Morgunblaðið - 09.01.1986, Síða 24

Morgunblaðið - 09.01.1986, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986 Mannréttindahópurinn ’77: Þrír nýir talsmenn Vínarborg, 7. janúar. AP. JAN STERN, Martín Palous og- Anna Sabatova hafa verið út- nefndir talsmenn fyrir mann- réttindahópinn, sem kenndur er við mannréttíndayfirlýsing’- una frá 1977, að sögn tékkn- eskra útlaga. Útnefndir eru nýir talsmenn hópsins á ári hveiju. Stem er 61 árs lífeyrisþegi, Haiti: Námsmaður læt- ur lífið í óeirðum Port-au-Prince, Haiti, 8. janúar. AP. EINN námsmaður lét lífið og nokkrir særðust, þegar upp úr sauð á mótmælafundi stúdenta, sem höfðu í frammi andóf gegn stjórn Jean-Claude Duvalier for- seta. Óeirðimar brutust út á fyrsta skóladegi stúdentanna eftir langt jólafrí, og sögðu vitni, að einn námsmannanna hefði látið lífíð í átökum við lögreglu í bænum Gonaives fyrir norðan höfuðborg- ina, Port-au-Prince. Að sögn vitna urðu nokkrir stúdentar sárir. í nóvembermánuði sl. vorur þrír stúdentar frá Gonaives skotnir til bana og tveir særðir, og urðu þá heiftarlegar óeirðir víða á Haiti. Vestur-Þýskaland: Aukið atvinnu- leysi í desember skáld og blaðamaður, sem missti atvinnuna árið 1969 í „umbótum" í kjölfar innrásar Sovétmanna í Tékkóslóvakíu árið áður. Palous er 34 ára tölvufræðingur, sonur fyrrverandi talsmanns ‘77- hópsins. Sabatova, sem einnig er 34 ára, er dóttir Jaroslavs Sabata. Jaroslav starfaði fyrir tékkneska kommúnistaflokkinn fyrir innrás- ina en var síðan í hópi þeirra, sem rituðu undir mannréttindayfírlýs- ingunaárið 1977. Sabatova er eiginkona andófs- mannsins Peter Uhl, sem látinn var laus úr fangelsi í fyrra eftir að hafa setið inni sem pólitízkur fangi í fímm ár. Árið 1971 voru Sabatova og Uhl handtekin ásamt 16 öðram fyrir meinta aðild að ólöglegum æskulýðssamtökum og dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir andróðursstarfsemi, eins og það var kallað. ■ ■I ' ERLENT Corazon Aquino: Corazon Aquino forsetaframbjóðandi og Salvador Laurel varafor- setaefni hennar fyrir framan styttu af andstæðingi þeirra, Ferdinand E. Marcos forseta. Styttan er risastór og stendur í svokölluðum Marcosargarði á norðurhluta eyjanna. NUrnberg, 8. janúar. AP. ATVINNULEYSI í Vestur- Þýskalandi jókst í desember- mánuði upp í 9,4 prósent og er það 0,1 prósentustígi fyrir ofan ársmeðaltal 1985. Sérfræðingar segja að ekki sé búist við því að atvinnuleysi minnki að ráði í landinu á þessu ári. At- vinnuleysi var að meðaltali 9,3 prósent á síðasta ári og er bent á það að mannmargir árgangar streymi í ár út á vinnumarkaðinn fyrsta sinni. Aldrei áður hafa jafnmargir verið á atvinnuleysisskrá í sögu Vestur-Þýskalands. 1985 vora 2.304.000 Vestur-Þjóðveija at- vinnulausir samanborið við 2.265.000 atvinnuleysingja 1984. Að sögn Heinrich Franke, for- seta vinnumálaráðsins, jókst at- vinnuleysið í desember fyrst og fremsta vegna árstíðabundinna atvinnugreina. Jovanko Broz (neðst fyrir miðju) kemur svartklædd frá útför eiginmanns síns. Við hlið hennar fer elstí sonur Titos, Mirko (með gleraugu). Þingið i Júgóslavíu hefur nú samþykkt lög um að meginhlutí arfsins eftir Tito renni til rikisins. Marcos stundar „nomaveiðar“ Ilagan, Filippseyjum, 8. janúar. AP. CORAZON Aquino, forsetaframbjóðandi, segir Ferdinand E. Marcos, Filippseyjaforseta, stunda „nornaveiðar1* er hann bendlar hana við kommúnista. Hún segist ekki útiloka þann möguleika að Marcos gripi til herlaga tíl að afstýra forsetakosningum 7. febrúarnk. „Við getum allt eins átt von á því að Mareos úthúði tengdamóður minni, já, og jafnvel 14 ára dóttur minni, sem kommúnistum næst þegar hann lýkurupp rnunni," sagði Corazon við blaðamenn í Ilagan á norðurhluta eyjanna í dag, en þar er hún í kosningaferð. „Þetta era nomaveiðar og leyfum honum bara að ragla svona áfram. Ég er andvíg kommúnisma en virði skoðanir og trú fólks svo fremi það Ekkja Titos fær engan arf JOVANKA Broz, hin 60 ára gamla ekkja Titos forseta, hefur beðið lægri hlut í langvarandi baráttu bak við tjöldin í Júgóslav- íu um arfinn eftir mann sinn. Júgóslavneska þingið sam- þykkti lög, sem lýsa yfír því að arfurinn sé að mestum hluta eign samfélagsins og aðeins persónu- legir munir og eignir falli í hlut erfingjanna, frú Jovönku og tveggja sona Titos frá fyrra hjónabandi. En Jovanka hefur ekki ástæðu til að kvarta yfír efnahag sínum, þrátt fyrir þessa afgreiðslu mála. Borislav Krajina, dómsmálaráð- herra, greindi frá því í þinginu að Jovanka ætti heima í miklu einbýlishúsi í Belgrad. Einbýlis- húsið væri í eigu ríkisins, sem einnig sæi um viðhald þess. Þar hefði hún þjóna og lífverði á hveijum fíngri. Enn fremur sagði hún að eftirlaun Jovönku væru jafnhá meðallaunum félaga í rík- isráðinu, æðstu yfírvalda í landinu. Og um þessar mundir reisir ríkið handa henni vistarver- ur fyrir 16 miljónir króna. Jovanka, sem var þriðja kona Titos, var gift honum í 25 ár. 1977 hvarf hún skyndilega af sjónarsviðinu og hjónin lifðu sitt í hvora lagi þar til dauða Titos bar að 1980 eftir langvarandi sjúkdóma. Áður en Tito veiktist lýsti hann yfír því að allar eignir sínar, bæði þær sem sér hefðu áskotnast fyrir og eftir að hann komst til valda væra eign þjóðarinnar. Þar er um mikil verðmæti að ræða. Hann átti sumarhallir og veiðihús víða um landið ög renna þessar eignir nú allar til ríkisins. Aftenposten fordæmir ofbeldið," sagði Corazon. Marcos heldur því fram að Coraz- on sé umkringd_ ráðgjöfum sem séu kommúnistar. í því sambandi til- greinir hann mág hennar, Agapito (Butz) Aquino og Lorenzo Tanada fyrrum þingmann. Þá segir hann Jose Maria Sison vera stuðnings- mann Corazon en hann er sakaður um að vera formaður kommúnista- 1 flokks Filippseyja og hefur þess- vegna setið í fangelsi í 8 ár. Agapito Aquino er foringi hóf- samra samtaka sem kallast Bandila (Fáninn) en þau hafa skipulagt mótmælafundi gegn Marcos. Sam- tökin eru andvíg kommúnisma. Tanada, sem er einn virtasti leiðtogi þjóðemissinna á Filippseyjum, er formaður herskárra samtaka sem nefnast Bayan (Landið), sem sækir fylgi fyrst og fremst til ungra vinstrisinna og verkamanna. Tanada er 87 ára og hefur verið virkur í andófí gegn Marcos en jafnan varað við ofbeldi. „Butz og Tanada era ekki komm- únistar. Þeir era kristnir menn og þjóðræknir. Þjóðin þarf ekkert að óttast," sagði Corazon og kveðst aldrei hafa rætt við neina kommún- ista og fullyrðir að enginn þeirra hafí lýst yfír stuðningi við sig. Hún kveðst aidrei hafa hitt Sison. Hún minnti á að áður en Marcos lýsti yfír herlögum 1972 hamraði hann hættunni, sem hann taldi þjóðinni stafa af kommúnistum. í gær lýstu ráðamenn í hemum yfír því að þeir myndu stuðla að því að kosningamar færa réttlát- lega fram og að brögð yrðu ekki höfð í frammi. Kváðust þeir myndu starfa í fyllsta trausti með frú Corazon, bæri hún sigur úr býtum í kosningunum. Salvador Laurel, varaforsetaefni Corazon, hugðist eiga viðræður við ráðamenn í hem- um í þessu skyni í dag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.