Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986 21 Morgunblaðið/Kári Jónsson Kór skipaður 30 ungum skátum söng við undirleik blásarakvintetts Tónlistarskólans á Sauðárkróki. Sauðárkrókur: Eldri borgarar í f agnaði Sauðárkróki, 5. januar. FÉLAGSMÁLARÁÐ Sauðár- króks bauð rosknum borgurum í bænum til fagnaðar í Hótel Mælifelli sl. föstudag. Um 70 manns þágu boðið og nutu veglegra veitinga og góðrar skemmtunar. Matthías Viktorsson félags- málastjóri setti og stjórnaði sam- komunni. Blásarakvintett Tónlist- arskólans á Sauðárkróki lék nokk- ur lög og kór skipaður 30 ungum skátum söng. Sveinn Friðvinsson las upp og Friðrik J. Friðriksson héraðslæknir minntist þess að rétt 30 ár eru frá því að hann hóf störf meðal Skagfirðinga. Að lokum var stiginn dans við harm- onikuleik Geirmundar Valtýsson- ar. Þótti þessi nýársfagnaður takast vel í alla staði. Kari Dagskráratriðin vöktu hrifningu viðstaddra. Nýtt íþróttahús vígt í Grindavík Grinilavík, 5. janúar. NÝTT íþróttahús við Austurveg var vigt hér í Grindavík sunnu- daginn 5. janúar. Framkvæmdastjóri bygginga- nefndar fyrir hönd bæjarstjórnar, Gunnar Vilbergsson, stjórnaði at- höfninni. Formaður bygginga- nefndar, Aðalgeir Jóhannsson, lýsti byggingu hússins, sem er nú 1537 fermetrar, en verður fullbúið 2122 fermetrar. Byggingarkostnaður er nú 40 milljónir. Verkfræðingur er Ágúst Jónsson, en innanhússarki- tekt Jón Ólafsson, utanhúss Guð- mundur Þór Pálsson. I húsinu eru tveir körfuknattleiksvellir þversum eða einn langsum. Forstöðumaður hússins verður Guðjón Sigurðsson. Séra Orn Bárður Jónsson vígði húsið og flutti bæn. Menntamála- ráðherra, Sverrir Hermannsson, heiðraði Grindvíkinga með nærveru sinni og flutti ræðu. Reynir Karls- son, íþróttafulltrúi ríkisins, flutti ávarp. Jón Ármann Héðinsson tal- aði fyrir hönd framkvæmdastjórnar ÍSÍ og fleiri fluttu ávörp. í tilefni vígslunnar voru íþrótta- sýningar, t.d. var Jóhannes Har- aldsson, júdómeistari, með íþrótta- sýningu eldri og yngri nemenda 4 k4 v^ Séra Örn Bárður Jónsson flutti bæn og vigði iþróttahúsið. sinna. Þar sást hvernig lítill getur fellt þann stóra í júdó. Gestir Grind- vikinga meðal íþróttamanna voru flokkar Armenning^a úr Reykjavík. Sérstaka athygli vöktu stúlkur, sem sýndu frábæra leikni í leikfimi. Auk þess voru ýmsir leikir heimamanna, svo sem handknattleikur, körfu- knattleikur og innanhússknatt- spyrna. í tilefni dagsins bauð bæjar- stjórn öllum börnum í bíó í félags- heimilinu Festi þar sem var fullt hús. — Guðfinnur •^^ * íþróttahópar sýndu lístir sfnar, meðal aiinars júdóf lokkar úr Grinda- vík. Þe -pa við segjum útsala ^jUCT IttCHWntl Vld ÚtSOKI /MIKUG4RÐUR MARKAOm VIÐSUND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.