Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FMMTUDAGUR 9.JANÚAR 1986 25 Peres fer í opinbera heimsókn til Berlínar Bcrlín, 7. janúar. AP. SHIMON Peres, forætisráð- herra Israels, heimsækir Vest- ur-Berlin siðar i þessum mán- uði. Hann er fyrsti forsætisráð- herra ísraels sem heimsækir þessa fyrrum höfuðborg- ríkis nasista, Þriðja ríkisius. Ekki hefur verið gefín út opinber tilkynning um heimsóknina í Bonn eða Jerúsalem, en ísraelskir sendi- fulitrúar ( Bonn staðfestu í dag að af heimsókninni yrði. Blaðamanna- félag Berlínar skýrði frá því í morgun að Peres hefði fallizt á að flytja ræðu á samkomu félagsins 29.janúar. Shúnon Peres Hermt er að Peres haldi í opin- bera heimsókn til Berlínar 27. jan- úar nk. Hann heimsækir Bonn 28. janúar. í heimsókninni mun hann skoða Bergen-Belsen útrýmingar- búðir nasista. Láta mun nærri að Hitler-stjórnin hafí látið útrýma 6 milljónum gyðingá á árunum 1933- 1945. Peres er fyrsti forsætisráðherra Israels sem heimsækir Berlin. Að- eins einu sinni áður hefur forsætis- ráðherra ísraels heimsótt V-Þýzka- land, en það var árið 1975 er Yitz'-. hak Rabin, sem nú gegnir starfí varnarmálaráðherra, fór þangað f heimsókn. Vestur-Þýskaland: Kynþáttahatur vex Hamborff, 7. jainiar. AP. LEIÐTOGI tyrkneska samfé- lagsins í Hamborg, Hanki Kest- in, hefur skorað á stjórnvöld að bregðast við vaxandi ofbeldi í garð fólks af erlendum upp- runa. Sagði hann að Tyrkir Fjórir sænskir skíðamenn fórust DAUÐSFOLL sænskra ung- menna í Alpafjöllum hafa nú verið tekin til meðferðar af sænsku neytendasamtökunum. Hafa þau ákveðið að láta fara fram rannsókn á skíðaferðum til Alpanna og þá sérstaklega á skíðaiðkunurn utan merktra skíðasvæða. Astæðan er sú, að nú um hátíðarnar fórust fjórir sænskir piltar, sem allir lentu i snjóflóðum. Allir voru piltarnir staddir á svæði, þar sem snjór var mjög djúp- ur utan venjulegs skíðasvæðis. Einn piltanna fórst í Austurríki, annar í Frakklandi og tveir í Sviss. Sænsku neytendasamtökin vilja láta kanna, hvort nægar aðvaranir séu fyrir hendi á hættustöðum á skíðasvæð- unum og þá einkum utan merktra skíðabrauta. Sums staðar eru ferðir skíðamanna utan troðinna og merktra skíðasvæða bannaðar nema í fylgd manna, sem kunnugir eru svæðinu og þekkja þar allar aðstæður. Svíþjóð: Flóttamönnum í Trelleborg fækkar Stokkhólmi, 7. janúar. Frá Erik Liden, fréttaritara Horgunblaðsins. RAÐSTAFANIR til að hefta flóttamannastraum frá Aust- ur-Þýzkalandi virðast ætla að bera góðan árangur, þvi enginn flóttamaður hefur komið til Trelleborg frá Austur-Þýzka- landi. Vegna samkomulags við Aust- ur-Þjóðverja um að hindra flótta- mannastraum til Svíþjóðar um Trelleborg hefur hins vegar aukizt straumur flóttamanna, sem koma með flugi beint frá heimalandinu, þ.e. án undanfarandi dvalar í Austur-Þýzkalandi. Um jól og ára- mót komu tvöfalt fleiri flóttamenn til Stokkhólms en eðlilegt er talið, flestir frá Miðausturlöndum. Gorbachev sam- þykkti júnífund Washington, 8. janúar. AP. RONALD Reagan Bandarikja- forseti sagði í gær, að Mikhail Gorbachev Sovétleiðtogi hefðí „kinkað kolli til samþykkis" í Genf um að halda næsta fund þeirra f júní. Siðan hafi aðrir bersýnilega orðið til þess að sannf æra sovéska leiðtogann um að réttara væri að halda fundinn seinna á árinu. „Satt að segja voru það síðustu orð aðalritarans við mig, þegar við kvöddumst (í Genf í nóvember), að ákjósanlegt væri, að við hefðum áfram samband okkar á milli, en biðum ekki aðeins eftir að hittast næst," sagði Reagan á fundi með fréttamönnum. „Ég stakk upp á því við hann, að fundur okkar yrði haldinn seinni hluta júnímánaðar, og hann kinkaði kolli til samþykkis um, að hann þekktist boðið." Reagan kvað sér vera ókunnugt um, hvers vegna Sovétmenn vildu fresta leiðtogafundinum. „Þeir hafa ekki gefíð okkur neina sérstaka ástæðu fyrir því," sagði harm... hygðust gera eitthvað í því að stöðugt væri gert lítið úr því ofbeldi sem þeir yrðu fyrir. Einn Tyrki lést i síðasta mánuði vegna árásar og siðan hafa fimm til viðbótar slasast í fjór- um árásum öfgasinnaðra hægrimanna. „Við búumst við að fá að búa hér sem jafhingjar," sagði Kestin. Krafðist hann þess að vestur-þýsk stjórnvöld brygðust þegar við og stöðvuðu þetta aukna ofbeldi. Sagði hann kynþáttahatur færast í vöxt í Vestur-Þýskalandi. Þrír menn voru settir i gæslu- varðhald vegna morðsins á Tyrkj- anum. Kestin sagði að Tyrkjar krefðust þess að fá svör við því hvers vegna ekkert hefði verið gert til þess að stöðva hina hægri sinnuðu öfgahópa, sem eru í flest- um stærstu borgum Vestur-Þýska- lands. Hygðu Tyrkir á mótmælaað- gerðir á laugardaginn kemur vegna þessa. EMDUR NYJUN IMML FjjAqft ___,__;_% furir I \ ENDURNÝJUN INNANFRÁernámskeiö fyrir stjórnendur, sem vilja bœta rekstrarafkomu fyrirtœkja sinna meö eigin frumkvœöi og aðstoð reyndra rekstrarráögjafa. NÆSTA NÁMSKEID fer fram 25. janúar og 20.-22. febrúar 1986. LEIÐBEINENDUR veröa rekstrarráö- gjafarnir: Davíö Guömundsson, Brynjar Haraldsson, Reynir Kristinsson. UPPLÝSINGAR gefur Esther Guö- mundsdóttir hjá VSÍ í síma 91 25455. INNRITUN STENDUR YFIR. tOTviNNUVEITENDASAMBAND ÍSLANDS. fltttrgttnftlttftift Metsölublad á hverjum degi! Innritun hafin, sími 46219. Kennsian hefst laugardaginn 18. janúar. 1x i viku 2x í viku þú vetur. Dansnýjung Kollu er eini skólinn sem sérhæfir sig í barna- og unglingadönsum eingöngu. Kennarar fara reglulega til náms erlendis og læra aö sjálf- sögöu nýjustu dansana. 4—6 ára barnadansar — barnaleikir og farið verður í ffrjálst tjáningarform. Unglíngar Funck Freestyle Jazz Linedances Kennslustaðir: Tónabær, Mosfellssveit, Qaroabter, Seltjarnarnes. Skírteini afhent í Tónabæ föstudag- inn 17. janúar kl. 17—20. Innritun á staönum. ______________________________

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.