Morgunblaðið - 09.01.1986, Side 7

Morgunblaðið - 09.01.1986, Side 7
/ MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986 7 Franski ráðherrann Morgunblaöið/J úllus Franski aðstoðarutanríkisráðherrann Jean-Michel Baylet veifar í kveðjuskyni þegar hann hélt af landi brott frá Reykjavíkurflugvelli síðdegis í gær. Blaðburóarfólk óskast! Austurbær Ingólfsstræti Barónsstígur Hverfisgata 63—120 Grettisgata 64—98 Vitastígur 11 —17 Þingholtsstræti Skerjafjörður Gnitanes Úthverfi Nökkvavogur fór beint til Póllands „FRAKKLAND mun fylgja sem fyrr þeirri höfuðreglu utan- ríkisstefnu sinnar að byggja á viðræðum en ekki valdbeitingu. Mál Líbýu er i senn flókið og vandasamt en því er ekki að leyna að aðgerðir stjórnarinnar í Trípólí hafa oftar en einu sinni vakið furðu. Viðbrögð okkar við yfirlýsingu Reagans um við- skiptabann munu einkennast af gætni og yfirvegun." Þetta sagði Jean-Michel Baylet, aðstoðarut- anríkisráðherra Frakklands, en hann kom hingað til lands til viðræðna við íslenska ráðamenn í gær. Ráðherrann sagði að „viðskipti væru eitt og hryðjuverk annað" og taldi ekki ráðlegt að blanda þessu tvennu saman. „Frakkland hefur ætíð barist einarðlega gegn hryðju- verkamönnum, jafnt heima sem erlendis og svo mun verða áfram." Milliganga um f lutning gyðinga? Það vekur óneitanlega talsverða athygli að ráðherrann hélt ekki til Pansar að lokinni heimsókn sinni til Islands, heldur til Varsjár í Pól- landi. Samkvæmt óstaðfestum heimildum mun ráðherrann ræða þar við pólska ráðamenn um hugs- anlegan brottflutning sovéskra gyðinga til ísraels fyrir milligöngu Frakka og Pólveija. Jean-Michel Baylet sagði á fundi með fréttamönnum að fímmtán ár væru liðin frá síðustu heimsókn fransks utanríkisráðherra til ís- lands og útaf fýrir sig væri það næg ástæða fyrir komu sinni. „Ég hef átt viðræðufundi við íslenska ráða- menn í því skyni að efla vináttu og samvinnu landanna. Samskipti Is- lendinga og Frakka standa á göml- um merg. Franskir sjómenn stund- uðu um langt skeið fískveiðar við íslandsstrendur og það má því segja að samskipti þjóðanna hafí hafíst snemma. Ég varð áþreifanlega var við að íslendingar eru allkunnugir franskri menningu. Menningu bar einmitt oft á góma í viðræðum við íslenska ráðamenn. ekki síst er ég ræddi við forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur. Hún sýndi mér þá einstöku vinsemd að sýna mér Reykjavík með því að aka mér um borgina í bifreið sinni. Eg ræddi við íslenska ráðamenn m.a. um aðgerðir vegu fímmtugusta ártíðar strands franska skipsins Pourqoui Pas? við fslandsstrendur. Af því tilefni mun skip úr franska flotanum heimsækja ísland og sýn- ingar verða haldnar í Frakklandi. Það kom fram ánægja af beggja hálfu með framkvæmd samningsins frá 1983 um menningarsamskiptin. Ýmsar áætlanir eru á pijónunum um að auka þau, m.a. er í bígerð að franskur ballettflokkur og þekkt- ur barítónsöngvari heimsæki ísland á Listahátíð næsta sumar." Ræddu vandamál vegna EB Franski aðstoðarútanríkisráð- herrann sagði að á sviði alþjóða- stjómmála hefði ekki komið fram neinn grundvallarágreiningur í við- ræðum sínum við utanríkisráð- herra. „Ég ræddi meðal annars um vamarmál og Atlantshafsbandalag- ið við Geir Hallgrímsson, utanríkis- ráðherra. Vandamál íslendinga vegna stækkunar Evrópubanda- lagsins var rætt sérstaklega. Ég átti einnig viðræður við iðnaðarráð- herra og viðskiptaráðherra um ýmis mál. Við Matthías Bjamason við- skiptaráðherra komust að þeirri niðurstöðu að auka bæri viðskipta- tengsl þjóðanna." Um stöðuna í alþjóðastjómmál- um sagði Jean-Michel Baylet m.a. að stefna Frakka og Bandaríkja- manna í geimvamarannsóknum væru ekki andstæður. „Við tókum ekki tilboði Bandaríkjamanna um þátttöku í geimvamarannsóknum undir þeirra yfirstjóm. Francois Mitterrand, forseti Frakklands, ákvað að bjóða öðmm þjóðum til samvinnu í vísindarannsóknum, áætlun sem nefnist „Eureka". Margar þjóðir hafa lýst áhuga sín- um á að taka þátt í þessu með Frakklandi. Ég vil taka skýrt fram að „Eureka" beinist síður að hem- aði en „stjömustríðs" rannsóknir Bandaríkjamanna. Engu að síður em þessar áætlanir ekki í andstöðu hver við aðra og eiga vonandi eftir að verða í sameiningu öllum þjóðum til framdráttar." Jean-Michel Baylet, aðstoðamt- anríkisráðherra, er ekki sósíalisti eins og meirihluti ráðherra í stjóm Fabiusar heldur vinstri-radíkali. Hann tók þátt í að stofna hreyfíngu vinstir-radíkala (Radicaux de Gauc- he) og var kosinn forseti þeirra 1983. Baylet er lögfræðingur að mennt, en hefur lengst af starfað við blaðamennsku. Arið 1975 varð hann forstjóri íjölmiðlahringsins VJterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! „La Depeche du Midi“, sem gefur út sex blöð og tímarit og á auglýs- :---^krifstofu og útvarpsstöð. Á VILLERQY & BOCH FLISUM Rýmum fyrir nýjum flísum, og seljum restar á tilboðsverði. Nú er hægt að gera hagstæð kaup á hinum vinsælu Villeroy og Boch vegg- og gólfflísum, með 15-50% afslætti. Missið ekki af þessu einstæða tækifæri. BYGGINGAVORUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.