Morgunblaðið - 08.01.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.01.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JANtJAR 1986 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guömundsson „Ég er fædd 19. ágúst 1968 á mánudegi kl. 14.55 í Rvík. Hvaða starf mundi henta mér best? Mér finnst gaman að teikna og ég vil gera eitthvað lifandi og skapandi. Ætli innanhúss- arkitektúr eða auglýsingateikn- un henti mér? Hvaða stjömu- merki semur mér best við? Kær kveðja, R.“ Svar: Þú hefur sól í ljóni, mars í ljóni, tungl í krabba, merkúr, venus, júpíter og miðhiminn í meyju og sporðdreka rísandi. þú ert því samsett úr ljóni, krabba, meyju og sporðdreka. Ljónið Þegar þú segist vilja vinna við eitthvað lifandi og skapandi talar þú eins og dæmigert ljón. Lykil- orð fyrir Ijónið er skapandi sjálfs- tjáning. Þeir sem hafa sól í ljóni verða að vinna lifandi og skap- andi störf annars tapa þeir lífs- gleði og lífsorku. Þú ert því á réttri leið. Annars má segja um Ijónið að það er stolt, hefur sterka sjálfsvirðingu, reynir að vera göfugt og virðulegt í fram- komu. Ljónin em hress og lif- andi, em glaðlynd og bjartsýn °g gjafmild. Þau em einlæg og vingjamleg. Það sem þú þarft að varast sem ljón er að vera of sjálfsupptekin, of frek og til- ætlunarsöm. Ljónið vill vera miðja heimsins og á oft erfítt með að hlusta á aðra. En þetta er nú útúrdúr. Þið ljónin emð tignarleg í konunglegum mikil- fengleikaykkar! ímyndunarafl og skipulag Það að sól þín er tengd neptúnusi og satúmusi táknar að þú hefur bæði sterkt ímyndunarafl og list- ræna hæflleika og skipulags- hæflleika. Það ætti að geta nýst þér í þeim fögum sem þú talaðir um. Heimili Krabbastaðan táknar að þú ert íhaldssöm og þarft á öryggi að halda. Krabbar em mikið fjöl- skyldufólk, em tilflnningalega næmir, og þurfa á því að halda að eiga gott heimili og fjölskyldu. Þeir em miklir pabbar og mömm- ur og bamelskir. Þessi þáttur er ríkur í þér og táknar að burtséð frá því hvaða starf þú velur þarft þú að taka tillit til öryggisþarfar og þarft að eiga fjölskyldu. Annað í korti þínu bendir hins vegar til þess að þér fellur alls ekki að vera „bara“ húsmóðir. Það að hafa tungl í krabba getur hjálpað þér í innanhúsarkitektúr, táknar að þú berð skynbragð á það hvemig gott heimili á að vera. Nákvœm og handlagin Meyjan í þér táknar að þú ert jarðbundin, nákvæm og handlag- in. Þú ættir því að geta notið þín í framangreindum störfum. Meyjar em hagsýnar og dugleg- ar, þær vilja hafa röð og reglu í kringum sig, em samviskusam- ar og haldnar fullkomnunarþrá. Þær hafa gott auga fyrir smáat- riðum. Mér virðist þessi staða benda til þess að þú eigir auðvelt með nám og haflr einnig tungu- málahæfileika. Á vel við Mér virðist á korti þínu að bæði innanhússarkitektúr og auglýs- ingateiknun eigi vel við þig. Það fyrmefnda kannski heldur betur. Ég get ekki sagt hvaða merki eiga best við þig. Meyjan getur átt vel við í vinnu, krabbinn til- finningalega o.s.frv. Annars eiga hrútar og bogmenn vel við ljónið en í þínu tilviki þyrftu þeir einnig að hafa plánetur í rólegri merkj- um. X-9 i'/Fw- Fiu v'.fy \FZ(/6!/£/..'//i r7jf/A-Þ/< i i£R/ £6 U-ríu-- þt'/ F£RPu /F/fM C/T 06 6F//Í/MR n, '40 SjAíFupr' Pu Kf/sr;y/Ét/lKjr . í A/£t>//œvr//. / j/T ' ©KFS/Distr. BULLS DYRAGLENS LJOSKA ÖL.L U/V\FE.fZE>tN VAK. 'A /VIÓTI Þeiw 'S. ✓ TOMMI OG JENNI / ;—7 — J - 1 t— ■ ■. -■ ” 1 CCDÍMM A PcRDINAND r~r 1 i ^—— —i SMAFOLK BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Getur suður unnið þrjú grönd með bestu vöm? Norðurgefur; N/S á hættu. Norður ♦ 64 ♦ ÁK5 ♦ ÁDG ♦ ÁK652 Vestur Austur ♦ KDG103.... ♦ 852 y 3 V D109862 ♦ 754 ♦ K6 ♦ DG97 ♦ 104 Suður ♦ Á97 ¥G74 ♦ 109832 ♦ 83 Vestur Norður Austur Suður ? 1 lauf 1 hjarta Pass 1 spaði Dobl Pass 2tglar Pass 2hjörtu Pas 2grönd Pass 3grönd Allir pass Vestur kemur út með spaða- kónginn, sem suðurgefur. Lítum fyrst á það hvað gerist ef vestur heldur áfram með spaðann. Suður gefur aftur, fær þriðja slaginn á spaðaás, tekur tvo efstu í laufl og spilar tígulás og meiri tígli. Austur lendir inni á tígulkóngnum og verður að spila hjarta. Sagnhafi fær þá slag á hjartagosann og innkomu á trítíglana. Hann hafði auðvitað kastað tígulgosanum niður í spaðaásinn til að afnema stífl- una. Nú, er það? En þá hendir austur bara tígulkóngnum undir ásinn og frystir sagnhafa í borð- inu! Rétt, svo sagnhafl verður að fleygja hjartaásnum í spaða- ásinn! Taka svo tígulás og spila meiri tígli. Nú dugir ekki fýrir austur að fóma tígulkóngnum, því sagnhafi kemst nú alltaf heim með því að spila hjartakóng og hjarta á gosann. Og austur er litlu betur settur með því að þiggja slaginn á tígulkóng og spila hjartað. Það er drepið í blindum, tveir efstu í laufí teknir og hjarta spilað á gosann. Spilið stendur þá, eða hvað? Það er ekki víst, þetta var aðeins fyrsti möguleikinn. Við skoðum fleiri kosti á morgun. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á móti í Sovétríkjunum í fyrra kom þessi staða upp í skák Eganjans, sem hafði hvítt og átti leik, og Tatevojsjans. 28. Hxf6!! - Dxf6, 29. Bg5 - Dg7, 30. Bf6! og svartur gafst upp, því hann sleppur ekki með að tapa drottningunni, heldur verður hann mát í næsta leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.