Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986 -t- Hvernig er mannlíf í sjávarþorpum fyrir austan? Mannlíf- ið snýst um afla úr sjó, beint og óbeint. Lífið er f iskur. Þegar illa aflast versnar afkoma fyrirtækja og vinna minnkar. Fólk getur ekki staðið við skuldbindingar og sveitarfélög berjast í bökkum og reyna að halda samfélag- inu gangandi þ.e. heilsugæslu, skólum og öðrum mikilvæg- um þáttum þess. Góð aflabrögð kalla á mikla, oft óhóflega vinnu, hægt er að greiða skuldir frá aflaleysisárum og verða bjartsýnn á ný. Kemur sildin, loðnan, hvernig verður vertíðin? spyr f ólkið, sem á allt sitt undir fiskinum úr sjónum. Ekki er hægt að komast hjá slítandi vinnutörnum, sem þekkjast í sjávarplássum, t.d. á sildveiðitímum. Fiskurinn verður ekki keyptur eftir hentugleika eins og sígarettupakki út úr búð. Hráefnið verður ónýtt sé það ekki unnið jafnskjótt og það berst að landi. Dagmar og eiginmaður hennar, Garðar Eð valdsson. Hvernig ermannlíf í sjávarþorpum fyrir austan? Rætt við Dagmar Óskarsdóttur á Eskifirði, fyrstu konuna sem á sæti í Síldarútvegsnefnd gera, hef unnið mikið í höndunum, lesið mikið og fundið mér eitthvað til. Það væri frekar að mig hafí vantað tíma. - Ertu mikil húsmóðir? - Ég var alltaf að og áður saum- aði ég og prjónaði á börnin og það má vera að ég hafi skapað mér þetta annríki til þess að finna ekki eins fyrir einverunni. Ég held að ég hafi hugsað þokkalega um börnin mín og heimilið en ég hef aldrei kunnað að halda veizlu. - Hvenær byrjaðir þú að vinna utan heimilisins? - Árið. 1971 stofnuðum við Garð- ar ásamt öðrum hjónum, Elínborgu og Aðalsteini Valdemarssyni, hluta- félagið Sæberg og keyptum bát, sem við skírðum „Sæberg". Garðar og Aðalsteinn voru til skiptis skipstjórar á skipinu og sá sem var í landi hugsaði um útgerðina, veiðarfæri og annað sem tilheyrði rekstrinum. Ég sá um bókhaldið og peningamál- in, með þeirra hjálp framanaf, en með tímanum lenti öll pappírsvinna á mér og ég var nokkuð fljot að A Eskifirði hafa konur átt drjúgan þátt i atvinnulíf- inu eins og á flestum stöðum þar sem fiskiðnaður er aðalat vinnuveg- ur. Þær stjórna heimilum, hús- byggingarframkvæmdum og fyrir- tækjum, sem er eðlileg afleiðing þess, að margur húsbóndinn er mikinn hluta ársins úti á sjó. Nokkr- ar konur eru og hafa verið út- gerðarsfjórar, þær sjá um rekstur fyrirtækja með miklnm skðrungs- skap. Má sjá þær skjótast f bankann með stresstðsku í hendi um leið og þær fara i verslun að kaupa nauð- synjar til heimilanna. Ein þessara kvenna situr i rótgróinni karla- nefnd, sem er að hálfu leyti skipuð af Alþingi og sækir fundi reglulega tii Reykjavfkur þar sem nefndin kemur saman til þess að ræða um silfur hafsins, veitt og óveitt, nýtt ogsaltað. Fyrsta og eina konan, sem hefur átt sæti í Síldarútvegsnefnd er Dagmar Óskarsdóttir. Hún féllst á að sitja fyrir svörum stallsystur sinnar, sem hefur fundist lítill gaum- ur hafa verið gefinn að þessu merkis- þrepi í metorðastiga kvenna. - Dagmar, ert þú Eskfirðing- ur? - Nei, ég er fædd í Reykjavík 1935 en ólst upp á Seyðisfirði frá 8 ára aidri og bjó þar til ársins 1959. Ég var að vísu að heiman í nokkur ár við nám og vinnu. Ég var fyrst í Eiðaskóla og síðan i Verzlunarskóla íslands og útskrifaðist þaðan 1953. Eftir það vann ég við skrifstofustörf í Reykjavík og á Seyðisfirði þar.til ég gifti mig 1957. Á Seyðisfirði var ég hjá Erlendi Björnssyni fyrst á bæjarskrifstofunni, þegar hann var bæjarstjóri og síðan á sýsluskrifstof- unní eftir að hann varð sýslumaður. Ég kynntist manninum mínum Garð- ari Eðvaldssyni, ættuðum úr Mjóa- Morgunblaðið/Ólafur K. Magnúsaon. Dagmar Óskarsdóttir á fundi í Síldarútvegsnefhd. Talið frá vinstri: Óskar Vigfússon, form. Sjómannasam- bands íslands, Margeir Jónsson, útgerðarmaður, Birgir Finnsson, fyrrv. alþingismaður, Guðmundur Karls- son, framkv.stjóri, Kristmann Jónsson, útgerðarmaður, Einar Benediktsson, aðst.framkv.srjóri, Gunnar Flóvenz, framkv.stjóri, Dagmar Óskarsdóttir, framkv.stjóri, Sigurður Stefánsson, lögg. endurskoðandi. Á myndina vantar Hermann Hansson, kaupfélagsstjóra, Höfn, Hornafirði. firði, á Seyðisfirði og við bjuggum þar tvö fyrstu hjúskaparár okkar en þá fluttum við til Djúpavogs. Hingað til Eskifjarðar fluttum við ekki fyrr en árið 1968 og hér er yngsta barnið okkar af fimm fætt. - Var maðurinn þinn lengi á sjó? - Garðar var skipstjóri á bátum allt til ársins 1980 og þá var ég búin að vera sjómannskona í 23 ár. - Leiddistþérþaðaldrei? - Þegar ég var yngri þótti mér það einmanalegt, sérstaklega þegar við bjuggum á Djúpavogi. Eg þekkti engan þegar við fluttum þangað og kynntist fáum og það held ég að sé eini tíminn, sem mig vantaði félags- skap. Ég var svo ung þá og hafði þörf fyrir að umgangast fólk en Garðar var á sjó mest allt árið og ég bundin yfir ungum börnum og þá h eld ég, að ég hafi vanist af því að umgangast fólk. En mér hefur aldrei leiðst. Ég hef alltaf haft nóg að komast inn í lánakerfið og annað sem tilheyrir svona fyrirtæki og ég hef oft sagt síðan að ég væri sann- kallað möppudýr þess. Fyrstu árin var ég með þetta á borðstofuborðinu heima. Þá var oft mikið að gera en einhvern veginn tókst mér að sam- eina þetta heimilisstörfum og barna- uppeldi. Tíminn var notaður á kvöld- in þegar börnin voru sofnuð og um helgar ef hægt var að senda þau í bíó. Svona var þetta en fljótlega keyptum við gamla söltunarstöð og Morgunblaöið/Elsa Petersen. fluttum skrifstofuna þangað og enn síðar fluttum við í þetta hús, sem við erum í nú. - Hafið þið saltað síld frá stofh- un fyrirtækisins? - Nei, en eftir 1975 hefur verið saltað hjá Sæbergi hf. nema eina eða tvær vertíðar. Jú, það er mismik- ið að gera og stundum eru um 100 manns á launaskrá á viku, en nú vinn ég alit bókhaldið á tölvu og er örfljót að því og þetta er ekkert mál. Ég hef alltaf verið í hálfu starfí hjá fyrirtækinu og þó að komi tarnir, þannig að vinna þarf á öllum tíma sólarhringsins, hef ég ekki reiknað það sem aukavinnu heldur talið að það jafnist upp þegar rólegri tímar eru. Fyrstu árin var ég launalaus, þá voru aðrir sem gengu fyrir og peningarnir þurftu að fara í annað. - Varstu ekki hrædd við tölv- una, að fara að læra á hana og skipta um vinnuaðferð? - Nei, ég var ekki haldin tölvu- hræðslu. Ég fékk tilsögn hjá GSR, sem er útgerðarfyrirtæki á Reyðar- fírði, svo kom þetta með æfingunni og ég sé ekki eftir handskrifuðu bókhaldsaðferðinni. Það er svo hreinlegt og mikill tímasparnaður að vinna bókhald á tölvu, ég gæti trúað að það væri helmingi fljótar unnið á þann veg og allt nákvæmt og úrlausnir koma strax. Launa- seðlar prentast á skammri stund og þeir eru tilbúnir til útsendingar beint úr tölvunni. Ég hef alltaf haft gaman af að ' vinna við bókhald og nota tolvuna einungis sem vinnudýr en hef ekki komist upp á lag við að leika mér á hana. - Hvenær varstu kosin í Síld- arútvegsnefnd, kom það þér á óvart? - Það var haustið '82. Ég er búin að sitja marga fundi með síldarsalt- endum í gegnum árin og því ekki óeðlilegt að ég væri kosin, þótt mér kæmi það á óvart kannski vegna þess að ég er kona. Ég var eins og þorskur á þurru landi í nefndinni í byrjun, en karl hefði áreiðanlega verið það líka. Flestir þurfa einhvern aðlögunartíma þegar þeir hefja nýtt starf. Fyrst var ég kosin til þriggja ára og nú nýlega endurkjörin til næstu þriggja. Það eru tvö saltenda- félög á landinu. Síldars'altendur á Suður- og Vesturiandi eru í öðru félaginu en saltendur á Norður- og Austurlandi í hinu. Þessi tvö félög eiga þrjá fulltrúa í Síldarútvegs- nefnd, það félag, sem hefur hærra söltunarhlutfall á þriggja ára tíma- bili hefur tvo fulltrúa en hitt einn. Jú, sumt fólk hefur orðið hissa á því að ég sæti í þessari nefnd og þá ekki síður kvenfólk. „Hvað er kvenmaður að gera í Síldarútvegs- nefnd," sagði ein og hélt að þetta væru einkamál karla. Sumir halda ef til vill að kvenfólk hafí ekkert vit á síld eða útgerð yfirleitt, en við, sem höfum þetta fyrir lifibrauð og erum alin upp við sjóinn og fiskirí, lítum þetta kannski öðrum augum. Hér hafa konur orðið að sjá um ýmislegt sem varðar útgerð og hefur það eflaust lengi verið svo þar sem karl- menn hafa unnið til sjós en konur í landi. Nei, ég verð síður en svo vör við að samnefndarmenn líti mig öðrum augum af því að ég er kona, +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.