álítur, að það sé þessum umræddu Keflavikurfor- mönnum til heiðurs, að þeir hót- uðu Axel Björnssyni beinbroti og öðrum meiðingum, og birtir því nöfn þeirra. Vill Alþýðublaðið gera þessum mönnum sömiu skil og láta nöfn þeirra sjást. Menin- irnir hétu: Albert Bjarnason, Axiinbjörn Þorvarðarson, Axel Pálsson, Sigurbjörn Eyjólfsson, Sigurður Pétursson, Jón G. Pálssón. Væri eltki rétt að Morgunblaðið flytti myndir af þessum miönn- um? Myrkur. Þeir, sem oft eru á ferð í toá- grenni Nýja barnaskó],ans um M. 9 árdegis eða um hádegisbilið, munu stundum mæta þar tveim litlum stúlkum, sem vekja á sér sérstak-a athygli. Þær eru ljós- hærðar, önnur 8 ára, en hin 9 ára. Eldri stúlkan, sem jafnframt er lítið eitt stærri, er kvikleg á fæti, með óvenjulega djúþblá augu og greindarleg. Þær leiðast a]t af, en hin yngri gengur álút og undirLeit. Hún er blind — úl- blind á báðum augum og hefir verið það síðan hún var á fjórða áii Það er dapurlegt að vera sjón- laus, ekkii sízt á barnsaldii. Þó er nú svo skipað meðal flestra menmngarþjóða, að sjónleysi veldur ekki . lengur útiilokun úr mannlegu félagi þeim, sem fyrir því verða. Mikill meirl hluti nú- lifandi blindra mannia gegna störfum, sem gera þá að efna- lega sjálfstæðum mönnum, og hafa sæmilega greiðan aðgang að ýmsum hélztu menningartækjum samtíðarinnar, svo sem skólum, bókmentum og hljómlistum; margir þeirra iðka líka ýmis kon- ar leiki og íþróttir, sér til líkams- og sálu-bótar. ísland er ef til vill eina menn- ingarríkið á hnettinum, sem sker sig algerlega úr í þessum efnum. Hér eiga blindir menn ekkert at- hvarf og hafa svo að segja engin úrræði önnur en þau að sitja hnípnir og aðgerðalausir sem 6- magar ættingja eða hreppa. Eng- ar bækur, engir skólar, engar vinnustofur — algert afskiftaleysi og vonleysi. Á þann hátt hefir ís- lenzka þjóðin fram tiil þessa dags búið að þeim meðbræðrum sínum og systrum, sem óheilla atvik og grimm örlög hafa sviift sióninni. hiins gagnstæða. Hér á landi eru nú um 350 alblindir menn, og eru það fleiri af þúsundi en víð- ast hvar anmars staðar. Þar á meðal ieru nokkur börn og ung- lingar. Nú er ýmsum hér á landi að skiljast, að þetta má ekM lengut svo búið standa. Það er alt of mikið mannúðarleysi að gera ekk- ert fyrir þetta fólk, að ég e.kki tali um þá hæfileika, sem þarna fara forgörðum, en geta verið meiri en nokkurn gruuar. Þorsteinn Bjarnason körfusmið- ur hefir undanfarin ár unnið dyggilega að því að undiirbúa framkvæmdir til hjálpar blindum íslendingum. Og nú er loks svo komiö fyrir hans forgöngu, að nefnd hefir verið kosin til að koma á félagsstofnun í þessum tilgangi. Nefnd þessi boðar til almenns fundar í Varðarhúsimi á morgun kl. 2y2 e. h. Allir þeir, sem hlyntir eru þessu máli, ættu, að koma á þenna fund. Sigiirður Thorlacim. Leiðíéttinp frá lopeplastjéta. Herra ritstjóri! í blaði yðar í gærdag er frá- sögn, sem ég óska að leiðrétta. í frásögn blaðsins um hið svo nefnda Keflavíkurmál er gefið í skyn, að ég hafi dregið að hefja rannsókn út af kæru Axels Björns- sonar til þess að gefa hinum kærðu svigrúm til að komast héð- an áður en yfirheyrslur byrjuðu. Þetta er rangt. Kæran kom hingað inn á skrifstofuna x mið- degishléinu (þ. e. milli kl. 12 og 13), en samkvæmt upp.lýsitogum hafnarskrifstofunnar fóru hinir kærðu héðan um kl. 12, — þ. e. um sama leyti eða rétt áður en kæran barst himgað. — Réttar- skýrsla var tekin af kærandanum og hún send syslumanninum í Gullbringu og' Kjósarsýslu, en þar var vei’knaðurinn framinn og þar eiga hinir kærðu heimilisfang. 22. jan. 1932. Hermann Jónasson. F. U. J. - fundw' verður á morgun kl. 4 í bæjarþingsisain- um. Dagskrá: Fjármál, árshátíð- in, erindi: íþröttir og verkalýð- urinn (Gísli Sigurðsson), upplest- ur: „Öreiginn" (Jón Pálsson). Fé- lagar eru beðnir að fjölmennia vel og mæta stundvíslega. Kristileg samkoma á Njálsgötu 1 kl. 8 annað kvöld. Allir vel- komnir. SVAVA nr. 23. Enginn fundur á morgun. En á mánudagskvöld M. 8i/2 mæti allir félagar, sem mega vera í það sinn úti fram á 12. tímann, tU að heimsækja verndarstúkumar. Öll þau, sem þá eiga eitthvert hlutverk að vinna, komi og æfi það á venju- legum fundartíma á morgun. Alpýðuflokksfundur verður haldiinn annað kvöld kl. 8 í K.-R.-húsinu. Umræðuefni: Keflavíkurdeilan. Flokksfólk er hvatt til að fjölsækja fundinn. Víkivakar. Börn sýndu vikivaka í gær í gistihúsinu „Borg“, og þótti á- horfendum þeim takast mjög vei. „Lilti Kláus og störi Kláus“ barnasjónleikurinn, sem margir fullorðnir hafa einnig góða skemt- un af að sjá og heyra, verður isýndur á morgun í síðasta sinn. „Lagleg stúlka gefins" verður leikin ' annað kvöld. Þegar Magga vantaði. Á bæjarstjórnarfundinum í fyrrakvöld átti að loknxi uxatar- hléi að ganga til atkvæða um fjárhagsáætlunina. Þá var Maggi Magnús ókominn, en hiinir bæjar- fulltrúarnir voru allir komnir. — EkM þorðu íhaldsmenn að ganga til atkvæða fyrri en Magnús kom og drógu því i stundarfjórðung að setja fundinn á ný. Skíðafærið. Sjaldan hafa Reykvíkingar haft eixxs gott tæMfæri til þess að komast á skíði og nú, og má því búast við að ailir þeir, er skíði hafa, muni nota tækifærið á morgun, ef færi . leyfir. —• Má búast við, að xnargir leggi liéið sina inn í ÁTtúnsbrekku, gangi þaðan yfir Vatnsendahlíð til Vífilsstaða og þaðan til Reykjavíkur. — Sltíðafélag Reykjavíkur mun á morgun, ef veður leyfir, fara í bifreiöum að Álafossi, ganga þaðan yfir Bjarn- arvatn, Silungatjöm, Mosfells- heiði að Lögbergi. Er sú vega- lengd um 15 km. Listi til á- skriftar mun liggja frammi í dag hjá L. H. Múller kaupmanni, Aust- urstræti. Bano var Atoe'ðarmaðnF, en ekki formaður, maðurinn úr Keflavik, sem reyndi að nauðga konunni hér í vetur. Vil ég taka þetta fram af því ég hefi heyrt menn bera þettia upp á mann, sem er saMaus. Kunnugur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.