Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986 29 Jón Kjartansson frá Eskifirði kemur til hafnar með fullfermi. Börkur NK aflahæstur HEILDARAFLI íslenzkra loðnuskipa var á síðasta án alls 993.301 lest eða um 20.700 lest- ir að meðaltali á þau 48 skip, sem veiðamar stunduðu. A haustvertíð var aflinn 644.799 lestir eða um 13.400 lestir að meðaltali á skip. Aflahæsta skipið á síðasta ári var Börkur frá Neskaupstað með 32.057 lestir en á haustvertíðinni var Júpíter RE hæstur með 20.739 lestir. Börkur var einnig með mestan loðnuafla á vetrarver- tíðinni, 15.413 lestir. Loðnuveiðunum er þannig hátt- að, að á áliðnu sumri er ákveðið það magn, sem veiða má úr norsk-íslenzka stofninum til bráðabirgða og endanlegt magn er síðan ákveðið á haustmánuð- um. Kvótinn gildir því fyrir veið- amar frá hausti viðkomandi ár og fram eftir vetri þess næsta. Heildarkvótinn er því ekki ákveð- inn fyrir hvert ár í senn, heldur fyrir þann tíma, sem veiðamar standa, frá ágústmánuði og fram eftir vetri. Að þessu sinni er kvóti íslenzkra loðnuskipa 983.200 lest- ir fyrir haustvertíð 1985 og vetr- arvertíð 1986. Skipin eiga mjög mismikið eftir af hlut sínum, allt frá 12.759 lestum niður í 2.075. Hér fer á eftir yfirlit yfir afla loðnuskipanna á síðasta ári, kvóta þeirra á yfírstandandi vertíð og hve mikið þau eiga eftir. Ifyrst kemur nafn viðkomandi skips, síð- an aflinn á haustvertíð 1985, næst afli á vetrarvertíð 1985 og loks heildarafli síðasta árs. Þá kemur kvóti skipanna á vertíðinni nú og hve mikið þeir eiga eftir. Haust- Vetrar- Samtals Kvóti Eftir- vertíð vertíð ’85/’86 stöðvar AlbertGK 31 15.172 6.180 21.352 19.000 3.828 Beitir NK123 15.939 12.253 28.192 25.700 9.761 Bergur VE 44 10.332 7.276 17.608 18.200 7.868 Bjami Ólafss. AK 7 0 14.815 7.940 22.755 23.500 8.685 Börkur NK 122 16.644 15.413 32.057 23.700 7.056 DagfariÞH70 8.957 9.128 18.085 18.300 9.343 EldborgHF 13 17.927 7.404 25.331 27.800 9.873 ErlingKE 45 10.404 7.070 17.474 17.500 7.096 Fífill GK 54 11.484 6.463 17.947 19.200 2.793 Gígja RE 340 11.780 8.852 20.632 20.300 8.520 Gísli ÁmiRE375 16.407 6.011 22.418 19.200 2.793 Grindvíkingur GK 606 18.636 5.496 24.123 23.500 4.864 Guðmundur RE 29 9.041 10.431 19.472 21.800 12.759 Guðm. Ólafur ÓF 91 7.060 4.047 11.107 18.900 11.840 Guðrún Þorkelsd. SU 211 16.821 1.733 18.544 20.300 3.497 Gullberg VE 292 12.067 4.712 16.779 19.000 6.933 Harpa RE 324 11.055 6.709 17.764 19.400 8.345 HákonÞH 250 16.192 6.209 22.401 20.800 4.608 Heimaey VE 54 7.026 8.395 15.421 18.300 11.274 Helga IIRE 373 10.570 8.426 18.966 18.500 7.930 Hilmir SU171 15.453 10.128 25.581 25.600 10.147 Hilmirll SU177 13.495 6.269 19.764 18.800 5.305 HrafnGK 12 16.886 6.127 23.013 19.600 2.714 Huginn VE 55 10.962 6.451 17.413 19.000 8.038 HúnaröstÁR 150 13.136 8.108 21.244 19.300 6.164 Höfrangur AK 95 15.335 6.722 22.057 21.700 6.365 ísleifurVE63 13.463 8.608 22.071 20.300 6.837 Jón Kjartans. SU 111 18.230 8.747 26.977 23.400 5.170 JúpíterRE 161 20.739 4.006 24.745 25.300 4.561 JöfurKE 17 11.052 6.623 17.675 17.600 6.548 Kap IIVE 4 10.400 8.051 18.451 19.700 9.300 Keflvíkingur KE 100 11.673 6.158 17.831 18.300 6.627 Ljósfari RE 102 12.347 7.099 19.446 18.700 6.353 Magnús NK72 12.625 5.801 18.426 18.300 5.675 Pétur Jónsson RE 14 13.386 8.660 22.046 20.900 7.514 Rauðsey AK 14 15.193 4.361 19.554 18.800 3.607 Sigh. Bjamas. VE 81 8.982 8.948 17.930 19.700 10.718 Sigurður RE 4 19.094 8.285 27.379 26.200 7.106 Sjávarborg GK 60 9.911 8.968 18.879 20.800 10.889 Skarðsvík SH 205 15.681 4.830 20.511 19.000 3.319 Súlan EA 300 15.574 7.087 22.661 20.800 5.226 Svanur RE45 17.625 4.387 22.012 19.700 2.075 Sæberg SU 9 11.816 6.078 17.894 18.900 7.084 Víkingur AK 100 16.444 10.407 26.851 25.600 9.156 Víkurberg GK1 11.700 5.315 17.015 18.400 6.700 Þórður Jónas. EA 350 8.995 6.357 15.352 18.100 9.105 ÞórshamarGK75 9.496 7.068 16.564 18.900 9.404 ÖmKE 13 16.777 5.934 22.711 18.900 2.123 644.799 348.502 993.301983.200338.401 Ath. Inni í heildarafla vetrarvertíðar 1985 eru teknar 2.762 lestir, skráðar á skipið Sæbjörgu frá Vestmannaeyjum. Sæbjörgin strandaði fyrir áramót og var þessi afli hennar tekinn af öðrum skipum, en skráður á Sæbjörgu. Upplýsingar þessar eru fengnar frá Andrési Finnbogasyni hjá loðnunefnd. Nákvæmur listi yfir loðnumóttöku verksmiðjanna liggur enn ekki fyrir. „Fullkomin44 í Stjörnubíói Stjörnubíó er nú að hefja sýn- ingar á kvikmyndinni „Fullkom- in“ með þeim John Travolta og Jamie Lee Curtis í aðalhlutverk- um. Leikstjóri er James Bridges. Myndin er byggð á blaðagreinum er birst hafa í Rolling Stone tima- ritinu. Travolta leikur blaðamanninn Adam sem starfar við tímaritið. Hann er á höttunum eftir viðtali við John McKenzie, iðnjöfur, sem ákærðnr er fyrir eiturlyfjasölu. Ritstjórinn sendir hann til Los Angeles í tvennum tilgangi — reyna að fá McKenzie til að samþykkja viðtalið og semja grein um vaxta- ræktar- og æfíngastöðvar, sam- komustaði unga fólksins á vestur- ströndinni. í æfíngastöðinni kynnist blaða- maðurinn kennaranum Jessie og fellur flatur fyrir henni. Jessie vill ekki vera í forsvari fyrir stöðina og segir Adam að hún hafí einu sinni veitt blaðaviðtal og aldrei beðið þess bætur. Adam tekst að fá viðtal við McKenzie þar sem hann segist vera fómarlamb Bandaríkjastjómar. Hann hafí offramleitt tölvur og ákveðið að reyna að selja þær austan jámtjalds. Stjómin hafí því komið honum á kaldan klaka með því að klína á hann orðrómi um eiturlyfjasölu. Tímaritið birtir .v greinina. Yfírvöld skipa Adam að afhenda spólumar með viðtalinu en hann neitar. A meðan er McKenzie lýstur saklaus af öllum ákæram, en Adam bíður dóms. Jamie Lee Curtis og John Tra- volta í hlutverkum sinum í „Full- komin“. Café Gestur: Málverka- prúttmarkaður Málverkaprúttmarkaður Ólafs Engilberts efnir í kvöld kl. 21.00 til tónleika á Café Gesti að Laugavegi 28. Prúttmarkaðurinn lokar á morgun, föstudag. Háskólabíó: Þagnarskyldan „Þagnarskyldan“ — ný saka- málamynd eftir Micþael Butler og Dennis Shryack — er nú sýnd í Háskólabíói. Leikstjóri er Andy Davis og tónlist er eftir David Frank. Með helstu hlutverk fara: Chuck Norris, Henry Silva, Bert Remsen og Mike Genovese. í einu sóðahverfa Chicago vakta lögreglumenn byggingu þar sem eiturlyfjasala á sér stað. Tveir lög- reglumenn, dulbúnir sem dópsalar, ætla að kaupa heróín af stórlaxin- um Victor Comacho og grípa hann svo glóðvolgan. Sú ætlun fer þó úrskeiðis þegar annar glæpahringur blandar sér í leikinn, stelur eiturlyfl- unum og hverfur á braut. Fyrir mistök verður einn lögreglumann- anna saklausum ungling að bana. Til að hylma yfír glæp sinn setur hann byssu í hendi hins látna. Fé- lagi hans tekur þó eftir þessu. Mafíustríð er í uppsiglingu milli tveggja ætta og flækjast málin all- veralega. Líður að réttarhöldum yfír lögreglumanninum. Félagi hans er bundinn hinni óskráðu „þagnar- skyldu", sem hann á bágt með að skilja þar sem um nýliða er að ræða innan lögreglunnar. Auglýst eftir framboðum til prófkjörs f Mosfeiissveit Ákveðið hefur verið að prófkjör um val frambjóöenda Sjálfstæðisflokksins við næstu sveitarstjórnarkosningar fari fram 8. febrúar 1986. Val frambjóö- enda fer fram meö eftirfarandi hætti. a) Gerð er tillaga um val frambjóðenda til kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Mosfellssveit. Tillagan er því aðeins gild að hún sé bundin við einn flokksmann. Enginn flokksmaður getur staðið að fleiri tillögum en hann má fæsta kjósa í prófkjör- inu. Tillagan skal borin fram af 20 flokksmönnum búsettum í Mosfellshreppnum. b) Kjörnefnd er heimilt aö tilnefna prófkjörsframbjóöendur til viðbótar frambjóö- endum samkvæmt a lið. Hér með er auglýst eftir framboðum til prófkjörs, sbr. a-lið hér að ofan. Skal fram- boð vera bundið við flokksbundinn einstakling enda liggi fyrir skriflegt samþykki hans um aö hann gefi kost á sér til prófkjörs. Frambjóöendur skulu vera kjörgengir í næstu sveitarstjórnarkosningum. 20 flokksbundnir sjálfstæðismenn, búsettir í Mosfellssveit, skulu standa að hverju framboði og enginn flokksmaður getur staðið að fleiri framboðum en 4. Framboðum þessum ber að skila ásamt mynd af viökomandi og stuttu æviágripi til formanns kjörnefndar, Þórarins Jónssonar, Fellsási 3, Mosfellssveit, eigi síðar en kl. 12.00 fimmtudaginn 16. janúar 1986. Kjörnefnd Sjálfstæöisflokksins í Mosfellssveit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.