Morgunblaðið - 09.01.1986, Page 42

Morgunblaðið - 09.01.1986, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986 > Kannskí löglegt, en örugglega siðlaust eftirKára Guðbjömsson Undanfarin ár hefur vinnuanda farið hrakandi og starfsfriður minnkandi í flugumferðarþjón- ustunni í Reykjavík. Þar vinna enn sömu flugumferðarstjóramir, það er unnin sama vinnan og launin hafa ekki minnkað meira en hjá öðrum opinberum starfsmönnum. Hvað hefur þá breyst? Jú, það er kominn nýr flugmálastjóri. Maður sem lýsti því yfir á fyrsta samstarfs- fundi með flugumferðarstjórum og fleirum að lýðræði ætti ekki upp á pallborðið hjá sér, og hefur hann svo sannarlega sýnt það í verki. Flugmálastjóri lýsti því yfir í út- varpsviðtali að kvöldi 7. jan., að tafir þær sem orðið hefðu á flugi innanlands 6. og 7. jan. væru ónauðsynlegar og að þrátt fyrir veikindi og mannfæð hafí nægur mannafli verið fyrir hendi, en starfsmaður sem hann kallar verk- stjóra, hafi verið að þjóna skaps- munum sínum með röðun manna í vinnustöður. Annað hvort hefur Pétur mjög svo afbrigðilegt skopskyn og er að gera grín að flugrekendum, flugfar- þegum og flugöryggi, eða hann hreinlega hefur takmarkað vit á því sem um er að ræða, og hallast ég frekar að hinu síðamefnda. í flugstjóm em starfsreglur sem flugumferðarstjórum er gert að fylgja og ætla ég að flugmálastjóri viti um þær, þar sem varðstjóra er falið að skerða umferð ef þörf krefur, og þegar annan daginn í röð næst ekki full áhöfn, þá er það lág- markskrafa til varðstjóra (sem Pét- ur rangnefnir vaktstjóra) að hann sjái um að sú þjónusta sem veitt er sé ömgg, og slíkt er ekki hægt í öllum deildum ef undirmannað er. Ef flugmálastjóra finnst þetta óeðli- leg vinnubrögð, þá er það heldur betur í mótsögn við fyrri yfirlýsing- ar hans um áhyggjur vegna mistaka við flugumferðarstjóm sem hætt er við að ijölgi samfara auknu vinnuálagi og sífelldu áreiti af hendi flugmálastjóra í garð flugumferðar- stjóra. Þess má geta að aukavinna í þeim mæli sem hér viðgengst er óþekkt fyrirbrigði þar sem ég þekki > til erlendis og ætti að varða við lög. En lítum nú á ástandið þann 6. jan. þegar vantaði fjóra menn til að fullmannað væri í flugstjóm. Af þeim vom þrír veikir, en gert hafði verið ráð fyrir að einhver fengist á aukavakt í eina stöðu (þ.e. ekki til laus maður til að hægt væri að fuilmanna fyrirfram). Af þeim þrem sem vom veikir lenti einn í bílslysi í nóvember og hefur verið frá síðan, annar var frá á þriðja mánuð vegna þrálátra veik- inda, og sá þriðji er bakveikur og m.a. í meðferð 6. jan. Ef þetta em skipulögð veikindi eins og flug- málastjóri hefur látið í skína eiga viðkomandi skilið hrós fyrir fram- sýni og fyrirhyggju við að koma sér upp afsökunum til að geta skrópað í vinnu. Þennan dag var málum bjargað þannig að Valdimar Ólafsson yfír- flugumferðarstjóri tók að sér varð- stjóm í flugstjómarmiðstöðinni þrátt fyrir lasleika, og tveir menn tóku á sig að sinna bæði millilanda- flugi og áætlunarflugi innanlands, sem fjórir menn eiga að sjá um, og tókst það tafalítið þrátt fyrir mikið álag. í svona tilfellum ætti að sjálf- sögðu að sleþpa þeirri þjónustu sem ekki er hægt að veita af fullkomnu öryggi, en menn héldu í einfeldni sinni að flugmálastjóri myndi loks átta sig á alvöru málsins og reyna að finna skynsamlega lausn á þessu vandamáli sem til er komið vegna fyrirhyggjuleysis flugmálastjómar við íjölgun flugumferðarstjóra. En sú var ekki raunin, heldur virtist hann telja að hér væri um skipulögð undanbrögð að ræða og sendi þeim flugumferðarstjómm sem vom í fríi, skeyti þar sem vitnað var í lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna og þeim gert að mæta á aukavakt. Ég held reyndar að ef Pétur skoðaði þessi lög gæti hann fúndið eitt og annað sér viðkomandi þar. Þann 7. jan. vom mættir sjö af níu í flugstjóm. Flugumferðarstjór- ar þar vom ekki tilbúnir til að taka á sig sama aukaálag og daginn áður og var því innanlandsdeild flug- stjómar lokuð. Flugmálastjóm hugðist bjarga í hom með því að skipa Valdimar yfirflugumferðar- stjóra að taka aftur við varðstjóm, en hann neitaði vegna lasleika og í læknisskoðun síðar um morguninn „í stað þess að meta þessa ósérhlífni manna að verðleikum, bregst flugmálastjóri hinn versti við gagnvart flugumferðarstjórum þegar í óefni er komið vegna hans eigin mis- taka.“ var úrskurðað að hann væri með blóðtappa, og er hann nú á spítala. En hvers vegna öll þessi auka- vinna? Síðan 1981 hafa 14 flugum- ferðarstjórar með réttindi í flug- stjómarmiðstöðinni horfið frá störf- um af ýmsum ástæðum, en enginn bæst við. Síðustu tvö ár hefur umferð sem flugstjóm veitir þjónustu aukist um 25%, en í staðinn fyrir að fjölga á vöktum, á að fækka mönnum á næturvöktum. Flugumferðarstjórar í flugstjóm- armiðstöðinni eru skráðir 35, af þeim voru 3 sem ekki unnu auka- vaktir frá 1. jan 1985 til 1. des. 1985. Hinir 32 skiluðu á þeim 11 mánuðum, 1099 tólf tíma aukavökt- um, og væm þær fleiri ef alltaf hefði tekist að fullmanna. Þetta samsvarar að meðaltali ríflega tveggja mánaða vinnu á mann. Sá sem mesta aukavinnu hafði var með 84 aukavaktir á þessum 11 mánuð- um, eða yfir 50% af heils árs vinnu- skyldu. I stað þess að meta þessa ósérhlífni manna að verðleikum, bregst flugmálastjóri hinn versti við gagnvart flugumferðarstjómm þegar í óefni er komið vegna hans eigin mistaka. Ekki bætir hið nýja skipulag Péturs ástandið þar sem yfírflug- umferðarstjóri og tveir varðstjórar em sviptir stöðum, sem þeir gegna samkvæmt skipunarbréfi ráðherra, og settir í nýjar óskyldar stöður til tveggja ára, og þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspumir hefur ekki fengist uppgefíð hjá Pétri hvað eigi að verða um þá menn eftir það. En hvað skyldi búa að baki þess- um tilfærslum? Jú, flestir telja að hann ætli sér að hygla tveimur gæðingum sfnum og gera þá að Selfoss: Fjölmenni á álfabrennu o g flugeldasýningu Selfossi, 7. janúar. MikiU mannfjöldi fylgdist með álfabrennu og flugeldasýningu á íþróttavellinum á Selfossi i gær, á þrettándak völdi jóla. Farin var blysför frá Tryggva- torgi, um Austurveg og Reynivelli á íþróttavöllinn. Fyrir göngunni fóm Leppalúði, Leppur og Skreppur á dráttarvél með kerru sem á vom jólasveinar og stjómuðu þeir hljóm- flutningstækjum. Jólasveinar bám einnig logandi kyndla í göngunni. Böm tóku virkan þátt í þessum hátíðahöldum og klæddust kynleg- um búningum. Mátti sjá margar furðuvemr í kringum álfabrennuna og í göngunni. Álfar sungu og dönsuðu við brennuna og mikil flugeldasýning fór þar fram sem viðstaddir kunnu vel að meta. Ungmennafélagið hefur undan- farin ár haft veg og vanda af blys- för og flugeldasýningu á þrettánd- anum, í samvinnu við önnur félög i sem leggja til flugeldasýningarinn- ar. Félagið verður 50 ára á þessu ári og í tilefni þess var heldur meira Morgunblaðið/Sig. Jóns Börnin tóku virkan þátt í þrettándagleðinni á Selfossi og klæddust hinum kynlegustu búningum. Mátti sjá margar furðuverur í kringum álfabrennuna og i göngunni. í flugeldasýninguna lagt en áður. Þó vom sumir þeirra með hugann Tómstundaráð bæjarins gekkst við annað og sáu ástæðu til að fyrir unglingadansleik í Selfossbíói dansa á götum úti og hafa í frammi þar sem hljómsveitin Lotus lék fyrir ólæti og tilgangslítil spellvirki. dansi og unglingar dönsuðu út jólin. Sig. Jóns. Kári Guðbjörnsson. vaktstjómm (sem er nýtt starfsheiti sem hvergi finnst í gildandi samn- ingum, og felur í sér umfram varð- stjórastöðu að viðkomandi hafi einnig yfírráð í flugtumi). Fýrir utan það að reyna að þrýsta þessum breytingum einhliða í fram- kvæmd, em þessir tveir teknir fram fyrir 20—30 hæfa menn, og samn- ingur milli FÍF og Samgönguráðu- neytisins frá 1970, þar sem meðal annars er ákvæði um að starfsaldur skuli að öðm jöfnu ráða við veitingu embætta er ekki virtur. Yfirlýsing Péturs um að flugumferðarstjórar hafi verið sammála þessu nýja skipulagi þar til fyrir skömmu em rangar. Ég tel vinnubrögð Péturs dæmigerð fyrir stjómanda sem virðist telja sér í hag að ala stöðugt á óánægju meðal starfsmanna sinna, og rétt er að benda Pétri á að sá tími sem fer í umræður og vangaveltur um næsta uppátæki hans, meðal manna á vakt, nýtist ekki til öryggis flugumferðar. Það má vera að aðför Péturs sé lögleg, en hún er ömgglega siðlaus. Tvennt er það sem ber að harma í þessu máli. Annars vegar það að Pétri virðist hafa tekist að kynna málin þannig fyrir samgönguráðu- neyti og flugráði að við lítum út fyrir að vera einhvers konar of- stopalýður, óalandi og ófeijandi. Hins vegar ber að harma að flug- rekendur og flugfarþegar verði fyrir tjóni og töfum vegna óforsjálni og mistaka flugmálastjóra, og ber þeim afsökunarbeðini af hans hálfu. Höfundur er flugumferðarstjóri. H0RNIÐ/DJUPIÐ HAFNARSTRÆTI 15 Jazz í kvöld Kvartett Kristjáns Magnússonar Ath. Djúpiö er opiö fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld frá kl. 19.00—23.30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.