Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1986 47 ^ *Tíff?ní ■ * 'ibJ : VELVAKANDI ’ SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11.30 í FRÁ MÁNUDEGI ! TIL FÖSTUDAGS jT JW uhw -1> If Þjóðarmorðið í Afganistan Til Velvakanda. Eg hef verið að bíða eftir um- fjöllun í blöðum um sjónvarjjsþáttinn sem sýndi ástandið í Afganistan og hefur vonandi engan látið ósnortinn. I sex ár hefur í Afganistan geisað það merkilegasta frelsisstríð sem sögur fara af, og má helst líkja við finnsk-rússneska stríðið þar sem Rússar misstu eina milljón manna en Finnar halda nokkurn veginn sjálfstæði sínu. Þegar Rússar réðust á Finna þá ætluðu marxistar af göflunum að ganga yfir því að Finnar veittu viðnám, þar sem bless- un marxismans átti að verða hlut- skipti þjóðarinnar. Nú sýnir flóttinn frá kommúnista- rikjum að þar sem ekkrt frelsi er þar er ólifandi. Samt sem áður hafa menningarvitar hins fijálsa heims með sterkum stuðningi fjölmiðla þar, getað flutt áróðursstríð sitt átölulítið. Skáldin í gamla daga sungu frelsinu lof en hvað gerist nú? í dag nota þau tjáningarfrelsið til þess að finna að öllu í hinum frjálsa heimi, en þegja þunnu hljóði um ómennsk lífskjör sem marxisminn býr þeim sem við hann þurfa að búa. Hvað um hörmungar afgönsku þjóðarinnar sem þarf að lifa við kúgun og skort sem alltaf fylgir kommúnismanum? Hvenær ætlar hinn fijálsi heimur að skilja sinn vitjunartíma? Engin plága er verri en marxisminn og hann verður að kveða niður áður en öll veröldin verður ein Eþíópía. Baráttan í dag á að vera mannréttindi handa öllum. Friður sem keyptur er fyrir mann- réttindi er verri en enginn. Bifreiðastöð Steindórs: Almenningur vill þjónustu smásendibíla Til Velvakanda. Forseta borgarstjómar afhent mótmæli 250 leigubílstjóra gegn áframhaldandi rekstri Bifreiðastöðv- ar Steindórs — Sendibíla. Þetta las ég í blöðunum í síðustu viku. Leigu- bílstjórarnir mótmæltu því með undirskrift sinni að almenningur nyti þjónustu, sem mikil þörf virðist vera fyrir. A.m.k. notar almenningur bíla stöðvarinnar mikið. Ljóst er því að þörf er fyrir þjónustuna hjá almenningi. Almenningur vill þjón- ustu smásendibílanna ella hefðu þeir gefist upp strax á fyrstu vikunum. Jóhann G. Guðjónsson Langalgengasta orsök alvarlegra brunasára er af völdum heitra vökva og lenda börn oftar í slíkum slysum en full- orðnir. Má þar meðal annars efna mjög alvarleg slys þegar hraðsuðukatlar hafa steypst með sjóðandi heitu vatni yfir bötn. í þessum slysum hefur ástæðan oft verið sú að raf- magnssnúran var of löng og skagaði fram yfir borðbrún þannig að litlar hendur náðu að kippa í. Athugið að kaffi- vélar geta verið hættulegar hvað þetta snertir. Hafið rafmagnssnúrur þessara heimilistækja ekki lengri en nauðsynlegt er. Þessir hringdu .. . Var þyrla Land- helgisgæslunnar keypt til að leita að rollum? Skattgreiðandi hringdi: „Það kom fram í fréttum þegar þota varnarliðsins fórst, að þyrla Land- helgisgæslunnar hefði ekki verið tiltæk til leitar vegna þess að hún hefði verið að leita að rollum austur á fjörðum. Mig langar til að vita hvort þessi þyrla hafí verið keypt til landsins til að annast þetta verkefni, að leita að rollum? Hver borgar fyrir flugtímann þegar þyrlan er að leita að rollum og hvað kostar flugtíminn? Getur Landhelgisgæslan gefið upplýsing- ar um þetta?“ Viðkvæm ullarkápa Kristín Elíasdóttir hringdi: „Mig langar til að koma á framfæri kvörtun vegna kápu sem ég keypti í Kápusölunni fyrir jólin í fyrra, þ.e. jólin 1984. Ég notaði hana lítið í fyrravetur og nær ekkert í sumar. Þegar ég fór að skoða hana í haust fannst mér hún hafa látið mikið á sjá. Kápan er úr ullarefni og hefur það látið mikið á sjá. Ég fór þá með kápuna til forstjórans hjá Hlín sem framleiðir þessar ullar- kápur og fór fram á bætur. Hann vildi ekki greiða neinar bætur þar sem svo langt var liðið frá því að ég keypti kápuna og gaf í skyn að hún hefði slitnað svona hjá mér. Ég leitaði þá til Neytendasamtak- anna sem bentu mér á að senda kápuna í rannsókn uppá Keldna- holt. í bréfí sem ég fékk frá manni sem rannsakaði efnið í kápunni sagði að efnið í kápunni væri við- kvæmt sparifataefni sem fara yrði vel með og bursta varlega. Þá sagði að útlitsending væri ekki mikil. Ég vil fara fólk við að kaupa ullarkápur af þessu tagi.“ Blikur á lofti — góð heimildamynd Guðmundur hringdi: „Mig lang- ar til að lýsa ánægju minni með heimildarmyndina „Blikur á lofti“ sem sjónvarpið hefur sýnt að undanförnu. Nóg er af skemmti- efni í sjónvarpinu og alls konar afþreyingarefni. Þessi mynd varp- ar ljósi á hina örlagaríku sögu sið- ari heimsstyijaldar og verður fróð- legt að fylgjast með framhaldi hennar. Þá vil ég þakka fyrir fræðslumyndina sem sýnd var um halastjörnuna fyrir nokkru. Væri ekki hægt að sýna hana aftur við tækifæri?" ' ' ■>« Leikræn tjáning Námskeiö í framsögn og leikrænni tján- ingu fyrir börn og unglinga hefst laugar- daginn 11. janúar. Uppl. og innritun í síma 14897. Jónína H. Jónsdóttir SKIPHOLT Til sölu kjallari, fyrsta og önnur hæö í þessu húsi númer 17 viö Skipholt. Heimild er fyrir aö stækka glugga á framhliö fyrstu hæöar. Upplýsingar í síma 28044. ÚíSXJ’JLi 11L- MJÚKUR Fallegur, þægilegur sófi á daginn og tvíbreitt rúm á nóttunni Úrval okkar af alls konar svefnsóf- um er mjög mikið Við tökum að sjálfsögðu greiðslukortin bæði sem útborgun á kaupsamningi og sem stað- greiðslu með hæsta afslætti BÚSGACNABÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20 - 110 REYKJAVÍK« 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.