Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986 Aðeins tveir sóttu um og þeir voru ráðnir — segir flugmálastjóri „NYJA skipuritið gerir ráð fyrir ákveðnum tilfærslum manna og þar með ráðningu tveggja vaktstjóra. Aðeins tveir menn sóttu um starf ið og þeir voru ráðnir," sagði Pétur Ein- arsson, flugmálastjóri, um ásakanir flugumferðarstjóra, um gerræðisleg vinnubrögð Flugumferðarstjórar við vinnu sína. Myndin er gömul, en í gær meinaði flugmálastjóri Ijósmyndara Morgunblaðsins myndatöku í flugstjórn. ------------------------------------ Deilan snýst um gerræðisleg vinnubrögð flugmálastjóra segir talsmaður flugumferðarstjóra „DEILAN snýst ekki eingöngu um nýja skipuritið heldur um það hvernig að þessari fram- kvæmd er staðið, stöðubreyt- ingum og gerræðislegum vinnubrögðum flugmálastjóra í því sambandi," sagði Kári Guðbjörnsson, talsmaður flug- umferðarstjóra, um þann ágreíning, sem upp er kominn milli Flugmálastjórnar og flug- umferðarstjóra á Reykjavíkur- flugvelli. Kári sagði, að at- burðir undanfarna daga hefðu ekki verið skipulagðar aðgerðir af hálfu flugumferðarstjóra, en hins vegar mætti búast við ákveðnum aðgerðum á næst- unni vegna þessa m áls. Að sögn Kára má rekja rót þessa máls til stöðubreytinga, sem nýja skipuritið gerir ráð fyrir, þar sem að í stað fjögurra varðstjóra og yfirflugumferðarstjóra í flug- stjórn koma nú fjórir vaktstjórar. „Við þessar breytingar var yfir- flugumferðarstjóri sviptur sinu starfi og skákað í nýtt tilbúið starf til tveggja ára, gegn sínum vilja," sagði Kári. „Það hafa ekki fengist svör, þrátt fyrir ítrekaðar fyrir- spurnir, hvað verði um manninn eða stoðuna eftir tvö ár. Eins voru tveir varðstjórar í flugstjórn- armiðstöðinni teknir úr sínum stöðum og skákað íönnur emb- ætti til tveggja ára. í stað þeirra voru tveir „gæðingar" flugmála- stjóra skipaðir í stöðu vaktstjóra, sem samkvæmt nýja skipuritinu fá ekki aðeins yfirráð yfír flug- stjórn heldur einnig yfir flugturn- inum. Þessir tveir, ¦ sem voru hækkaðir upp, eru teknir fram yfir 20 til 30 aðra hæfa menn, sem hafa lengri starfsaldur. Um þetta snýst óánægja manna fyrst og fremst, en þó kemur meira til." Að sögn Kára telja flugum- ferðarstjórar að ólöglega hafi verið staðið að auglýsingu um ráðningu vaktstjóra af hálfu flug- málastjóra, þar sem ekki var auglýst í Lögbirtingablaðinu held- ur hafí auglýsing verið hengd upp á vegg í Flugturninum. „Forsagan var raunar sú, að við fréttum, að flugmálastjóri hefði kallað þessa tvo til sín og boðið þeim stöðurn- ar. Þetta kvisaðist út og stjórn FÍF lagði þá að mönnum að sækja ekki um stöðurnar fyrr en komið væri á hreint hvað þarna væri á seiði, það er hvort flugmálastjóri hefði verið búinn að ákveða fýrir- fram að ráða þessa „gæðinga" sína. Þess vegna sótti enginn um, nema þeir tveir, enda töldu menn að ólöglega hefði verið staðið að auglýsingunni. Flugmálastjóri skýtur sér nú á bak við það að hann hafí ráðið þá menn tvo menn semsóttuum." Kári sagði ennfremur að mikil óánægja væri meðal flugumferð- arstjóra vegna yfírvinnuálags og manneklu í flugstjórn. Að sögn Kára hafa 14 flugumferðarstjórar í flugstjórn horfið frá störfum síð- an 1981, en enginn bæst við þar. Síðustu tvö ár hafí umferð hins vegar aukist um 25%. Kári sagði Flugmálastjóri um manneklu í flugstjórn: Tveir menn hef ðu get- að annað úthaf sfluginu VEGNA DEILNA sem upp eru komnar varðandi flugumferðar- stjórn á Reykjavíkurflugvelli hefur Pétur Einarsson, flugmála- stjóri, sent frá sér fréttatilkynningu þar sem drepið er á nokkra þætti þessa máls. Fréttatilkynning flugmálastjóra er svohljóðandi: „í yfírlýsingum talsmanns félags flugumferðarstjóra í gær, þ.e. 7. janúar, kemur fram að fækkað hafí um fjórtán manns í flugum- ferðarþjónustu á síðustu árum, og enginn komið í staðinn. Þessi staðhæfíng er beinlínis röng. Frá árinu 1981 hefur fækkað um 12 manns í flugumferðar- þjónustu. Sáfjöldi skiptist þannig: Níu manns hafa látið af störf- um af ýmsum ástæðum og þrír er annast aðflugsstjórn fyrir Reykjavíkurflugvöll í Keflavfkur- flugturni. A sama tíma hafa 9 flugum- ferðarstjórar hafið störf. Þessi tala hefði getað orðið 12 ef ekki hefðu komið til mjög harðar að- gerðir félags flugumferðarstjóra þegar þeir stöðvuðu kennslu í október 1984 og vegna þess hröktust 3 nemar í flugumferðar- stjórn frá námi. Auk þess eru nú átta nemar í flugumferðarstjórn væntanlegir til landsins í febrúar að loknum 9 mánaða námstíma í Kanada. Þeir munu geta hafíð störf sem flugumferðarstjórar næstkomandi haust að lokinni starfsþjálfun. Nám flugumferðarstjóra hefur ekki gengið með eðlilegum hætti því hver einasti hópur nema hefur á einhverjum tíma stöðvast í námi vegna aðgerða félags flugum- ferðarstjóra. Einn hópur hefur verið stöðvaður fjórum sinnum, en vonandi heppnast að ljúka námi þeirra á næstu vikum. Ennfremur leggur talsmaður- inn áherslu á tveggja mánaða yfírvinnu 35 manna á ársgrund- velli. Rétt er þess vegna að fram komi að eitt af fjölmörgum atrið- um, sem stjórnendur flugmála stefna að með skipulagsbreyting- unni er jöfnun yfírvinnu þannig að óhóflegt álag verði ekki á einstaka menn. í dag hefur verið lesin í útvarpi yfírlýsing frá nokkrum flugum- ferðarstjórum þar sem því er haldið fram að vegna öryggis hafí ekki verið hægt að manna allar stöður í flugstjórn morgun- inn 7. janúar og innanlandsflug- deild því lokuð. Manneklu var kennt um. Rétt er að taka fram af þessu tilefni að þáverandi vaktstjóri, sem er varaformaður Félags ís- lenskra flugumferðarstjóra, tók ákvörðun um að manna ekki inn- anlandsdeild (ACC LOW) og ráð- stafaði þeim 5 mönnum er hann hafði yfír að ráða í úthafsdeild (ACC High/Oeeanic). Á tímabilinu kl. 08.00-09.00, er töfín á innanlandsfluginu varð, voru því 5 menn að stjórna umferð 13 flugvéla. Það er mat yfírmanna flugumferðarþjónustu að tveir, 2, menn hefðu getað annað þeirri umferð. Þrír hefðu því getað annast innanlandsflug, sem bráðlá á að gera." að 35 menn, sem störfuðu i flug- stjórn, hefðu skilað um 1100 tólf tíma aukavöktum á ellefu mánuð- um á síðasta ári sem samsvaraði að meðaltali tveggja mánaða yfír- vinnu á mann, sem væri óheyri- legt álag i svona starfi. Ofan á þetta bætist svo við- brögð flugmálastjóra nú við þeim töfum sem urðu á mánudag og þriðjudag vegna manneklu í flug- stjórn. „Flugmálastjóri gefur í skyn að þetta séu skipulagðar aðgerðir og tilbúin veikindi hjá okkur. Það er hægt að færa sönn- ur á eðlileg forföll þessara manna. Af þeim fjórum, sem vantaði á mánudaginn, voru þrír veikir. Einn þeirra lenti í bílslysi í nóv- ember og hefur verið frá síðan. Annar var frá vinnu áþriðja mán- uð á síðasta ári vegna veikinda og af og til síðan. Sá þriðji er baksjúklingur og var í meðferð þennan dag." Varðandi fyrirhugaðar aðgerðir flugumferðarstjóra sagði Kári að þær myndu fyrst og fremst felast í því að menn yrðu tregir til að taka aukavaktir. Eins og vakta- skrárnar hefðu verið undanfarna mánuði hefði verið treyst á að fylla upp í göt með aukavöktum, en ef svo færi fram sem horfði, myndi það eflaust verða erfítt, og lítið þyrfti því út af að bregða til að vandræðaástand skapaðist. hans varðandi f ramkvæmd nýs skipurits í flugumferðarþjón- ustunni. Pétur sagði að í janúar hefði hann samið um það við stjórn Félags flugumferðarstjóra, að þessar fjórar stöður vaktstjóra yrðu auglýstar innan hópsins. Stöðumar hafi síðan verið aug- lýstar um vorið og þeir tveir sem sóttu um verið ráðnir í framhaldi af því. Varðandi hin nýju störf, sem tveir varðstjórar og yfírflug- umferðarstjóri voru skipaðir í sagði Pétun „Félag flugumferðar- stjóra fór fram á það við ráðuneyt- ið að það gæfí þá yfírlýsingu, að skipuritinu yrði ekki breytt án vitundar og vilja ráðuneytisins. Það hefur engu verið breytt án vitundar og samþykkis sam- gönguráðuneytisins. Hins vegar er ómögulegt að segja fyrir um það í dag, hvað verður eftir tvö ár. En það stendur ekki til að leggja niður stöður þessara manna eða ýta þeim úr starfi, enda eru þeir skipaðir og þar með æviráðnir." Flugmálastjóri sagði, að það væri alþekkt í flugumferðarþjón- ustu um allan heim að víxla til yfirmönnum á um það bil tveggja ára fresti. Rætt hefði verið við alla þá menn sem fyrirhugað var að flytja til í starfi. „Svona fram- kvæmd er ekki hægt að gera nema í fullu samkomulagi við starfsmenn eða þá hreinlega með því að gera harkalegar ráðstafan- ir. Það var rætt við þá 9 menn í stjórnun sem þetta varðaði og engin andmæli komu frá þeim fyrr en 12. desember, frá þremur, og síðan 31. desember, frá tveim- ur. Fjórir hafa hins vegar kosið að hlýða þessu. Ég heyrði engar óánægjuraddir fyrr en þann 12. desember. Staðreyndin er hins vegar sú, að þessi andmæli eru fram komin vegna mjög harðrar pressu frá félaginu. Það má bæta því við að þessir tveir, sem ráðnir voru í vaktstjórastöðu, hafa feng- ið skeyti frá stjórn félagsins, þar sem þeim er hótað brottrekstri úr félaginu," sagði Pétur Einarsson. Reynsla varðstjórans vegur þyngra en álit flugmálastjóra — segir í yfirlýsingu flugumf erðarstjóra sem voru á vakt á þriðjudaginn sl. „ÁRATUGA reynsla varðstjór- ans við flugumferðarstjórn hlýtur að vega þyngra á metun- um en álit núverandi flug- málastjóra," segir meðal ann- ars i yfirlýsingu frá flugum- ferðarstjórum, sem voru á vakt þríðjudaginn 7. janúar, er inn- anlandsflug tafðist. Yfírlýsing flugumferðarstjór- anna er svohljóðandi: „Vegna ummæla flugmála- stjóra í kvöldfréttum útvarpsins 7. janúar 1986, um varðstjóra í flugstjórnarmiðstöðinni á Reykja- vfkurflugvelli, viljum við benda á eftirfarandi: Við erum alfarið sammála ákvörðun varðstjóra okkar þann 7. þessa mánaðar að opna ekki innanlandsdeild flugstjórnar þennan dag, meðan nægur mann- afli var ekki til staðar. Sú ákvörðun flugmálastjórnar að krefjast opnunar allra deilda þrátt fyrir takmarkaðan mann- afla, gengur í berhögg við gildandi starfsreglur, og er að okkar mati ábyrgðarleysi sem á ekkert skylt við öryggi flugumferðar. Teljum við að áratuga reynsla varðstjórans við flugumferðar- stjórn hljóti að vega þyngra á metunum en álit núverandi flug- málastjóra, Péturs Einarssonar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.