Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986 Framkvæmdastjóri verslunarinnar Hof: 600 þúsund króna sekt fyrir söluskattssvik FRAMKVÆMDASTJÓRI verslunarinnar Hof í Ingólfsstræti hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og greiðslu 100 þúsund króna sektar og fyrirtækið að auki til 500 þúsund króna sektar fyrir söluskattsvik og brot gegn bókhaldslögunum. Dómur var nýlega kveðinn upp í Sakadómi Reykjavíkur. Ákæra á hendur framkvæmda- stjóranum og stjórnarmönnum hlutafélagsins um verslunina var gefin út í desember 1984. Þeim var gefið að sök að hafa á árunum 1980 til 1983 með öllu vanrækt að halda bókhald yfir reksturinn og svikist um greiðslu söluskatts á árunum 1979 til 1983. Varð því að áætla vangreiddan söluskatt versl- unarinnar og hann talinn vera lið- lega 419 þúsund krónur árið 1983, rúm 31 þúsund 1982, 21 þúsund 1981, rúmar 2,7 milljón gkrónur 1980 og 2,3 milljón gkrónur 1979. Þá gerði ákæruvaldið kröfu til þess, að eigandinn yrði sviptur verslunar- leyfi, en sú krafa náði ekki fram að ganga. Dóminn skipuðu þrír menn, Gunnlaugur Briem, yfirsaka- dómari, sem var dómsforseti og löggiltu endurskoðendumir Frið- bjöm Bjömsson og Sigurður Stef- ánsson. Viðskiptabann Bandaríkjanna á Líbýu: Þátttöku ís- lendinga óskað Utanríkisráðuneytinu bárust síðdegis í gær tilmæli frá Banda- ríkjastjóm um að íslendingar settu viðskiptabann á Líbýu. Beiðni þessi mun væntanlega verða rædd á ríkisstjórnarfundi fyrir hádegi í dag. Beiðni þessi frá Bandaríkjastjóm er í samræmi við umleitanir hennar til annarra ríkisstjóma um að þær feti í fótspor Bandaríkjanna með setningu viðskiptabanns á Líbýu til að þvinga Líbýumenn til að hætta stuðningi við hryðjuverkamenn. ís- lendingar eiga hins vegar engin viðskipti við Líbýu utan flugþjón- ustu Ámarflugs þar og mun afstaða íslendinga því trauðla hafa áhrif á málið. Vinnulaun sjúkra- liðanema hækkuð SJÚKRALIÐANEMAR og fjár- málaráðuneytið undirrituðu um áramótin samning um nokkra hækkun launa nemanna á náms- tíma. Hækkunin gildir frá fyrsta september síðastliðnum. Fram að þessu hafa sjúkraliða- nemar haft 70% af byijunarlaunum sjúkraliða á námstímanum en með samningum hækkar þetta hlutfall í 90%, eða úr 14.273 krónum í 18.351. Byrjunarlaun sjúkraliða em 20.390 krónur. Auk þessa var samið um, að yfirvinna utan námstíma skyldi greidd samkvæmt fullum byijunarlaunum, en áður var hún 1% af áðurgreindu hlutfalli byijun- arlauna, 14.273 krónum. Matsveinar boða verkfall MATSVEINAR á stóru togurun- um hafa boðað verkfall á mið- nætti 10. janúar og átti Guðlaug- ur Þorvaldsson sáttasemjari rík- isins von á að boðað yrði til sátta- fundar deiluaðila í dag. Þá hefur verið boðað til sátta- fundar vegna deilna um aðallqara- samning BHM kl. 2 á föstudag og ef ekki gengur saman með deiluaðil- um á þeim fundi verður málinu vís- að til kjaradóms á laugardag. Sátta- semjara hafði ekki borist formleg tilkynning um deilu BSRB og ríkis- ins. Skákmótið í Hastings: Margeir er langefstur MARGEIR Pétursson er nú einn efstur á alþjóðlega skák- mótinu í Hastings í Englandi. Hann hefur 8 vinninga en næstu menn 6,5. Margeir skort- ir því aðeins 1,5 vinninga úr síðustu þremur skákunum til að ná stórmeistaratitli og tryggja sér jafnframt efsta sætið. Margeir tefldi í gær við Banda- ríkjamanninn Federowicz og gerðu þeir jafntefli í stuttri skák. Skák Jóhanns Hjartarsonar við Rukavina frá Júgóslavíu fór í bið og hefur Jóhann verri stöðu. Jó- hann er nú með 5 vinninga og biðskák. í öðru sæti á mótinu eru nú Greenfeld frá ísrael og Mikaelchin frá Sovétríkjunum með 6,5 vinninga. Af öðrum úr- slitum umferðarinnar, sem telfd var í gær, má nefna að Watson tapaði fyrir Mikaelchin og Green- feld fyrir Bellon. Þijár umferðir eru nú eftir á mótinu, sem lýkur næstkomandi sunnudag. Næsta umferð verður Morgunblaðið/Guðjón Sigmundsson Leó Árnason afhendir Ólafi Mogensen, aðstoðarforstöðumanni Sólheima, bankabókina. Safnaði 154.610 kr. til bygging- ar íþrótta- leikhúss ENN berast gjafir til bygging- ar íþróttaleikhúss að Sólheim- um í Grímsnesi. Á þrettándan- um afhenti Leó Ámason Ólafi Mogensen aðstoðarforstöðu- manni Sólheima bankabók með 154.510 krónum. Leó Ámason er 14 ára gamall og stundar nám í Gagnfræðaskóla Selfoss. Leó safnaði áheitum og peningum meðan á íslandsgöngu Reynis Péturs stóð, en hann kynntist Reyni Pétri þegar móðir hans vann á Sólheimum. Áheitun- um var aðallega safnað í fyrir- tækjum á Selfossi þar sem Leó fékk mjög góðar viðtökur. Hann innheimti síðan peningana sjálfur og lagði þá inn á bankabók. Leó vill koma á framfæri þakk- læti til allra sem lögðu málinu lið og vonar að peningamir komi að góðum notum við byggingu íþróttaleikhússins að Sólheimum. Flugstjórnardeilan harðnar: Sex flugumferðar- stjórar fá ámínningu MIKIL harka er nú hlaupin í deilur Flugmálastjórnar og flug- umferðarstjóra á Reykjavíkur- flugvelli. Sex flugumferðarstjór- ar hafa frá áramótum fengið áminningarbréf frá flugmála- stjóra vegna meintra brota í starfi. Flugumferðarstjórar hafa hins vegar ekki kannast við að um skipulagðar aðgerðir hafi verið að ræða, en segja að undir- rót þessara deilna séu gerræðis- leg vinnubrögð flugmálastjóra varðandi framkvæmd nýs skipu- rits og mannaráðningar i því sambandi. Þessum fullyrðingum hefur flugmálastjóri mótmælt. Meðal þeirra, sem fengu áminn- ingarbréf í gær, var Hjörtur Diego Amórsson, formaður Félags flug- umferðarstjóra. Að sögn Kára Guðbjömssonar, talsmanns flugum- ferðarstjóra, er áminningarbréf Hjartar nánast hótun um brott- rekstur, þar sem vitnað er til fyrri áminninga og laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna í Margeir Pétursson tefld á morgun, fimmtudag. Mar- geir á eftir að tefla við Bretana tvo Conquest og Watson og Jó- hann Hjartarson. því sambandi. Kári sagði að ekki hefði verið um skipulagðar aðgerðir að ræða af hálfu flugumferðarstjóra á mánudag og þriðjudag og væri hægt að sanna veikindi þeirra, sem þá vom sagðir sjúkir. Matthías Bjamason, samgöngu- ráðherra, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að hann hefði staðið í þeirri trú, að öll mál varðandi nýja skipuritið hefðu verið til lykta leidd í desember. „Ég er alveg hættur að botna í þessum mönnum," sagði Matthías. „Þegar samkomulag hef- ur náðst um eitt atriði koma þeir alltaf með eitthvað nýtt. Þetta með í ATHUGUN er að koma á fót aðstöðu til vopnaleitar á Reykja- víkurflugvelli, svipaðri þeirri sem er á Keflavíkurflugvelli. Nefnd undir forystu Gunnars Sigurðssonar flugvallarstjóra hefur verið að vinna að athugun á öryggismálum flugvallarins, og er vopnaleit eitt af því sem talið er nauðsynlegt að koma á, að sögn Gunnars. EITT norsku nótaskipanna, sem eru á loðnuveiðum út af Aust- fjörðum, varð í gær fyrir því óhappi að fá nótina í skrúfuna og varð að Ieita aðstoðar. Það var varðskipið Týr, sem kom norska skipinu Artus til aðstoðar og dró það inn í mynni Seyðis- óeðlilegar stöðuveitingar flugmála- stjóra hef ég ekki heyrt fyrr en nú og þetta er allt í einu að koma upp á yfirborðið núna, þegar menn héldu að þessi mál hefðu verið afgreidd. Þetta mál hefur valdið mér miklum vonbrigðum," sagði samgönguráðherra. Flugumferð var með eðlilegu móti í gær og einnig í gærkvöldi, þótt þá hafi aðeins tveir af fímm flugumferðarstjórum verið á vakt. Hinir tilkynntu veikindi. Sjá nánar fréttir og viðtöl á bls. 30. „Slík vopnaleit yrði þó að sjálf- sögðu aðeins gerð við brottför far- þega í milliiandaflugi. Það þjónar engum tilgangi að leita að vopnum í innanlandsflugi," sagði Gunnar. Hann sagðist reikna með að tillögur nefndarinnar myndu liggja fyrir og jafnvel verða komnar til fram- kvæmda á árinu. fjarðar. Þar var ætlunin í gær- kvöldi að kafari af varðskipinu færi niður að skrúfunni til að skera nótina úr henni. Ágætis veður var á loðnumiðunum i gær og áhöfn skipsins ekki i neinni hættu. Vopnaleit á Reykja- víkurflugvelli Norskt skip fékk nótina í skrúfuna Ahöfnin á Tý aðstoðaði Norðmennina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.