Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1986 23 Reagan skrifar grein í Time New York, 8. janúar. AP. RONALD Reagan, Bandaríkja- forseti, ritar grein í nýjasta GENGI GJALDMIÐLA Lundúnum, 8. janúar. AP. BANDARÍSKI dalurinn hækkaði gegn öllum helstu gjaldmiðlum í dag, nema breska pundinu sem hækkaði gagnvart dollar. Breska pundið kostaði í dag 1,4450 dollara, en kostaði í gær 1,4415 dollara. Gengi annarra helstu gjald- miðla gagnvart dollar var sem hér segir, innan sviga gengið frá því í gær. Dollarinn kostaði 2,4480 vestur-þýsk mörk, (2,4333); 2,0738 svissneska franka, (2,06075); 7,5100 franska franka, (7,4475); 2,7590 hollensk gyllini, (2,7405); 1.667,50 ítalskar lírur, (1.663,50); 1,40055 kanadíska dollara, (1,39725); 201,65 jap- önskyen, (201,35). hefti vikuritsins Time, þar sem hann útskýrir níu liða áætlun um aðgerðir Bandaríkjastjóm- ar til að uppræta skipulega glæpastarfsemi í Bandaríkjun- um. Reagan segir að Bandaríkja- menn hafí búið of lengi við skipu- lega glæpastarfsemi og hvatti til þjóðarsamstöðu um að uppræta hana. Embættismenn í Hvíta hús- inu munu hafa beðið Time um að ljalla um þessi mál og varð það úr að forsetinn skrifaði greinina að mestu leyti sjálfur. „Markmið okkar er einfalt," skrifar Reagan, „að uppræta samtök þessara manna, gera eigur þeirra upptækar og loka þá bak við lás og slá, en þar eiga þeir heima. Þeir hafa leikið lausum hala alltof lengi. Við skulum ætla okkur sigur gegn þessari starfsemi og þeim mönnum sem henni stjóma. Samningar koma ekki til greina eða málamiðlun, það gildir engin slökun („detente") gagnvart skrílnum," segir Reagan í grein- inni. Crocker ræðir við ráðamenn í Angólu Lissabon, 8. janíiar. AP. CHESTER Crocker, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom i dag til Luanda í Angólu þar sem hann mun eiga viðræður _.við stjórnarleiðtoga um tilraunir til að koma á friði í suðurhluta Afríku. Crocker mun m.a. ræða við Alexandre „Kito“ Rodrigues innan- ríkisráðherra. Viðræðurumar eru liður í tilraunum, sem staðið hafa í Qögur ár, til að tryggja sjálfstæði Suðvestur-Afríku, eða Namibíu, frá Suður-Afríku. Bandaríkjamenn leggja á það mikla áherzlu að heimkvaðning u.þ.b. 25.000 Kúbu- hermanna frá Angólu sé forsenda friðsamlegrar lausnar deilumála í suðurhluta Afríku. Útvarp og sjónvarp í Angólu skýrðu í gær frá væntanlegri heim- sókn Crocker og þykir það til marks um vingjamlegheit gagnvart Bandaríkjunum, sem hefur ekki stjómmálasamband við landið. Crocker átti viðræður við ráða- menn í Khartoum í Súdan áður en hann hélt til Angólu. Frá Luanda fer hann til Suður-Afríku til við- ræðna við þarlend yfírvöld um lausn deilunnar um Suðvestur- Afríku. •Arne Treholt ráðgast við veijendur sina, þegar mál hans var tekið fyrir í borgardómi á mánudaginn var. Treholt um skólavist sína í háskóla hersins: Leit á tilmæli um skólavist sem skipun Osló, 8. janúar. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunbladsins. „Ég hef verið dæmdur saklaus. Mér finnst dómurinn í undirrétti út í hött.“ Þetta sagði Arne Treholt um þann 20 ára dóm fyrir njósnir sem hann fékk, er yfirheyrslur byijuðu yfir honum í borgardómi í Osió, degi seinna en búist var við. Dómnum er ætlað að endurmeta sönnunargögn sem lögð voru fram gegn Treholt £ undirrétti, áður en hæstiréttur tekur áfrýjun dómsins fyrir. Treholt áfrýjaði málinu til hæsta- réttar vegna rangrar málsmeðferð- ar og ófullnægjandi rökstuðnings fyrir dómnum. Ef hæstiréttur fellst á röksemdir Treholts, kann það að þýða það að málið verði tekið fyrir á nýjan leik í undirrétti. Treholt segir að hann hafí aldrei gert það sem hann er dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir. Mestur hluti tíma Treholts fyrir réttinum fór í það að skýra frá því er hann var tekinn inní háskóla hersins. í sambandi við það segir utanríkisráðuneytið að þeir hafí neyðst til að láta hann byija í skól- anum, því annars hefði Treholt getað rennt grun í að hann var undir eftirliti. Hann segir að tilmæl- um um að hann færi í skólann hafí verið komið á framfæri við sig án vitundar yfirmanns deildar þeirrar sem hann starfaði í í utanríkisráðu- neytinu og hann hafí sjálfur litið svo á að um skipun væri að ræða. Ef hann hlýddi ekki myndi það skaða frama hans innan utanríkis- þjónustunnar. Þá sagði Treholt að hann hefði gert sér grein fyrir þvi að hann væri umdeildur maður meðal yfír- manna í utanríkisþjónustunni, vegna róttækra skoðana sinna. „Mér hefði ekki líkað það, ef ég hefði ekki komist inn í skólann, en ég hefði skilið það og það hefði ekki vakið neinar grunsemdir hjá mér,“ sagði Treholt. Það er búist við því að vitnis- burður Treholt fyrir réttinum taki að minnsta kosti 14 daga. Að hluta til mun hann fara fram fyrir luktum dyrum. Treholt upplýsti einnig fyrir réttinum að hann er nú formlega skilinn við konu sína, Kari Storækre. Noregur: Oslóarbiskup fær morðhótun Ósló, 8. janúar. Frá Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. BISKUPINN í Ósló, Andreas gagnrýni þessa í ljós í ræðu, fékk Áflot, hefur fengið morðhótun. hann upphringingu og var hótað Hann hefur gagnrýnt norsku lífláti. „Biskupinn verður skot- ríkisstjórnina fyrir að hafa inn,“ sagði sá sem hringdi. ekki viljað banna norskum Lögreglan tekur hótunina al- skipafélögum að flytja olíu til varlega. Lögreglumenn eru á vakt Suður-Afríku. fyrir utan heimili hans og hans Skömmu eftir að hann lét er rækilega gætt á vinnustað. ÁFRAM ÍSLAND Sttft0AHOlAl.D Gftr.íTT HAPPDRÆTTI HSÍ Heildarverðmæti vinninga 7,4 milljónir (WSii- 15 BÍLAH 40 FERÐAVINNINGAR Dregið 10. janúar og 7. febrúar 2.0 AFRAM ISLAND 15 BÍLAR SKATTFBJÁLSm VINN!WG«R: 15BÍLAR 5 ^UZUKI f 0X413 Hígh floo'.». «o þús. «m 10 FOm ESCORT LASEH n,. ns )>»•. hvor 'i3 ,anvt drðgnir ú'. 21. FEBRÚAR 40 FERÐAVINNINGAR ^ ■ K?. ÍJ0 þús. hwer San»vmnu/»rðir-ÍA/>dsyo i' “Æ-- HEILDARVERDMÆTS 20 Ferf* dicg'izi úl 10. mmm vinningakr. 7,4milljon| ht-SSI MIOI GILOIR í HVEHT SINN SEM DHEOIO EB EFTIR SÐ HANN EB OREDDOH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.