Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986 27 aðariðnaður iðnað og þann hugbúnað sem innlend hugbúnaðarhús hafa þróað fyrir ís- lensk atvinnufyrirtæki má segja að um sé að ræða þrjár mismunandi tegundir hugbúnaðar: - Sérsmíðaðan hugbúnað - Staðlaðan hugbúnað - Blöndu af stöðluðum og sérsmíð- uðum hugbúnaði Með sérsmíðuðum hugbúnaði er átt við hugbúnað sem sniðinn er að þörfum ákveðins fyrirtækis. Kostn- aður við hönnun slíks hugbúnaðar er jafnan mikill því hönnunin er tímafrekt og vandasamt verk. Ef hugbúnaður er sérhannaður fyrir eitt ákveðið fyrirtæki þarf það að standa undir öllum þróunarkostnaði. ið óbreyttar aðstæður Æ / / i i i 1-l; , l 85 86 87 88 89 90 80: .þ.b. 9 105 11980-1982 .þ.b. 6 40 83-1985: .þ.b. 9 35 ðariðnaði: .þ.b. 25 180 Þar sem mörg fyrirtæki, einkum innan ákveðinna greina hafa mjög svipaðar þarfir, hefur þetta leitt til þess að hugbúnaðarhús hafa þróað staðlaða hugbúnaðarpakka sem henta ákveðinni tegund fyrirtækja eða ákveðinni lausn. Megin kostur- inn við staðlaðan hugbúnað er að öll fyrirtækin greiða niður þróunar- kostnaðinn sem gerir hann ódýrari en sérsmíðaðan. Helsti ókosturinn er hins vegar sá að staðlaður hug- búnaður er eðlilega mun almennari en sérsmíðaður. Þannig er ekki við því að búast að hann mæti kröfum hvers fyrirtækis til hlítar. Til þess að brúa bilið milli sérsmíð- aðs og staðlaðs hugbúnaðar má síð- an tala um þriðju tegundina af hugbúnaði sem er blanda af stöðluð- um og sérsmíðuðum hugbúnaði. Slík lausn felst í því að fyrirtæki (notend- ur) kaupa eins mikið af stöðluðum hugbúnaði og mögulegt er og láta síðan sérsmíða það sem upp á vant- ar. Sérsmíðaður íslenskur hugbún- aður er oft notaður í sér íslenskum greinum atvinnulífs, svo sem fisk- vinnslu og í tengslum við rekstur á hitaveitum og virkjunum (þar sem erlendur hugbúnaður er ekki fáan- legur). Ýmsir hafa bent á að einmitt á þessum sviðum ættu möguleikar okkar til útflutnings á hugbúnaði að yera mestir. íslensk hugbúnaðarfyrirtæki eru mjög misjöfn að stærð, allt frá ein- staklingsfyrirtækjum upp í 25 manna fyrirtæki og fást þau við hin margvíslegustu verkefni. Af þessum fyrirtækjum eru um 25 hugbúnaðar- hús og verkfræði- og ráðgjafafyrir: tæki sem þróa og selja hugbúnað. í þeim starfa nú um 180 manns við þróun, framleiðslu og sölu hug- búnaðar. Af þessum fyrirtækjum eru 9 stofnuð fyrir 1980 og hafa þau um 105 starfsmenn, 6 eru stofnuð frá 1980-1982 og í þeim starfa um 40 manns og 9 fyrirtæki eru stofnuð eftir 1983 og í þeim starfa um 35 manns. Eflaust mætti eyða löngum tíma í að velta þessum tölum fyrir sér. I raun skipta tölurnar sjálfar hind vegar litlu. Það sem skiptir máli er að hér er risin upp ný grein iðnaðar sem vex hraðar en f lestar aðrar greinar og skapar mikil verðmæti og mikinn virðisauka. Hér er um að ræða eina grein hins títtnefnda hátækniiðnaðar sem byggir fyrst og fremst á þekkingu og f rjóum hugmyndum. Framtíðin Menn hafa löngum velt fyrir sér væntanlegri þróun hinna ýmsu PállKr.Pálsson. „Ef okkur á að takast að byggja upp útflutn- ingsiðnað á hugbúnað- arsviðinu er nauðsylegt að í landinu séu til stað- ar öflug fyrirtæki sem hafi yfir að ráða því fjármagni sem nauð- synlegt er til vöruþró- unar og markaðssóknar og þeirri þekkingu sem þarf til að hanna og þróa hugbúnað sem er samkeppnisfær á er- lendum mörkuðum". greína atvinnulífsins. Oft hafa þessir draumar hins vegar snúist upp í martröð. Hérlendis hafa draumar af þessu tagi átt upp á pallborðið þegar efna- hagslegir erfiðleikar steðja að, eins og nú háttar. Hvað hugbúnaðariðnað varðar er hins vegar enginn tími til þess að láta sig dreyma, martröðin má ekki koma, því þá missum við af lestinni. Raunveruleikinn er hér og nú og það er hann sem við verðum að leggja áherslu á. Miklum pappír og prentsvertu hefur verið eytt í að fjalla um nauð- synlegar aðgerðir til að efla einstaka greinar og iðnþróun almennt, bæði á vegum opinberra aðila, fyrirtækj- anna sjálfra og samtaka þeirra. Margt má þar skynsamlegt lesa, samt fínnst okkur lítið hafa gerst. í ýmsum greinum hefur þó orðið mikil framþróun. Hér má t.d. nefna plastiðnað, ullar- og skinnaiðnað og ýmsar greinar þjónustuiðnaðar. Það sem er áberandi er hins vegar að vöxturinn hefur miklu fremur orðið eftir fyrirtækjum. Sé þetta rétt skiptir það miklu máli við umræð- ur um aðgerðir til eflingar hug- búnaðariðnaði, því það segir okkur að aðgerðir eigi að miða að því að efla fyrirtækin, ekki greinina. Aðgerðir eiga að beinast að því að skapa þeim fyrirtækjum svigrúm til vaxtar sem sýna vilja og getu til þess. Spurningin um þróun hugbún- aðariðnaðar snýst ekki um það inn á hvaða svið eigi að beina honum. Fyrirtækin eiga sjálf að velja sér svið, þau eru hæfust til að fmna hvar hagnaðarvonin er mest. Það á ekki að ákveða hvað fyrirtækin eiga að þróa og framleiða heldur hjálpa þeim til að nýta sem best sín tæki- færi, hverju fyrir sig. En hvað á að gera, hvernig má hjálpa fyrirtækjunum að nýta tæki- færin? Eftirfarandi upptalning er ekki tæmandi aðeins ábending um nokkur hugsanleg atriði: - Aukið framboð hlutafjár - Aukið framboð áhættufjár- magns - Aðlögun menntunar að þörfum fyrirtækjanna - Aukin rannsóknar- og þróunar- starfsemi - Aðstoð við markaðsöflun, eink- um útflutning - Ýmsar aðgerðir til að auðvelda fyrirtækjunum rekstur - Höfundarréttur, stöðlun - Samstarf við notendur um þró- un hugbúnaðar Lokaorð Markmiðið með uppbyggingu hugbúnaðariðnaðar hérlendis er þrí- þætt: - Að sinna séríslenskum þörfum - Að sinna almennum þörfum ís- lensks atvinnulífs - Að byggja upp útflutningsiðnað. - Að bæta lífskjör á íslandi Ein meginforsenda þróunar hug- búnaðariðnaðar er fjármagn, einkum til vöruþróunar og markaðssóknar. Auk þess má nefna þætti eins og verkfæri í hugbúnaði, sérmenntað fólk, aðstoð og leiðsögn frá Háskóla íslands og samvinnu við erlenda hugbúnaðarframleiðendur. Ef okkur á að takast að byggja upp útflutningsiðnað á hugbúnað- arsviðinu er nauðsylegt að í landinu séu til staðar öflug fyrir- tæki sem hafi yfir að ráða því fjármagni sem nauðsynlegt er til vöruþróunar og markaðssóknar og þeirri þekkingu sem þarf til að hanna og þróa hugbúnað sem er samkeppnisfær á erlendum mörkuðum. Möguleikar okkar og sérstaða til hugbúnaðarþróunar felast í þáttum eins og vel menntuðu fólki, nýjunga- girni og sviðum eins og sjávarútvegi og orkuiðnaði. Veikar hliðar eru hins vegar smæð heimamarkaðar, of litl- ar rannsóknir, fáir sérfræðingar, fjarlægð frá þróun vélbúnaðar og skortur á þekkingu til markaðssetn- ingar á erlendum mörkuðum. Þó hafa nokkur fyrirtæki þegar hafið útflutning á hugbúnaði. Slíkt frum- kvæði þarf að styðja. íslenski mark- aðurinn er ekki ótæmandi, hann er heldur ekki sá eini. Fyrirtækin þurfa að sérhæfa sig frekar, það eykur keppnishæfni þeirra og gerir öðrum erfiðara fyrir ¦ að komast inná markaðinn. í þessu sambandi er hins vegar rétt að benda á mikilvægi þess að fyrirtæki geri ítarlega úttekt á þeim sviðum og mörkuðum sem þau stefna á, t.d. með athugunum á væntanlegri þró- un og áætluðum um mögulega sölu. Hér skiptir kerfisgreining (mat á þörfum notenda) miklu, enda hefur sýnt sig að mikilvægi kerfisgreining- ar og hönnunar fer sívaxandi en forritunar- og gangsetningar minnk- andi. Líftími hugbúnaðar styttist einnig stöðugt. Nú er hann almennt talinn vera 3-4 ár og á eftir að styttast enn meir. Meginástæðurnar fyrir þessu eru sívaxandi breytingar á aðstæðum hjá notendum og breyt- ingar á vélbúnaði. Að mínu mati eru einkum 3 atriði sem skipta máli ef hugbúnaðarfyrir- tæki eiga að ná árangri. - Til hugbúnaðar eru gerðar sömu kröfur og til annarrar framleiðslu. Varan þarf því að vera góð. Við eigum mikið af vel menntúðu og hæfileikamiklu fólki á þessu sviði sem tryggir þennan þátt. Góð hönn- un (hentar því verkefni sem á að leysa, ódýrt í framleiðslu, viðhaldi og breytingum og öruggt í rekstri) og vönduð framleiðsla munu ráða úrslitum um hvort hugbúnaðarfyrir- * tækjum tekst að ná árangri eða ekki. - Fyrirtæki þurfa að velja sér svið þar sem þau geta nýtt sérþekkingu sína. - Fyrirtækin þurfa að ráða til sín menntað starfsfólk á sviði markaðs- mála. Þessi þáttur er jafn mikilvæg- ur í rekstri hvers hugbúnaðarfyrir- tækis og hönnun, vöruþróun, fram- - Ieiðsla og stjórnun. Og það sem meira er, þessi þáttur verður að vera til staðar innan fyrirtækjanna sjálfra ef þau eiga að ná árangri, hann * verður ekki leystur af utanaðkom- andi aðilum. Það er hlutverk hins opinbera að stuðla að bættum starfsskilyrðum. Hér má t.d. nefna menntun, aðflutn- ingsmál (t.d. tollar og skattar) ein- földun á útflutningi (skriffinnska) og ýmsar aðgerðir sem virka hvetj- andi á einstaklinga til að ráðast í dýra og áhættusama þróun (skatta- afslættir, framboð áhættufjár- magns). Að lokum er rétt að minna á, að munurinn á okkar hagkerfi og áætl- unarbúskap er sá, að í opnu markað- skerfi verður frumkvæðið að koma frá fyrirtækjunum sjálfum en ekki opinberum aðilum. Það er líka vænlegasta leiðin til árangurs eins og dæmin sýna og sanna. Höfundur er verkfræðingur og deildarstjóri tæknideiidar Félags íslenskra iðnrekenda. ^lþingis semóbrotgjörnust hafa reynst, ættu að vera .stjórnmálamönnum veru- legt áhyggjuefni. Ef einhver dirfska býr meðal þeirra þá ættu þeir að snúast af alefli gegn slíkum sjónar- miðum með því að efla þá sjóði, sem styrkja menntun og skapandi listir og efla þar með frjálsa hugsun og víðsýni meðal þjóðarinnar. Syndakvittanir í stað stefnu Slík sjónarmið eiga því miður ekki brautargengi að fagna á því Alþingi sem nú situr. Við síðustu fjárlagagerð fluttum við Kvenna- listakonur tillögu um að tvöfalda framlög til listastarfsemi í landinu (að undanskildu Þjóðleikhúsinu og Sinfóníuhljómsveit íslands). Um var að ræða aukningu á framlögum um rúmar 60 milljónir króna og töldum við að með minna yrði ekki komist Sigríður Dúna Kristmundsdóttir „Staðreyndin er sú, að íslenska ríkið veitir ótrúlega lágum fjár- hæðum til listrænnar starfsemi, svo lágum að hliðstæður eru vart f innanlegar á meðal vestrænna þjóða." af í þessum efnum. Eins og fram hefur komið er áætlað að söluskattur af fslenskum bókum einn og sér muni skila ríkis- sjóði um 150 milljónum króna á þessu ári. Enginn veit hversu miklar tekjur ríkissjóður hefur í raun af listrænni starfsemi í landinu í formi ýmiss konar skatta og gjalda, en ljóst er að 60 milljónir eru ekki nema brot þar af. Samt var tillaga Kvennalistans um þessa aukningu á framlögum til listrænnar starf- semi felld við afgreiðslu fjárlaga með 37 atkvæðum gegn 8. Það er því ljóst, að fjárframlög til lista í landinu munu áfram minna frekar á syndakvittanir en á mótaða stefnu af einhverju tagi, og þau munu áfram endurspegla skilningsleysi stjórnvalda á samfélagsgildi list- anna og opinbera áhugaleysi þeirra á því að efla frumlega hugsun á meðal landsmanna. Grundvöllur menntastefnu Andstætt afþreyingariðnaðinum efla góðar listir það sérstaka í hverjum og einum. Þær hvetja okkur til nýrra hugsana og þær opna okkur nýja heima, þar sem hið einstaka í hverjum og einum finnur sér stað og fær notið sfn. Með því að rækta það sem gerir okkur ólíkt hvert öðru, þá auka þær fjölbreytileika mannlífsins. Listirnir geta vakið okkur af drunga hvers- dagsins, ögrað okkur til þess að sjá veruleikann í nýju ljósi og skilað okkur áfram til aukins þroska og framfara á öllum sviðum. Það er hagur okkar allra að rækta þá sérstðku hæfileika, sem kunna að búa með einstaklingunum og efla þá þætti, sem sérkenna þessa þjóð sem heild og gefa henni ástæðu til að halda sjálfstæði sínu í samfélagi þjóðanna. Ef við glötum sérkennum okkar sem þjóð, þá glötum við um leið sjálfstæði okkar, því að án sérkenna verðum við einskis metin og einskis virt sem þjóð meðal þjóða. Á þessum skilningi á gildi list- anna verður menntastefna stjórn- valda að byggjast. Ábyrgð stjórnvalda Flestum er orðið ljóst gildi rann- sókna og nýsköpunar í raunvísind- um fyrir efnahagslega afkomu okkar. En fáum virðist vera eins ljóst gildi nýsköpunar í hugvísind- um og listum fyrir bæði andlega og efhahagslega velferð okkar. Því að án nýsköpunar á huglæga svið- inu er ekki um að ræða neinar framfarir á því efnahagslega. Við þurfum ekki annað en að líta í sögu vfsindanna til að sjá þessa stað- reynd blasa við, og við þurfum ekki annað en að líta til ngrannaþjóð- anna til að sjá, að stjórnvöld þar hafa betri skilning á þessari stað- reynd en ráðamenn hér. Ábyrgð fslenskra stjórnvalda í þessum efnum er mikil því án fj'ár- stuðnings fá listir ekki blómgast í jafn fámennu þjóðfélagi og okkar. Stefnuleysi íslenskra stjórnvalda f þessum efnum getur því ekki talist neitt annað en ábyrgðarleysi, skort- ur á skilningi sem gæti reynst ís- lenskri þjóð dýrkeyptur. Höfxmduv erþingmaður Kvenna- Ustans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.