Morgunblaðið - 09.01.1986, Page 19

Morgunblaðið - 09.01.1986, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986 19 Fiskveiðibæklun og önnur bæklun eftir Kristjón Kolbeins Föstudaginn hinn 20. desember sl. birtist grein í Mbl. eftir Ammund Backmann um þau vandamál, sem við er að etja í sjávarútvegi. Greinin er á margan hátt vel skrifuð en þar er tæpt á ýmsu, sem þyrfti nánari skýringa við út frá hagrænu sjónar- miði. Um þessi mál hefur oft verið fjallað á undanfömum ámm út frá líffræðilegum, hagrænum og ýmsum félagslegum sjónarmiðum. Þráfald- lega hefur þessi umræða farið fyrir ofan garð og neðan hjá almenningi, vegna fræðilegra útskýringa og einatt em menn ósammmála í grund- vallaratriðum þ.a.e. greinir á um fræðin sjálf. Þetta er svipað því og þegar deilt er um hvort reykingar valdi krabba eða tilhneiging til krabbameins reykingum. Einnig hafa greinarhöfundar oft gleymt því að mál sitt skal hver og einn setja fram á svo skýran hátt að amma viðkomandi skilji það. Eg vona að ömmur taki þessi orð ekki óstinnt upp. Sízt vildi ég kasta rýrð á þær. Á íslandi eru a.m.k. 5.000 fiski- fræðingar og hver og einn þeirra telur sig hafa höndlað hinn eina stóra sannleika. Á Alþingi íslend- inga sitja 60 þeirra og auðvitað mótast afstaða þeirra til kvótakerfi, skrapdagakerfis, banns við notkun ákveðinna veiðarfæra o.fl. á fiski- fræðilegum rökum. Fiskifræðingar eru á margan hátt í erfiðri aðstöðu þar eð það sem þeir eru að fást við er yfírleitt hulið sjónum manna undir yfirborði sjáv- ar. Spádómar þeirra hafa stundum brugðizt vegna of- eða vanmats á styrkleika einstakra árganga. Oft er einnig erfitt að meta hvaða samhengi ríkir milli veiða á mörgum stöðum úr fæðukeðjunni og vaxtar og viðgangs einstakra stofna. Eitt er þó víst að það er að m.v. nútíma tækni þolir enginn fiskstofn óhefta sókn. Flestir eru sammála um að fara eftir ráðleggingum fiski- fræðinga í sambandi við veiðar á síld, loðnu, humri, rækju og skel. íslenzki vorgotssíldarstofninn er nær horfinn vegna gegndarlausrar of- veiði og norsk-íslenzki síldarstofninn er ekki svipur hjá sjón m.v. það sem hann var fyrir tuttugu árum þegar íslendingar veiddu 700-800 þúsund lestir af síld. Þegar kemur að nýt- ingu þorskstofnsins eru menn ekki sammála. Á þorskinn verða menn að líta sömu augum og á hrossastóð, naut- gripahjörð eða fjárhóp, sem ákveð- inn fjölda einstaklinga á ákveðnum aldri og af tiltekinni þyngd. Ekki er sett á á haustin undan þeim ám sem drepa undan sér á vorin, né heldur verða þau lömb gemlingar, sem fara í sláturhús á haustin. Það þætti léleg búmennska að reka lömb til slátrunar á miðju sumri þegar fallþunginn er 10 kg undir því yfir- skyni að nýta þurfi sláturhúsin betur yfir sumarið. I staðinn fyrir að bíða fram á haust þegar fallþunginn er 14-15 kg. Með ýmsum aðferðum eins og merkingum, endurheimtum, aldurs- samsetningu aflans, seiðarannsókn- um og bergmálsmælingum er reynt að meta styrkleika einstakra ár- ganga fiskstofna. í raun er ekki vitað að fullu um styrkleikann fyrr en árgangsins hættir að gæta í veiðinni. Fiskveiðar byggjast á nýtingu endurnýjanlegra auðlinda og um þær gilda ákveðin lögmál sem valda því að sóknin hefur tilhneigingu til að fara fram úr hagkvæmustu sókn. Þetta stafar af þvi að ekki fara alltaf saman hagsmunir einstakra útgerða eða byggðarlaga og þjóðarheildar- innar. Eftir að fiskstofn er fullnýttur hefur aukin sókn eingöngu í för með sér breytta afladreifingu, aukinn kostnað og oft minni heildarafla. Það hefur sýnt sig að með aukinni sókn breytist þorskaflinn oft lítið en kostnaðurinn eykst. Mikil sókn hefur áhfrif á stofnstærð þannig að stofn- inn minnkar og veiddur er hlutfalls- lega stór hluti af stofninum með miklum kostnaði. Ef dregið er úr sókn eflist stofninn og þar með kynþroskahluti hans. Oft getur afl- inn jafnvel aukist, kostnaður við veiðamar minnkar, hagkvæmni veiðanna eykst. Verið er að veiða lítinn hluta af stómm stofni með litlum kostnaði. Stærð hrygningarstofnsins hefur geysimikla þýðingu í þessu sambandi einkum fyrir vetrarvertíð sunnan- lands og vestan. Það er gömul þumalfingursregla að vertíðarafli á bát er að meðaltali einn þúsundasti af hrygningarstofni þorsksins. Við getum litið þannig á að vertíðarbátur fari með ákveðinn kostnað út á sjó óháð aflanum. Því skiptir vemlega máli hvort afli er að meðaltali 700 lestir á bát eða aðeins 200, allt eftir því hvort hrygningarstofninn er 700 þúsund lestir eða aðeins 200 þúsund lestir. Það sem gerir gæfumuninn þegar dregið er úr sókn er að fiskurinn nær að þyngjast á milli ára. Meðal- þungi þriggja ára þorsks er aðeins 1,1 kg en 7 ára er hann 4,7 kg. Ohætt er því að fullyrða að náttúran greiði okkur okurvexti af þeim þorski sem við geymum í sjónum frá fjögurra ára aldri til sjö ára aldurs þótt tillit sé tekið til náttúm- legrar dánartölu. Þess ber einnig að geta að þegar dregið er úr sókn byggist veiðin á fleiri árgöngum en þegar sóknin er mikil. Miklar sveiflur em á styrkleika einstakra árganga þorsks. Þess vegna fer oft þannig að ákveðinn árgangur heldur uppi veiðinni í mörg ár. Þetta heyrir víst fortíðinni til. Árgangurinn frá 1922 hélt uppi veiðinni árin 1930-1933 og einnig árin 1934 og 1935 en hans gætti allt til ársins 1940. Árgangurinn 1945 var einnig mjög sterkur og átti ríkan þátt í veiðinni árin 1953-1957. Árgangurinn frá 1964 var einn sá bezti, sem klakizt hafði út í tvo ára- tugi en vegna gegndarlausrar veiði á honum fyrir kynþroskaaldur veidd- ist hundrað þúsund tonna minni afli úr honum en verið hefði ef sóknin í hann hefði verið innan skynsam- legra marka á meðan hann var að alast upp. Kristjón Kolbeins „Það þætti léleg bú- mennska að reka lömb til slátrunar á miðju sumri þegar fallþung- inn er 10 kg undir því yfirskyni að nýta þurfi sláturhúsin betur yf ir sumarið.“ Áður fyrr veiddu íslendingar um 80% þorskafla síns á tímabilinu frá janúar til maí. Nú hefur sú breyting orðið að aflinn dreifist meira yfir árið og jafnframt yfir landið. Út- haldið hefur orðið dýrara. íslendingar hafa sjaldan kunnað sér hóf í fjárfestingu. Fjárfest hefur verið í afkastagetu flota umfram afrakstursgetu fiskstofna og því er ástandið eins og Ammundur lýsir í upphafi greinar sinnar. Ástæðan er ekki sú að nægur fiskur sé í sjónum fyrir flotann til að stunda óheftar veiðar og því sé við fískifræðinga að sakast. Þeir séu það miklar fiski- fæiur að þeir finni aldrei fisk og því sé bölsýnistefna ríkjandi í fisk- veiðum íslendinga. Ástæðulaust er að blanda saman bjartsýni og ósk- hyggju. Raunsæi er fyrir mestu. Kunnur Nóbelsverðlaunahafi sagðist eitt sinn vera skammtíma bölsýnismaður en langtíma bjartsýn- ismaður. Þetta ættu fleiri að hafa að leiðarljósi. Höfundur er viðskiptafræðingur. Sálfræðinga- félag íslands heldur nám- skeið um helgina Gagnamiðstöð Sálfræðingafé- lags Islands gengst fyrir nám- skeiði i Odda 11. og 12. janúar. Á laugardag hefst námskeið kl. 13.00 með þvi að dr. Sigríður Valgeirsdóttir kynnir rannsóknir á leiðsöguprófi. Klukkan 14.00 fjallar Þorsteinn Sigurðsson skólastjóri um Raynell-tal- kennslupróf. Á sunnudag kl. 13.00 talar Gylfi Ásmundsson forstöðusálfræðingur um túlkun á MMPI. Sölvína Kon- ráðsdóttir sálfræðingur ijallar um þýðingar og staðlanir á sálfræðileg- um prófum kl. 14.00 og að síðustu ræðir Júlíus K. Bjömsson sálfræð- ingur um tölvuforrit, sem kallast Eysenck Personaiity Questionnaire. Þátttökugjald verður innheimt á staðnum. Þá verða kynnt ýmis sál- fræðileg gögn sem unnið er með hér á landi. Mannekla — ekki mannelska í tilvitnun í bréf frá Kjartani Jónssyni trúboða í Kenýa í dálk- unum Fólk í fréttum í miðviku- dagsblaði breytti prentvilla, þar sem mannekla varð að mann- elsku, rækilega merkingu í setn- ingu. Hún átti að vera svona: „Vegna manneklu hjá Norska lútherska kristniboðssambandinu, sem við störfuðum í mjög nánum tengslum við, vomm við lánuð hing- að niður á strönd Indlandshafs í eitt ár.“ Leiðréttingf RANGT var hermt I Morgun- blaðinu miðvikudaginn 8. janúar hver hæsti mögulegi vinningur í Happdrætti Háskólans væri. Sagt var að hann gæti hæstur orðið 10 milljónir króna í des- ember með fimmföldum tromp- miða. Hið rétta er að hæsti mögulegur vinningur er 18 milljónir í desem- bermánuði svo fremi sem viðkom- andi eigi fjóra miða á sama númeri auk trompmiðans. Hæsti vinningur á einn miða er 2 milljónir í desember þannig að fjórfaldur miði auk trompmiða nífaldar upphæðina. Ný bandarísk kvikmynd byggö á blaöagreinum, er birst hafa í Rolling Stone- Magazine. Handrit: Aaron Latham og James Bridges. Framleiöandi og leikstjóri: James Bridges. Aöalhlutverk: John Travolta, Jamie Lee Curtis. John Travolta hefur fengiö mjög góöa dóma fyrir leik sinn í þessari mynd. Hann hlaut frægö og frama fyrir myndirnar „Urban Cowboy", sem James Bridges leik- stýröi. Einnig „Staying Alive" í leikstjórn Sylvester Stallone, „Grease“ og „Two of a Kind" þar sem hann lék á móti Oliviu Newton-John. Hann var útnefndur til Óskarsverölauna fyrir „Saturday Night Fever". Jamie Lee Curtis er dóttir hjónanna Tony Curtis og Janet Leigh. Skemmst er aö minnast hennar í hinni frábæru gamanmynd „Trading Places“ þar sem hún lék á móti Dan Aykroyd og Eddie Murphy. Tónlist: Perfect sungin af Jermaine Jackson. Lay Your Hand On Me — Thompson Twins. I Sweat — Nona Hendryx. All Systems Go — Pointer Sisters. Hot Hips — Lou Reed. Shock Me — Jermaine Jackson og Whitney Houston. Wear Out The Grooves — Jermaine Stewart. Masquerade — Berlin. Talking To The Wall — Dan Hartman. Wham Rap — Wham! Blaðadómar: „Fyrsta flokks leikur. Skemmtileg, fyndin og eldfjörug." Rex Reed, New York Post „Fullkomin er fyrsta flokks mynd.“ US Magazine „John Travolta er fullkominn í „Fullkomin". Myndin er fyndin og sexí.“ Pat Collins, CB-TV Sýnd í A-sal kl. 5, 7, 9 og 11.15. Hækkaö verd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.