Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986 13 Andrés Indriðason höfundur. velferð þessara vina sinna ofar öllu öðru. Kannski þeirra vegna þreifst þetta samfélag vel - undantekn- ingalítið. Og sama sagan gerist enn. í grundvallaratriðum eins — þótt samkeppni og hættur í þjóðfélaginu hafi aukist hér sem á öðrum vett- vangi. Börn að byggja dúfnakofa — ogveiðadúfur. Tveir harðsnúnir stráklingar sem líta stórt á sig og veröld sína hefja byggingu á dúfhakofa. Þeir velja sér hjálparlið að geðþótta og með skiiyrðum. Vísa vini burtu. Einmana og sár byrjar vinurinn á eigin framkvæmdum. Fullorðnu mennirnir — smiðirnir — eru í baksýn. Til þeirra leitar hann. Þeir eiga efhivið, þeir veita og eru vin- gjarnlegir, skapa tækifæri til stór- ræða í litlum hug — hjá litlum höndum. „Skræpan", lítilmagni meðal dúfna í samfélagi bamanna, verður orsök þess að telpa, jafhaldri hans, hverfur frá hinum til hans. Hinir hafa misþyrmt „skræpunni", hún er ekki „toppfugí". Sameigin- lega breyta þau dúfnakofanum í sjúkrastofu. Þar á „skræpan" að vera. Smiðirnir — vinir þeirra — gera þeim allt auðveldara. En strengirnir í brjóstum hinna fullorðnu eru veðraðir. Þeir hrærast ekki á sama hátt og fíngerðir glitr- andi strengir í ungu brjósti er skelf- ingin dynur yfir. — Dúfnakofinn er jafnaður við jörðu — véltæknin hefur fengið sitt. Ósköp er eitt skræpulff mikils virði og fögnuður í ungum sálum einlægur, þegar því varð bjargað. Og ósköp er heimurinn dapur þegar sorgin kemur í heimsókn. Ungt mannlíf á sín form og eftir þeim er faríð. Enginn hávaði þegar hinir koma með „toppdúfu". Mannvit blómstrar í brjóstum þeirra tveggja þegar þau hjóla frá sorg sinni móti sólu og nýrri gleði. Andrés Indriðason hefur ritað hér listilega góða sögu af miklum skiln- ingi á litlum sálum í leik og starfi. Það er ánægjulegt að Námsgagna- stofnun skuli láta sig treglæs börn og byrjendur svo miklu varða sem hún nú hefur sýnt og sannað. Ég er ekki sátt við þessa uppsetn- ingu á íslenskum barnabókum — eins og um ljóð sé að ræða — eink- um órímuð. Kannski er ég ein um það hér. Ég veit við höfum tekið þetta upp eftir frændum vorum á Norðurlöndum. Samhljómar hinna hárffnu þátta tungunnar, hrynjandi, fegurðar og tónræmis eru hvergi jafn viðkvæmir og í ljóðinu, sem er æðsta tjáning orðsins. Ég tel að okkur beri því að varð- veita eðli þess og sérstæða uppsetn- ingu fyrir sig. Annað getur ruglað og slævt tilfmningu fyrir ljóði. Þau ólíku form sem tungan hefur mark- að sér frá öndverðu komu innan frá. Sagan er skemmtilega mynd- skreytt. Orthulf Prunner Tðnllst Jón Asgeirsson Orthulf Prunner er orgelleikari við Háteigskirkju og um síðustu helgi flutti hann á nýja orgelið í Dómkirkjunni sex orgelsónötur eftir Bach. Orgelsónötur þessar eru þriggja radda og meðal þeirra verka er mörgum orgelleikaranum stendur stuggur af og því sjaldnar flutt en mörg önnur orgelverk meistarans. Að fiytja allar sónöt- urnar á einum tónleikum eru nokkur tíðindi og að gera það jafn vel og fallega og Orthulf Prunner skilaði þessum öndvegis verkum, eru einnig mikil tíðindi. Eitt af því sem fór vel við verkin var einföld raddstilling orgelsins, og að aldrei var gerð tilraun til að blása verkin út, heldur leitast við að draga fram skírleika og sjálf- stæði raddanna. Þar fyrir varð flutningurinn léttari í blæ en oft má heyra í meðferð þessara verka. Allar sónöturnar eru sjötíu og fimm blaðsíður og sameiginlegt innbyrðis er kaflaskipanin, þ.e. þrír kaflar með hægum miðþætti. Verkin eru talin samin um 1727, í Leipzig. Úr þriðju sónötunni notar Bach síðar í einn af konsert- unum (nr. 1044) og sú fjórða, er endurraddsetning úr kantötunni Die Himmel erzáhlen die Ehre Gottes. Verkin eru þrátt fyrir þetta sérkennilega samstæð en einnig ólík hvað snertir stefgerðir og stfl. Þau eru 511 án nokkurra forskifta um styrk og í flutningi Prunners voru þessi einkenni látin njóta sín. Léttleiki sá er einkenndi Dr. Orthulf Prunner. leik Prunners á mjög vel við verkin og fyrir bragðið voru þetta stuttir og skemmtilegir tónleikar. Með þessum tónleikum hefur Orthulf Prunner skipað sér í röð fremstu orgelleikara hér á landí. TONLEIKAR ORGANISTA Sjöundu tónleikar Félags ís- lenskra orgelleikara fóru fram i Dómkirkjunni og komu þar fram sjö orgelleikarar. Fyrri hluti tón- leikanna voru að efni til sálm- forleikir. Sálmforleikir eftir meist- ara Bach eru sumir hverjir meist- aralega gerðir en innan um eru tónverk, sem bæði eru lítil að vöxtum og innihaldi. Að leika slík verk sérstaklega fer ekki vel, en í réttu samhengi, t.d. við messu, eða sem hluta af samfelldri heild er allt annað mál. Þegar við bætist að flutningurinn er í hönd- um margra flytjenda, sem sumir hverjir ráða ekki við að flytja verkin á boðlegan máta, er um að ræða í hæsta máta vafasaman greiða, bæði við flytjendur og svo ekki sé talað um hlustendur. Á seinni hluta tónleikanna voru flutt stærri og viðameiri verk en þar má af flytjendum helst nefna Glúm Gylfason og Björn Sólbergs- son. Glúmur flutti tvö verk, það fyrra er ekki eftir Bach, heldur talið eftir J. L. Krebs. Seinna verkið er meðal meiri háttar verka meistarans og þar mátti heyra að Glúmur Gylfason er orðinn hörku orgelleikari, þó enn eigi hann ógengin nokkur þrep upp þann lánga stallaveg er liggur upp að Parnassum. Verkið sem Glúmur lék var Tokkata, Agagio og Fuga í C-dúr, sem talið er að meistarinn hafi samið á Weimar-árum sfnum, 1712 til 17, glæsilegt og erfitt verk. Síðasti orgelleikarinn, Björn Sólbergsson, er einn af okkar efnilegustu orgelleikurum og flutti hann fjögur verk, fyrst sálm- forleik um sálminn Ofan af himn- um hér kom ég og sfðan kanón- ísku tilbrigðin yfir sama sálm, sem eru feikna erfiðar tónsmíðar. Þriðja verkið var Aria í F, sem er endurritun meistarans á lagi eftir Couperin. Síðasta verkið var Fantasía í G-dúr, skemmtilegt verk en eitt af þeim verkum, sem Bach umritaði fyrir orgeL Björn Sólbergsson er feikna efnilegur orgelleikari þó ekki flytti hann „óskaverk" að þessu sinni. Um margt voru þetta slakir tónleikar og aðallega vegna lélegs flutnings í fyrri hlutanum. ÞRJÁR SPENNANDI FERÐIR í HÆSTA GÆDAFLOKKI Á HAGSTÆÐU VERÐI Á nokkrum síöustu árum hefur Úrval boðið einstaka ferðir til framandi landa. Nú getum við með stolti boðið þrjár ólikar en stórkostlegar ferðir til spennandi staða. 3 VIKUR í AUSTURLÖNDUM FJÆR Ferðin er í samvinnu við thailenska flugfélagið THAI sem þekkt er af öryggi og góðri þjónustu. Fyrir valinu urðu þær þrjár borgir í Austurlöndum fjær, sem hvað ólikastar eru þ.e. Bangkok, Hong Kong og Singapore. Dvalið verður að meðaltali 3 nætur í hverri borg. Auk þess er slappað af á hinni frægu baðströnd Thailands, Pattaya, í 10 daga og notið lystisemda lúxushótelsins Royal Cliff. Ókeypis skoðunarferð er í hverri borg og alls staðar dvalið á lúxuxhótelum. Möguleiki er að stoppa í Kaupmannahöfn á bakaleið. Brottför 21. febrúar. Áætlað verð pr. mann í tvíbýli kr. *92.650,- 2JAVIKJNAPÁSKAFERÐ í BRASILÍU Flogið er þann 25. mars með brasilíska flugfélaginu Varig til Brasilíu. Markmiðið verður að kynnast landi og þjóð sem best auk þess að njóta lystisemda Brasiliu. Siglt verður á Amason, Iguacu fossarnir skoðaðir, einnig borgin Brasilía, ein nýtískulegasta höfuðborg heims og síðast en ekki síst dválið á Rió og hinar margvislegu hliðar hennar kannaðar. Ýmsar skoðunarferöir og lúxushótel innifalin. Möguleiki á að stoppa i London i bakaleið. Áætlað verð pr. mann í tvíbýli kr. *82.300,- SIGLING UM KARABISKA HAFID < Brottför er 9. október og verður siglt á lúxusskipi Royal Caribbeán Cruise Line, — MS Sun Viking. Skemmtisiglingin stendur yfir í hálfan mánuð og er möguleiki að framlengja dvölinni á Miami eða London um viku. Aðeins er gist í fyrsta flokks klefum § er snúa að sjó og fullt fæði um borð er innifalið í verði. Komið verður til eftirtalinna staða: Virgin Islands, St. Thomas, St. Kitts, Martinique, Grenada, Barbados, Dominica, St. Maaren, Puerto Rico, St. Croix og Florida. Áætlað verð pr. mann í tvíbýli.er kr. *116.000,- Aukavika á Miami, kr. *11.000,- pr. mann i tvíbýli. FERmSKRIFSTQFON ÚRVOL Ferðaskrifstofan Úrval við AusturvöH, sími (91)26900. VARIG 'Allt skv. gengi 27.12.1985.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.