Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986 37 Kristrún Kristófers dóttir — Minning Fædd 17. september 1920 Dáin 31. desember 1985 Andlát mágkonu minnar, Krist- rúnar Kristófersdóttur, eða Dúddu eins og hún var að jafnaði kölluð, kom ættingjum og vinum ekki á óvart. Eins og við fundum fyrir nálægð áramótanna gerðum við okkur ljóst að lífshlaupi hennar væri senn að ljúka. Og rétt í þá mund er árið leið í aldanna skaut kvaddi hún þennan heim. En Dúdda átti bjargfasta trú á annað líf að loknu þessu og þar þráðí hún endur- fundi við látna ástvini. Kristrún var fædd og uppalin í Fremri-Hvestu við Amarfjörð og var einkadóttir og næstelst fímm bama þeirra hjóna Ingibjargar Halldóm Gestsdóttur og Kristófers Kristóferssonar er þar bjuggu. Þau em nú bæði látin og einnig tveir synir þeirra, en eftirlifandi em bræðumir Bjami bóndi í Fremri- Hvestu og Guðbjartur kennari í Reykjavík. Kristrún var tvígift. Fyrri mann sinn, Elías Jónsson, missti hún eftir skamma sambúð. Þau eignuðust þijú böm, Ingi- björgu, Pétur Þór og Bryndísi, sem öll em látin. Seinni maður hennar er Kristján Þ. Ólafsson bílstjóri en þeirra böm em tvö, Sigríður og Kristófer, sem bæði hafa stofnað heimili og em búsett á Vestfjörðum. Áramótin marka að jafnaði tíma- mót í lífí okkar allra. Þau em stund óska og fyrirheita en ekki síður skilnaðarstund til þess að leita á vit minninganna og þakka það sem gott er. Og nú við andlát Dúddu er vissulega margs að minnast og margt að þakka. Minningamar sækja fram í hugann hver af ann- arri, dýrmætar minningar um ótal góðar samverustundir og hvort heidur var í gleði eða sorg þá var hlutdeild Dúddu þar alltaf mikil. Dúdda var á margan hátt sér- stæð kona. Hún átti dug og dreng- skap í ríkum mæli og öll hennar skaphöfn einkenndist öðm fremur af þessu tvennu. Allt vol og víl var henni lítt að skapi og nærvera hennar var jafnan skemmtileg og uppörvandi. Að eðlisfari var hún geðrík og stjómsöm, en aldrei man ég til þess að skapið hafi hlaupið með hana í gönur og allra síst vildi hún seilast inn á yfirráðasvið ann- arra. „Ja, nú verður þú sjálf að ákveða," man ég hana oft segja við okkur sem yngri vomm og óreynd- ari þegar við leituðum hjá henni ráða. Og Dúdda gat gefíð góð ráð á mörgum sviðum. Hún var snilling- ur við matreiðslu og handavinnu og hún hafði gaman af gróðurrækt og ýmsu öðm á því sviði. Auk þess var hún líka skemmtileg í allri umræðu, svör hennar gátu verið hnyttin og eftirminnileg og þótt hún væri ekki allra og færi aldrei dult með skoðanir sínar á mönnum og málefnum, þá var hún sannur vinur þeirra sem á annað borð eignuðust trúnað hennar og traust. Nýársdagur er dagur viljans til vona. Eitthvað á þessa leið komst forseti íslands að orði í nýársávarpi sínu. Þessi orð urðu mér hugstæð þegar ég heyrði þau þá og þau rifjast upp í huga mér nú þegar ég minnist mágkonu minnar. Hún kvaddi einmitt þetta líf stuttu áður en dagur nýs árs var að rísa. Eftir stendur minningin um mæta konu, sem átti einlæga trú og sterkan vilja til að vona. Það var hennar styrkur á erfíðum stundum. Vissu- lega varð hún að mæta miklu mót- læti vegna veikinda og ástvinamiss- is, en henni auðnaðist líka að sjá vonir sínar rætast í efnilegum böm- um þeirra Kristjáns og bamaböm- unum. Þessi samheldni hópur sýndi henni mikla umhyggju í löngum veikindum, en þó verður hlutur Kristjáns, eignmanns hennar, þar mestur. Hann stóð við hlið hennar í blíðu og stríðu eins og best mátti sjá þegar mest á reyndi. Þvílík umhyggja og ástúð er einstök. Þeim öllum votta ég samúð mína og minninguna um Dúddu mun ég geyma vel og lengi. Guðbjörg Tómasdóttir Kristrún Kristófersdóttir, sem í dag verður borin til grafar, var af vestfirsku kjamafólki komin. Hún þurfti líka flestum öðrum fremur á að halda mikilli atorku og því æðruleysi að láta ekki bugast af óblíðum örlögum. Á hana var meira lagt en flesta aðra, en hún stóð lengi af sér alla raun, þar til hún að síðustu varð að láta undan ofur- efli banvæns sjúkdóms. Kristrún fæddist í Fremri-Hvestu í Amarfírði 17. september 1920 og var því nýlega orðin 65 ára gömul þegar hún lést nú á gamlársdag. Hún var dóttir hjónanna Kristófers Kristóferssonar og Ingibjargar Halldóm Gestsdóttur, sem lengi bjuggu í Fremri-Hvestu. Þau vom bæði Barðstrendingar að uppruna, Kristófer úr hópi hinna fjölmörgu systkina frá Brekkuvelli, en Ingi- björg fædd á Skriðnafelli og ólst upp í Haga og úti í Breiðafjarðareyj- um. Kristrún var næstelst systkin- anna í Fremri-Hvestu. Elstur var Hákon Jóhannes, sem er látinn fyrir um það bil tuttugu ámm. Annar bróðir Kristrúnar, Guðbjartur, lést á unglingsámm en eftir lifa bræður hennar tveir, Bjami Símonarson bóndi í Fremri-Hvestu, og Guð- bjartur Guðni, menntaskólakennari í Reykjavík. Ung giftist Kristrún Elíasi Jóns- syni frá Neðri-Hvestu, nágrannabæ æskuheimilis hennar, og settust þau að á Bíldudal, þar sem Elías starfaði sem verkstjóri. Tvö fyrstu bömin misstu þau nýfædd og óskírð, en síðan eignuðust þau þijú böm sem upp komust: Ingibjörgu Halldóm, Bryndísi og Pétur Þór. Elías reynd- ist vera haldinn sama sjúkdómi og margir nánir ættingjar hans og andaðist aðeins hálffertugur að aldri, eftir að hafa orðið fyrir áfalli nokkmm ámm áður. Þessi sami sjúkdómur átti síðar eftir að höggva frekari skörð í fjölskyldu Kristrún- ar. Kristrún giftist öðm sinni, Krist- jáni Þ. Ólafssyni frá Patreksfirði, og eignuðust þau tvö böm, Sigríði og Kristófer. Þau hjón bjuggu áfram á Bíldudal og þar uxu eldri böminm upp ásamt yngri systkin- um sínum og allt virtist leika í lyndi. Elsta dóttirin, Ingibjörg, gift- ist liðlega tvítug og fluttist til Reykjavíkur en meðan hún gekk með annað bam sitt dundi ógæfan yfír. Hún varð fyrir samskonar áfalli og hafði dregið föður hennar til dauða. Fyrsta áfallið lifði hún af, en náði aldrei fullri heilsu aftur og andaðist fáeinum ámm síðar. Þá hafði Bryndís systir hennar þegar fengið sitt fyrsta áfall, og nokkmm ámm síðar var röðin komin að bróðumum, Pétri Þór, sem þá var orðinn yfírmaður á físki- skipi frá Bíldudal og virtist hreystin uppmáluð. Hann andaðist eftir nokkurra ára sjúkdómslegu, og síð- ast féll Bryndís frá eftir að hafa barist við sjúkdóm sinn í meira en áratug. Kristrún og Kristján fluttust suður þegar Ingibjörg veiktist og settust að í Kópavogi. Þar veittu þau systmnum, og síðan Pétri, alla þá aðstoð sem þau frekast megn- uðu. Bryndís bjó á heimilinu og segja má að Kristrún og Kristján hafi að miklu leyti tekið að sér uppeldi á syni hennar, Kristjáni Þór, og auk þess hafa böm Ingibjargar, Elías og Sandra, dvalist þar lang- dvölum og átt þar sitt annað heim- ili. Segja má að allt þetta efíða tíma- bil hafí Kristrún verið vakin og sofín við að létta bömum sínum þetta þungbæra stríð. Við það naut hún óbrigðuls stuðnings frá Kristj- áni og yngri bömunum, sem vom sem betur fer heil heilsu og foreld- mm sínum mikill styrkur á þessum reynslutíma. Það var Guðbjartur bróðir hennar einnig og ekki síður Guðbjörg mágkona hennar Tómas- dóttir, eiginkona Guðbjarts, að ógleymdri Ingibjörgu móður henn- ar, meðan hennar naut við. Kristrún Kristófersdóttir var alla tíð einörð í fasi og framkomu og hikaði ekki við að kalla hlutina sínu réttu nöfnum, þegar svo bar undir. Hins vegar var henni fjarri skapi að miklast af sjálfri sér og hún vildi ekki gera mikið úr þeim hetjuskap sem hún þurfti að sýna og sýndi mikinn hluta ævinnar. í hennar augum var þar aðeins um sjálfsagða og óhjákvæmilega hluti að ræða, sem ekki væri ástæða til að tala um. Hún hefði sjálfsagt ekki kunn- að mér neinar þakkir fyrir að benda jafn afdráttarlaust á atorku hennar og æðraleysi og ég hef leyft mér að gera í þessum fáu orðum. En mér fínnst hún ekki njóta sann- mælis án þess að það sé gert. Kristján Bersi Olafsson t Dóttir mín og systir okkar, ANNA B. HAFÞÓRSDÓTTIR, veröur jarösungin föstudaginn 10. janúar frá Haligrímskirkju. Hafþór Guömundsson, Krístín Hafþórsdóttir, Sigurður Hafþórsson. t Faöir minn, tengdafaöir og afi, BJARNHÉÐINN ÞORSTEINSSON bifreiöastjóri, Hólavangi 26, Hellu, er lóst hinn 31. desember sl. verður jarösunginn frá Oddakirkju laugardaginn 11. janúar kl. 14.00. Svavar Bjarnhóöinsson, Jóhanna Jensen og barnabörn. t Útför HÁVARÐAR FRIÐRIKSSONAR fyrrum bónda viö Djúp, sem lóst þann 31. desember veröur gerö frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn, 10. janúar, kl. 15.00. Jarðsett veröur í Fossvogskirkjugaröi. Vandamenn. t Móöir okkar og tengdamóöir, HELGA E. KAABER hjúkrunarkona, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 10. janúar kl. 13.30. Edda Kaaber, Sigrún Kaaber, Björn Magnússon, Edwin Kaaber, Guörún E. Kaaber. B., JH* Fjölbreytt námskeid hefjast í janúar fyrir ungar stúlkur, konur á öllum aldri og herra Hvaða hópur hentar Nr. 1 Sérfræöingar leiöbeina meö snyrtingu, hárgreiöslu, fataval, hreinlæti, fram- komu, borösiöi, gestaboö, mannleg samskipti, göngu o.fl. 8 sinnum tvisvar í viku. Nr.2 Stutt snyrtinámskeiö. Þrisvar sinnum. Tvœrkl.stundir. Handsnyrting. Andlitshreinsun. Dagsnyrting — Kvöldsnyrting Sex í hóp. Nr.3 Nr.4 Nr.5 Fyrir starfshópa, Fyrirungar stúlkur Fyrir herra á öllum aldri. saumaklúbba. 14—16 ára. Skólahópa. Sex sinnum Sex sinnum Átta sinnum tvisvar í viku. einu sinni íviku. einu sinni í viku. Framkoma — Hreinlæti. Hárgreiösla — Hreinlæti. Snyrting. Fatnaður — Snyrting. Fatnaöur. Framkoma — Borösiðir — Ganga. Snyrting. Hárgreiösla. Tíu í hóp. Ræðumennska — Borðsiöir. Framkoma. Átta til tíu í hóp. Tíu til fimmtán í hóp. Nr.6 Módelnámskeiö fyrir verðandi sýningar- fólk. Dömu og herra. Fimmtán sinnum tvisvar sinnum í viku. Tíu til fimmtán í hóp. Innritun hefst á mánudag. Upplýsingar daglega frá kl. 2—7 í sfma 36141. Unnur Arngrímsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.