Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986 39 Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Miirgum er álasað fyrir að þekkja ekki veikleika sinn, þó er hítt algengara að menn þekki ekki styrkleika sinn. Þau ágætu orð má hafa f huga, þegar við nú í lok dýrindisdaga í mat og drykk, færum til betri vegar heimilisreikning og óska- þyngd. Aðaluppistaðan í meðfylgjandi rétti er viðurkennt „heila-fóður," sem ölluin er hollt að neyta. Það er að sjálfsögðu fiskur. Fiskur í sítrónu og rækjusósu 800 gr fiskur (ýsa, koii, lúða) llaukur 1 '/;• bolli vatn sítróna 1 lárviðarlauf 4 heil piparkorn 2 matsk. smjörlíki 2 matsk. hveiti 200 gr rækjur 1. Laukurinn er skorinn niður og settur í pönnu ásamt vatni, safa úr sítrónu, lárviðarlaufi brotnu í tvennt, piparkornum og salti. Suðan er látin koma upp og látið sjóða í nokkrar mínútur. 2. Fiskurinn er hreinsaður, roð- flettur og skorinn í hæfilega stór stykki og síðan settur út í vökvann og látinn krauma í u.þ.b. 10 mín. Hafið lokið á pönnunni. 3. Því næst er fiskurinn tekinn upp úr soðinu og settur á smurt eldfast fat og soðið látið sjóða í 5 mín. 4. Sósa er búin til úr fisksoðinu og er hún best uppbökuð. Smjörlíkið er brætt í potti og hveitinu blandað vel saman við. Við meðalhita er fisk- soðinu (1 bolli) hrært saman við smátt og smátt þar til sósan hefur þykknað og er orðin mjúk. Ath. hvort hún er hæfilega sölt. Sósan er bragð- mikil en ekki sterk. mögnuð. 5. Rækjunum er sfðan bætt út í (þíðið fyrst hafi þær verið frosnar) og er sósan með rækjunum sett yfir fískstykkin. Setjið í ofn og bakið við meðalhita þar til fískurinn er orðinn heitur í gegn. (5—10 mfn.) Berið fram með fískinum soðnar kartöflur og hrásalat. „Heila-fóður" er fískur aðeins sé hann rétt meðhöndlaður, það er því betra að huga vel að eldun hans. Rannsóknarmenn telja sig geta sýnt fram á, að hár hiti í steikingu eins og myndast við djúpsteikingu eyði- leggur hina eftirsóttu fitu í fiskinum. Hagkvæmt er oft að kaupa frosn- ar rækjur í stærri pakkningum. Ef þær eru nýjar hafa þær bleikan lit. Litlausar gamlar rækjur hafá oft leiðinda fiskkennt bragð. Forðist þær. Verð á hráefni: Fiskur (ýsa) 1 sítróna 1 laukur rækjur kr. 125.00 11.00 4.00 35.00 kr. 175.00 AUGLYSINGASTOFA MYNDAMÓTAHF mt #___m m AlGrAJLllAm 20% afsláttur gildir fyrir hjón, systkini, öryrkja, ellilífeyrisþega og félagsmenn Stjórnun- arfélagsins. ^fprtpúíl' qmkjwti béur SiV- % Upplýsingar * og innritun i | í síma ' jí 10004 "¦' ' I am 21655 'k' .. :'JigM Mam Okkur íslendingum er öðrum þjóðum ,fremur nauðsyn að kunna skil á erlendum tungumálum — sem er 'minnsta mál í heimi (eða því sem næst!) jef þú leitar til Mímis. Hjá okkur er að jfinna tungumálakennslu í sérflokki á ^ýmsum þyngdarstigum og tíma ættu i flestir að geta fundið við sitt hæfi. Er | ekki mál til komið að innrita sig í Mími? INYTT AFANGAKERFII Byrjendur...Lærlingar Sveinar.. .Meistarar Mímir tekur nú upp nýtt áfangakerfi með það fyrir augum að auðvelda nemendum skólans að meta framfarir sínar við tungumálanámið. Áfangakerfið samanstendur af fjórum stórum áföngum en innan hvers áfanga eru fjögur sjö vikna námskeið sem tengjast innbyrðis. Milli áfanga verða haldin stöðupróf en lítil (progress) próf í lok hvers sjö vikna námskeiðs. Áfangana höfum við skírt gamalkunnum nöfnum: Byrjendur. . . Lærlingar. . .Sveinar. . . Meistarar. Fyrstu námskeiðin hefjast 15. janúar og standa til 4. mars; kennt verður í öllum a) og c) flokkum áfanganna á þessari fyrstu önn ársins 1986. Próf ATHUGID: Ef þið velkjist í vafa um kunnáttu ykkar í tungumálinu leysa stöðuprófin pr(ýf úr þeim vanda. Semsagt: minnsta mál í heimi! 28 vikur enska þýska franska spænska ítalska fsl.f.útl. enska þýska franska enska þýska franska spænska spænska ítalska ísl.f.útl. ísl.f.útl. enska þýska franska spænska ísl.f.útl. enska nska enska enska ATHl Námskeið í sveina- og meistaraflokkum veróa haldin ef næg þátttaka fæst. 15. jan-4. mars Mímir { Hvaó felst í hverju stigi? Það sem þið getið búist við að geta gert að loknu hverju stigv er: BYRJENDUR: Þið hafið tök á grundvallar- atriðum málfræðinnar. Þið getið notað. þátíð og framtíó, spurt einfaldra spurninga, talið, sagt hvað klukkan er. Þió kunnið u.þb. 700 orð og getið borið þau fram svo skiljanlegt sé. Þið eruð vel undirbúin til að halda áfram. LÆRLINGAR: Þið getið notað'þá málfræði sem þið hafið lært. Erlendis verðið þið fær um að bjarga ykkur á hótelum, fiugvöllum, veitinga- húsum, o.s.frv. Þið getið rætt hversdagslega hluti á einfaldan hátt og gert ykkur skiljanleg. Þið kunnið u.þb. 1500 orð. SVEINAR: Þið eigið auðvelt með að tala og bjarga ykkur við flestar að- stæður. Hvort sem þió eruð aó kvarta um hótelió, að ræða um vinnuna, lýsa þeim kvikmynd- um eða bókum sem ykkur finnst góðar, eða að segja frá reynslu ykkar, þá getið þið það án erfið- leika. Þið getið rætt um fjölbreytt umræóuefni, meðal annars, vinnu, menningu, heilsu, mat, tómstundaáhugamál og síðast en ekki síst — veðriö. MEISTARAR: Samræður eru ekkert mál. Á þessu stigi eruð þið að reyna að auka orðaforðann og þekkingu ykkar á tungumálinu og blæ- brigðum þess. Kennt er tvisvar í viku, tvær kennslusmndir í senn og öll kennslugögn innifalin í nám- skeiðsgjaldi. Síðdegis- og kvöld- tímar í öllum áföngum en lika . morgun- og dagtímar fyrir byrj- endur og lærlinga. ÁNANAUSTUM 15 MÁLASKÓLI RITARASKÓLI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.