Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986 Belgía: Fyrrum f orsætisráð- herra fyrir rétti _# Akærður fyrir falsanír og skattsvik Bruasel, 8. janúar. AP. RÉTTARHÖLD hófust í dag í máli Pauls vanden Boeynants, fyrrum forsætísráðherra Belgíu. Hann er ákærður fyrir fals og skattsvik á árunum 1967 tíl 1982. Vanden Boeynants, 67 ára gam- all frönskumælandi kristilegur demókrati, segist saklaus af öllum 100 ákæruatriðum. Réttarhöldin hófust á því að verjandi vanden Boeynants fór fram á að fallið yrði frá 61 af 100 ákærum á hendur skjólstæðingi sínum, vegna þess að þau hefðu ekki komið fram þegar þingið samþykkti að svipta vanden Boeynants þinghelgi 1982, eftir kröfu dómsmálaráðuneytisins. Dómsvaldið ákvað að íhuga þessa beiðni og frestaði réttarhöldunum til22.janúar. vanden Boeynants hélt því fram að ákærurnar næðu allar til þess tíma, sem hann naut þinghelgi, og því ekki hægt að draga sig fyrir Ekki fallizt á uppsögn útvarpsstjóra Varsjá, 8. janúar. AP. PÓLSKA stjórnin hefur synjað afsagnarboði Aleksanders Perc- zynski, framkvæmdastjóra út- varps- og sjónvarpsstjórnar rík- isins. Hann baðst lausnar í frétta- tima sjónvarpsins á sunnudag vegna mistaka sem urðu í útsend- ingu áramótaviðtals við Jaruz- elski forseta. Að sögn pólsku fréttastofunnar PAP fór Zbigniew Messner, forsæt- isráðherra, að ráðum Jaruzelskis er hann synjaði beiðni Perczynski. Perczynski bauðst til að segja af sér og baðst afsökunar á tæknileg- um mistökum í útsendingu viðtals- ins við Jaruzelski sem ollu því að rödd hans varð mjög loðin og nánast óskiljanleg. Sjónvarpið reyndi að gera umhverfi viðtalsins og sam- ræðurnar sem heimilislegastar og því var hljóðnemum komið fyrir undir borði því sem Jaruzelski og spyrill hans sátu við. Varð það til þess að hljómgæðin urðu vægast sagt léleg. Að sögn PAP var Perczynski .veitt áminning fyrir vanrækslu í starfi. rétt eftir að hann hefði verið sviptur þinghelgi. Hæstiréttur Belgíu, Cour de Cassation, hafnaði þessu og skipaði vanden Boeynants að koma fyrir rétt á þeim forsendum að ákærurnar um fals og skattsvik væru ótengdar athafnasemi hans í stjórnmálum. Vanden Boeynants er ákærður fyrir að gefa upp tekjur í Lúxem- borg, Sviss og LJechtenstein í nafni tilbúinna pappírsfyrirtækja og stofna þar reikninga til að svíkja undan skatti. Einnig er honum borið á brýn að hafa falsað bókhald kjöt- framleiðslufyrirtækis síns til að hylma yfir ofangreind brot. Veður víða um heim L»g«t Hasst Akureyrl +2 sl-ýjað Amsterdam +5 +2 skýjað Aþena vantar Barcelona 10 léttskýjað Berlln +10 +2 heiðskírt BrOssel +6 4 snjór Chicago +23 +13 helðskírt Dublín 4 8 rigning Feneyjar 2 þokum. Frankfurt +6 2 skýjað Genf +8 1 skýjað Helsinki +1S +8 heiðskfrt HongKong 12 18 heiðskírt Jerúsalem 7 14 heiðsklrt Kaupmannah. +14 +3 skýjað Las Palmas vantar Lissabon 10 16 rigning London 1 3 rigning LosAngeles 14 24 heiðskírt Lúxemborg +2 snjór Malaga 14 skýjað Mallorca vantar Mlami 21 26 skýjað Montreal skýjað Moskva +8 +4 skýjað NewYork +6 +3" skýjað Osló +16 +8 heiðskirt Paris 2 6 skýjað Peking +8 0 heiðskirt Reykjavik 3 úrkoma RíódeJaneirc 16 28 skýjað Rómaborg 4 11 skýjað Stokkhólmur +15 +8 skýjað Sydney 17 28 rigning Tókýó 0 11 heiðskírt Vínarborg +1 4 skýjað Þórshöfn 5 skýjað Útsöluslagur AP/Sfmamynd Viðskiptavinir þyrpast að hlöðnu vöruborði í Kinadeild verslunarinnar Harrods í London á fyrsta degi hinnar árlegu útsölu þar. Ugglaust hafa inarinr gert þar kostakaup í iillu írafárinu. Hryðjuverkin á Vínar-flugvelli: Er aðalskipuleggjand- inn enn í Austurríki? Vfn, 8. janúar. AP. ÞEIR, sem hafa með höndum rannsókn hryðjuverkanna á Vinarflug- velli, hafa komist að raun um, hvaða skilriki aðalskipuleggjandinn notaði .il þess að komast inn í landið. Telja þeir hugsanlegt, að hann sé enn í Austurríki. Robert Danziger lögreglustjóri sagði, að hryðjuverkamaður þessi hefði verið með vegabréf, sem gefið hefði verið út í Túnis fyrir Ali Ben Bezhin Dakhli, 27 ára að aldri, og hefði hann komið til Austurríkis frá Búdapest í Ungverjalandi 22. desember. Austurrísk lögregluyfirvöld sögðu fyrst, að hryðjuverkamenn- irnir hefðu verið þrír, en síðar var tilkynnt, að hins fjórða væri leitað og væri hann talinn hafa skipulagt árásina. Danziger sagði, að lögreglan úti- lokaði ekki þann möguleika, að fjórði maðurinn væri ennþá í Aust- urríki, en vildi ekki ræða um leitina að honum né hvaðan lögreglan hefði fengið upplýsingarnar um hann. Danziger kvað upplýsingar frá hryðjuverkamönnunum, sem náðust í Vín og Róm, benda til þess, að árásirnar væru runnar undan rifjum Abu Nidals og manna hans. Umsvif Bandaríkja- manna lítil í Líbvu «,.._:_.-._ _ .-._/.__ »o «/ Washington, 8. janúar. AP. BANDARÍKJASTJÓRN lítur á Bandaríkjamenn, er vinna í Vestur-Þýskaland: Gyðingar fá skaðabætur Dttsseldorf, 7. janúar. AP. STJÓRN vestur-þýska fyrirtækisins Feldmilhle Nobel lýsti yfir því í dag að ákveðið hefði verið að greiða fimm milljónir marka (85 milljónir íslenskra króna) í skaðabætur til gyðinga, sem neyddir voru tíl að vinna kaupláust í verksmiðjum Flick-samsteyp- unnar á valdatíma nasista. Flokkur sósíaldemókrata (SPD) í Vestur-Þýskalandi fór þess á leit við Helmut Kohl, kanslara, í gær að hann miðlaði málum f deilunni um skaðabætur til gyð- inga, sem unnu nauðungarvinnu. Bæturnar renna til þeirra, sem lifðu af nauðungarvinnuna hjá verksmiðjum Flick-samsteypunn- ar, og eftirlifandi vandamanna þeirra. Háværar kröfur Stjórn Hitlers leyfði Flick- samsteypunni og öðrum þýskum fyrirtækjum að kveðja tugi þús- unda gyðinga, Pólverja og fólks af öðru þjóðerni en þýsku til vinnu. Kröfur um skaðabætur gerðust aftur háværar þegar til- kynnt var í nóvember að Deutsche Bank ætlaði að kaupa Flick- samsteypuna fyrir 5 milljarða marka (85 milljarða íslenskra króna). Leiðtogar gyðinga hafa um langt skeið haldið því fram að Flick-samsteypan ætti að greiða bætur um 2.000 gyðingum, sem unnu fyrir fyrirtækið og enn eru á lífi. Einnig var farið fram á fé fyrir fjölskyldur gyðinga, sem lét- ust í þrælkunarvinnu eða eftir heimsstyrjöldina síðari og unnu nauðungarvinnu. „Ég ákæri." Gyðingur, sem nasistar létn vinna nauðungarvinnu, bendir á kúgara sinn, þýskan varðmann, eftír að Þjóðverjar gáf- ust upp fyrir bandamönnum. Stjórnendur Feldmúhle Nobel segja að ákveðið hafi verið að greiða skaðabæturnar til Alþjóða- samtaka gyðinga af mannúðar- ástæðum. Gyðingar höfðu farið fram á 8 milljónir marka í skaða- bætur. Feldmiihle m}mdaði kjarna Flick og framleiðir vefnaðarvörur, stálvörur og ýmislegt fleira. Þegar heimsstyrjöldinni síðari lauk var ýmsum stórum fyrirtækj- um öðrum - þar á meðal Krupp- stálverksmiðjunum og efnaverk- smiðjum IG Farben - gert að greiða 10 milljónir marka í skaða- bætur fyrir að taka gyðinga í nauðungarvinnu. Líbýu, sem eins konar lukku- riddara, sem hún hefur nú skip- að að yfirgefa landið vegna meints stuðnings Moammars Khadafys, Líbýuleiðtoga, við hryðjuverkamenn. Að sögn utanríkisráðuneytisins og talsmanna bandarískra fyrirtækja, sem enn leggja stund á viðskipti við Líbýumenn, vinna ekki margir bandarískir ríkisborgarar í Líbýu fyrir bandaríska aðilja. Flestir þeirra 1.000 til 1.600 Bandaríkja- manna, sem dveljast í Líbýu, vinna fyrir Líbýustjórn, líbýska olíufyrir- tækið og önnur erlend fyrirtæki. Hér ræðir um olíuverkfræðinga, tæknimenn og ráðgjafa, sem þar hafa vinnu vegna þess að Banda- ríkjamenn eru taldir framarlega í olíuvinnslu og -borun. Reagan, Bandaríkjaforseti, bannaði Bandaríkjamönnum að ferðast til Líbýu árið 1981 og fyrirskipaði einnig bann við inn- flutningi á hráolíu þaðan. Bandaríkjamenn máttu þó fara til Líbýu með sérstökum undan- þágum, t.d. til að heimsækja vandamenn eða til að uppfylla verksamninga undirritaða fyrir 1981. Nokkur bandarísk fyrirtæki eru umsvifamikil í Líbýu, en síðan 1981 hafa þau sent bandaríska starfsmenn sína annað og ráðið breska, írska, kanadíska og líbýska starfsmenn til starfa í Líbýu í staðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.