Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.01.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR12. JANÚAR1986 u Tilkynnti um eigin „sprengju TVÍTUGUR Reykvíkingur hefur játað að hafa útbúið og komið eftirlikingu af sprengju fyrir við Oddfellow-húsið í Reykjavík á fimmtudagskvöld. Hinn handtekni er annar piltanna, sem tilkynnti lögreglu um sprengju fyrir utan húsið. Tildrög og ástæður þessa verkn- aðar eru óljósar. Pilturinn hefur 25-30% af- sláttur af Fiat 1985 NÝR umboðsaðili Fiat- bifreiða á íslandi, Sveinn Egilsson hf., býður nú af- slátt af 1985 árgerðum sem til eru í landinu. Um er að ræða 25-30% afslátt af um það bil 100 bifreiðum, að sögn Þóris Jónssonar, for- stjóra Sveins Egilssonar hf. Auk þess eru hagstæðir greiðsiuskilmálar í boði, milli 30-40% útborgun og eftirstöðvaraar greiddar á tveimur árum. Ódýrasta gerðin af Fiat Uno kostar nú 295 þúsund krónur, og ef útborgunin er 35% þarf að reiða af hendi strax rúm- ar 103 þúsund krónur. Tilgangur útsölunnar mun vera að losna við þann lager sem til er í landinu af Fiat- bílum svo hægt sé að byija með „hreint borð“. Hefur umboðið fengið afslátt frá Fiat-verksmiðjunum til að geta staðið undir útsölunni, auk þess sem það slær sjálft af sinni álagningu. Fjórar gerðir Fiat-bifreiða eru í boði, Fiat Uno, Regata, Panda 4x4 og Argenta. Mestur er afslátturinn af dýrasta bfln- um, Argenta. Hann var áður á 762 þúsund krónur, en lækk- ar nú í 598 þúsund, eða um 162 þúsund. Útsalan hófst klukkan tíu í gærmorgun og þegar Morgunblaðið hafði samband við söluskrifstofuna á hádegi var örtröð af fólki að skoða bfla og kynna sér kjörin. Nokkrir bflar höfðu þegar selst. ekki áður komist í kast við lögin samkvæmt því sem Morgunblaðið fékk upplýst hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins í gær. Pilturinn var handtekinn á föstudagskvöld og eftir yfirheyrslur játaði hann verkn- aðinn. Eftir að hafa komið sprengj- unni fyrir kveðst hann hafa hringt í lögreglu og tilkynnt um sprengju í Tjamargötu 14 og að því búnu gengið á miðborgarstöð lögreglu við annan mann og tilkynnt um sprengju við Oddfellow-húsið. Síð- degis í gær átti að taka afstöðu til þess hvort farið yrði fram á gæzlu- varðhald yfír manninum. Tekið skal fram, að Ragnar Þór- isson, sem einnig tilkynnti um „sprengjuna", á engan hlut að þessu máli, samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar. Steindórsmenn stöðvaðir Morgunblaðið/Júlíus Aðfaranótt laugardagsins stöðvuðu leigubflstjórar smásendibfla frá Steindóri nokkrum sinnum vegna aksturs þeirra með fólk. Myndin var tekin á Hverf- isgötu klukkan þrjú um nóttina þegar 3 leigubfl- stjórar stöðvuðu Suzuki-sendibfl frá Steindóri, umkringdu hann og hleyptu lofti úr einum hjól- barða hans. Lögreglan var kölluð á staðinn og greip í taumana. Mjólkurframleiðslan: Smjör- og ostafjallið sam- svarar 27 milljónum lítra Umframframleiðsla á mjólk fer öll til útflutnings á lágu verði £> INNLENT UM ÁRAMÓTIN voru til í landinu 735 tonn af smjöri og smjörva, sem er 280 tonnum meira en í byijun síðasta árs. Birgðir osta voru 948 tonn, 51 tonni meira en fyrir ári. Þá voru einnig til 428 tonn af mjólkur- dufti (nýmjólkur- og undan- rennudufti og kálfafóðri), en það Maí heitir nú Margrét EA 710 Akureyri, 11. janúar. SAMHERJI hf. á Akureyri keypti togarann Helga S. fyrir skömmu, eins og komið hefur fram í frétt- um. Síðan skipti Samheiji á Helga S. við Hvaleyri í Hafnar- firði og fékk í staðinn togarann Maí. Nú hefur nafni togarans Maí verið breytt og heitir hann nú Margrét EA 710. Nafiii Helga S. hefur einn- ig verið breytt. Hann heitir nú Einir HF202. er 18 tonnum meira en í árs- byijun síðasta árs. Smjör og ostabirgðimar samsvara 27 millj- ónum lítra af mjólk. Ostabirgðimar samsvara hálfs- árs sölu á ostum hér innanlands og smjörbirgðimar samsvara 8-9 mánaða sölu. Óskar H. Gunnarsson forstjóri Osta- og smjörsölunnar sagði að aukning mjólkurfram- leiðslunnar undanfama mánuði væri mikið vandamál sem yrði erfítt úrlausnar í vor og sumar ef ekki drægi úr framleiðslunni aftur. Búið væri að semja við ríkisvaldið um ákveðið magn mjólkur og með sama áframhaldi myndu bændur fylla þann kvóta löngu áður en verðlags- árinu lyki. Umframframleiðslan fer öll í smjör og osta. Óskar sagði að inn- anlandsmarkaðurinn væri mettað- ur, og þyrfti að flytja alla umfram- framleiðsluna út. Markaðurinn í nágrannalöndunum er hinsvegar einnig yfírfullur af þessum vömm og fæst þar lágt fyrir vörumar. Sagði Oskar að meðalverð fyrir útflutta osta væri nálægt 25% af óniðurgreiddu heildsöluverði hér innanlands, en væri á bilinu 16- 40%. Dugar verðið því ekki fyrir vinnslukostnaði í mörgum tilvikum, þannig að þá skilar útflutningurinn ekki krónu upp í verðið til bænda. Handtakan að ósk Interpol: íslendingum ber að framselja Fra.kka.nn — komi beiðni og leiði rannsókn í ljós að skilyrði séu fyrir hendi ÍSLENSKUM dómsyfirvöldum ber að framselja Frakkann sem handtekinn var í íbúðarhúsi í Reykjavík á fimmtudagskvöldið, berist beiðni þar um frá yfirvöldum í Lúxemborg og leiði rann- sókn í Ijós að skilyrði fyrir framsali séu fyrir hendi. Bæði ísland og Lúxemborg eru að nægilegt sé að beiðni um aðilar að Evrópusamningi um framsal komi frá alþjóðalögregl- framsal sakamanna, auk þess sem unni Interpol. Beiðni verður því til er gamall framsalssamningur að berast eftir diplómatískum leið- milli landanna frá 19. öld, sam- kvæmt upplýsingum Guðmundar Eiríkssonar þjóðréttarfræðings. Lúxemborg er hins vegar ekki aðili að viðbótarákvæði Evrópu- samningsins, sem kveður á um Komi beiðni getur dómsmála- ráðuneytið ákveðið að hafna henni teji það að lagaleg skilyrði fyrir ffamsali séu ekki fyrir hendi, að sögn Jóns Thors deildarstjóra f dómsmálaráðuneytinu. Að öðrum kosti gengur málið áfram til ríkis- saksóknara til rannsóknar og umsagnar. Að rannsókn hans lokinni sendir hann dómsmálaráð- herra öll gögn og tekur ráðuneytið síðan ákvörðum á grundvelli þeirra hvort framsal skuli heimil- að eða ekki. Meðan á rannsókn ríkissaksóknara stendur getur sá sem framsals er krafíst á sjálfur óskað eftir því að dómstóll úr- skurði hvort lagaskilyrði séu fyrir framsali. Sígarettuumfjöllun Samúels: Ritstj órnarefni — ekki auglýsing — segir fr amkvæmdastj óri SÍA „UMFJÖLLUN tímaritsins Samúels um sígarettur í desemberhefti 1985 er ekki auglýsing að mínu mati. Þessi umfjöllun er ekki í samræmi við almenna skilgreiningu á auglýsingum,“ segir Sólveig Ólafsdóttir lögfræðingur, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra auglýsingastofa. „Hafi verið ætlun löggjafans að banna alla um- fjöUun um tóbak og reykingar þá hefði það þurft að vera afdráttar- laust í lögunum." ættu að hafa greinileg sérkenni, svo hægt væri að greina þær frá öðru efni. „Sígarettuumfjöllunin í blað- inu kemur mér ekki fyrir sjónir sem auglýsing heldur ritstjómarefni," sagði Sólveig. Hún benti á, að nýlega hefði fallið dómur í Hæstarétti í máli, sem höfðað hefði verið gegn Samúel fyrir samskonar umfjöllun um áfengistegundir. í því máli var ábyrgðarmaður Samúels sýknaður af því að hafa brotið gegn sextándu grein áfengislaga, þar sem segir einfaldlega að áfengisauglýsingar séu bannaðar. „Niðurstaða málsins var byggð á þröngri skilgreiningú á auglýsingu, eins og ég hef gert hér að framan," sagði Sólveig. „Það er þó ekki beinlínis hægt að vísa í þennan dóm í þessu sambandi, þv> í sjöundu grein laga um vamir gegn tóbaksreykingum segir meðal ann- ars að að bannaðar séu hverskonar tilkynningar til almennings. Það hlýtur svo að vera hlutverk dóm- stóla að skilgreina hvað átt er við með „hverskonar tilkynningum" en ég trúi ekki, að það hafi verið ætlun löggjafans að banna alla umfjöllun um tóbak og reykingar. Mín niður- staða er því sú, að umrætt efni í Samúel sé ritstjómarlegt efni en ekki auglýsing," sagði Sólveig Ól- afsdóttir. Eins og frá hefur verið skýrt í Morgunblaðinu hafa heilbrigðis- nefndir í öllum umdæmum landsins, utan Reykjavíkur og Seltjamar- ness, fyrirskipað verslunum að hætta sölu á desemberhefti tíma- ritsins Samúels vegna þess að í blaðinu er nærri tveggja síðna frá- sögn, prýdd litmyndum, af nýjum og ódýrum sígarettutegundum á markaði hér. Talsmenn heilbrigðis- ráðuneytisins og heilbrigðiseftirlits Reykjavíkursvæðisins (höfuðborgin og Seltjamames) sögðu fyrir helgi að af hálfu blaðsins væri augljós- lega verið að bijóta nýleg tóbaks- vamalög og að ábyrgðarmaður blaðsins yrði kærður til ríkissak- sóknara. Heilbrigðisráð Reykjavík- urborgar bíður nú umsagnar borg- arlögmanns um hugsanlega kæru og hefur því engin kæra enn komið fram. Sólveig Ólafsdóttir sagði í sam- tali við blm. Morgunblaðsins að samkvæmt skilgreiningu Sambands ísl. auglýsingastofa væri auglýsing hverskonar boðmiðlun, sem birt væri í fjölmiðli gegn greiðslu - þ.e. að auglýsandi keypti sér pláss í viðkomandi blaði eða ákveðna tíma- lengd í útvarpi eða sjónvarpi. í samræmi við þetta væri ákvæði í siðareglum alþjóða verslunarráðs- ins um auglýsingar um að þær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.