Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986 nrnmm C1981 Universal Press Syndicate /<>-7 'bví miöar, h&rra. Enair hcincfar leufoiV a hóiel/iau- HSt Gl • • • .. .að /a&a virkan þátt i hans áhuga- málum. TM Reg. U.S. Pit Off.-il rtglits reservod •1882 Lca Ansetw Tlmw 8yndlcate ÍTAfifJít^ Hve örugg er hún gegn segulbandi á svo sem 50 mfæri? Ég verð að aura mér saman fyrir klippingu og rakstri, því fólk fær ella ranghugmyndir um mig. HÖGNI HREKKVÍSI „06 HÉR KEMUR. FAIÍ.EGA KITrV- " Fækkum púðursprengjum um ára- mót og tökum tillit til annarra Til Velvakanda. Árið 1985 er liðið. Hér í Reykja- vík má segja að allt hafi logað í eldi á gamlárskvöld og nýársnótt. Hundruð þúsundir króna eða jafnvel milljónir, fóru forgörðum. Og í hvað? í eldfæri og skemmdir. Þessi spurn- ing hlýtur að vakna: Er ekki hægt að halda hátíðleg áramót án þess að skaði hljótist af? Alls konar púðursprengjum og eldsprengjum er fleygt fyrir fætur aldraðs fólks og nálægt kerrum ungbarna og vagna. Og þetta á að vera þeim til skemmtunar sem að þessu standa. Slíkir hlutir geta verið lífshættulegir þegar hjartveikir eiga í hlut. Dóti sem þessu er hent inn um dyr og glugga ef því er að skipta en þeir sem gera slíkt hugsa ekkert um þá hættu og tjón sem af getur hlotist. Margur hefur orðið fyrir tjóni af þessum völdum. Núna fyrir ára- mótin fylgdist ég með þegar slökkvi- liðsbílar óku upp að Pósti og síma í Breiðholti en þar inni fylltist allt af reyk eftir að einhver gerði sér leik að því að henda púðurkerlingu inn um gluggarifu. Gegn-athæfi sem þessu duga ekki aðvaranir eldvarn- aráðs eða annarra, nema þá helst óskir og bænir foreldrar hafi áhrif á börnin meðan þau eru ung að árum. Gaman er þegar skotið er upp rakettum og sjá himininn loga af marglitum ljósum. En nú er komið nýtt ár. En á nýársdag og fram yfír þrettánda liggur útbrunnið flugelda- drasl utandyra eins og hráviði út um allt. Þá þyrftum við á hjálparliði að halda til þess að hreinsa til. Þeir gera það sjaldnast sem skutu því á loft. Mig langar til að fjalla dálítið um athyglisverða auglýsingu í sjón- varpinu, auglýsing^una um plötuna „Hjálpum þeim". Fólkið virðist syngja með svo mikilli tilfinningu að söngurinn og boðskapurinn hlýtur að hafa náð tii allra. Auðvitað voru raddirnar mismunandi en samstill- ingin, myndatakan og textinn ásamt kórnum, í heild var þetta dásamlegt. En hver er þessi litla fallega hnáta sem syngur með svo mikilli innlifun? Þess spyrja margir. Myndirnar af hörmungunum sem sýndar voru á eftir voru hins vegar óþarflega margar. Ég segi nú eins og Guðrún (Mbl. 24. des.). Getum við ekki komið þessari plötu á erlendan markað og þá með prentuðum texta á ensku? Ég vona að þessi plata seljist vel. Um efni sjónvarpsins um jól og áramót má segja að þar hafi verið eitthvað fyrir alla. Að mínu áliti var dagskráin mjög góð. Fannst mér eitt af því besta fiðluleikur Sigrúnar Eðvaldsdóttur. Að lokum: Ég get ekki stillt mig um að beina því til Slysavarnafélags íslands að það beiti sér fyrir því að minna af „skotvopnum" og púður- sprengjum verði selt um næstu ára- mót. Þá yrði margur ánægðari og margur ríkari og líklega gætu fleiri gefið til líknarmála. Pálína Magnúsdóttir Víkverji skrifar Islenzk fjölskylda, sem búsett er í Bandaríkjunum, en hugðist halda jól á íslandi kynntist sérkennum far- gjaldafrumskógarins vel í viðskiptum við íslenzka flugfélagið. I fyrsta lagi var auðvitað hagkvæmara að kaupa farseðla fyrir alla fjölskylduna til Lúx- emborgar en til Keflavíkur en það er náttúrlega gömul saga, sem allir þekkja. Hitt kom þessu fólki meira á óvart, að fargjöld Flugleiða voru hækkuð verulega á tímabilinu 12.- 24. desember og það svo mjög að það munaði þessa fjölskyldu rúmlega tutt- ugu þúsund krónum en hækkunin nam 100 Bandaríkjadölum á hvern fjöl- skyldumeðlim. Til þess að njóta lægstu fargjalda varð fjölskyldan annað hvort að fara til íslands fyrir 12. desember eða eftir 24. desember. Skýringin á þessu er sögð sú, að einmitt þetta tímabil fyrir jól séu miklir flutningar yfír Atlantshafið á vegum Flugleiða og vel má það vera. En á sama tíma og fargjöld á þessari flugleið eru hækkuð á þessu tímabili býður fyrir- tækið lægri fargjöld á öðrum flugleið- um m.a. frá Norðurlöndum til þess að hvetja fólk t.d. námsmenn til þess að koma heim um jólin. A örfáum árum. mun íslenzkum námsmönnum í Bandaríkjunum hafa fjöigað úr um 100 í um 700. Hvers eiga þeir' að gjalda? Leigubílstjóri hafði orð á því við farþega sinn í gærmorgun, að mikið líf væri í kringum Sverri Her- mannsson, menntamálaráðherra. Raunar sagði hann, að skyndilega virtist allt vera á fleygiferð í mennta- málaráðuneytinu, þaðan, sem hvorki hefði heyrzt hósti né stuna árum saman eða frá því, að Magnús Torfi Ólafsson afnam z, þann góða bókstaf, sem Víkverji skrifar enn a.m.k. við og við. Leigubílstjórinn og viðmælandi hans urðu sammála um það, að hvað sem seg]'a mætti um stjórnmálahæfi- leika menntamálaráðherra, væri hann eini ráðherrann um langt árabil, sem hefði ráðizt af fullri hörku gegn „kerf- inu". Og viðbrögð „kerfisins" væru öllum ljós. Úr öllum áttum streymdu mótmæli að menntamálaráðherra, starfsfólk mótmælti, viðskiptamenn lánasjóðsins, sem árum saman hafa formælt vinnubrögðum hans, mót- mæltu og teldu hann nú allt í einu hina beztu stofnun og svo mætti lengi telja. Þegar um þetta er hugsað kemur í Ijós, að þetta er auðvitað alveg rétt. Sverrir Hermannsson hefur . hrist rækilega upp í „kerfinu" í þeim ráðu- neytum, sem hann hefur haft með höndum. Hann tók til hendi í því kvik- syndi, sem var Rarik. Hann hristi rækilega upp í sjóefnavinnslunni á Reykjanesi. Hann hefur nú komið svo mikilli hreyfíngu á lánamál náms- manna að eitthvað jákvætt hlýtur að koma út úr því fyrir skattgreiðendur. M.a.o., skyldu skattgreiðendur hafa áttað sig á því, að þessar aðgerðir allar eru í þeirra þágu? Eftir að Melavöllur var lagður niður er Tjörnin nánast eina skauta- svellið í Reykjavík. Að vísu er líka hægt að fara upp á Rauðavatn á skauta. Hins vegar er ekki nægilega vel hlúð að skautaíþróttinni enda virð- ist hún vera að leggjast niður að mestu. Þriggja barna móðir hafði orð á því við Víkverja, að börn hennar hefðu ætlað á skauta á Tjörninni en orðið frá að hverfa vegna þess hve skautasvellið var skítugt. Hún hafði orð á því, að hinn ungi, vinsæli og ötuli borgarstjóri Reykvíkinga þyrfti að kippa þessu í lag þannig að aðlað- andi væri fyrir fólk að fara á skauta á Tjörninni. Þessu er hér með komið á framfæri við borgarstjóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.