Morgunblaðið - 09.01.1986, Side 18

Morgunblaðið - 09.01.1986, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986 „Það má segja að við eigum skap saman“ — segir dr. Giorgio Brighenti yfirverk- fræðingnr ÍSAL Dr. Giorgio Brighenti, Marianne kona hans og börnin Sabine og Oliver. Dr. Giorgio Brighenti tók við stöðu sinni sem yfirverkfræð- ingur og áðstoðarfram- kvæmdastjóri álverksmiðjunn- ar í Straumsvík í maí 1982. Hann er ítölskumælandi Sviss- lendingur með lögheimili í Valese, sem er kantóna í Tizino. Síðustu dagana fyrir jól stóð dr. Brighenti í stórræðum. Starfi hans hjá ÍSAL er lokið, nú þurfti að pakka niður og flytja búslóðina heim. Blaða- manni tókst samt sem áður að stela tveimur tímum af anna- sömum degi og spyrja efna- verkfræðinginn nokkurra spurninga um dvölina á íslandi. Hér fengnst engir ávextir eða grænmeti ... „Það má segja að ísland hafi komið mér skemmtilega á óvart. Forverar mínir í starfi drógu upp allt aðra mynd af landinu. Þeim þótti það einangrað, hér væri til dæmis erfitt að nálgast ýmsar nauðsynjar svo sem ávexti og grænmeti. Raunin varð allt önnur. Island er í góðu sambandi við umheiminn. Hér fæst næstum því allt og margskonar menning- arstraumar leika um landið." Eru íslendingar ekki ólíkir ítölskumælandi Svisslending- um? „Ég gerði mér fljótlega grein fyrir því að íslendingar og Va- lese-búar eru ekki svo ólíkir þegar öilu er á botninn hvolft. Við þurf- um ekki annað en að líta eina öld aftur í tímann. Forfeður okkar bjuggu við lík lífskjör. Hér stund- aði alþýðan búskap og sjósókn við erfið skilyrði. í Valese lifði fólk af landinu, í hijóstrugum Ölpun- um. A vetuma bjó fólkið í mikilli einangrun, hátt uppi í Ijöllum, í þröngum firði - eða djúpum dal. Islendingurinn og Valese-búinn lærðu báðir að treysta á sjálfan sig. Þannig gekk okkur vel að skilja íslendinga. Það má segja að við eigum skap saman.“ En nú eru Svisslendingar þekktir fyrir reglufestu og ábyrgð, svo ekki sé minnst á stundvisi___ „ Við skulum segja að íslending- ar séu lausari í rásinni en við. Hér ríkir svo mikið frelsi í öllum efnum, stundum kannski of mikið. Mér dettur í hug maðurinn í sundláugunum sem stendur undir sturtunni meðan fjöldi fólks bíður þess að komast að. Hann lætur sig það kannski litlu varða og rakar sig í mestu rólegheitum. Stundum fannst mér að íslend- ingar myndu aka vinstra megin á veginum ef þeim sýndist svo.“ Menntaðir, víðsýnir og upplýstir Hvemig var svo að starfa við íslenska stóriðju? „ISAL er stór verksmiðja á ís- lenskan mælikvarða, í Sviss eru nokkrar slíkar. Maður gerði sér fljótt grein fyrir því hversu mikill áhrifavaldur álverið er í íslensku þjóðlífi. Mér fannst allt öðruvísi að vera yfirmaður hér en í Sviss. íslend- ingar eru menntaðir, víðsýnir og fljótir að tileinka sér nýjungar. Öll stéttaskipting er auðvitað óþekkt. I Sviss eru sumir verka- menn, aðallega farandverkafólk, ólæsir og skrifandi. Því finnur maður stundum fyrir tregðu, erfitt er að innleiða nýja tækni. Ef ég á að nefna þann kost íslendinga sem ég met mest, þá er það hversu upplýstir þeir eru. Það er líka nauðsynlegt svona smárri þjóð, sem vill standa sig í hörðum heimi." Þú hefur væntanlega kynnst þeirri umræðu og deilum um álverið sem reglulega skjóta upp kollinum? „Ég kom hingað í tíð Hjörleifs Guttormssonar iðnaðarráðherra og kynntist þeirri „rirnmu" sem stóð milli ríkisstjómarinnar og ÍSAL. Eftir að núverandi ríkis- stjóm tók við völdum hefur and- rúmsloftið í kringum ÍSAL verið eðlilegra. Núna eru menn jafnvel famir að ræða hugsanlega stækk- un og fleiri verksmiðjur. Mér finnst það bæði sjálfsagt og eðli- legt að íslendingar reyni að nýta þá gífurlegu orku sem býr í fall- vötnunum. Ég held að stóriðja henti íslendingum mjög vel.“ A lítil þjóð að reiða sig á orkufrekan iðnað, sem er dýr og veldur mengun? „Stóriðjan er auðvitað dýr. Það er því eðlilegt að fá erlenda aðila til þátttöku. Mengun frá verk- smiðjum eins og álverinu fer minnkandi með hveiju árinu sem líður. Allur iðnaður hefur vissa ókosti í för með sér. Þetta er spuming um að vega og meta kostina og gallana. Ég hef orðið var við það að sumir kenna álverinu um allt sem miður fer. T.d. ræddi ég einu sinni við eldri mann sem fann álverinu allt til foráttu. Hann hafði nefni- lega lagt það í vana sinn að fara í göngutúr í Straumsvíkinni af og til! Það má ekki gleyma því að álverið veitir 600 manns atvinnu, sem þýðir að 2-3 sinnum fleiri eiga afkomu sína undir því. Álve- rið aflar þjóðinni gjaldeyris allan ársins hring." Þú hefur væntanlega tekið mikinn þátt í því að þróa álve- rið? „Jú. Stuttu áður en ég kom hingað var byijað að byggja yfír alla ofnana í kerskálanum. Því er núna lokið og búið að koma upp öflugum mengunarvömum. Við höfum líka unnið að því að tölvu- væða margt í framleiðslurásinni. í sumar er álsteypan tölvuvædd og svokölluð „hot-top“-aðferð tekin í notkun. Þetta er því ein fullkomnasta álsteypa í heiminum í dag. Verksmiðja eins og ÍSAL er í stöðugri þróun." Vildi hafa lært málið Dr. Brighenti og fjölskylda hans bjuggu í einbýlishúsi í Garðabænum. Hann á tvö böm, 13 ára stúlku og 11 ára dreng. Þau fóm ásamt móður sinni til Sviss í haust svo að ekki þyrfti að skipta um búsetu á miðju skólaári. Ég spyr Brighenti hvem- iggengið hafi að læra islensku: „Ég viðurkenni ein mistök: Að læra ekki íslensku. Bæði við og bömin lentum í þeirri klípu að íslendingar eru einfaldlega of mælskir á erlendar tungur. Böm og fullorðnir byija strax að tala ensku eða þýsku þegar kemur í ljós að útlendingar em á ferð. Krakkamir mínir gengu í skóla bandaríska sendiráðsins, þar sem þau sátu á skólabekk með bömum frá fjölmörgum þjóðlöndum. Við völdum þann skóla svo að dvölin hér nýttist til enskunáms. Ég fann það að þegar þau héldu héðan vom þau orðin „alþjóðleg" í hugs- un. Kennarar þeirra í Sviss hafa orð á því að þau hagi sér öðmvísi en jafnaldrar þeirra, séu opin- skárri og óhræddari við að tjá sig.“ Það voru því aldrei neinir erf iðleikar með tungumálið? „Nei - við hjónin eignuðumst fljótlega mikið af kunningjum. Bömin mín töluðu ensku við leik- félagana í hverfinu. íslendingar em fljótir að aðlaga sig að nýjum aðstæðum! Mér fannst samt óþægilegt að geta ekki rætt við undirmenn mína á móðurmáli þeirra. Sambandið við lífið í verk- smiðjunni verður erfiðara, sam- skipti dálítið yfirborðskennd. Fyr- ir nokkmm ámm var ég yfirverk- fræðingur í tveimur álverksmiðj- um í Sviss. Á milli þeirra vom 25 km. í annarri var töluð ítalska og hinni franska. Þetta skapaði mörg sérkennileg vandamál." Þú ert itölskumælandi Sviss- lendingur, en það er annað smæsta þjóðarbrotið i Sviss. Búið þið ekki við aðrar aðstæð- ur en þeir sem tala þýsku eða frönsku? „Nei, alls ekki. í Sviss búa milli 6 til 7 milljónir manna. Aðeins 10% þeirra tala ítölsku. Mismunurinn á milli svæða í Sviss er samt í raun lítill. Lífskjör em óháð búsetu. Lugano, stærsta borgin í Tizino, er til dæmis ein mesta viðskipta- og bankaborgin í Sviss. Ég lít á mig sem Svisslending og á meira sameiginlegt með fólk- inu í Genf og Bem heldur en ná- grönnunum sunnan alpa.“ Er ekki mikil eftirvænting að halda heim á leið? „Það er gaman að fara heim, en við söknum öll landsins. Bömin mín tóku það nærri sér að fara héðan. Það var mjög gaman að kynnast íslendingum og þessu fallega landi. Við eram búin að ferðast um allt land, norður til Mývatns, austur á firði og um Vesturland og Snæfellsnes. Ég vonast til þess að við komum hingað í sumarleyfum okkar hve- nær sem tækifæri gefst.“ Hvað tekur nú við í starf i? „Eftir áramótin tek ég við nýrri stöðu hjá Alusuisse í Valese. Ég er búin að vinna fyrir Alusuisse samsteypuna síðan 1970 þegar ég varði doktorsritgerð mína. Á mín- um aldri er auðvitað erfiðara en ella að skipta um starf. Það hefur oft hvarflað að mér að gaman væri að breytá til og vinna í lítilli verksmiðju, kannski með eigna- raðild. Þá hefði maður fullkomna yfirsýn og gæti metið árangurinn af verkum sínum. í stórfyrirtælq- um er alltaf erfiðara að sjá hvert hlutimir stefna, erfiðara að taka skjótar ákvarðanir og stjóma eftir eigin höfði." - B.St. Raunvextir — eða raunhæfir vextir? eftirRagnar Tómasson Framkvæmdastjóri Verslunar- ráðs, Ámi Ámason, ritar laugar- daginn 4. janúar sl. fróðlega grein í Mbl. um raunvexti. Rauði þráðurinn í grein Áma virðist vera sú skoðun hans að raunvextir séu raunhæfir vextir. Af þessu tilefni m.a. langar mig aðspyijaÁma: 1. Ef arðsemi Qármagns í atvinnu- starfsemi er neikvæð eins og al- gengt er hér á landi, hvemig geta þá jákvæðir vextir af bankalánum til atvinnufyrirtækja verið raun- hæfir? 2. Ef sú kenning hagfræðinga er rétt, að kaupkröfur launþega um- fram raunvirði seldrar vinnu séu bæði „óraunhæfar og verðbólgu- valdandi", hvemig geta þá vaxta- kröfur, sem em umfram arðsemi fjármagns í atvinnustarfsemi, verið annað en „óraunhæfar og verð- bólguvaldandi"? 3. Ef sníða skal stakk eftir vexti og miða kaupkröfur við raunvirði seldrar vinnu, t.d. í næstu kjara- samningum, hvemig má með rökum telja spariQáreigendur arðrænda, sem fjárfesta í íslensku atvinnulífi fyrir milligöngu banka og spari- sjóða gegn vöxtum sem samsvara ávöxtun ijármagns í íslenskri at- vinnustarfsemi? Em eða eiga vextir sparifjáreigandans að vera eitthvað Ragnar Tómasson annað en umsamin hlutdeild hans í arði af þeirri atvinnustarfsemi, sem lánaðertil? í fyrirsögn að grein Ama segir að raunvextir séu hæstir í Ástralíu og Bandaríkjunum. Þá miðar Ámi við vexti umfram verðbólgu. Mér segir svo hugur að óvíða séu raun- vextir hærri en á íslandi sé miðað við ávöxtun fjármagns í atvinnu- starfsemi viðkomandi lands. Verslunarráð íslands hefur á síð- ustu ámm sýnt lofsvert framtak við m.a. að kynna og skilgreina markmið íslensks atvinnulífs. Grein Áma er að sínu leytinu eins og góður fyrripartur á stöku, þar sem botninn vantar. Áma treysti ég til að bregðast fljótt og vel við - og botna stökuna, með svömm við einföldum spumingum. Höfundur er lögfræðingur og rekur fasteignasöluna Húaaknup.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.