Alþýðublaðið - 01.10.1920, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 01.10.1920, Qupperneq 1
Föstudaginn i. október. 225. tölubl. Hér með [tilkynuist vinnam og ættingjum, að minn elskulegur eiginmaður, Ásmundur Guðmundsson, andaðist á heimili sínu, Þórsgötu 2, 30. september 1920. Jarðarförin ákveðin siðar. Reykjavík, 30. september 1920. Jónina H. Jónsdóttir. 1920 Sfðasti koimngnriHR. III. Jafnfratnt því sem vald hinna kosnu sveitarhöfðingja óx og varð arfgengt, óx vald þeirra höfðingja sem höfðu landvarnirnar á hendi, og einnig það varð arfgengt. Borgunin sem þeir fengu fyrir að halda uppi landvörnum, hafði í fyrstu verið sanngjörn og af góð- um hug goidin, en er stundir liðu voru það þessir landvarnarforingj- ar, sem sjálfir réðu því, hve mikil var borgunin — skatturinn — til þeirra. Þeir höfðu altaf vopnaða menn til taks, og komu oftast sfnu fram, en þó það kæmi fyrir ein- staka sinnum, að samtök væru gerð á móti þessum landvarnar- höfðingjum eða kóngum, er þeir síðar voru nefndir, þegar þeir fóru altof langt í kröfum sínum, þá tókust þau samtök eigi ávalt. tækjust þau og yrði kúgarinn drepinn, kom brátt kóssgur í kóngs stað. Einhver helzti maðurinn í samtökunum varð þá kóngur, og þó hann kannske væri eitthvað skárri en sá, sera fyrir var, þá liðu vanalega ekki margir manns- aldrar þar til aftur sótti í sama farið. Aðstaða landvarnarforingj- ans, eða kóngsins til sveitarhöfð- ingjans, varð í mörgu mjög svip- að aðstöðu þeirra til afmennings, en lengi fram eftir öldum tókst þeim þó ekki eins vel að brjóta sveitarhöfðingjana undir sig, eins þeim að kúga almenning, og iétu kóngarnir þó óspart drepa alia höfðingja, er þeir óttuðust að verða mundu sér ofjarlar. Tóku þeir síðan eigur þeirra, og settu yfir þær og héraðsvöldin ein- ^verja menn, er verið höfðu þeitn trúir eða reynst vel í orustum. Stundum fengu lfka menn, er komið höfðu sér vel við konung- 3lio, slík völd og auðæfi, að eins því þeir höfðu komið sér vel v'ð kóhg, og voru þá einhverjir Sveitarhöfðingjar drepnir, þó ekk- ei* hefðu til saka unnið, til þess að koma hinum að. Upprunalega voru það eingöngu þeir, sem skarað höfðu fram úr í orustum' og þvílíku, sem fengu slík hlunn- indi hjá konungunum. En sfðar á öldum voru þeir menn einkum gæðingar konunganna, sem mestan dugnað sýndu f því, að myrða þá sem konungarnir töidu sér hættu- Iega, eða ræna fögrum konum handa konungunum, sem vana- lega lifðu i sukki og saurlifnaði miklurn. Állmikili hluti af höfð- ingja- eða aðalsættum nútfmans eiga rót sína að rekja til hóru- sona konunga fyrri alda, og má þar til nefna ýmsar helztu léns- greifaættirnar í Danmörku. IV. Stundum hefir það borið við, að aðallinn hefir ætlað að bera konungdóminn ofurliði, en þegar þetta hefir ætlað að verða, hafa konungarnir vanalega leitað styrks hjá lýðnum; hafa fengið lýðinn til þess að styðja sig, með því að veita honum lið gegn þrælkun aðalsins. Á slfkum og þvflíkum tfmum gerði konungsvaidið þannig nokkuð gagn, þó það gagn væri sjaldan gert í öðrum en eigin- gjörnum tilgangi. En þessir tímar eru fyrir löngu liðnir. Nú á tímum eru kóngar ekki til nokkurs gagns, en oft til mikils ógagns, enda hafa kóngar nútímans verið nefndir botnlangar þjóðaiíkamanna. Botnianginn er, svo sem kunnugt er, úrelt lfffæri, og gerir nú alls ekkert gagn, en veldur því oft að líkaminn verður sjúkur. En mörgum gengur illa að sjá þetta ait, af því þeir þekkja ekki sögu konungdómsins, og þó er skilningurinn mikið að aukast nú síðustu árin, eins og hið ákafa kóngahrun sýnir. Konungsstjórn er nú ekki í Norðurálfu nema á Norðurlöndum, Hoilandi, Belgfu, Bretlandi, Italíu, Spáni og hjá hinum háifviltu þjóð- um á Balkanskaga, og utan Norð- urálfu ekki nema í Japan og Síam nokkrum öðrum meira en hálfvilt- um löndum í Asíu og Afríku. Það virðist því eigi þurfa mikla spádómsgáfu til þess að sjá það, að kóngar verði, 'áður eu langt um Ifður, ekki til annarsstaðar en í spilum og manntafli, en af þeim stöðum mun mörgum finnast þeir ómissandi. Það er haft orð á því, að Kristján hinn tíundi sé að mörgu leyti gerfilegur maður. En það er í rauninni sterkasta árásin sem hægt er að gera á konnungdóm- inn, að það skuli vera haft orð á því, að æðsti raaður þjóðarinnar sé almennilegur maður! Slfkt mundi ekki koma fyrir, ef æðsti maðurinn í landinu væri kjörina til starfsins af þjóðinni, þvf þá mundi það æfinlega vera einn af vitrustu mönnum þjóðarinnar, sem starfann hlyti. En þar sem kon- ungsstjórn er, getur vitfirringur hæglega hlotið konungdóm, enda hefir það stundum komið fyrir, og oft hafa kóngar og keisarar verið nautheimskir, jafnframt þvf sem þeir voru alveg aðgerðalausir og má tilnefna Nikulás, hinn sfð- asta keisaia Rússa.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.