Morgunblaðið - 09.01.1986, Side 52

Morgunblaðið - 09.01.1986, Side 52
FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986 VERÐ LAUSASÖLU 40 KR. Bandaríkjamarkaður: Verð á frystri ýsu hækkaði um áramótin Flestar f isktegundir hækkuðu nokkuð á síðasta ári VERÐ á frystum fiski héðan hefur hækkað nokkuð í Bandaríkjunum á síðasta ári. Karfi hækkaði til dæmis um 20% og ýsa hækkaði um 30 sent um áramótin, úr 1,80 dölum í 2,10. Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater Seafood Corporation, dótturfyrirtækis Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Bandaríkjun- um, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að verðið á flestum flskteg- undum frá íslandi hefði þokazt nokkuð upp á við á síðasta ári. Horfur um verðþróun færu síðan eftir því, hvemig veiðar Kanada- manna gengju og hvemig vertíðin yrði í Eystrasalti. Magnús sagði að ýsan hefði um ármót hækkað í 2,10 dali úr 1,80. Karfi hefði hækkað um 20% á síð- asta ári, ýsu- og þorskblokkir hefðu einnig farið upp, en aðrar þorsk- afurðir hefði nokkum veginn staðið í stað. Þá hefði verð á ufsa aðeins lagazt. 30% lækkun 'á kísiljárni VERÐ á kísiljárni lækkaði um nærri 30% á síðastliðnu ári, örast á síðari helmingi ársins. Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri íslenska járnblendifélagsins hf. á Grundartanga sagði að verðið væri nú komið niður undir þau mörk að verksmiðjan færi að tapa fé á fram- leiðslunni, en reksturinn hefði verið í járnum á árinu 1985. Verðið er orðið það lágt að Evrópubandalagið er nú búið að setja nýtt lág- marksverð til að veija verksmiðjur aðildarlandanna. Að sögn Jóns er ástæða verð- lækkunarinnar offramleiðsla á kísil- jámi sem hófst þegar verðið náði hámarki á árinu 1984. Sagði Jón að eftirspumin hefði hinsvegar haldist góð. Jámblendiverksmiðjan '**hefur ekki safnað birgðum og eru birgðir hennar minni en gengur og gerist hjá framleiðendum kísiljáms. Jón sagði að menn vonuðust til að verð á kísiljámi færi ekki neðar, enda væri það komið niður undir það sem það var lægst á árunum 1982-83, en samanburður erfiður vegna mismunandi breytinga gjald- miðia. Jón sagði að Jámblendifélag- ið væri mun betur í stakk búið til að mæta þessari verðlækkun en á ámnum 1982-83 eftir þá endurfjár- mögnun sem fór fram á hlutafélag- inu á árinu 1984. Nú væri fram- leiðslukostnaður hjá þeim svipaður og hjá samkeppnisfyrirtækjunum. Morgunblaðið/Júlíus. Víkingssigfur VÍKINGUR_ sigraði Val 19:16 í æsispennandi uppgjöri tveggja efstu liða íslandsmótsins í handknattleik í Laugardalshöll í gærkvöldi. Víkingur á mesta möguleika að verða íslansmeistari, dugir jafntefli í síðustu umferðinni tU þess að tryggja sér titil- inn. Aðeins Valsmenn geta ógnað sigri Víkings, því Stjarnan tapaði fyrir FH í gærkvöldi 31:29. Mikil harka var í leiknum i gærkvöldi og hér má sjá Víkinginn Steinar Birgisson fá óblíðar móttökur hjá Geir Sveinssyni. Starfsmenn Lánasjóðsins eru 25 en heimilt að ráða 6 STARFSMENN Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) eru fjórum sinnum fleiri en heimild er fyrir að ráða. Um síðustu áramót voru þeir 25, þar af þrír í hálfu starfi, en heimild er fyrir ráðningu í sex stöðugUdi á skrifstofu sjóðsins. Auk þess greiðir LÍN af eigin fé laun manna í 2,5 stöðugildum hjá VeðdeUd Landsbanka Islands. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að ríkisendurskoðun hafi gert athugasemdir við ráðningar fyrrverandi framkvæmdastjóra LÍN á starfsfólki umfram heimildir. í athugasemdum ríkisendurskoðunar við reikningsskil LÍN fyrir árið 1984 er fundið að því að starfsmenn í fullu starfl séu 13, en heimiluð stöðugildi 6. Vakin er athygli á því, að launagjöld sjóðsins hafi á árinu 1984 samtals verið 8,4 millj- ónir króna, en samkvæmt fjárlögum hafi þau átt að vera 2,6 milljónir. Mismunurinn er 5,8 milljónir. Þá hefur ríkisendurskoðun gagn- rýnt yfirvinnu starfsmanna sjóðs- ins, sem hún telur óhóflega, reikn- ingsskil vegna ferðalaga starfs- manna sjóðsins til útlanda og fleira. í maímánuði sl. sendi launadeild fjármálaráðuneytisins LÍN bréf vegna erindis sem borist hafði frá sjóðnum um endurmat á stöðu framkvæmdastjóra' og fulltrúa hans. í bréfinu segir, að í skipuriti og starfslýsingum, sem erindi LÍN hafl fylgt, sé ranglega farið með uppiýsingar um launaflokka starfs- manna. Þar séu taldir upp ýmsir starfsmenn, sem ekki séu á launa- skrá fjármálai'áðuneytisins og eng- in vitneskja fyrirliggjandi um störf þeirra, né ákvörðun um launa- flokka, sem virðist ekki vera í samræmi við gildandi kjarasamn- inga. Er, í athugasemd ríkisendur- skoðunar frá því f júlí 1985 er óskað skýringa á því hvers vegna launa- deild ijármálaráðuneytis hafi ekki verið falið að greiða öll laun fyrir sjóðinn. í svari Siguijóns Valdimarsson- ar, fyrrverandi framkvæmdastjóra LÍN, til ríkisendurskoðunar vegna fyrmefndra athugasemda, segir orðrétt: „Rétt er að heimiluð stöðugildi hafa verið 6. í áraraðir hefur Lána- sjóðurinn sent beiðni um Qölgun stöðuheimilda til menntamálaráðu- neytisins og ráðningamefndar ríkis- ins. Við þessum kröfum hefur verið daufheyrst. Á árunum 1983 og 1984 svaraði menntamálaráðuneytið bréfum LÍN á þá leið að Könnunarstofan væri að gera úttekt á sjóðnum og að þeirri athugun lokinni yrði tekin ákvörðun um starfsmannahald sjóðsins. Ekkert gerðist þegar þessi umrædda skýrsla birtist í mars 1984. Á meðan á þessu stóð var ekki mögulegt að loka sjóðnum eða takmarka verulega starfsemi hans. Framkvæmdastjóri nýtti sér þá 9. mgr. 9. gr. reglugerðar (578/1982) um heimild til að lausráða fólk til tímabundinna verkefna. í samræmi við þessar ráðstafanir hefur launakostnaður hækkað umfram fjárlög. Launadeild íjármálaráðuneytis- ins hefur greitt laun fastráðinna starfsmanna. Þegar sjóðurinn hefur lausráðið til tímabundinna verkefna hefur það fólk gjaman fengið af- greidd laun hjá Veðdeild Lands- banka íslands." Sjá forystugrein í miðopnu: „Lánasjóður á krossgötum“, viðtal við Sverri Hermannsson á bls. 4 og frétt um mótmæli SÍNEábls. 4. HM í handknattleik: Stefnt að beinni út- sendingu íslenzku leikjanna SJÓNVARPIÐ hefur ákveðið að vera með beinar útsendingar frá heimsmeistarakeppninni í hand- knattleik, sem fram fer í Sviss. „Stefnt er að þvi að sýna alla leiki íslands og úrslitaleikinn í beinum útsendingum," sagði Bjarni Felixson, íþróttafrétta- maður Sjónvarps í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að verið væri að vinna að þessum málum. Þá sagði Bjami að beinar útsend- ingar yrðu í sumar frá úrslitum heimsmeistarakeppninnar í knatt- spymu í Mexíkó. „Sýnt verður frá öllum helstu leikjum keppninnar,“ sagði Bjami. Hann sagði að í samstarfi við Norðurlönd yrðu bein- ar útsendingar frá ensku knatt- spymunni fram í mars og að ráð- gert væri að sýna leik frá Þýska- landi, að öllum líkindum frá Stutt- gart. Á laugardag verður leikur Leicester City og West Ham United sýndur í beinni útsendingu og annan laugardag leika Sheffíeld Wednesday og Oxford United. Sem kunnugt er leikur Sigurður Jónsson með liði Sheffield. Og væntanlega verða úrslitaleikir enska deildar- bikarsins og bikarsins í beinum út- sendingum svo og undanúrslit enska bikarsins. 500 milljóna tap hjá ÍSAL AÆTLAÐ er að um 500 míllj- óna kr. tap hafi verið af rekstri íslenska álfélagsins í Straumsvík á árinu 1985, að sögn Ragnars S. Halldórsson- ar, forstjóra ÍSAL. Velta fé- lagsins var um 3.500 milljónir kr. á árinu og fer um þriðj- ungur veltunnar til innlendra aðila, að sögn hans. Framleiðslan hjá álverinu var dregin saman um 10-12% vegna offramboðs af áli á mark- aðnum. Ragnar sagði að álút- flutningur frá fyrirtækinu hefði dregist saman sem því næmi þannig að birgðir væru svipaðar nú og í byrjun árs, 5-6 þúsund tonn, sem samsvaraði tæplega mánaðarframleiðslu hjá fyrir- tækinu. Ragnar sagði að álverðið hefði haldist lágt allt árið, en væri nú farið að hækka aftur. Sagði hann að heimsmarkaðs- verðið hefði hækkað um 12-15% að undanfömu, en væri enn töluvert innan við það sem menn teldu eðlilegt þegar jafnvægi væri á framboði og eftirspum. Álbirgðir í heiminum hefðu minnkað og vonaðist hann til að hækkun verðsins nú væri aðeins byijun á frekari hækkun- um álverðsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.