Morgunblaðið - 09.01.1986, Side 4

Morgunblaðið - 09.01.1986, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986 Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra um nýjar lánareglur: Hef stöðvað sjálfvirka hækkun en kem ekki aftan að námsmönnum Skil ekki að það sé brot á jafnrétt- islögnm að lækka ekki konu í launum MORGUNBLAÐIÐ leitaði tU Sverris Hermannssonar menntamálaráðherra og bað hann að segja álit sitt á þeirri gagnrýni sem beinst hefur gegn honum vegna brottrekst- urs framkvæmdastj óra Lána- sjóðs íslenskra námsmanna og breytingar á reglugerð sjóðsins annars vegar og hins vegar vegna embættisveitingar hans i lektorsstöðu í íslenskum bók- menntum við Háskóla íslands. Menntamálaráðherra er nú staddur i London tU þess að kynna sér menntamál í Bret- landi, m.a. opinn háskóla i Sheffield. „Eg er ekkert undrandi yfír því þótt heyrist hljóð úr homi,“ sagði Sverrir. „Menn eru því vanastir hér heima að ekki megi hrugga við þessu kolfrosna kerfí. En ég læt ekkert segja mér fyrir verkum í því og ég er allsendis óhræddur við að takast á við slík verkefni. Ég hef gert það áður og kerfíð hefur kveinað og kvart- að, en því miður er það svo að áreiðanlega er víðar pottur brot- inn en hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og það er skylda okkar stjómmálamanna að reyna að kippa því í liðinn. Við hljótum að fara eftir samvisku okkar þegar við rekumst á slíkt. Við emm of lengi búnir að láta þetta draslast. Ég er ekki kominn í þessa stöðu til að láta bjóða mér þetta og tek þeirri gagnrýni sem að mér er beint ef hún er sann- gjöm. Meðan ég er sannfærður um að ég er að vinna rétt verk og nauðsynleg þá held ég mínu striki og læt engan bumbuslátt hafa áhrif á mig,“ sagði ráðherra. „Ég skil ekkert í gagnrýni þeirri sem komið hefur frá fram- sóknarmönnum, nema þá að þeir séu í kolfrosnum kerfísflokki sem ekki vill taka málin til endurskoð- unar og lagfæringar. Það getur vel verið að þeir uni sér orðið eitthvað illa. Þó leyfí ég mér að efast um að þeir séu allir á einu máli. En ef ég má ekki vinna þau verk sem ég tel mér beri að vinna að getur vel verið að ég segi vist- inni upp á undan, áður en þeir gefast sjálfír upp.“ Sverrir sagðist hafa frétt af leiðaraskrifúm Tímans á þriðju- daginn. Hann sagðist leyfa sér að efast um að hann hafi verið skrifaður í þökk forystu Fram- sóknarflokksins, nema e.t.v. ein- stakra manna. Sverrir sagðist ekki trúa því að þau skrif sem Sverrir Hermannsson birst hefðu um verk hans í Tíman- um og NT hafí verið gerð með vitund og vilja meginþorra for- ystumanna Framsóknarflokksins, sér hefði gengið vel að vinna með forsætisráðherra og þó DV hafí haft eftir honum einhveijar yfír- lýsingar sagðist hann ekki leggja mikið upp úr því. „Starfsemi sjóðs- ins er sukk“ „Mér koma ekki á óvart mót- mæli gegn reglugerðinni um breytingar á námslánum. En það er ljóst að við höfum ekki nægjan- lega peninga til að greiða námslán út samkvæmt þeim reglum sem áður giltu. Þær reglur voru hömlulitlar. Meðan ég er að ná áttum í starfsemi sjóðsins er mér alveg nauðsynlegt að skjóta loku fyrir þessa þróun. Þetta er ekkert hervirki sem ég hef framið. Ég hef aðeins stöðvað sjálfvirka hækkun allra lána. Sjálfvirkni er ekki það sem við ætlum að búa við í íslenskri efnahagsstefnu. Ef borið er saman við það sem aðrir búa við þá sé ég ekki betur en þetta sé sanngjamt. Ef þrengir að hjá þjóðinni verða námsmenn að athuga að þeir verða að taka þátt í kjörum hennar. Ég legg hinsvegar áherslu á að ég ætla ekki að koma aftan að námsfólki. Komi í Ijós að þetta verði til þess að hafa áhrif á afkomu og nám manna á erlendri grund þá verður að athuga það sérstaklega. Við megum ekki eyðileggja verðmæta fjárfestingu ungs fólks úti í lönd- um með því að koma aftan að því. Það vil ég leggja áherslu á. Það er margt sem miklu betur má fara. Ég held að starfsemi sjóðsins sé sukk og ég ætla að minnsta kosti að ganga úr skugga um hvemig megi koma þessu í fastara form, t.d. með því að skipta við banka um allar þessar afgreiðslur. Það á enginn geðþótti útslitinna yfírvinnumanna að ráða því hvemig afgreitt er í þessum sjóði." Kæran kemur á óvart Sverrir var að lokum spurður álits á gagnrýni sem komið hefur fram vegna embættisveitingar hans í lektorsstöðu í íslenskum bóktnenntum við Háskóla Islands. „Ég hef fengið upplýsingar um að Helga Kress hafí kært mig fyrir jafnréttisráði," sagði menntamálaráðherra. „Það kem- ur mér á óvart að hún kæri mig fyrir að vilja ekki veita henni lægri stöðu en hún gegnir nú við Há- skólann. Hún er dósent, en sú staða er þremur launaflokkum hærri en lektorsstaðan. Auk þess ríkir mikil óvissa um þessa lekt- orsstöðu þar sem maðurinn sem gegndi henni er í tímabundnu fríi. Þetta er á grundvallarmisskilningi byggt af þeirri ástæðu að fólk telur sig geta stjómað sjálft og rétt höndina út eftir hveiju einu. En það er ekki hægt meðan ég er æðsti yfírmaður. Háskólinn nýtur starfskrafta Helgu Kress. Ég hefi fylgst með Mattthíasi Viðari Sæmundssyni og kynnt mér starf hans. Ég hefí mikinn áhuga á að Háskólinn njóti þeirra starfskrafta, þótt það kunni að vera tímabundið. Það hefur ekkert komið fram sem bendir til annars en að ég hafí valið réttan kost,“ sagði Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra. Félagar ISÍNE við afhendingu ályktunarinnar í menntamálaráðuneytinu. MorgunblaAið/Ámi Sœberg íslenskir námsmenn harma þetta frumhlaup ráðherrans“ — segir í ályktun SÍNE-f élaga til menntamálaráðherra vegna reglugerðar um breytingar á lánsviðmiðun námslána FÉLAGAR í Sambandi ís- lenskra námsmanna erlendis gengu á fund Knúts Hallssonar ráðuneytisstjóra í menntamála- ráðuneytinu síðdegis í gær og afhentu honum ályktun náms- mannanna til Sverris Her- mannssonar menntamálaráð- herra. Þar mótmæltu þeir reglugerð sem menntamálaráð- herra setti um áramótin þar sem gert er ráð fyrir frystingu námslána gagnvart gengi ís- iensku krónunnar. Bjöm Rúnar Guðmundsson formaður SÍNE afhenti ályktun- ina en hún er svohljóðandi: „Islenskir námsmenn erlendis lýsa furðu sinni á reglugerð þeirri sem menntamálaráðherra setti 3ja janúar sl. Þar er kveðið á um frystingu námslána gagnvart gengi íslensku krónunnar. Þetta þýðir að lánin fylgja ekki lengur áætluðum framfærsiukostnaði í hveiju landi, heldur verða þau bundin gamalli gengisskráningu. Þannig hljóta námslánin óhjá- kvæmilega að lækka í erlendri mynt þegar fram í sækir. Þessi skerðing kemur afar illa við námsmenn erlendis. Þeir hafa jafnan úr naumu fé að spila og þykir því ómaklegt að kostur þeirra skuli þrengdur og það á miðjum vetri þegar þeim eru allar bjargir bannaðar. Ékki bætir úr skák að jafnrétti til náms skuli ógnað og möguleikar efnaminna fólks skertir. Námsmenn eru minnugir orða ráðherrans þegar hann gaf fogur fyrirheit um að koma ekki aftan að námsmönnum í miðju námi. Aðgerðir hans nú eru því algjör- lega óskiljanlegar. Islenskir náms- menn erlendis harma þetta frum- hlaup ráðherrans og skora á hann að falla frá fyrirhuguðum áform- um sínum um skerðingu náms- lána.“ Bjöm Rúnar Guðmundsson formaður SÍNE sagði að skerðing námslána í kjölfar reglugerðar- innar væri mismunandi eftir lönd- um, vegna gengisbreytinga eru námsmenn í Þýskalandi og Dan- mörku verst settir eins og sjá má á meðfylgjandi töflu sem lögð var fram. Hann sagði að félagar hinna 20 deilda SÍNE sem starfandi eru víða um heim muni hittast í hveiju landi um sig í vor og ræða stöðuna í lánamálum. Hann sagðist óttast að menn þyrftu að hverfa frá námi vegna þessa og taldi það einkenni- legt að um leið og rætt er um aukna Ijárfestingu í menntun, ef svo mætti að orði komast, væri farið út í þessa aðgerð. Logn og sól- skin við Djúp Það skartar hinu fegursta, nýja árió hér við Djúp — logn og sólskin og hitinn ' frost- marki. Nýopnaður er allur vegur frá ísafírði um allt Djúpið og norður um Steingrímsij arðarheiði og því er rennibraut til Reykjavíkur og margir á ferð. Mjólk til Djúp- bænda var sótt í gær á tankbfl svo sem um hásumardag. Allir jólagestir eru famir til sinna heima enda fullt farþegarými Djúpbátsins af jólaleyfísfar- þegum í síðustu ferð og Reykja- nesskólinn er tekinn til starfa á ný eftir allan guðspjallalestur hátíðarinnar. Jens í Kaldalóni Ögri seldi í Grimsby EITT slenzkt skip seldi afla sinn erlendis á miðvikudag. Ögri RE seldi 152,5 lestir ' Grimsby, mest þorsk. Heild- arverð var 9.371.300 krónur, meðalverð 61,60. Fjögur skip munu selja afla sinn 'Þýzka- landi og Bretlandi á fimmtu- dag. land upphæð á mán. gengi l/ll/l985 framfærsla í ísl. kr framf. í Isl. kr á gengi 6/1 *86 mismundr (skerðing) skerðing í % Svíþjóð 3990 SKR 5.3018 21152 22149 997 ÍKR 4.7 Danmörk 4731 DKR 4.3987 20808 22193 1385 II 6.6 Noregur 4501 NKR 5.3005 23859 25044 1185 II 5.0 Enelahd(Lond) 459 GBP 59.619 ■ 27352 27885 533 II 1,9 Þýskaland 1244 DEM 15.9655 19858 21268 1410 II 7 . í Spánn 62418 ESP 0.2599 16222 17103 881 II 5.4 Bandaríkí A 691 USD 41.59 28750 29105 533 II 1.2 — Björn Rúnar Guðmundsson, formaður SÍNE, dreifði þessari töflu á mótmælendafundi i menntamálaráðuneytinu í gær. Hún á að sýna þá skerðingu, sem námsmenn í nokkrum löndum hafa þegar orðið fyrir vegna reglugerðar, sem menntamálaráðherra gaf út 30. desember sl. í skýringum með töflunni segir, að skerðingin sé vegna gengissigs íslensku krónunnar á tveimur mánuðum. Ekki sé tekið tillit til verðhækkana í löndunum. ■■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.