Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. J ANÚ AR1986 Stjarnan úr leik í toppbaráttunni FH-ingar gerðu sór lítið fyrir f gœrkvöldi og sigruðu Stjörnuna þegar liðin mættust í næst síðasta leik sínum í 1. delld karla í hand- knattleik. Leikurinn fór fram á heimavelli Garðbæinga, Digránesi, en þrátt fyrir mikil hvatningarhróp fjölmargra áhorfenda og stuðnings- manna Stjörnunnar tókst þeim ekki að knýja fram sigur og misstu þar með af lestinni í keppninni um íslandsmeistaratitilinn. Síðar um kvöldið kom f Ijós að tapið skipti þá í rauninni ekki máli en það vissu leikmenn liðanna ekki a meðan þeir stóðu f baráttunni í Digranesi. FH-ingar sigruðu f leiknum, skoruðu 31 mark gegn 29 mörkum Stjörn- unnar. Staðan í leikhlói var 15:15. Öll nótt er þó ekki úti enn fyrir Stjörnumenn þvf annað sœtið í deildinni gefur sæti í Evrópukeppní félagsliða og þvf mikilsvert fyrir þá að vinna Valsmenn á sunnudaginn. Leikurinn var allan tímann eld- fjörugur og mjög hraður. Byrjunin lofaði góðu því eftir aðeins þriggja mínútna leik var staðan 2:4 fyrir FH, sex mörk á þremur mínútum er ekki svo lítið. Eftir þetta var jafnt á með liðunum en FH-ingar þó alltaf aðeins á undan í markaskor- unninni. Varnarleikur FH var nokkuð góð- ur framan af leiknum. Þeir léku 6-0 vörn sem var mjög hreyfanleg og ', leikmenn komu vel út á móti skytt- um Stjörnunnar. Varnarleikur Stjömunnar var að sama skapi slakur. Þeir lóku 5-1-vöm en Magnús Teitsson sem lék fyrir framan var ekki nógu hreyfanlegur og því var vörnin ekki nógu sann- færandi. Markvarslan hjá FH í fyrri hálfleik var slök en Brynjar stóð fyrir sínu í marki Stjörnunnar. c Texti: Skúli Sveinsson Heimamenn komust yfir, 12:11, er tæpar tíu mínútur voru eftir en síðan var jafnt á öllum tölum fram að leikhléi. Jón Erling var rekinn úr húsi snemma í fyrri hálfleiknum vegna grófs brots á Gylfa en það virtist ekki koma að sök, FH tvíefld- ist við þetta og börðust allir sem einn. í síðari hálfleik virtust Stjörnu- menn ætla að hafa yfirhöndina því þeir komust í 18:16 en FH-ingar jöfnuðu og eftir það komust heima- menn aldrei yfir. FH tók Gylfa Birg- isson úr umferö í síðari hálfleik og að auki tók Sverrir Kristinsson að verja í markinu. Þeir komust mest í fjögurra marka forystu en Stjarn- an klóraði aðeins í bakkann í lokin og lagaði stöðuna lítillega. Bestu menn FH að þessu sinni yoru þeir Héðinn Gilsson, Óskar Ármannsson og Þorgils Óttar. Héðinn lék mjög vel í fyrri hálfleik, stökk hvað eftir annað hátt í loft upp og gnæfði þá hátt yfir vörn Stjörnunnar og skoraði þá hvað eftir annað glæsileg mörk. Einnig átti hann góðar línusendingar. Óskar var góður í vörn og sókn og Þorgils Óttar einnig. Hjá Stjörnunni átti Gylfi góðan leik í fyrri hálfleik en var tekinn úr umferð í þeim siöari. Hannes Leifs- son stjórnaði mönnum sínum eins og hægt var en eitthvert áhuga- leysi virtist hjá leikmönnum liðsins. Brynjar var góður í markinu. Dómarar voru Sigurður Baldurs- son og Bjarni Jóhannsson og stóðu þeir sig þokkalega í heildina en frekar voru vafaatriði heimamönn- um í hag lengst af. Mörk Stjörnunanr: Hermundur Sigmunds- son 11/8, Gylfi Birgisson 9, Sigurjón Gufi- mundsson 3, Skúli Gunnsteinsson 2, Hannes Leifsson 2, Einar Einarsson 2. Möríc FH: Óskar Ármannsson 9/4, Þorgils Óttar 7, Héðlnn Gilsson 6, Stefán Kristjánsson 3, Valgarð Valgarðsson 2, Jón Erling 2, Pétur Petersen 2. 2. deildin: Fjórir heimasigrar ígær Breiðablik heldurforystunni FJÓRIR heimasigrar voru f ann- arrí deildinni f handknattleik f gærkvöldi. í Vestmannaeyjum unnu Þórsarar lið fR-inga með 28 mörkum gegn 26, Breiðablik vann Ármann 32:25, Haukar unnu HK 22:17 og Afturelding vann Gróttu með tfu marka mun, 29:19. Þaö var mikill darraðardans á fjölum íþróttahúss Vestmannaeyia í gærkvöldi þegar lið Þórs og ÍR léku þar. Jafnræði var með liðunum en á lokamínútunum náðu heima- menn að tryggja sér sigur undir áköfum hvatningarópum fjöl- margra áhorfenda sem fylltu höll- ina. Lokastaðan í Eyjum var 28:26 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 16:14 fyrir heimamenn. Páll Scheving var markahæstur Þórsarar í leiknum, skoraði 8 mörk, Eyjólfur Bragason, þjálfari liðsins, skoraði fimm mörk og það gerði Elías Bjarnhéðinsson einnig. Hjá IR-ingum skoraði Guðmund- ur Þórðarson mest, alls 6 mörk, Frosti Guðlaugsson kom fast á hæla honum með fimm mörk. Breiðablik er nú í efsta sætinu í 2. deildinni, hefur hlotið 18 stig, Ármann og HK koma í næstu sætum en þessi lið hafa bæði hlotið 15 stig. í fjórða sæti eru ÍR-ingar með 13 stig. -hkj/SUS íslandsmótið í innanhússknattspyrnu: Dregið í riðla UM AÐRA helgi hefst íslandsmót- ið f innanhússknattspyrnu í Laug- ardalshöll. Dregið hefur verið í riðla og verður keppt i fjórum deildum karla og kvenna. Keppn- in hefst með keppni f 2. og 3. deild og sfðan f hinum deildunum í febrúar. Þátttökulið í karlaflokki eru 68 og hafa aldrei verið f leiri. Reglum fyrír innanhússknatt- spyrnu var breytt á síðasta árs- þingi KSÍ. Nú má skora mark hvaðan sem er af vailarhelmingi Aðalfundur AÐALFUNDUR Sundfélagsins Ægis verður haldinn laugardaginn 11. janúar kl. 15 á Fríkirkjuvegi 11. Venjuleg aðalfundarstörf. Aðalfundur Framhaldsaðalfundur knatt- spyrnudeildar Þróttar verður hald- inn í Þróttheimum föstudaginn 17. janúar klukkan 19.30. andstæðinganna. Áður mátti að- eins skora innan við punktalínu þannig að þetta breytir leiknum til muna. Fylkismenn eru núverandi ís- landsmeitarar innanhúss. Fjögur lið færast á milli deilda, efsta lið hvers riðils neðan 1. deildar fer upp en neðsta liðið fellur. Riðlarnir og deildirnar verða þannig: l.deild. A-riðill: Fram, Grótta, ÍBK og ÍA. B-riðill: Haukar, Valur, FH og KA. C-riðill: UBK, KR, Þróttur R. og Selfoss. D-riðill: Skallagrímur, Fylkir, KS og ÞórAk. 2. deild. A-riðill: Austri, HV, Léttir og Vík- ingur Rvk. B-riðill: ÍBV, Leiftur, HSÞ b og Neisti. C-riðill: Reynir S., Grindavík, Víðir og ÍR. D-riðill: Ármann, ÍBÍ, Þróttur N. og(K. 3. deild. A-riðill: Hafnir, UMFN, Víkingur Ól. og Árvakur. B-riðill: Víkverji, Árroðinn, Stjarn- an og Valur Rf. C-riðill: Stokkseyri, Bolungarvík, Reynir Ársk. og Leiknir F. D-riðill: Afturelding, Einherji, Leiknir R. og Vorboðinn. 4. deild. A-riðill: Súlan, Þórsmörk, Skot- félag Reykjavíkur, Geislinn og Vaskur. B-riðill: Tindastóll, Grundarfjörður, Trausti, Hrafnkell og Hveragerði. C-riðill: Augnablik, Reynir Hn., Völsungur, Eyfellingarog Sindri. D-riðill: HSS, Baldur, Huginn, Höttur og Efling. í kvennaflokki verður skiptingin þannig: A-riðill: Breiðablik, Stokkseyri, Fram og Skallagrímur. B-riðill: Afturelding, Valur, KS og ÞórAk. C-riðill: Víkingur, Stjarnan, ÍA og Grindavík. D-nðill: ÍBÍ, KAogKR. Morgunblaðið/Skapti • Jón Kristiánsson lék vel með KA f gærkvöldi og var drjúgur við að skora. Hér er hann í leik gegn Fram á dögunum. Öruggt hjá KA KA SIGRAÐI afspyrnuslakt Þrótt- arlið 26—14 í 1. deildinni í hand- bolta á Akureyri ígærkvöldi. Með eðlilegum leik hefðu KA-menn átt að vinna enn stærri sigur, þeir duttu alltof oft niður á sama plan og Þróttur — leikmenn voru alltof æstir og ætluðu að skora alltof mörg mörk í hverri sókn. Þróttur skoraði fyrsta markið, en KA svaraði með sex í röð. Staðan i hálfleik var 14—5, eftir mikla yfirburði KA-manna. Þróttur skoraði þrjú fyrstu mörk seinni hálfleiks og KA-menn náðu sér ekki virkilega vel á strik aftur fyrr en síðustu 15 mínútur leiksins, er allir yngstu leikmenn liðsins fengu að spreyta sig. „Strákarnir" virkuðu rólegri en þeir eldri og léku af meiri skynsemi, oft var gaman að sjá til þeirra og greinilegt er, að KA-menn eiga efnilega stráka Staðan Víkingur Valur Stjarnan FH KA Fram KR Þróttur 13 11 0 13 10 0 8 2 13 13 13 13 13 13 7 0 6 1 4 1 3 2 0 0 2 316:247 22 3 305:261 20 3 325:269 18 6 320:310 14 6 275:267 13 8 303:311 9 8 277:309 8 13 263:400 0 sem munu halda uppi merki þeirra íframtiðinni. Góðir dómarar voru Stefán Arnaldsson og Ólafur Harldsson. Mörk KA: Logi Einarsson og Jón Krístjáns- son 5 hvor, Erlingur Krístánsson og Axel Björnsson 3 hvor, Guðmundur Guðmundsson, Hafþór Heimisson, Anton Pótursson og Svan- ur Valgeirsson 2 hver og Pétur Bjarnason og Sigurður Pálsson eitt hvor. Mörk Þróttar: Gísli Óskarsson 4, Brynjar Einarsson og Nikulás Jónsson 3 hvor, Bene- dikt Yngvarsson 2 og Haukur Hafsteinsson og Sverrir Pétursson eitt hvor. S.H. Dómara- námskeið DÓMARANEFND HSÍ gengst fyrir dómaranámskeiði fyrir héraðs- dómara í Reykjavík og nálægum sveitarfélögum föstudaginn 10. janúar til og með sunnudagsins 12.janúar. Hefst námskeiðið kl. 20.00 þann 10.01 og fer fram í húsi ÍSÍ á 2. hæö í íþróttamiðstöðinni í Laugar- dal. Væntanlegir þátttakendur skulu hafa náð 17 ára aldri og þurfa að vera viðstaddir allt námskeiðið, þar sem skrifleg próf fara fram með stuttum prófum sem veröa meðan á námskeiðinu stendur. Dómaranámskeið ífimleikum DÓMARANÁMSKEIÐ fyrir fim- leikadómara verður haldið á vegum tækninefndar FSÍ nú f janúar og verðu í íþróttamiðstöð- inni f Laugardal. Kennarar verða alþjóðlegir dómarar og nefndar- menn tækninef nda. Námskeiðið hefst annað kvöld klukkan 20 fyrir konur en karlar mæta á námskeiðið mánudaginn 20. janúar. Allar upplýsingar um námskeið þessi veita Jónas og Berglind ísíma 672367.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.