Morgunblaðið - 08.01.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.01.1986, Blaðsíða 48
ómissandi ^rcgiititlFfafrife SIAÐFEST1ÁNSTHAUST MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1986 VERÐ LAUSASOLU40KR. "*K- Krikinn á mótum Ægisalðu og Faxaskjóls þar sem verkinu hefur verið valinn staður. Höggmyndinni Björgun val- inn staður við Ægissíðu BORGARRÁÐ hefur samþykkt að höggmyndin „Björgun" eftir Ásmund Sveinsson verði sett upp í krikanum á mótum Ægisíðu og Faxaskjóls. Mynd þessi er gjöf Othars Ellingsen kaupmanns tíl Reykjavíkurborgar og hefur hann notið stuðnings Reykjavíkur- hafnar og Eimskipafélags íslands við að fá verkið steypt i eir. ' Síðastliðið sumar leituðu Othar Ellingsen, Ásdís Ásmundsdóttir, Gunnar B. Guðmundsson hafnar- -«15611 og Hafliði Jónsson þáverandi garðyrkjustjóri að stað fyrir mynd- ina og var það samdóma álit þeirra, að umræddur staður við Ægisíðu væri besti og ef til vill eini staður- inn er til crreina kæmi fyrir þessa mynd. Borgarskipulag hefur kann- að staðinn og gert tillögur i sam- ráði við garðyrkjustjóra um upp- setningu myndarinnar og frágang á svæðinu. Jóhann Pálsson garð- yrkjustjóri gerði grein fyrir þessari niðurstöðu með bréfi til borgar- Morgunblaðið/Emilía. Höggmyndin „Björgun" eftir Ás- mund Sveinsson. ráðs, sem samþykkti erindið á fundi sínum hinn 27. desember síðastliðinn. Myndin „Björgun" varð til í Kaupmannahöfn eK*. Ásmundur dvaldist þar veturinnNl936 til 1937. Myndin sýnir björgun úr sjávarháska og hefur hún einnig verið nefnd „Sjómennimir". Mynd- in var stækkuð í fjóra metra á árunum 1957 til 1960 og steypt í brons árið 1983. Loðnuveiðin er að glæðast LOÐNUVEIÐIN er nú að glæðast eftir daufa byrjun i upphafi árs. Á mánudag tilkynntu íslenzku skipin um samtals 7.640 lesta afla og 10.270 lesta afla um miðjan þriðjudag. Þá höfðu Norðmenn tilkynnt um afla, samtals 6.550 lestir. Norsku skipin voru í gær austur af Dalatanga og flest íslenzku skipanna, en nokkur voru á miðunum við Kolbeinsev. 64 norsk nótaskip hafa nú fengið leyfi til loðnuveiða innan íslenzku landhelginnar í kjölfar samkomulags þjóðanna um að Norðmenn veiði hér f janúar og febrúar 75.000 lestir. Kvóti á norsk-íslenzka loðnustofnin- um vegna veiðanna í haust og vetur var á haustmánuðum aukinn um 500.000 lestir og kveður samningur íslendinga og Norðmanna um nýt- ingu stofnsins á um að hlutur okkar sé 85% en Norðmanna 15%. Til þessa hafa Norðmenn aðeins stundað veið- amar þegar loðnan er utan íslenzku landhelginnar og hafi þeir ekki náð hlut sínum áður en hún hefur gengið inn fyrir, hafa íslendingar tekið hann, en skilað aftur við næstu út- hlutun. Ástæða þessa samkomulags er fyrst og fremst sú, að að nú er heimil mjög mikil veiði, en líkur eru á minni kvóta á næstu vertíð og lögðu stjómvöld hér því til, að Norð- menn tækju hlut sinn nú í stað þess að við þyrftum að skila þeim honum af rýrari kvóta við upphaf næstu vertíðar. Norðmönnum kemur þetta vel vegna hruns á loðnuveiðum þeirra í Barentshafi í vetur. Á þriðjudag vom 35 norsk skip Þorsteinn Pálsson um rannsókn á embættisfærslu menntamálaráðherra: Rannsóknar ekki þörf eftir orð Steingríms Forsætisráðherra segir menntamálaráðherra hafa tvímæla- lausa heimild til að leysa framkvæmdastj óra LIN frá störfum „FORSÆTISRÁÐHERRA lagði fram erindi frá starfsmönnum Lána- sjóðsins. Hann tók ennfremur fram að sér virtist að það kæmi fram f uppsagnarbréfi menntamálaráðherra hvaða ástæður lægju að baki hans ákvörðun og málið þyrfti ekki frekari rannsóknar við. Það lægi ljóst fyrir. ‘Með því að forsætisráðherra sér ekki ástæðu til frekari rannsóknar á málinu þá er ekkert meira um það að segja frá minum bæjardyrum séð og verður ekkert meira um það fjallað. Ég sé ekki ástæðu til þess í ljósi þessarar yfirlýsingar forsætisráðherra," sagði Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins i samtali við Morgun- blaðið í gær er hann var spurður hvað rætt hefði verið um málefni LÍN á ríkisstjórnarf undi í gær. „Það gerðist mjög lítið á fundin- um. Ég lagði fram bréfið sem starfs- menn Lánasjóðsins afhentu mér í gær en málinu var að öðru leyti frestað því að menntamálaráðherra er ^arverandi," sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra er hann var spurður sömu spurningar. Foreætisráðherra var síðan spurð- ur hvemig hann liti á þetta mál. „Ég lít á brottvikningu Siguijóns Valdi- marssonar á grundvelli laga um skyldur og réttindi opinberra starfs- manna. Það er tvímælalaust að menntamálaráðherra hefur heimild til að leysa mann frá störfum. Eins og hann gerði ítarlega grein fyrir á ríkisstjómarfundi þá taldi hann sér ekki fært að bera ábyrgð á íjárreið- um og starfsemi þessa sjóðs með Siguijón sem framkvæmdastjóra. Lögin gefa ákveðnar reglur um hvemig slíkt skuli gert og um það er deilt hvort þeim hefur verið fram- fylgt. Mér hefur verið tjáð að dóm- stólar muni verða beðnir um að skera úr um það. Sjálfur hef ég ekki kveðið upp neinn dóm þótt fyrireagn- ir í DV segi það. Ef fréttin er lesin kemur fram að ég sagði ekki að lög væru brotin, en það em ýmsir sem halda því frarn." (í fimm dálka fyrir- sögn á foreíðu DV í gær segir: „Foreætisráðherra um brottvikningu framkvæmdastjóra Lánasjóðsins: Sverrir braut lög - en bauð fyret Siguijóni árslaun ef hann segði upp sjálfur." Byrjunin á fréttinni er svohljóðandi: „Það er ekki gott for- dæmi að ganga gegn lögum," sagði Steingrímur Hermannsson foreætis- ráðherra í morgun um brottvikningu framkvæmdastjóra Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna.) „Ég geri ráð fyrir að þetta mál verði rætt frekar þegar menntamála- ráðherra kemur aftur frá útlöndum. Vitanlega er þegar búið að fram- kvæma þetta og menntamálaráð- herra hefur þegar gefið ríkisstjóm- inni ítarlegar upplýsingar um það hvere vegna hann taldi þetta nauð- synlegt. Hann hefur heyrt skoðanir ráðherra á þessu máli og að því leyti er þetta gerður hlutur. Ég efa að menntamálaráðhera sé tilbúinn til að taka þetta til baka. Ráðherrar hafa lýst sínum skoðunum en ég vil ekki greina frá því sem gerist á ríkis- stjómarfundum, en ég held ég geti sagt það að þar komu upp efasemd- í foiystugrein Tímans í gær var fjallað um þetta mál undir fyrireögn- inni „Misbeiting valds". Steingrímur 4 ára fangelsi í V-Þýskalandi UNGUR íslendingur hefur verið dæmdur í 4 ára fangelsi i Munster í V-Þýzkalandi fyrir að reyna að smygla 4.250 gr af amfetamíni. Fíkniefnin fundust í bifreið hans við landamærin og er talið að maðurinn hafi ætlað að smygla þeim til Norðurlanda, þar sem hann hefur verið búsettur um árabil. Ekkert bendir til að hann hafi ætlað að smygla amfetamin- inu hingað til lands. Þess má geta að áætlað markaðsverð fíkniefn- anna hér á landi skiptir tugum milljóna króna. íslendingurinn var handtekinn í Gronau um miðjan ágúst og var dómur kveðinn upp þann 8. nóvemb- er síðastliðinn. Maðurinn hefur áfrýjað dóminum. Þá hefur annar íslendingur verið dæmdur í fangelsi í V-Þýskalandi fyrir fíknieftiamis- ferli. Hann var handtekinn á síðast- liðnu ári með 2 1/2 kg. af hassi og hlaut 2 ára fangelsisdóm. komin á miðin hér við land og til- kynntu þau um 6.550 lesta afla á hádegi. Þar af voru tvö þeirra komin með fullfermi og haldin heim á leið. Um miðjan dag á þriðjudag höfðu eftirtalin íslenzk skip tilkynnt um afla: Hilmir II SU, 560, Gígja RE, 800, Hákon ÞH, 800, VíkurbergGK, 550, Sjávarborg GK, 800, Albert GK, 600, Fífíll GK, 600, Magnús NK, 520, Ljósfari RE, 530, Húnaröst ÁR, 620, Höfrungur AK, 870, Pétur Jónsson RE, 830, Dagfari ÞH, 530, Gullberg VÉ, 610, Þórður Jónasson EAj 500 og Heimaey VE 530 lestir. Á mánudag tilkynntu eftirtalin skip um afla: Súlan EIA, 720, Fífill GK, 630, Helga 11 RE, 530, Þórður Jónasson EA, 500, Guðmundur Ólaf- ur ÓF, 600, Keflvíkingur KE, 540, Sighvatur Bjamason VE, 700, Kap II VE, 700, Sigurður RE, 1.370, Jöfur KE, 250, Hrafn GK, 650 og Erling KE 450 lestir. Hermannsson var spurður hvort forystugreinin túlkaði skoðun Fram- sóknarflokksins þar sem flokkurínn er nú útgefandi blaðsins. „Það er um það samið að blaðið styðji stefnu Framsóknarflokksins og Samvinnu- hreyfíngarinnar. Ekki eru allir sam- mála stefnu menntamálaráðherra í þessu máli eins og til dæmis Ingvar Gíslason fyrrverandi menntamála- ráðherra. Og þó að flokkurinn hafi ekki tekið ákvörðun um stefnu í þessu máli þá er leiðarinn áreiðan- lega í anda margra framsóknar- manna. Hann er ekki borinn undir mig á nokkum máta,“ sagði Stein- grímur Hermannsson foreætisráð- herra að lokum. Hinir brot- legufá áminningn — segirsam- göngnráðherra „FLUGMÁLASTJÓRN sendir þeim mönnum áminningu, sem talið er að hafi brotið af sér í starfi og samgönguráðuneyt- ið mun staðfesta það,“ sagð Matthías Bjarnason, sam- gönguráðherra, um þá sam- starfsörðugleika sem upp eru komnir milli Flugmálastjórnar og flugumferðarstjóra á Reykjavíkurflugvelli. í gær- morgun tafðist innanlands- flug, en talsmenn flugumferð- arstjóra kannast ekki við að hér sé um skipulagðar aðgerð- ir að ræða. Að áliti flugmálastjóra, Péturs Einarssonar, eru flugumferðar- stjórar að mótmæla framkvæmd nýs skipurits fyrir flugumferðar- þjónustuna og samgönguráð- herra sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að hann teldi einnig að svo væri, enda hefðu flugum- ferðaretjórar boðað sérstakar „vamaraðgerðir“ í bréfi til sín dagsettu 30. september síðastlið- inn. „Þessar aðgerðir eru ekki þeim til sóma sem að þeim standa," sagði Matthías Bjarna- son. „Þetta skipurit er búið að kynna fyrir þessum aðilum vel og lengi og það er auðvitað Flugmálastjómar, í samráði við ráðuneytið, að setja skipurit fyrir flugumferðarþjónustuna." Aðspurður um hvort einhveij- ar aðgerðir væru fyrirhugaðar af hálfu ráðuneytisins vegna aðgerða flugumferðarstjóra í gær og fyrradag sagði sam- gönguráðherra: „Þeir menn sem talið er að hafi brotið af sér í starfí fá áminningu og sam- kvæmt lögum þá fylgir því eðli- lega framhald ef það er endur- tekið." Sjá nánar frétt á bls. 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.