Morgunblaðið - 08.01.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.01.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1986 43 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11.30 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS 'r7?va- u\hw •/; If Sameinaðir stöndum vér en sundraðir föllum vér Kæru Hildu hf. á Dorette Egilsson vísað frá í Chicago Kanadísk og bresk fyrirtæki vilja kaupa fyrirtæki Dorette 1 • _X! nmr! KÆRU Hildu hf. » hendur DoreUe Egilsson vegna auglýsinga hennar um sölu á ullarvörum meí afstett v»r vísað frá dómstóli í Chicago i Illinois í Bandaríkjunum fynr ara- mótin. Árni Egilsson bassaleikmi, eiginmaður Dorette, sagði að astæð- J væri einfaldlega su að Dorette hefði aldrei brotið nein lög i lllinois Árni sagði að umrædd fyrirtæki og einstaklingar hefðu reynt að evðileggja mannorð sitt og konu sinnar á íslandi og gera þeim óklcift að kaupa þar vörur með sama hætti og áður. Þetta hefði þeim tekist, þó þeim hefði ekki tekist að koma fyrirtæki þeirra á hausinn eins og fyrir þemi he^ Til Velvakanda. Heldur þótti mér leiðinleg fréttin sem kom núna um helgina, að tvö fyrirtæki sem versla með íslenskar ullarvörur í Bandaríkjunum, hefðu farið í hár saman, sennilega til stórskaða fyrir útflutning á íslensk- um ullarvörum. Ekki legg ég dóm á það hver á sökina en ósköp eru til þess að vita að íslendingar séu að eyðileggja fyrir sér á þennan hátt í stað þess að byggja sjálfa sig upp og þjóðina. Sjálfsagt erum við hér með dýrasta landbúnað í heiminum og er ullariðnaðurinn líklega hin eina grein hans sem tekist hefur að reka af einhveiju viti. En þá spillum við öllu með því að deila um þann hagn- að sem til skiptanna kemur. Þeirri stjóm sem nú situr hefur verið fundið margt til foráttu enda hefur hún átt við ýmsa erfiðleika að stríða. Mörgu góðu hefur hún þó komið í verk. Mætti þar t.d. nefna niðurfellingu útflutningsbóta á kindakjöti sem fara skal fram í áföngum, en með útflutningsbótun- um höfum við fleygt geysilegum fjárujiphæðum í sjóinn á undan- Érnum ámm, án þess að minnsta von væri um að neitt af því fé skilaði sér aftur. Þetta er einhver heimsku- legasta ^árfesting sem ríkissjóður hefur látið hafa sig út í þó margt sé dæmalaust á þeim bænum þegar fjármál em annars vegar. Þessir hringdu . . . Hvaða gestir verða í Gestagangi? Gestur Sturluson hringdi: „Velvakandi góður. Nokkur orð um rás 2. Satt best að segja hlusta ég ekki mikið á rás 2 þar sem ég er ekki mikill poppgeggjari, enda tekinn að gamlast. Þó er einn þátt- ur sem ég hlusta alltaf á og það er „Gestagangur" sem Ragnheiður Davíðsdóttir stjómar. Hún er mjög góður spyrill, hefur sig mátulega mikið í frammi, þjappar efninu saman og fær furðu mikið út úr viðtölunum á þeim stutta tíma sem hún hefur til umráða. En það er eitt sem ég vil fetta fingur útí og það er hvemig þátturinn er kynnt- ur, þegar dagskrá útvarpsins er lesin. Það er nefnilega aldrei nefnt hvaða gestir eru í þættinum í það og það sinn. Þetta getur komið sér illa því áhugi fólks á gestunum er auðvitað mismikill. Einn hefur ekki áhuga fyrir þessum en vill fyrir engan mun missa af hinum. Sem sagt, ég legg til að tilkynnt sé þegar dagskráin er lesin hveijir koma fram í þættinum „Gesta- gangur“.“ Góð þrettándagleði í Naustinu Hannes hringdi: „Mig langar til að þakka að- standendum Naustsins fyrir af- skaplega vel heppnaða þrettánda- gleði. Eg fór á þrettándagleði hjá þeim í gær og skemmti mér hið besta. Þá langar mig til að þakka borgarstjóranum, Davíð Oddssyni, fyrir að hafa komið því á að aldrað- ir fengju ókeypis aðgang að sund- stöðum. Þar skortir bara á — að við fáum ókeypis aðgang að gufu- böðunum líka. Eða er það frekja að fara framá það?“ Kínverska vagninn aftur á Torgið SteÉán Þröstur hringdi: „Mikið þykir mér það púkalegt að vagninn þar sem seldar eru kín- verskar pönnukökur hefur verið fluttur af Lækjartorgi að Iðnaðar- bankanum við Lækjargötu. Þetta er fallegasti vagninn og svo er þetta skemmtileg nýjung að selja kínverskar pönnukökur. Eigandinn segir mér að hann hafi ekki fengið leyfi til að vera með vagninn á torginu. Það fínnst mér alveg ótækt — þessi vagn setti svo skemmtilegan svip á torgið." Grjót í skíðabrautum í BláQöllum Skíðamaður hringdi og vildi koma því á framfæri við fólkvangs- stjórann í Bláfjöllum að hann iéti tína gijót úr skíðabrautunum. Sagðist hann hafa verið í Bláfjöll- um sl. fímmtudag og séð að nokkr- ir krakkar skemmdu skíðin sín vegna þess að smágijót var í skíða- brautunum. Framleiðnin mest hjá verkafólki, sjó- mönnum og bændum Verkamaður hringdi: „Það var ágæt grein í dálkum þínum sl. föstudag: „í hvaða stétt er fram- leiðnin mest?“ og niðurstaðan al- veg rétt að mínu mati. Ég er ekki í minnsta vafa um að framleiðnin myndi reynast minnst hjá þeim stéttum sem mest bera úr býtum. Gott væri og gagnlegt ef kjara- rannsóknarnefnd léti fara fram rannsókn á framleiðni helstu stétta í landinu og framleiðnitölur ein- stakra stétta yrðu svo birtar opin- berlega. Þá sæist hveijir væru afætur og hveijir ekki. Þá kæmi líka í ljós hveijir leggja mest í þjóð- arbúið og hvort það eru þeir sem njóta forréttindanna. Öll fram- leiðnin er nefnilega í höndum verkafólks, sjómanna og bænda. Enn um strætó á vissum tíma Guðrún hringdi: „Ég vil taka undir orð Farþega sem skrifar í dálka þína fyrir nokkru um stræt- isvagnana. Það er mjög vont en kannski óhjákvæmilegt að þeir séu á eftir áætlun. Hit er alveg ótækt þegar þeir eru á undan áætlun og maður missir af þeim þess vegna. Þegar þetta kemur fyrir er það alfarið bílstjóranum að kenna því það ætti að vera hægur vandi fyrir hann að te§a við endastöð eða biðstöð til að jafna upp tímann. Þeir sem týnast ættu að greiða leitar- kostnað Öldungur hringdi: „Ég er al- veg sammála því sem rætt var um í Velvakanda á dögunum að þeir sem týnast á flöllum vegna fyrir- hyggjuleysis ættu að vera skyldug- ir til að borga a.m.k. hluta þess kostnaðar sem bjögunarsveitir hafa af að leita þeirra. Það gerist nú æ algengara að fólk sé að fara upp um fjöll og fimindi án þess að huga nógu vel að útbúnaði og veðri og svo leggur fjöldi manns af stað að leita að þessu fólki. Ætli menn myndu ekki sýna meiri fyrirhyggju ef þeir vissu sig þurfa að borga kostnaðinn af leitinni og hætta að leika sér að því að týnast? E. TH. MATHIESEN H.F. BÆJARHRAUNI 10, HAFNARFIRÐI, SÍMI 651000. MÓÐURMÁLSSKÓLINN hefur nú starfsemi sína á nýju ári og býöur upp á námskeið í ýmsum greinum móöurmálsins auk ýmiss konar þjónustu. Kennt verður á kvöldin virka daga og e.h. á laugardögum. Stefnt veröur aö því aö á hverju námskeiði séu einungis 5—10 þátt- takendur en hvert námskeið sé 20 stundir. Nem- endur geta sjálfir haft umtalsverö áhrif á fram- kvæmd námskeiöa. Námskeiöin eru ætluö öllu áhugafólki um íslenskt mál og bókmenntir og ekki síöur nemendum sem þurfa að bæta sig í einhverri tiltekinni grein. Nám- skeiðin eru einnig hugsuö fyrir ýmiss konar hópa er tækju sig saman, t.d. innan fyrirtækja, félaga eöa klúbba. Viö getum kennt slíkum hópum á vinnustöðum þeirra eöa þar sem þeir hafa aöstööu fyrir félagsstarf. Viö hefjum kennslu í eftirfarandi greinum í janúar ef næg þátttaka fæst. Réttritun. Fariö veröur yfir helstu reglur um réttritun meö fjölbreyttum æfingum. Einnig fram- haldsnámskeið. Greinar og ritgeröir og samning annare efnis. Hvernig gerum viö grein fyrir skoöunum okkar í rituðu máli? Hvernig byggjum viö greinar og ritgeröir? Fariö veröur yfir helstu einkenni góöra ritgerða og gerö þeirra æfö. Málfræöi íslenskrar tungu: Upprifjun og skýringar á „nýju málfræöinni“ og samanburöur viö heföbundna mál- og setningafræöi. Skáldskapur, samning Ijóöa og smásagna. Viö bjóöum þeim sem sjálfir semja eöa hafa löngun til þess upp á aöstoö og gagnrýni. íslenskar fornbókmenntir. Fjaiiaö veröur um sögu bókmennta okkar og vikiö aö helstu bókmenntagreinum á fyrstu öldum íslands- sögunnar. Lesin skáldverk sem valin veröa í samráöi viö nemendur. Bókmenntir á 20. öld. Farið veröur yfir helstu þætti bókmenntasögunnar á okkar öld og lesin valin skáldverk í samráöi viö nemendur. Þjonusta. Viö bjóöum upp á margs konar þjónustu, t.d.: a) Viö útvegum nemendum aukatíma, einum eöa fleiri í senn. b) Viö erum reiöubúnir aö taka aö okkur ýmiss konar námskeiö sem hópar taka sig saman um. c) Viö getum séö um aö lesa yfir handrit og próf- arkir og fylgt bókum og ööru efni gegnum prent- smiöju. Þátttökugjald er kr. 3000.- fyrir hvert námskeið. Innritun fer fram e. kl. 19 til 18. janúar í síma 41311 (Heimir Pálsson) og 41059 (Þóröur Helga- son). « Gódcin daginn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.