Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1986 51 Mótið ekki búið — sagði Árni Indriðason „ÉG ER mjög ánægður með liðs- heildina í þessum leik og úrslitin að sjálfsögðu líka, en mótið er ekki búið,“ sagði Árni Indriðason, þjálfari og leikmaður Víkinga, eftir leikinn í gærkvöldi. „Leikurinn var mjög spennandi og erfiður en við náðum að leika agaðan handknattleik. Úrslitin í íslandsmótinu eru ekki nærri ráðin, við eigum einn leik eftir gegn KR og erum ekki búnir að vinna hann fyrirfram. Við höfum ekki efni á að vanmeta andstæðingana. En það er óneitanlega mikill léttir að vinna þennan leik í kvöld. íslandsmótið er ekki búið hjá okkur fyrr en flaut- Geir Sveinsson; Lékum ekki sem heild „VARNARLEIKURINN hjá okkur var í molum og við gerðum okkur seka um mörg mistök," sagði Geir Sveinsson, linumaðurinn snjalli hjá Val, eftir leikinn í gær- kvöldi. „Liðið lék ekki sem ein heild í þessum leik, menn voru að reyna allt of mikið upp á eigin spýtur og það kann ekki góðri lukku að stýra. Bætði sóknar- og varnarleikurinn var slakur. Markvarslan hjá okkur var heldur ekki upp á það besta. Nú, hraðaupphlaupin gengu ekki nógu vel upp, við erum vanir að skora þetta fimm til sex mörk úr hraðaupphlaupum í leik. Svo vor- um við einnig óheppnir með skot okkar," sagði Geir Sveinsson og var ekki ánægður með leik liðsins. Leiðbeinandi: Bjöm Guðmundsson, kerfisfræðingur STÝRIKERFI EINKATÖLVA STÁLFSTÆÐUR? Innan þeirra fyrirtækja er nota einkatölvur er nauðsyn að hafa starfsmenn með þekkingu á innviðum og búnaði tölvukerfisins. Tilgangur MS.DOS námskeiðanna er að gera starfsmenn sem hafa umsjón með einkatölvum sjálfstæða í meðferð búnaðarins. Þátttakendum er veitt innsýn í uppbyggingu stýrikerfa og hvernig þau starfa. Farið er yfir allar skipanir stýrikerfisins og hjálparforrit þess. Kennd verður tenging jaðartækja við stýrikerfi og vél og rætt um öryggisatriði og daglegan rekstur. Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66 Stjómunarfélag íslands Vfldngar nær öryggir íslandsmeistarar ■ að er til leiksloka gegn KR á sunnu- daginn," sagði Árni Indriðason og var hress með þessi úrslit eins og gefurað skilja. Steinar Birgisson átti mjög góðan leik með Víkingum í gærkvöldi. Hár skorar hann eitt af sjö mörkum sínum íleiknum. Texti: Valur Jónatansson Mynd: Júlíus Sigurjónsson Valdimar Grímsson var bestur Víkinga og var sá eini sem sýndi sína réttu hlið. Valsmenn geta leik- ið betur og agaðra. Leikur liðsins var ekki nægilega heilsteyptur og oft fum og fát á mikilvægum augnablikum. Júlíus fékk ekki mik- inn frið til að athafna sig, Jakob var óheppinn með skot sín og hraðaupphlaup þeirra gengu ekki upp. Geir Sveinsson fékk fáa bolta til að moða úr. Jón Pétur var örugg- ur í vítaköstunum og eins var Þorbjörn Jensson fyrirliði sterkur í vörninni en náði sér ekki vel á strik í sókninni. Víkingar voru utan vallar í 14 mínútur og fengu tveir leikmenn þeirra að sjá rauða spjaldið hjá dómaranum, þeir Guðmundur Al- bertsson og Páll Björgvinsson. Valsmenn voru utan vallar í 8 mín- útur. VÍKINGUR sigraði Val, 19-16, í jöfnum og spennandi leik í 1. deild karla á íslandsmótinu í handknattleik. Víkingar eru svo gott sem búnir að tryggja sár ís- landsmeistaratitilinn með þess- um sigri. Mðið á aðeins einn leik eftir i deildinni, við KR á sunnu- dag, og verða þeir að teljast lík- legir sigurvegarar úr þeim leik. Fyrir þessa umferð voru Valur og Víkingur jafnir að stigum og bar þessi leikur því mjög keim af úrslitaleik og var mjög mikil stemmning f Höllinni. Staðan I leikhléi var 9-8 fyrir Vfking. Loftið var þrungið spennu fyrstu mínúturnar eins og þaö átti eftir að vera allan leikinn. Jafnt var á öllum tölum í fyrri hálfleik upp í 5—5 er 15 mínútur voru liðnar af leiktímanum. Þá skoruðu Víkingar næstu þrjú mörk og breyttu stöð- unni í 8—5. En Valsmenn gáfu ekki eftir og tókst að jafna er ein mínúta var til hálfleiks, 8—8. Stein- ar Birgisson, besti leikmaður Vík- ings, átti svo síðasta orðið og skoraði er fimm sekúndur voru til leikhlés. Seinni hálfleikurinn byrjaði eins og sá fyrri. Valsmenn jafna strax, 9—9, og aftur er jafnt, 10—10. Þá komust Víkingar yfir og leiddu með einu til tveimur mörkum upp í 13—12. Þá komu tvö mörk Víkings og munurinn því orðinn þrjú mörk, 12—15 og 15 mínútur eftir af leik- tímanum. Þorbjörn Jensson minnk- ar muninn í tvö mörk, en Siggeir Magnússon skoraði aftur fyrir Vík- ing. Þá var Guðmundi Albertssyni hornamanni vikið af leikvelli í þriðja sinn og fékk því ekki að taka meiri þátt íleiknum. Þetta virtist þó ekki koma niður á leik Víkinga og héldu þeir þessu forskoti út ieikinn og unnu verð- skuldað, 19—16. Leikurinn var eins og áður segir jafn og spennandi allt fram á síð- ustu mínútur. Víkingar voru þó mun heilsteyptari í leik sínum og var liðsheildin sterkari hjá þeim. Valsmenn reyndu of mikiö upp á eigin spýtur og gaf það ekki góða raun. Varnir beggja liða voru góð- ar. Sóknarleikurinn var óagaður hjá báðum, en árangursríkari hjá Víkingum. Kristján Sigmundsson varði líka mark Víkings mjög vel, alls 13 skot í leiknum, þar af eitt vítakast. Ellert Sigfússon náöi sér ekki eins vel á strik í markinu hjá Val, varði aðeins 7 skot. Steinar Birgisson var bestur Vík- inga og var óstöðvandi eftir aö hann náði að finna markrammann. Páll Björgvinsson átti einnig góðan leik og eins allir Víkingarnir. Siggeir Magnússon skoraði mikilvæg mörk á lokamínútunum. Hilmar Sigurgíslason, sem nú lék aftur með Víkingum styrkir liðið mikið, sérstaklega í varnarleiknum. Árni var sterkur og Guðmundur Guð- mundsson og Albertsson skiluðu hlutverki sínu vel. Steinar Birgisson 7, Páll Björgvinsson 6/2, Siggeir Magnússon 3, Guömundur Alberts- son, Bjarki Sigurösson og Hilmar Sigurgísla- son eitt mark hver. Mörk Vals: Valdimar Grímsson 4, Jón Pótur Jónsson 4/2, Július Jónasson 3, Jakob Sigurðs- son 2, Geir Sveinsson 2 og Þorbjöm Jensson 1. Jafnt hjá Fram og KR FRAM og KR gerðu jafntefli, 22—22, í miklum baráttuleik á íslandsmótinu í handknattleik í Laugardalshöll í gærkvöldi. Fram tryggði sennilega endanlega stöðu sína í deildinni með þessu jafntefii. Þeir eiga eftir að leika við Þrótt í síðasta leik sínum og verða að teljast sigurstranglegir. KR á eftir að leika við Víking og eru þeir sennilega fallnir ásamt Þrótti, sem ekki hefur hlotið stig. Staðan í hálfleik var 12—11 fyrir KR. KR-ingar byrjuðu vel og héldu forystunni allan fyrri hálfleik og komust í 10—6. Fram náði síðan að saxa á þetta forskot, jafnt og þétt. KR-ingar komust þó í 20—16 er 10 mínútur voru til leiksloka, en Framarar skoruðu sex á móti tveimur mörkum KR-inga í lokin og náðu að jafna leikinn er aðeins nokkrar sekúndur voru til leiksloka. Jens var besti leikmaður Fram og Stefán Arnarson og Árni Harð- arson, markvörður, bestu menn KR. Mörk Fram: Egill 5, Hermann 5/2, Dagur 4, Ragnar 4, Hlynur 2 og Jón Árni og Andrós eitt mark hvor. Mörk KR: Stefán Arnarson 8/1, Jóhannes 6/4, Páll 3, Haukur Ottesen 2, Konráð 2 og Haukur Geirmundsson eitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.