Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANUAR1986 Sigríður Tómas- dóttir—Minning Fædd 23. apríl 1915 Dáin 28. desember 1985 „Skjótt hefur sól brugðið sumri," segir eitt þjóðskáldið okkar í minn- ingarljóði eftir látinn vin. Stundum hverfa okkur svo óvænt „til sóllanda fegri", þeir vinir okkar sem við síst gerðum ráð fyrir að þangað mundu •eggja leið að sinni. En augu okkar mannanna eru skammsýn og meðan starfsþrekið og lífsviljinn er enn fyrir hendi í ríkum mæli, þá sýnist okkur dauðinn svo fjarlægur, að okkur dettur hann varla í hug og síst af öllu, að hann sé á næsta leyti og muni skjótt koma í óvænta heimsókn. En þannig hagar hann sér oft, þessi gestur, sem við getum í raun átt von á, á hverri stundu. Hún Sigríður Tómasdóttir hvarf af hinum jarðneska vettvangi þann 28. desember sl. (og verður jarð- sungin frá Kópavogskirkju í dag kl. 3.00). Með alúð og umhyggju- semi, glaðværð og ánægju, hafði hún starfað í þágu heimilis síns, barna og bamabama allt til þeirrar stundar er gestinn óvænta bar að garði. Að vísu gekk hún ekki með öllu heil til skógar upp á síðkastið, en að svo skammt yrði til umskipt- anna, það gat vfst engum dottið í hug. Foreldrar Sigríðar voru sæmdar- hjónin Tómas Sigurðsson frá Höfða í Eyrarsveit og Ragnheiður Áma- dóttir frá Kársstöðum í Helgafells- sveit. Þau hófu búskap árið 1900 og áttu heima á nokkrum bæjum í Fróðárhreppi, en lengst í Bakkabúð á Brimilsvöllum. Þeim varð tíu bama auðið og komust átta til full- orðinsára. Sigríður var þeirra næst- yngst og er nú sú þeira sem fyrst kveður þennan stóra systkinahóp. - Hún ólst upp hjá foreldrum sínum og átti heima á Brimilsvöllum frá fimm ára aldri. Þar átti hún því sín bemskuspor. Óvíða var náttúrufegurð meiri en einmitt á þessum stað. Hér var til staðar flest það sem veitt gat ungu bami yndi; sjórinn suðaði við sléttan fjörusand, fuglar sungu á sléttum grundum og fjöllin fögru gnæfðu mót himni nær og fjær. Þá var fjölmennt á Brimilsvöllum, bæir margir og leiksystkini mörg. Að alast upp hjá ástríkum for- eldrum í stórum og samstilltum systkinahópi á slíkum stað, er eitt- hvert hið besta veganesti, þegar lagt er út á göngu lífsins og ungl- ings- og fullorðinsárin taka við með tilheyrandi sjálfsbjargarviðleitni og ábyrgð á eigin lífi og framtíð. Snemma fór Sigríður að vinna heimilinu það sem hún mátti. En síðar vann hún um nokkurra ára skeið á góðum heimilum, fyrst í Ólafsvík en síðar í Reykjavík. Einn- ig vann hún alllengi hjá fyrirtækinu Belgjagerðinni. A þeim árum hélt hún þá stund- um til hjá okkur konu minni, Aðal- heiði Tómasdóttur, en þær voru systur og samrýndar vel og aðeins tveggja ára aldursmunur. Árið 1943 á hvítasunnudag, 13. júní, giftist Sigríður Jóni Agnars- syni, bróður mínum, en hann hafði þá árið áður komið frá Þingeyri. Þar hafði hann stundað nám í vél- virkjun um fjögurra ára skeið og lokið prófi í þeirri iðngrein. Nú hafði hann fengið hér starf hjá Vélsmiðjunni Héðni. Vann hann þar í nokkur ár, uns hann síðar (1954) stofnaði eigið fyrirtæki, sem hann hefur starfað við æ síðan. Þau Jón byggðu sér eigið hús á Digranesvegi 92 í Kópavogi og fluttu þangað árið 1950. Hafa þau átt þar heima síðan. Um svipað leyti fluttum við Aðalheiður, kona mín, í eigið hús á Hábraut 4 í sama byggðarlagi. Og sama er að segja um Helgu systur hennar og Áma Hansson, mann hennar, að þau fluttu í Kópa- voginn á svipuðum tíma og hafa síðan átt heima á Digranesvegi 62. Samskipti með vináttu hafa því verið mikil milli þessara þriggja heimila ávallt síðan og heimsóknir tíðar, enda þær systur samrýndar með besta móti og hver annarri kærar. Hið sama má segja um önnur systkini hennar. Ávallt hefur ríkt hinn sanni kærleiksandi milli þeirra allra. Sigríður var léttlynd að eðlisfari. Hvar sem hún kom fylgdi henni glaðværð og léttur andi svo að öllum þótti gott að vera í návist hennar. Þau Jón og Sigríður eignuðust þijú böm, Agnar, Guðlaugu og Ragnheiði, öll hin mannvænlegustu. Agnar lærði vélvirkjun hjá föður sínum og hefur unnið við fyrirtæki hans jafnan síðan. En þær Guðlaug og Ragnheiður hlutu kennara- menntun og hafa stundað kennslu- störf öðmm þræði. Bamabömin, sem enn em öll á bemskuskeiði, hafa mjög sótt til ömmu sinnar og afa, enda ávallt þar að mæta hlýju og umhyggju- semi. í eðli sínu var Sigríður ákaf- lega bamgóð. Hún hafði því ávalt hið mesta yndi af að taka á móti og hlúa að þessum litlu vinum, bamabömum sínum, hvenær sem færi gafst, enda hafa þau kunnað slíkt vel að meta. - Eitt bamabam hefur alist upp hjá þeim afa sínum og ömmu. Það er Ingólfur Sigurðs- son. Hann er nú 15 ára að aldri, fermdur fyrir einu ári. Mikill harmur er nú kveðinn að eiginmanni, bömum og bamaböm- um Sigríðar, við hið sviplega fráfall hennar (svo og systrum hennar og bróður, sem átt hafa með henni samleið allt frá bamæsku). En minningin mun lifa í hjörtum þeirra sem hana þekktu best og henni voru nákomnastir og eiga henni mest að þakka fyrir fómfúsan kærleika hennar og óeigingjama umhyggjusemi á liðnum ámm. Þótt skilnaður sé sár, skulum við vita og minnast þess, „að þar sem góðir menn fara eru guðs vegir", og að aldrei verður hið góða látið ólaunað. Sú sem nú var að kveðja okkur á vísa vist og góða í nýjum heimkynnum. Þar hafa nú beðið hennar „vinir í varpa", í landi því hinu fagra á bak við himins hylji sem langt tekur fram öllu því sem við menn vitum best og fegurst. Og þar munu síðar bíða vina hennar hér fagnaðarríkir endurfundir að lokinni hérvist. Vistaskiptin urðu óvænt og ég veit, að hún hefði kosið að vera hér lengur og halda áfram sínu fómfúsa ævistarfi. En ég veit líka, að hún mun hugsa áfram til nánustu að- standenda og senda þeim þann kærleika og styrk sem hún má, en slíkt er áreiðanlega mikilsvert þeim sem eftir lifa. Eg vil svo votta nánustu aðstand- endum Sigríðar innilega samúð og óska þeim huggunar og líknar frá hæðum, í þeim mikla missi sem hér er orðinn, og styrks til að takast á við þá erfiðleika, sem lífið kann að bera í skauti sínu. Ingvar Agnarsson Kalliðerkomið kominernústundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Þannig er upphaf eins af fallegu sálmunum hans séra Valdimars Briem. Og kallið kemur til okkar allra, þó með sérstökum hætti til hvers og eins. Kallið kom til ná- granna míns, Sigríðar Tómasdóttur, Digranesvegi 92, svo snöggt sem hendi væri veifað. Gerðist það hinn 28. desember sl. Sigríður fæddist 23. apríl 1915 að Tungukoti í Fróðárhreppi. For- eldrar hennar voru hjónin Ragn- heiður Ámadóttir og Tómas Sig- urðsson. Bamahópurinn var stór, 8 af þeim hafa náð háum aldri. Sigríð- ur var næstyngst en hverfur nú fyrst af sjónarsviðinu. Þá var efna- hagur bammargra ijölskyldna þröngur og skólagöngu oftast lokið um leið og þau voru fermd. Vinnan tók svo við og úr fáu að velja fyrir Ragnheiður Ara- dóttir — Minning Fædd 22. maí 1907 Dáin l.janúar 1986 Það á ekki að koma á óvart þó að fregnir um lát áttræðrar vinkonu berist manni. Nánast var það þó svo, því að hún var svo hress, kát og ánægð þegar ég heimsótti hana síðast fyrir nokkrum vikum. Hún sagðist varla merkja það að „elli kerling" hefði bankað á dyr hjá sér, nema hvað bakið væri ekki eins sterkt og fyrr, einnig vantaði öryggi í fótaburðinn þegar komið væri út af sléttu gólfínu. Mér fannst því allt benda til þess að við hjónin ættum oft eftir að heimsækja Ragnheiði Aradóttur í Hamrahlíð 3 í Reykjavík, og njóta gestrisni hennar og vináttu. En skjótt skipast veður í lofti, einkum þegar boðað er til siglingar út á hið óræða haf að strönd ókunnrar tilvistar. Kannski var sú uppljómun, er mér sýndist bregða fyrir í svip hennar, ferðaþrá; vaxandi vitund um það að hérvistardagar væru brátt taldir og að endurfundir við góða foreldra, systur og ágætan maka væru í nánd. Ragnheiður fæddist 22. maí 1907 á Einarsstöðum í Stöðvarfírði. For- eldrar hennar voru Ari Stefánsson, er landskunnur varð sem einn fyrsti lesari Passíusálma í Ríkisútvarpinu og fyrsti meðhjálpari í Hallgríms- kirkju. Hann vann annars sem tré- smiður hjá Pósthúsinu í Reykjavík, eftir að hann fluttist að austan. Hans góða kona og móðir Ragn- heiðar var Marta Jónsdóttir. Bæði voru þau komin af traustum aust- fírskum ættum. Þau bjuggu mörg ár á Stöðvarfirði. Böm þeirra urðu sjö, sex stúlkur og einn drengur, Jón, sem dó komungur, og eina dóttur misstu þau á tvítugsaldri. Hún hét Oddný. Hinar fimm fluttust allar til Reykjavíkur og stofnuðu þar sín heimili — þær voru: Petra, elst, síðan Ragnheiður, Guðrún, Kristbjörg og Anna. Þær eru nú allar látnar. Fjölskyldu þessari kynntist ég er frændi minn og vinur, Olafur Sigur- þórsson, giftist Ragnheiði 7. októ- ber 1933. Þau bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík. Þau eignuðust einn son, Ára, sem nú er verk- fræðingur hjá Reykjavíkurborg. Að sjálfsögðu höfðu þau dálæti á einka- syninum, en það höfðu fleiri, enda var hann greindur og skemmtilegur drengur og varð yrkisefni eins af mágum Ragnheiðar, Stefán Jóns- sonar, kennara og skálds sem orti hinar þjóðkunnu „Aravísur". Ari er giftur Þóru Óskarsdóttur og eiga þau 3 böm, Magnús, Ragnheiði og Óskar Ólaf. Heimili þeirra Ragnheiðar og Ólafs var alla tíð ákaflega vistlegt og aðlaðandi. Snyrtimennska þeirra og smekkvísi skóp virðulegt og hlý- legt andrúmsloft í íbúðum þeirra — þau byrjuðu búskap í lítilli íbúð, lifðu reglusömu og hófsömu lífi og í nokkrum áföngum stækkuðu þau húsakynni sín þar til að þau eignuð- ust stóra og góða íbúð í Hamrahlíð 3, þar sem þau bjuggu síðustu 24 árin. Bæði áttu þau hjón stórar fjöl- skyldur og marga ættingja og vini — og vinaföst vom þau og tengsl fjölskyldunnar ákjósanleg. Það var því oft gestkvæmt á heimili þeirra, einkum framan af ævi, þar til kynslóðabils fór að gæta, enda hús þeirra ávallt opið og naut þess ferðafólk, m.a. frændfólkið úr dreif- býlinu er það kom til borgarinnar. Einn þeirra var undirritaður, sem aldrei fékk fullþakkað þá vinsemd og fómfysi er þau sýndu mér, en ég var stundum langdvölum gestur þeirra. Það var engu líkara en að þau litu á mig sem yngri bróður. Sú vinátta hélst alla ævi þeirra, þó að heimsóknir yrðu stijálli eftir að ég eignaðist sjálfur stóra fjölskyldu. Við Ólafur höfðum ferðast dálítið saman í sumarfríum og nokkrar ferðir fórum við hjónin með þeim Ólafi og Ragnheiði um Suður- og Vesturland og reyndust þau frá- bærir ferðafélagar. Þegar Ólafur dó fyrir 12 ámm, átti Ragnheiður þess kost að flytja til Ara og Þóm, en hún kaus að búa áfram í íbúð sinni í Hamrahlíð 3. Þar undi hún vel við ljúfar endur- minningar. Þrátt fyrir vanheilsu stundum á yngri ámm var andlegt og líkamlegt heilbrigði nú eftir atvikum gott. Fyrirhugað var að hún færi í heimsókn til Qölskyldu Ara og yrði þar yfir áramótin, en hún hafði fengið inflúensu og hafði ekki náð fullum bata svo að ekki varð af því. Hún var þó vel hress á gamlársdag. Á nýársdagsmorgun hringdi hún í Ara og bað hann að koma til sín, en það var dagleg venja hans. Þegar hann kom svo um ellefuleytið var hún látin. Hún virtist því hafa fengið hægt andlát. Farsæld féll henni í skaut á lífs- leiðinni og hún fagnar nú nýju ári á ári friðarins landi hjá vinum og vandamönnum. Ég veit að Ari og fjölskylda hans á Sæbraut 8 á Sel- tjamamesi hefðu kosið að hafa hana hjá sér á nýju ári með hækk- andi sól. En ferð yfir móðuna miklu verður ekki frestað. Við sem eftir stöndum í ævarandi þakkarskuld við Ragnheiði, vegna mannkosta hennar og drengskapar — vegna vináttu hennar og um- hyggju — óskum henni nú farar- heilla til fundar við ástvinina, sem áður vom famir. Ara og Qölskyldu hans svo og öðmm ættingjum vott- um við hjónin innilega samúð. Jón Tómasson ungar stulkur. Að fá vinnu á góðu og myndarlegu heimili þótti þá góð- ur skóli og var það ef hjúi og hús- bændum féll vel saman. Stuttu eftir fermingu réðst Sigríðurtil hjónanna frú Rósu og séra Magnúsar Guð- mundssonar í Ólafsvík. Var hún hjá þeim í þijá vetur og tókst vin- átta með fjölskyldunni og henni, sem haldist hefur. Þá lá leiðin til Reykjavíkur og vistast hjá Björgu Ólafsdóttur og Guðjóni Jónssyni vömbifreiðastjóra er síðast bjuggu að Jaðri við Sundlaugarveg. Var það eins og í Ólafsvík, þar mjmduð- ust sterk vináttubönd sem standa enn í dag. Á þeim ámm kynntist Sigríður Jóni Agnarssyni vélvirkja og gengu þau í hjónaband 13. júní 1943. Þau stofnuðu heimili í Tjamargötu 10A í þröngu húsnæði þó oft væri þar gestkvæmt. Fljótlega fóm þau að huga að varanlegra og stærra húsnæði, en það lá ekki á lausu. Kópavogur var þá einskonar ný- lenda. Þar var fyrst úthlutað erfða- festulöndum og síðan erfðafestulóð- um. Þangað leituðu margir ungir og áhugasamir um húsbyggingar. Vom Sigríður og Jón í þeim hópi og fengu erfðafestuland við Digra- nesveg (Digranesblett 63A). Var svo hafist handa af meiri vilja en efnum og byggt húsið Digranesvegur 92. Húsið er kjallari, hæð og ris. Fljótlega byggði vélvirk- inn verkstæði sem hann og sonur þeirra hjóna reka nú. Sigríður og Jón fluttu í húsið sitt 1950 en margt var hálf- eða ógert þar. Aldrei virt- ist það valda misklíð eða leiðindum. Þau stóðu saman í gleði og sorg sem einn maður. Sambúð þeirra var á margan hátt sérstæð - aldrei heyrðist þar stóryrði eða óánægju- tónn. Væri eitthvað um að vera hjá fjöl- skyldunni, ók Jón af stað í bflnum sínum með Sigríði sér við hlið og bömin í aftursætinu. Vegna vinnu sinnar varð vélvirk- inn sér úti um síma stuttu eftir að flutt var. Þangað leituðu símalausu nágrannamir og fóm ekki bónleiðir til búðar. Brekkan milli Digranes- vegar og Hlíðarvegar var þá að mestu óbyggð. Bömin í hverfinu áttu þar leikvang - og Sigríður fylgdist með þeim. Gerði hún þar lítinn greinarmun á sínum og ann- arra bömum. Þessa minnast mörg þeirra enn þann dag í dag. Sigríður var fyrst og fremst móðir og hús- móðir. Ég fékk erfðafestulóð við hlið Sigríðar og Jóns 1953. Var það Digranesblettur 63C. Þar var einnig byijað að byggja af meiri bjartsýni en getu. En eftir að ég hafði hitt ýmsa nágranna í hverfinu, fann ég að þama var heiðarlegt og dug- mikið fólk og hjálpsemin lét ekki á sér standa. Ég leitaði fyrst og fremst til þeira sem næstir mér vom, þeirra Sigríðar og Jóns. Aldrei var mér betur tekið en þegar ég barði að dymm fomg og blaut. Svo fylgdust þau með ei'gum mínum eða tóku til handargagns ef með þurfti. Við höfum fylgst með bömum og bamabömum og glaðst eða hryggst eftir ástæðum sem greinar af sama meiði. Það vil ég þakka af alhug. Böm Sigríðar og Jóns em: Agnar, fæddur 30. mars 1944 - vélvirki, Guðlaug, fædd 15. nóvember'1947 — kennari, Ragnheiður, fædd 2. desember 1953 - kennari. Öll hafa þau stofnað heimili. Bamabömin em 6 á aldrinum 5-15 ára. Öll bamabömin vom ömmu mjög kær ogo fylgdist hún grannt með þeim. Elsta bamabam- ið, Ingólfur, hefur að mestu alist upp hjá ömmu og afa. Hans skarð er því stórt. Hjálpsemi og sáttfysi ber hæst í huga mér er ég kveð Sigríði. Slík orð féllu af hennar munni er hún gekk út úr mínum dymm að kvöldi 27. des. sl. Næsta dag símaði maður hennar til mín og sagi mér lát hennar. Góður granni er genginn. Fylgja henni innilegar þakkir fólks- ins hér í hverfinu. Djúpar samúðar- kveðjur sendum við öll til eigin- manns, bama, tengdabama, bama- bama og Qölskyldunnar. Ég bið Guð að leggja líkn með þraut. Vilborg Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.