Morgunblaðið - 09.01.1986, Side 15

Morgunblaðið - 09.01.1986, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986 15 Úr söltunarstöðinni. Frá vinstri: Belgiskur skiptinemi, Peter Filips, Ævar Freyr Ævarsson, Ingileif Ingólfs- dóttir, Eðvald Garðarsson og Bogi Bogason. þeir hafa tekið mér vel og fellur mér sérstaklega vel að starfa með þessum mönnum. Það hefur að vísu verið sagt á fundum: „Strákar, hvað haldið þið um þetta og hitt,“ en mér finnst ég ekki vera undanskilin í því ávarpi, þetta þýðir einfaldlega fundarmenn. Þótt þessi mál séu ekki einkamál karla þá hef ég aðeins hitt þrjár eða fjórar konur á fundum síld- arsaltenda á síðastliðnum sex eða átta árum og þar af eru tvær héðan frá Eskifirði. - Er ekki erfitt að hendast sí- fellt til Reykjavíkur á fundi? - Ekki get ég sagt það. Heimili okkar hefur minnkað og ég hef nægan tíma til þess að fara. Á sumrin get ég ekið til Egilsstaða og flogið suður með morgunvélinni, mætt á fundi og náð síðdegisvélinni austur aftur og ekið heim, en á veturna fara minnst 2 dagar í þetta. Það hefur komið fyrir að flug hefur fallið niður og hefur þá í einstaka tilfellum verið notast við símann og haldinn fundur í gegnum símtækin. En ég er ekki ein um það að þurfa að fara um langan veg til þess að sækja fundi Síldarútvegsnefndar. - Þú fórst á vegum Síldarút- vegsnefiidar í sölusamningaferð til Sovétríkjanna. Hvað er þér minnisstæðast úr þeirri ferð? - Það var 19. júní sl. á kven- réttindadaginn að ég lagði upp í þessa sendiför til Rússlands ásamt fjórum öðrum. Það er margt eftir- minnilegt úr þessari ferð og þetta var allt öðruvísi en það sem ég hafði séð áður. Þó held ég að loftslagið sé mér minnisstæðast, mér fannst það vont. Sennilega vegna þess að Moskva, þar sem við dvöldum, er langt inni í landi og við íslendingar vanir hreinu sjávarlofti. Hótelið, sem við bjuggum á, er rétt hjá Kreml og þegar við íslensku nefndarmenn- irnir sátum á fundu n höfðum við útsýni yfir Kremlarmúrinn. Á samn- ingafundunum, sem haldnir voru í utanríkisráðuneytinu sem er til húsa í gamalli höll, var töluð enska og sátum við fimm frá íslandi og þrír til sex Rússar fundina. Það var túlk- ur á fundunum, en ég er viss um að þarna skildi fólk öll tungumál, meira að segja íslensku. Það er lærdómsríkt að sitja slíka fundi og í þetta sinn gekk erfiðlega að komast að samkomulagi, það er greinilegt að saltsíld er orðin erfið söluvara. Matarvenjur þeirra þjóða, sem hafa keypt af okkur síld, hafa breyst og kröfur einnig. Nú, svo erum við ekki samkeppnishæf og kemur þar margt til, t.d. að norska síldin er greidd niður af ríkinu og íslenska verð- bólgan er óhentug til útflutnings og gengi krónunnar óraunhæft. Ef hægt væri að kenna Japönum að neyta saltsíldar opnaðist stór mark- aður en þeir kaupa aðeins frystar fiskafurðir. - Voru veizluhöld? - Nei, nei, það voru engar skemmtanir, engin boð, ekkert, ekki vatnssopi sem okkur var boðið uppá á meðan fundirnir stóðu, að undan- skildum síðasta fundinum þegar samningar höfðu verið undirritaðir, var okkur boðinn tebolli og konfekt. Þetta er ágætt, mér líkar þetta vel. Skemmtun og vinna eiga ekki sam- an. íslendingar eru of gestrisnir, á stundum, þegar útlendinga ber að garði vegna atvinnu sinnar. Á meðan við dvöldum í Moskvu var móttaka í íslenska sendiráðinu vegna komu íslenska viðskiptaráð- herrans, og var okkur boðið þangað og hittum við margt fólk þar og var það mjög ánægjulegt. Ekki get ég sagt, að mér þætti margt eftirsóknarvert. Einn morgun var ég ein úti á göngu og sá þá ósköp af kerlingum streyma að húsi í grenndinni og ég elti þær. Þar var þá heljarmikil vefnaðarvöruverslun og var metravara í stórum ströngum og miklu úrvali. Það er lítið um til- búinn fatnað í verslunum og sauma konur mikið sjálfar. Ég skoðaði ekki þessi efni, en mér var sagt að þarna ríkti plastöld, kvenveski og ýmis varningur, sem við viljum hafa úr leðri eða góðu leðurlíki var úr hörðu glansandi plasti. Að reykja amerísk- ar sígarettur er greinilegt stöðutákn og einnig var skýr munur á klæða- burði fólks. Þeir, sem hafa tækifæri til þess að ferðast til annarra landa voru áberandi betur klæddir og t.d. var túlkurinn, stúlka, klædd á vest- ræna vísu, en skrifstofustúlka, sem þarna var, hafði auðsjáanlega aldrei haft tækifæri til að versla utan Sovétríkjanna. Eitt vakti fljótt athygli mína og það var að böm sáust varla og þó var þetta í júnímánuði. Þau börn, sem voru sjáanleg í miðborginni voru alltaf leidd á milli tveggja full- orðinna, jafnvel þótt þau væru hálfstálpuð. Mér var sagt að öll börn væru í heimavistarskólum og hljóta þau að hafa verið þar. - Bragðaðir þú ekki á kampa- víni og kavíar? - Jú, en mér fannst myglubragð af kavíarnum og var lítið hrifin. Morgunverðurinn var ágætur, eins og við eigum að venjast, en matur var yfirleitt frábrugðinn. Margar afskaplega fallegar byggingar eru í Moskvu og Gagaringarðurinn er sér- staklega fallegur og snyrtilegur. Það var alls staðar þrifalegt og mér fannst mjög fijálslegt að vera þarna, eins og ég væri heima hjá mér. Að venju var löng bið við grafhýsi Lenins. Hefur heyrst á skotspónum að fólk úr verksmiðjum sé fengið til þess að standa í þessari biðröð enda getur það ekki verið að alla daga sé endlaus röð af eintómu ferðafólki úr Sovét og erlendis frá. Við heyrð- um, að fólk gæti farið á bak við og sagt að það væri útlendir ferðamenn og þá fengi það forgang. Ég sel það ekki dýrar en ég keypti það. - Hefur þú tekið þátt í stjórn- málum, ertu pólitísk? - Ég var einu sinni í íjórða sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjómarkosningunum hér á Eskifirði. Tveir menn voru kjörnir af listanum, en annar flutti í burt á kjörtímabilinu og hinn var oftast á sjó, þanneigin að þriðji og fjórði maður sátu mjög oft fundi bæjar- stjórnar. Eitt lærði ég af þessu og það er að gera þetta aldrei aftur. - Hversvegna? - Af því að þetta var tímasóun. Að sitja þessa fundi var tímasóun. Þessi ár var Sjálfstæðisflokkurinn í minnihluta og var ekki hlustað á eða tekið mark á neinu sem við sögðum. Þótt talað sé um, að engin pólitík sé í þessum litlu bæjum, þá er öll umræða og afstaða um menn og málefni mjög pólitísk. Fundirnir stóðu allt of lengi og var verið að þrefa um smá mál í langan tíma. Ekki talaði einn fyrir meirihluta og annar fyrir minnihluta og síðan greitt atkvæði, nei, það töluðu allir og helst oft um öll mál. Fundirnir, sem ég sat, stóðu alltaf í margar klukkustundir og hefði verið hægt að afgreiða mál, sem þar voru til umræðu á einum eða tveim tímum. Fundarstjórarnir geta stjórnað þessu og er það í þeirra verkahring. Ef þessi háttur væri hafður á í Reykja- vík væru þar viðstöðulausir borgar- stjórnarfundir. Þeir gætu aldrei étið eða sofið ef þetta færi svona fram þar. Ég er alin upp á heimili þar sem mikið var rætt um stjórnmál og foreldrar mínir voru mjög pólitískir. Ég hef alltaf verið sjálfstæðismaður og held að ég verði aldrei annað. Ef ég, af einhveijum ástæðum, kysi ekki þann flokk býst ég við að ég mæti ekki á kjörstað. Enn hef ég ekki fundið neitt betra í öðrum flokk- um. - Hverjir eru foreldrar þínir? - Móðir mín er Olga Árnason fædd Johansen. Hún er frá Reyðar- firði dóttir norskra innflytjenda. Faðir minn, sem nú er látinn, var Óskar Árnason ættaður úr Rangár- vallasýslu. Hann var rafvirki að mennt. - Börnin eru fímm, hvar eru þau? - Hólmfríður, sem er elst stundar nám við Háskóla Islands, Olga er íþróttakennari er við framhaldsnám í Svíþjóð, Arna starfar í Kanada og drengirnir, Garðar Eðvald og Óskar, eru í skóla í Reykjavík á vetuma en eru heima á sumrin. Svo eigum við eitt barnabarn; Olga og sambýlis- maður hennar, Öm Jónsson, sem einnig nemur í Svíþjóð, eiga litla stúlku og er hún nafna mín. - Hvernig er að verða tvö ein aftur? Mörg hjón uppgötva þegar börnin eru farin að heiman, að þau þekkjast varla og þá hriktir stundum í hjónabandinu. - Mér finnst það nokkuð gott. Ég hef meiri tíma til þess að sinna mín- um áhugamálum og betri tíma fyrir þau verkefni, sem ég hef tekið að mér. Og eftir að fyrirtækinu var skipt og við seldum okkar hlut í bátnum og rekum söltunarstöðina ein, þá finnst mér að ég hafi of lítið að gera. Við Garðar höfum alltaf verið samhent og eigum sömu áhugamál og þekktumst vel áður en börnin fóm að fara að heiman og kunnum því vel að vera tvö ein eftir í kotinu og ég er sátt við að vera hér á Eskifirði þótt þau séu fjarri heimilinu. En síðan íjölgar aftur hjá okkur á sumrin og er það ekki síður skemmtilegt. - Einhveiju sinni þegar við hittumst á skíðum í Oddsskarði sagðir þú, að það væri besta vit- leysa, sem þér hefði dottið í hug, þegar þú fórst að fara á skíði. Eru fleiri góðar vitleysur? - Fólk heldur stundum að það sé of gamalt til þess að bytja að stunda íþróttir en það er vitleysa. Og, ég segi það satt, við Garðar urðum ung í annað sinn þegar við fómm að stunda skíðin. Þetta dá- samlega skíðaland héma fyrir ofan bæinn er óborganlegt. Við hjónin og krakkarnir öll fömm á skíði þegar við getum. En þegar fer að vora vil ég frekar fara á golfvöllinn en á skíði. Mér finnst það gulls ígildi að ég skyldi fara að stunda golfið, ég byijaði bara of seint. Þegar farið er svona seint af stað verður maður aldrei góður „golfari". Það vom áhugasamar golfkonur, sem smituðu mig af bakteríunni og kenndu mér og er ég þeim eilíflega þakklát fyrir. Golf er bæði skemmtileg og þægileg íþrótt. Það er gaman að vera með öðmm í golfleik en ef skapið býður upp á annað er ágætt að vera einn með sjálfum sér á golfvellinum. Hér em margir áhugasamir golfleikarar en aðeins örfáar konur í þeim hópi. Völlurinn okkar er níu holur og, að ég held, mjög góður, a.m.k ef ég ber saman við aðra velli hérlendis. Við Garðar höfum leikið golf á tal- svert mörgum völlum hér á landi og einnig í Bandaríkjunum, þegar við vomm þar á ferð fyrir nokkmm ámm. - Hvað finnst þér um kvenna- framboðið og mjúku málin? - Ég vildi ekki vera á kvennalista og tel æskilegra að konur séu með körlum á framboðslistum. En ég skil þetta vel því að það hefur tví- mælalaust verið gengið framhjá kvenfólki og þeim vantreyst bæði af körlum og konum. Ég minnist þess að eitt sinn var ég ekki boðuð á nefndarfund sem aðalmaður heldur varamaður minn, sem var karl og sýndi það ekki aðeins algjört van- traust á mig sem konu heldur einnig sem nefndarmann. Það er margt ágætt, sem þessar konur segja, en mér fmnst að það ætti að stefna meira að því að gera konum kleift að vera heima hjá ungum börnum sínum en að byggja dagheimili út um borg og bí. Það er hlutverk mæðra að vera með börnum sínum, ef það er mögulegt, en feðurnir eiga vissulega að koma þar nærri. Já, það vantar heilsteypta stefnu hjá þessum konum, en hún kemur ef til vill seinna. En kona á ekki að öðlast ákveðið sæti á framboðslista út á kynferðið, en hún á heldur ekki að gjalda þess. Og konur ekki síður en karlar mega ekki aðeins bera fram tillögur um hvernig á að eyða fjár- munum þjóðfélagsins heldur einnig hvernig á að afla þeirra. - Dagmar, hvernig mannlíf er á Eskifirði í dag? - Ég held að það sé afskaplega gott og óspillt. Viðtal þetta er skrifað af'Elsu Petersen, húsmóðurá Eskiíirði. Jazz. M.a. Niels Henning. íslenskar útgáfur o.fl. o.fl. Allt að 80% afsláttur Ferskasta plata sem komið hefur út á íslandi í mörg ár. Útgáfa sem hefur algera sér- stöðu. Frábært verk sem við mælum sérstaklega með. gramm Laugavegi 17, símí 91-12040.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.