Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986 Tryggvi ¦ ¦ W* egar lokið verður við að framleiða myndir um helstu braut- ryðjendur í íslenskum listum fram- anaf þessari öld, verður mestallur hópur þeirra listamanna sem nú er á miðjum aldri og hefur náð fullum þroska, kominn í gröfina eða orðinn elliær." Svo farast Baldri Hrafnkeli Jónssyni orð í Helgarpóstinum 2. janúar síðastliðinn um heimildar- mynd þá er hann hefir gert um Tryggva Ólafsson listmálara í Kaupmannahöfn en sú mynd rataði á skjáinn síðastliðið sunnudags- kveld og Baldur segir ennfremun „Mig langaði til að gera íslenska nútímalist skiljanlega. Og ég vil ekki missa þessa listamenn úr höndunum og vera kannski neyddur síðarmeir að vinna upp liðna tíð. Þess vegna ákvað ég að hefjast handa í nútímanum og láta aðra um fortíðina". Síðan lýsir Baldur Hrafnkell því hversu erfiðlega gekk að fjármagna myndina en eftir tveggja ára þref hljóp Kvikmynda- sjóður, menningarsjóður SÍS og Sjónvarpið undir bagga... en engu að síður eru 40% af kostnaði við gerð myndarinnar fjármögnuð með bankalánum og eigin framlagi. Frjálstframtak: Baldur Hrafnkell Jónsson á mikið lof skilið fyrir að filma Tryggva Ólafsson myndlistarmann og ég held að óhætt sé að lýsa því yfir að hér sé að finna hið frjálsa fram- tak í sinni tærustu og fegurstu mynd. Baldur Hrafnkell hefði alveg eins getað sleppt því að filma Tryggva, hann er hvorki ráðinn til starfans af opinberri stofnun né sá hann hér hagnaðarvon, en hann bjó yfír nægu innra frelsi til að takast á við þetta verkefni. Ég hélt satt að segja að slíkir hugsjóna- menn væru annaðhvort horfnir í náðarfaðm ríkissjónvarpsins eða gin auglýsingaiðnaðarins. í þessu sambandi hvarflar hugurinn til bandarísks sjónvarps sem hæst er hrópað um „frjálst framtak". Sá er hér stýrir penna hefir haft nokkur kynni af bandarísku sjónvarpi, en hvergi orðið var við að þar fyndist smuga fyrir slfka hugsjónamenn sem Baldur Hrafnkel Jónsson. Satt að segja virðist miðstýringin alls- ráðandi hjá bandarísku sjónvarps- risunum og hafa reyndar forstjórar þar kvartað undan þrýstingi auglýs- ingamarkaðarins. Það er þá helst að frelsið birtist í mynd þekktra sjónvarpsmanna er hafa rutt nýjum þáttum braut og fengið þar umtals- vert olnbogarými. Ég held að ekki sé ofmælt að þessir sjónvarpsmenn beri kyndil frelsis í „sjónvarps- landinu" vestra. Myndin afTryggva: Baldur Hrafnkell brá upp afar notalegri mynd af Tryggva Ólafs- syni listmálara. Hann rakti feril Tryggva en sparaði viðtöl við lista- manninn þannig að myndir Tryggva og listaferill sátu í fyrirrúmi. Þessi vinnuháttur er vissulega fullgildur en ég hefði kosið að heyra meira frá listamanninum sjálfum. Þá hefði Baldur mátt skoða svo- lftið nánar æskuslóðir Tryggva á Norðfirði. Undirritaður man vel þá tíð er Tryggvi og bróðir hans Loftur tannlæknir voru einhverjir harðsvír- uðustu snjókastarar bæjarins. Annars voru þetta bestu strákar og ég veit til þess að Tryggvi hefur alla tíð haldið tryggð við átthagana. Hafa Norðfirðingar tekið miklu ást- fóstri við myndir Tryggva og hver veit nerria Tryggvi sé alltaf að mála gamla góða Norðfjörð þarna úti í hinum stóra heimi? ÓlafurM. Jóhannesson ÚT V ARP / S JÓN V ARP Gunnlaugur Stefánsson f Pakistan. „Þjóð í stríði" — um afganskt flóttaf ólk í Pakistan msamm 1 kvöid ki. 20.00 Q A 00 vei"ður á dagskrá ^ v/ "rr hljóðvarps, rásar 1, þáttur um afganskt flóttafólk er nefnist „Þjóð í stríði" í umsjá Gunnlaugs Stefánssonar, starfsmanns Hjálparstofnunar kirkjunn- ar. Gunnlaugur heimsótti afganskar flóttamannabúð- ir í norðvestur Pakistan á landamærunum við Afgan- istan í nóvember og des- ember sl. Á þessu svæði dvelja um tvær og hálf milljón afganskra flótta- manna, sem flúið hafa stríð- ið heima fyrir. Talið er að þetta séu stærstu flótta- mannabúðir heims. Nú eru sex ár liðin frá því að stríðið hófst, en það hófst fyrir alvöru á jólum 1979. Talið er að þriðjungur afganskrar þjóðar hafí flúið land frá því að stríðið hófst. í þættinum í kvöld mun Gunnlaugur lýsa ástandinu í flóttamannabúðunum, segja frá hjálparstarfinu sem þar fer fram og fjalla um stríðið í Afganistan og afleiðingar þess bæði innan Afganistan og Pakistan. Þá verður einnig fjallað um þá spurningu, hvernig pakist- önsk þjóð, sem hefur 26 sinnum minni þjóðarfram- leiðslu á hvern íbúa en ís- land, geturtekið á móti jafn miklum fjölda flóttamanna og raun ber vitni. Poppgátan fyrsti þáttur undankeppni ¦¦¦¦ Fyrsti þáttur Q Q 00 undanúrslitar wö— Poppgátunnar hefst á rás 2 kl. 23.00 í kvöld og verða keppendur þá þeir Pétur Kristjánsson söngvari og Ólafur Jónsson kennari. Það eru sigurvegarar síð- ustu átta þátta í forkeppni sem nú eigast við í næstu fjórum þáttum. Eftir að úr- slit verða kunn í þeim eru þrír þættir eftir þangað til sigurvegarinn stendur einn eftir og hlýtur hann vegleg verðlaun - ferð fyrir tvo til Lundúna í boði Flugleiða og rásar 2. I dagsins önn — neytendamál 13 ¦ Neytendamál 30 verða á dagskrá ¦"*¦ þáttarins „I dagsins önn" kl. 13.30 á rás 1 í dag. Umsjónarmaður er Sigurður Sigurðarson. Hann ræðir við fram- kvæmdastjóra Neytenda- samtakanna, Guðstein V. Guðmundsson, um starf- semi samtakanna, útgáfu- mál og kvörtunarþjónustu þeirra. Þá verður spjallað við hlustendur um ýmislegt sem neytendum kemur að góðu í daglegu lífí og einnig gefst hlustendum kostur á að senda inn fyrirspurnir í þáttinn sem svarað verður í næsta þætti eftir að bréfin berast, að sögn Sigurðar. Gestagangur — Birna Þórðardóttir 2122 Birna Þórðar- dóttir verður gestur Ragn- heiðar Davíðsdóttur í þætt- inum Gestagangur, sem hefst á rás 2 í kvöld kl. 21.00. Birna hefur barist fyrir brottflutningi varnarliðsins af Keflavíkurflugvelli og hefur hún m.a. starfað mikið með Æskulýðsfylk- ingunni á undanförnum árum. Birna Þórðardóttir UTVARP FIMMTUDAGUR 9. janúar 7.00 Veöurfregnir. Fréttir Bæn. 7.15 Morgunvaktin 750 Morguntrimm 7.30 Fréttir. Tilkynningar 8.00 Fréttir. Tilkynningar 8.15 Veðurfregnir 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Stelpurnar gera uppreisn" eftir Fröydis Guldahl. Sonja B. Jónsdóttir les þýöingu slna (4). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir 10.10 Veöurfregmr. 10.05Málræktarþáttur. Endur- tekinn þattur frá kvöldinu áður sem Helgi J. Halldórs- son flytur. ¦ , 1040 „Ég man þá Hermann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liönum árum. 11.10 Morguntónleikar a. Dorothy Dorow syngur lög eftir Adolphe Adam, Evu Dell'Acqua, Julius Benedict og fleiri. Gunilla von Bahr og Lucia Negro leika með á flautu og pianó. b. Kontrabassakonsert I D-dúr eftir Johann Baptist Vanhal. Ludwig Strecher og Kammersveitin I Innsbruch leika. Erich Urbanner stjórn- er. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar 12.20 Fréttir 1245 Veöurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 13.30 I dagsins önn — Neyt- endamál. Umsjón: Sigurður Sigurðarson. 14.00 Miðdegissagan: „Ævin- týramaöur", — af Jóni Öl- afssyni ritstjóra Gils Guðmundsson tók sam- anogles(6). 14.30 Afrlvaktinni Sigrún Sigurðardóttir kynnir óskalög sjómanna. (Frá Akureyri). 15.15 Frá Suöurlandi. Umsjón: Hilmar Þór Hafsteinsson. 1540 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 1650 „Fagurt galaði fuglinn sá". Sigurður Einarsson sér um þáttinn. 17.00 Barnaútvarpiö Stjórnandi: Kristln Helga- dóttir. 1740 Listagrip. Þáttur um listir . og menningarmál. Umsjón: Sigrún Björnsdóttir. Tónleikar. Tilkynningar. 1845 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 1940 Tilkynningar. 19.50 Daglegtmál. Sígurður G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Þjóð I stríöi. Þáttur af afgönsku flóttafólki. Umsjón: Gunnlaugur Stefánsson. 20.30 Tónleikar Sinfónluhljóm- sveitar Islnds I Háskólablói — Fyrri hluti. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. Einleikari: Jos- eph Ognibene. a. Sinfónla eftir John Speight. b. Hornkonsert nr. 1 I Es-dúr op. 11 eftir Richard Strauss. Kynnir: Jón Múli Arnason. 2150 „Gegnumllfiðásjötluog- áttasnúningahraða". Þáttur um Ijóö Einars Más Guð- mundssonar. Slmon Jón Jó- hannsson tekur saman. 2145 Tónleikar 22.00 Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 2220 Einsöngur I útvarpssal. Michael John Clarke syngur Islensk og erlend lög. Soffla Guðmundsdóttir leikur með á planó. (Frá Akureyri). 22.50 Tlmans rás. Skemmti- þáttur á nokkrum rásum eftir Einar Georg Einarsson. Umsjón: Þórhallur Sigurðs- son. (Endurtekinn frá öörum degi jóla). 2355 Kammertónleikar. Ros- witha Staege, Raymund Havenith og Ansgar Schneider leika á flautu, planó og selló. a. Inngangur og tilbrigði eftir Friedrich Kuhlau um stef eftir Carl Maria von Weber. b. Trló I g-moll op. 63 eftir Carl Maria von Weber. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. FIMMTUDAGUR 9. janúar 10.00—12.00 Morgunþáttur. Stjórnendur: Asgeir Tómas- son og Kristján Sigurjóns- son. Hlé. 14.00—16.00 Ifullufjöri. Stjórnandi: Asta R. Jóhann- SJÓNVARP 19.10 Adöfinni Umsjónarmaöur: Karl Sig- tryggsson 1950 Nú getur hann taliö kýrn- ar (Ná bara man kan tælle köerne) Dönsk barnamynd um það hvernig drengur I Bhútan eignast gleraugu. Þýöandi: Jóhanna Jóhanns- dóttir. (Nordvision — Danska sjónvarpiö) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttirogveður FOSTUDAGUR 10. janúar 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Kastljós 21.10 Skonrokk Innlendur poppannáll 1985 Umsjónarmenn: Haraldur Þorsteinsson og Tómas Bjarnason. 22.10 Derrick Þrettándi þáttur. Þýskur sakamálamyndaflokkur. Aðalhlutverk: Horst Tappert og Fritz Wepper. Þýðandi: Veturliði Guðnason 23.10 Seinni fréttir 23.15 Astogkvöl (Love and Pain) Bresk bló- mynd frá 1973. Leikstjóri Alan J. Pakula. Aöalhlut- verk: Maggie Smith og Ti- mothy Bottoms. Fertug kona og átján ára piltur veröa sessunautar I hópferð um Spán. Þrátt fyrir aldursmun- inn fella þau hugi saman og fara tvö ein I ævintýraleit. Þýðandi: Rannveig Tryggva- dóttir. 01.10 Dagskrárlok. esdóttir. 16.00—17.00 í gegnum tlðina. Stjórnandi: Jón Ólafsson. 17.00—18.00 Einu sinni áður var. Vinsæl lög frá rokktlmabil- inu, 1955—1962. Stjórn- andi: Bertram Möller. Þriggja mlnútna fréttir sagð- ar klukkan 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. Hlé. 20.00—21.00 Vinsældatisti hlusenda rásar 2. Tlu vinsaelustu lögin leikin. Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 21.00—22.00 Gestagangur. Stjórnandi: Ragnheiður Dav- Iðsdóttir.. 22.00—23.00 Rökkurtohar. Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00—24.00 Poþpgátan. Spurningaþáttur um tónlist. Stjórnendur: Jónatan Garö- arsson og Gunnlaugur Sig- fússon. SVÆÐISÚTVÖRP AKUREYRI 17.00—18.30 Rlkisútvarpið á Akureyri — Svæöisútvarp. REYKJAVÍK 17.00—18.00 Svæðisútvarp Reykjavlkur og nágrennis (FM 90,1 MHz).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.