Morgunblaðið - 09.01.1986, Síða 1

Morgunblaðið - 09.01.1986, Síða 1
64SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 6. tbl. 72. árg.____________________________________FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins AP/Símamynd Reag-an á bladamannafundinum i fyrrinótt þegar hann skýrði frá þvi til hvaða aðgerða Bandaríkjastjórn ætlaði að grípa gegn Khad- afy, Líbýuleiðtoga. Beirút: Bardagar þrátt fyrir vopnahléið Beirut, 8. janúar AP. KRISTNIR menn og múhameðs- Viðbrögðin við ræðu Reagans um Khad^fy, Líbýuleiðtoga: Lítill stuðningur við refsiaðgerðir Ríkisstjórnir í Vestur-Evrópu hafa litla trú á, að efnahagsþvinganir beri árangur Washington, London, Bonn, Moskvu, 8. janúar. AP. NOKKURRAR vantrúar gætir meðal bandamanna Bandaríkj- anna í Evrópu og víðar á að efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Líbýu geti komið að miklu gagni. Hafa ýmsar vestrænar ríkisstjórnir ákveðið að taka ekki þátt í þeim en aðrar ætla að sjá hverju fram vindur áður en þær ákveða sig. f ræðu sinni í nótt fór Reagan, Bandaríkjaforseti, mjög hörðum orðum um Khadafy, Líbýuleiðtoga, kallaði hann villimann og kvaðst hafa óvefengjanlegar sannanir fyrir aðild hans að hryðjuverkunum í Róm og Vín. trúar skiptust i dag á skotum við „grænu linuna'1, sem skiptir Beirut, og til stórskotaliðsorr- ustu kom milli drúsa og stjórnar- hermanna, sem hollir eru Gemayel, forseta. Virðist lítt hilla undir margumræddan fríð. Að sögn lögreglunnar særðust sjö menn í átökunum í Beirut en þau bijóta í bága við vopnahléið, sem þrír valdamestu stríðsherramir í Líbanon sömdu með sér fyrir tilstilli Sýflendinga 28. desember sl. Stór- skotaliðsátökin áttu sér stað í fjöll- unum fyrir ofan Beirut en á báðum vígstöðvum samdist um vopnahlé þegar nokkuð var liðið á dag. Gemayel, Líbanonsforseti, hefur enn ekki undirritað samkomulagið, sem gert var í Damaskus og er ætlað að binda enda á styrjöldina í landinu. Nabih Berri, leiðtogi shíta og dómsmálaráðherra í stjóm Gemayels, varaði í gær Gemayel við „í síðasta sinn“ og sagði, að kristnir menn yrðu að samþykkja samninginn eins og hann væri. Gemayel fer undir helgi til fundar við Assad, Sýrlandsforseta, í Dam- Winnie Mandela: Áfrýjar brott- vísun yfirvalda Jóhannesarborg, 8. janúar. AP. WINNIE Mandela, eiginkona Nelsons Mandela, átrúnaðargoðs svartra manna í Suður-Afríku, hefur höfðað mál fyrir hæsta- rétti landsins og viU hún fá ógilt bann stjómvalda við þvi, að hún búi i Soweto, úthverfi Jóhannes- arborgar. Fyrir átta ámm var Winnie skip- að að dvelja í Orange, einu heima- landi svertingja, en síðan í ágúst hefur hún búið f Soweto. Hún hefur tvisvar þverskallast við að flytja aftur til heimalandsins. askus og er búist við, að hann kveði þá upp úr með afstöðu sína. Ríkisstjómir á Vesturlöndum hafa ekki tekið vel í þá áskomn Bandaríkjastjómar, að gripið verði til efnahagslegra refsiaðgerða gegn Líbýumönnum. Vestur-Þjóðveijar, Belgíumenn, Portúgalar og Spán- veijar hafa hafnað því alveg, Bretar em að íhuga málið og ítalir ætla ekki að hafast neitt að nema í samvinnu við aðrar Evrópuþjóðir. í Evrópu em menn lítt trúaðir á, að efnahagslegar refsiaðgerðir geti yfírleitt einhver áhrif haft en auk þess gætir nokkurrar óánægju með, að Bandaríkjastjóm skyldi ekki hafa haft samráð við bandamenn sína áður. Aðeins Astralíustjóm hefur lýst áhuga á að fara að dæmi Bandaríkjamanna. Reagan, Bandaríkjaforseti, fór ófögmm orðum um Khadafy, Líbýuleiðtoga, sagði, að hann væri villimaður og að óhrekjanlegar sannanir væm fyrir aðild hans að manndrápunum í Róm og Vín. Sagði hann, að bandarísk fyrirtæki yrðu að hætta öllum viðskiptum við Líbýumenn og að Bandaríkjamenn, sem störfuðu í landinu, yrðu að koma sér á brott þaðan fyrir mánað- arlok. Hafa bandarísk olíufyrirtæki þegar ákveðið að hætta þessum viðskiptum. Arabaríkin hafa ákveðið að styðja Líbýumenn og segir í sam- þykkt, sem gerð var í gær á fundi Arababandalagsins í Fez í Mar- okkó, að Líbýumönnum verði komið til hjálpar ef á þá verði ráðist. Sovétmenn hafa sakað Bandaríkja- menn um yfirgang við Khadafy og Ali Khameini, forseti írans, hefur lýst yfir stuðningi klerkastjómar- innar í Teheran við Líbýuleiðtog- ann. Sovétríkin: Á geðveikra- hæli vegna friðarstarfs Moskvu, 8. janúar. AP. SAUTJÁN ára gömul skóla- stúlka, félagi i einu óopinberu friðarhreyfingunni, sem vitað er um í Sovétríkjunum, hefur verið send á geðveikrahæli. Skýrðu tveir félagar í hreyfingunni svo frá i dag, að þetta hefði gerst eftir að stúlkan hefði tvisvar sinnum átt þátt í að kynna mál- stað hreyfingarinnar opinber- lega. Nikolai Khramov og Alexander Ruchenko, félagar í hinni óopinberu friðarhreyfíngu í Sovétríkjunum, skýrðu vestrænum fréttamönnum frá því í dag, að sl. þriðjudag hefðu lögreglumenn handtekið Irinu Pankratova, 17 ára gamla skóla- stúlku, og flutt hana á geðveikra- hæli í suðurhluta Moskvu. Var henni sagt, að þar fengi hún að dúsa um óákveðinn tíma. Pankratova var í desember á fundi þar sem minnst var dauða bítilsins Johns Lennon og hún tók einnig þátt í útifundi 10. desember sl., á alþjóðamannréttindadeginum. Var hún í hvorttveggja sinnið meðal þeirra, sem voru handteknir og yfírheyrðir af lögreglunni. Pankr- atova er félagi í óopinberri friðar- hreyfíngu, sem stofnuð var sumarið 1982 og hefur m.a. að markmiði að efla gagnkvæmt traust milli þegna stórveldanna, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Sumir félagar hreyfíngarinnar hafa verið fangels- aðir en aðrir verið neyddir til að hrökklast úr landi eða fara í fang- elsi ella. Læknamistök í Noregi: Hællinn fram en tær aftur Ósl6,8. janúar. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsina. LÆKNUM við sjúkrahúsið í Túnsbergi urðu á mikil mis- tök þegar þeir gerðu aðgerð á Jannikhe Langved, 24 ára gamalli stúlku. Þeir sneru óvart öðrum fætinum þannig, að nú veit hann aftur. Jannikhe hefur verið fötluð á mjöðm alla tíð og lýsti sér það þannig, að hún var innskeif í meira lagi og átti erfítt með gang. Fyrir þremur mánuðum var gerð aðgerð á hægra fæti og honum snúið til réttrar áttar og fyrir tveimur mánuðum átti að fara eins að með þann vinstri. Læknamir sneru hins vegar fætinum þannig, að hann vísar skáhallt aftur í „eðlilegri" stöðu og á Jannikhe auðvelt með að láta hann snúa beint aftur. „Þetta eru einhver mistök hjá ykkur,“ sagði Jannikhe við læknana skömmu eftir aðgerð- ina en þeir vildu ekki fallast á það, sögðu, að hún þyrfti bara að æfa sig og þá færi fóturinn í réttar skorður. Nú hafa þeir þó áttað sig á mistökunum og í dag gerðu þeir aðra atlögu að fætinum eftir að hafa lofað því að vanda sig við verkið. Búist er við, að Jannikhe Langved fái myndarlegar skaðabætur. rz 0 Verdens Gang/Símamynd Jannikhe Langved. Eins og sjá má veit fóturinn fremur aftur en fram og átti hún auðvelt með að láta hann snúa beint aftur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.