Morgunblaðið - 08.01.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.01.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1986 19 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Suður-Kórea: Andúðin á Bandaríkjunum fer vaxandi og er málsmetandi Kóreumönnum áhyggjuefhi VAXANDI andúð meðal námsmanna og menntamanna í Suður- Kóreu í garð Bandaríkjamanna er áhyggjuefni aðila í báðum lönd- unum. Sú tíð er nú löngu liðin að Suður-Kórea geti státað af þvi að „vera eina landið í heiminum þar sem hróp á borð við „Kanar, hypjið ykkur heim“ hefði aldrei heyrzt“. Við bandaríska sendiráðið í Seul hefur öryggisvarzla verið aukin til stórra muna og sérþjálfuð óeirðalögregla hefur hvað eftir annað á síðustu mánuðum orðið að skakka leikinn þegar mótmælaaðgerðir hafa brotizt út gegn Bandaríkjunum og áhrifum þeirra Það er mörgum Suður-Kóreu- mönnum mikið gremjuefni að þremur áratugum og vel það eftir að þeir fengu sjálfstæði verður rík- isstjóríiin að hafa bandarískar hersveitir í landinu til að tryggja öryggi þess. Og hemaðartengslin eru ekki það eina sem Suður- Kóreumönnum þykir binda sig í báða skó. Efnahagslega eru Suð- ur-Kóreumenn háðir Bandaríkja- mönnum í nánast öllu tilliti. Andstaðan er einkum í háskól- unum og bent er á að margir kennaranna voru við nám í banda- rískum háskólum um þær mundir sem mótmælaalda reið yfir háskóla þar vegna Víetnamstríðsins og Kóreumennimir tileinkuðu sér rót- tækar hugmyndir og kenna við nýmarxisma, sem þeir hafa síðan ræktað með sér eftir að þeir komu heim. Ekki sízt vegna þess að Suður-Kóreu hefur ekki tekizt að losa neitt um þessi tengsl og mörgum Suður-Kóreumönnum finnst niðurlægjandi fyrir fullvalda ríki að vera svo mjög háð stórveldi á borð við Bandaríkin. Stjóm Reagans forseta hefur vikið frá þeirri stefnu sem Carter fyrrverandi forseti lagði töluverða áherzlu á: að mannréttindi væm til fullnustu virt í landinu. Með því að leggja sáralítið ef nokkuð að hinum óvinsæla forseta lands- ins, Chun, að halda mannréttindi í heiðri, fínnst mörgum sem Reag- an viðurkenni í reynd athafnir Chun forseta og leggi blessun sína yfir athafnir, sem hljóta óhjá- kvæmilega að vera illa séðar hjá þeim sem fyrirlíta kúgunarstefnu Chun. Þegar talað er um vaxandi andúð í garð Bandaríkjanna er það óumdeilanlega yngri kynslóðin sem þar á hlut að máli. Eldri kynslóðin lítur enn á Bandaríkjamenn sem frelsara í Kóreustríðinu. En það er farið að fymast yfir stríðið þrátt fyrir allt. Háskólakennari í stjóm- landinu. málafræðum við Seul-háskóla sagði í viðtali við Far Eastem Economic Review að það væri engin ástæða til að gera lítið úr hjálp Bandaríkjamanna í þá tíð. En menn skyldu þó ekki gleyma að Bandaríkjamenn hefðu einnig hagnast á stríðinu, bæði með því að geta notað í stríðinu vopn sem vom að ganga úr sér og einnig hefði þátttaka Bandaríkjamanna í Kóreustríðinu dregið úr atvinnu- leysi heima fyrir, að minnsta kosti um hríð. Skoðanir á borð við þessa em mjög algengar og þær tengjast djúpstæðri tortryggni í garð er- lendra stórvelda svo og heitri þjóð- emiskennd Suður-Kóreumanna, og þær eiga ekki aðeins fylgi að fagna meðal námsmanna heldur einnig verkamanna og iðnaðar- manna. Song Kun Ho, þekktur rithöfundur, sem er af stjómvöld- um talinn andófsmaður, sagði einnig í viðtali við FEER: „Er eldflaugunum og kjamorkuvopn- unum í raun og vem beint gegn Kim II Sung í Norður-Kóreu? 0, ekki. Þær vom settar upp til að vemda Japan fyrir sovézkri árás... þessi vopn em ekki til vemdar okkur og bijótist út stríð verðum við þeir fyrstu sem ráðizt verður á.“ Rótgróin tortryggni í garð út- lendinga er meðal Kóreumanna. Þegar menn gagnrýna Bandaríkin fyrir stuðning við ofríkisstefnu Chun forseta leita menn oft til fortíðarinnar og vitna í Taf-Kat- sura-samninginn frá 1905, en samkvæmt honum viðurkenndu Bandaríkin fræðilega að Japanir hefðu rétt til að ráða Kóreuskagan- um í skiptum fyrir að Japanir létu óátalið að Filippseyjar vom eins konar nýlenda Bandaríkjamanna. Auk þess vom Kóreumenn harmi slegnir þegar þjóðin stóð uppi sundmð og landinu var skipt, jafn- skjótt og það hafði verið leyst undan 35 ára stjóm Japana. Þegar endalokin í Kyrrahafsstríðinu vom í sjónmáli var Kóreu skipt milli Sovétmanna og Bandaríkjamanna til að þeir gætu betur fylgt eftir að Japanir gæfust upp. Sumir Kóreumenn taka svo djúpt í árinni að kalla þetta hnífsstungu í bakið á þjóðinni „og ekki þá fyrstu". Þessir atburðir geta skýrt að nokkm að þeirri hreyfmgu vex fiskur um hrygg sem berst gegn bandarískum áhrifum. Kóreumenn hafa ástæðu til að vera á varðbergi gagnvart útlendingum og þarf ekki annað en líta yfir söguna til þess og taka með í reikninginn fleira en þau tvö dæmi sem að framan vom nefnd. Þeir álíta að það sé kominn tími til að Kóreumenn efli með sér sína eigin þjóðemisstefnu og verði ekki aðeins sjálfstæð þjóð í orði heldur einnig á borði. Þeir telja auðmýkjandi að vera eins konar leikbrúðuland Bandaríkja- manna í þessum heimshluta og finnst þeir vera misnotaðir. Þeir em gramir vegna þess að Chun forseti og stjóm hans ýtir undir að Bandaríkjamenn veiti enn meira fjármagni til landsins og auk þess er sambúð Suður-Kóreumanna og bandarísku hermannanna nú langtum stirðari en hún var á ámm áður. Þeim finnst bandarísku her- mennimir hegða sér eins og dreiss- ug herraþjóð og hafi engan skiln- ing, hvað þá snefíl af virðingu fyrir kóreskum hefðum og menningu. Margir málsmetandi menn í Suð- ur-Kóreu sem lengi hafa reynt að gera lítið úr þeim vandamálum sem em komin upp milli Suður-Kóreu- manna og Bandaríkjamanna átta sig æ betur á að það stefnir í óefni. Svo fremi Chun forseti haldi kúg- unarstefnu sinni til streitu og komist upp með það fyrir afskipta- leysi eða áhugaleysi Ronalds Reag- an. „Kóreuskaginn gæti orðið næsti „bandaríski harmleikurinn" í þessum heimshluta ef ekki verður farið að spyma við fótum og fundin skynsamleg lausn á málunum," segir ritstjórinn Shim Ja Hoon í Seul í Far Eastem Economic Review nú á dögunum. (Hcimild: Far Eastem Economic Review.) NLISTARFÉLAGID TÓNLEIKAR í Austurbæjarbíói laugar-- daginn 11. janúar kl. 14.30. HALLDÓR HARALDSSON, píanóleikari. Verk eftir Beethoven, Chopin, Liszt og Bartók. Miðasala í Bókabúöum Sigfúsar Eymunds- sonar og Lárusar Blöndal og í ístóni. bouhque m.irnaima Ný verslun — sérhönnun Nýja Kjörgarði Laugavegi 59, 2. hæð. Bíleigendur ný sjálfsþjónustuþvottastöö á mótum Kleppsvegar og Holtavegs. Hjá okkur er auövelt og fljótlegt fyrir ykkur aö þvo bílinn vel þrátt fyrir tjöru og salt. Verö aðeins kr. 140. Laugin s.f. Utsala 15%-60% Við rýmum fyrir nýjum vörum. Seljurn í dag og næstu daga alls konar keramik og stell meö hressilegum afslætti. Allt aö 60%. LÆWJ HÖFÐABAKKA 9- Sími685411. REVKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.